Dagur - 29.03.1950, Blaðsíða 1

Dagur - 29.03.1950, Blaðsíða 1
F orustugreinin: Markaðsmálin og aíkoma þjóðarbúsins. Fimmta síðan: B—12, nýtt amerískt undralyf. Frásögn Paul de Kruif. XXXIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 29. marz 1950 17. tbL Nýir nieðlimir öryggisráðsins ' 1 Möguleikar Islendmga á pví ao semja við BoTm-stjóniina þýzku um um fisk- sölu, mjög litlir aS dómi „Fishing News46 í Aberdeen Hinn 1. janúar þ. á., tóku þrír nýir nTeðlimir sæti*í Öryggisráðinu. Tóku þeir við af fulltrúum Argcntínu, Kanada og Ukrainu. Hinir nýju fulltrúar eru, frá vinstri: Homero Vitari-Lafronte, fulltrúi Ecuador, Bengal Narsinga Rau, Indland og Edvard Kardelj, utan- ríkisráðherra Júgóslafíu. verðlagsdómsfrumvarp Frðmséknarmanna Verðlagsílómur og verðgæzlustjóri verða umboðsmenn almennings í landinu Fyrir jól í vetúr báru þeir Endurvarpsstöðin hér: Útvarpsstjóri farinn til Bretlands í fyrradag flaug Jónas Þor- bergsson útvarpsstjöri til Bret- lands og er erindi hans að greiða fyrir afgreiðslu hins nýja út- varpssendis, sem setja á upp í Reykjavík, og ennfremur að at- huga afgreiðslumöguleika á 5 kw. sendi þeim, sem ætlunin er að settur verði upp hér á Akur- eyri. Enn mun skorta öll leyfi ís- lenzkra yfii-valda, þ. e. fjárfest- ingar- og innflutningsleyfi til þessara framkvæmda hér, en eftir öldulengdarbreytingar ýmissa út- varpsstöðva hinn 15. þ. m., er orðin meiri nauðsyn en fyrr að -koma upp endurvarpsstöð hér, því að truflanirnar af völdum er- lendra stöðva hafa aukizt veru- lega. Ýmsir skömmt- unarseðlar falla úr gildi iim mánaðamótin Með auglýsingu skömmtunar- stjóra, númer 28 1949, voru ýms- ir skömmtunarseðlar framlengd- ir að gildi til næstk. mánaðamóta, eða til 31. marz 1950. Eiga þeir því að falla úr gildi nú nema ann- að verði ákveðið, en engin aug- lýsing um slíkt hefur enn heyrzt. Skömmtunarseðlar þessir eru: Vefnaðarvörureitir nr. 1—1600 af 1., 2. og 3. skömmtunarseðli 1949, svo og skammtur nr. 2. og 3., þ. e. sokkareitir, af 1. skömmtunar- seðli 1949. Ennfremur sokkareitir nr. 1—4 af 2. og 3. skömmtunar- seðli 1949, svo og ytrifataseðill. Engar viðræður nm sumanitgerð togaranna Eins og greint var frá í síðasta blaði fóru samningaumleitanir togaraútgerðarinnar hér og sjó- manna um kjör á togurum á ufsa- og karfaveiðum til fiski- mjölsvinnslu, út um þúfur, ei' sjómenn felldu samkomulags- grundvöll þann, sem gerður hafði vei'ið, fyrra sunnudag. Ekki munu neinar viðræður hafa átt sér stað milli þessara aðila síðan, en al- mennt er gert ráð fyrir að reynt verði til hins ítrasta að ná sam- komulagi nú á næstunni. Hermann Jónasson og Karl Kristjánsson fram frumvarp á Alþingi um nýja skipan verðlags- eftirlitsins. Höfuðmarkmið frum- varpsins var að fá neytendum í hendur betri aðstöðu til að fylgj- ast með framkvæmd verðlagseft- irlitsins en verið hefur og þyngja mjög sektir fýrir brot á verðlags- fyrirmælum. Nú virðist vera orðið samkomu- lag á Alþingi milli allra flokka um að samþykkja þetta frumvarp með nokkrum breytingum. Alls- herjarnefnd Efrideildar, sem hafði málið til meðferðar, skilaði sameigirilegu áliti og mun frv. vérða afgreitt frá deildinni í dag. Búizt er við að það verði að lög- um næstu daga. Þyngri refsingar. Samkvæmt frumvarpinu skal skipa verðgæzlustjóra og verð- lagsdóma. Ráðherra skipar verð- gæzlustjóra og 2 menn í verðlags- dóm í hverju lögsagnarumdæmi, eftir tilnefningu nefndar, sem eft- irtaldir aðilar eiga sæti í: Al- þýðusambandið, Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimannaband íslands, Kven félagasamband íslands, Lands- samband iðnaðarmanna, Lands- sarnband útvegsmanna og Stétt- arsamband bænda. í ákvæðum frumvarpsins er gert ráð fyrir þungum refsingum fyrir brot gegn verðlagsákvæðum, allt að 200 þús. kr. sektum, og allt að 4 ára fangelsi ef brot eru mikil og ítrekuð. „Goðafoss4* laskast Síðastl. sunnudagskvöld rakst e.s. Goðafoss, sem var á leið til Hamborgar, á brezkt kaupfar, ..Algonquin Victory“, 7600 lestir að stærð, á Saxelfi. Stefni Goða- foss laskaðist nokkuð og fer við- gerð fram í Hamborg og mun taka nokkra daga a .m. k. Ekki er kunnugt um hvort skemmdir hafa orðið á brezka skipinu. Engan mann mun hafa sakað. RÉTT UM HÉLMINGUR Al- þýðumannsins í gær er helgaður: Framsóknarflokknum og kaupfé- lögunum. Er þar allt á sömu hók- ina lært og í hreinræktuðum Bragastíl, sem bæjarmenn hér kannast orðið við. Þetta eintak er ágætt sýnishorn af „baráttu“ Al- þýðuflokksins hér og hvetur Dag- ur lesendur sína til þess að kynna sér þessa mjög sérstæðu blaða- mennsku tryggingaembættis- mannanna. Brczka fiskveiðablaðið „Fishing News“ flutti snemma í þessum mánúði langa grein um minnk- andi fiskniarkað í Evrópu og erf- iðleika íslenzka sjávarútvegsins, eftir John Stephcn, einn kunn- asta ritara blaðsins um sjávarút- vegsmál, og viku síðar ritstjórn- argrein um sama efni. f grein sinni kemst Stephen að þeirri meginniðurstöðu, að fisk- veiðiþjóðir Vestur-Evrópu muni næstunni mæta vaxandi erfið- leikum við sölu aflans og muni þessir erfiðleikar þó mæða mest á íslendingum, sem hafi lítinn sem engan heimamarkað fyrir fiskafla sinn og verði að selja hann allan á erlendum markaði. Höfundur telur Breta ekki þurfa á íslenzkum fiski að halda lengur og að mögúleikar íslendinga að selja Þjóðverjum fisk, með samn- ingum við Bonn-stjórnina, séu hverfandi litlir. Nokkur atriði úr grein þessari verða rakin hér á eftir. Markaðscrfiðleikar togaranna. f upphafi máls síns rekur Stephen það, að hann hafi í grein fyrir um það bil tveimur árum haldið því fram, að hinar miklu togarabyggingar íslendinga væru varhugaverðar með því að innan eins eða tveggja ára, mundi reka að því að hið mikla aflamagn nýju togaranna (sem hann kallar „super trawlers“) muni ekki finna nægilegan markað. Síðan segir: „Þessa erfiðleika þekkjum við líka í Bretlandi, en við stöndum betur að vígi, þvi að við höfum heimamarkað. Ábendingar mínar fyrir tveimur árum um minnk- andi markaði, vöktu ekki ugg á íslandi. íslendingar höfðu þá stóran samning um fisksölu við Þýzkaland, þeir höfðu opinn markað í Bretlandi og þeir héldu áfram að byggja nýtízku togara. Togarasmíðar Þjóðverja voru þá að komast á laggirnar, og í Bret- landi voru nýsmíðar líka hafnar, og þetta voru allt stærri og betri skip en fyrrum. Oll þau lönd, sem stunduðu fiskveiðar fyrir heima- mai'kað voru að nálgast það tak- mark, að þjóðii'nar öfluðu nægi- legs fiskmagns til heimanotkunar. Þjóðverjar að verða sjálfum sér nægir. „Þýzkaland hefur nú náð því marki, að mjög lítill mai'kaður er þar fyi'ir hinar venjulegu haf- fiskteguhdir. Vitaskuld vei'ður þar alltaf markaður fyrir sérstak- ar verðmætar fisktegundir frá nálægum löndum, svo sem Noi’egi og Danmöi-k, en Þjóðverjar þai'fn ast ekki hins míkla aflamagns af haffiski eins og þeim, sem íslend- ingar bjóða. íslendingar sjá nú að þar sem samningar um þessi mál verða að gei-ast við Bonn-sijóx-n- ina þýzku, eru líkur til samn- ingagerðar, sem líktist þeirri, er í gildi hefur vex'ið síðustu þrjú ár- in vegna milligöngu hernámsyfir- valdanna, mjög litlari“ Bretar þurfa ekki íslenzkan fisk! Enn segir Stephen: „Bretland þarf ekki lengur að halda á íslenzkum fiski. Einstaka „túrar“ endrum og eins gætu vei'ið gagnlegir þótt mai'kaðui'inn taki ekki við miklu, en það er ekki t:l lengur stór og haldgöður markaður fyrir miklar landanir af erlendum fiski. Við ei'um að nálgast það mai'k, að aflamögu- leikar okkar sjálfra nægja neyzluþörfinni. Síðustu þrjá mánuði sl. árs, var ástandið þannig', að of mikill fiskur barst á markaðinn. Síðustu vikurnar hef- ur veðurfar verið erfitt og gæftir og veiðiskap okkar hafa oft lerxt i (Framhald á 2. síðu). Páskaferð til Siglu- fjarðar á vegum Ferða- skrifstofunnar Ferðaskrifstofan efnir til hóp- ferðar um páskana til Siglu- fjarðar. Ef nægileg þátttaka fæst vei'ður farið til Siglufjarðar miðviku- daginn 5. apríl kl. 5—6 e. h. með m.s. „Drang'* og frá Siglufii'ði þriðjudagsnótt. Þeir, sem hug hafa á að taka þátt í þessari ferð, ei'U vinsamlegast béðnir að til- kynna ski'ifstofunni þátttöku sína sem alh'a fyrst og ekki síðar en fyrir hádegi mánudaginn 3. api'íl. Séð verður fyrir gistingu og mat fyrir þá, sem þess óska.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.