Dagur - 13.04.1950, Page 4

Dagur - 13.04.1950, Page 4
4 D AGUR Fimmtudaginn 13. apríl 1950 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marinó H. Pétursson Skrifstofa i Hafnarstraeti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júli. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Alþýðiiflokkuriiin í gerfi leiðsögumanns ALÞÝÐUBLAÐIÐ og Alþýðumaðurinn hafa nefnt hækkun sykurverðs í smásölu sem dæmi um afleiðingar af stefnu ríkisstjórnarinnar og stjórn- arflokkanna í efnahagsmálunum. Þykjast blöðin mjög hneyksluð á verðhækkun þessari og spara ekki að benda á að hún komi niður á neytendum í landinu. Þessi hneykslun mun þó naumast rista mjög djúpt. Blöðin láta þess sem sé ekki getið, að líklegt er að sykurverð eigi eftir að hækka enn meira en orðið er. Sykur er að verulegu leyti doll- aravara og verðhækkun sú, sem nú er komin til framkvæmda, er afleiðing af gengisfeliingu krón- unnar gagnvart dollar á sl. hausti. Sú gengisfell- ing var framkvæmd undir forustu Alþýðuflokks- ins. Segja má því, að hið nýja sykurverð sé bein afleiðing af framkvæmd Alþýðuflokksins, ef not- aðar eru þær furðulegu röksemdir, sem nú getur daglega að líta í blöðum þess flokks. En hvers vegna beitti Alþýðuflokkurinn sér fyrir gengisfell- ingu krónunnar gagnvart dollar? Gerði hann það að gamni sfnu eða af fordild? Ekki var að heyra það á þessum sömu blöðum á sl. hausti. Þá var á það bent, að sú gengisfelling hefði verið óhjá- kvæmileg nauðsyn. Hins vegar vilja þessi blöð nú fá fólkið í landinu til þess að trúa því, að gengis- fellingin, sem framkvæmd var nú síðast, hafi verið gerð fyrir heimsku og illvilja stjórnarflokkanna. Betra hefði verið að gera ekkert annað í dýrtíðar- málunum en leggja nýja skatta á almenning.og halda áfram að greiða uppbætur með útfluttum afurðum. En hvað er slíkt athæfi annað en gengis- felling? Mundi alþýðumönnum þykja léttara að greiða háan söluskatt ofan á hátt verðlag en greiða það verð fyrir nauðsynjar sínar, sem skráð er eftir gengisfellinguna? Ólíklegt er það. Hitt er aftur á móti auðséð, að áframhald uppbótarleiðarinnar og innheimta nýrra skatta og tolla hefði getað orðið til þess að þenja ríkisbáknið og starfsmannahald þess enn meira út en nú er orðið, jarðvegur fyrir nýjar nefndir og meira eftixdit og álitleg jata fyrir þá menn, sem helzt vilja sjá sér farborða með launagreiðslum úr ríkissjóði. Er og þjóðkunnugt, hvaða flokkur manna hefur mestan áhuga fyrir aurunum, sem þaðan koma, og hverjir hafa helzt kunnað að snúa þar snældu sinni í sólarátt. HNEYKSLUN Alþýðuflokksblaðanna á afleið- ingum gengisfellingarinnar kemur því vissulega úr hörðustu átt. Sumar þær verðhækkanir, sem nú eru að koma fram, eru beinlínis afleiðing þeirrar gengisfellingar krónunnar gagnvart dollar, sem var sjálfsögð og nauðsynleg að dómi Alþýðu- flokksins á sl. hausti. Þar ofan á bætist það, að allsherjar gengisfellingin, sem lögfest var í marz, er bein og rökrétt afleiðing hinnar hóflausu fjár- festingarstefnu, sem Alþýðuflokkurinn hefur fylgt dyggilega allt frá 1942, er hann veitti íhaldsstjórn- inni, er þá tók við völdum, stuðning til þess að tvöfalda dýrtíðina á fáum mánuðum gegn vonar- peningi í auknu þingmannaliði eftir kjördæma- breytinguna. Á nýsköpunarárunum vildi Alþýðu- flokkurinn vissulega ekki vera minni en hinir flokkarnir og gekk meira að segja svo langt, að vilja eigna sér gjörvalla nýsköp- unarstefnuna, sem hagfræðingar nefna nú fjárfestingarstefnuna. — Stóð hörð rimma um það milli stjórnarflokkanna á árinu 1947, hver hefði ýtt þjóðinni lengst út á fjárfestingarbraulina. Þóttist Alþýðuflokkurinn bar mestur með ,,skilyrði“ sín. Hagfræðingar úr öllum stjórnmálaflokkunum viðurkenna nú berlega, að oí mikil fjárfesting á of skömmum tíma sé höfuðorsök þeirra vand- ræða, sem þjóðin á nú við að etja. Hér fyrr á árum miklaðist Al- þýðuflokkurinn af fjárfestingar- stefnu sinni og kallaði hana framsækna og í samræmi við hagsmuni laimþeganna. Þá hélt hann að það væri vinsælt og lík- legt til kjörfylgis. Framsóknar- menn vöruðu hins vegar við stjórnarstefnunni og töldu hana ekki til hagsbóta fyrir launþeg- ana og þeir gerðu þetta, enda þótt það væri óvinsælt í bili. Al- þýðuflokkurinn hefur nú sann- reynt, að þessi pólitík hefur ekki aflað honum kjörfylgis og hún hefur þar ofan á leitt til hinnar erfiðu glímu, sem þjóðin öll — og launþegar manna mest — á nú í við dýrtíðardrauginn. En það er eins og flokkurinn hafi ekkert lært af reynslunni. Nú hagar hann sér eins og leiðsögumaður, sem hefur teymt ferðamannahóp út á ófæra leið. Þótt hann hafi fyrr þótzt ráða mestu um ferð- ina, vill hann ekki bera ábyrgð- ina, þegar út í ófæruna er komið. Þá rís hann upp á afturfæturna og bendir á, að ferðamennirnir vaði ófærðina í mitti- og húð- skammar þá fyrir það. Alþýðu- flokkurinn hefur átt mikinn þátt í því að leiða þjóðina út í ófærð dýrtíðar og gengisfellingar. En í stað þess að hjálpa þeim, sem vilja komast á rétta leið á ný, ræðst hann nú með skömmum og fáryrðum að þeim. Enn mun það vera kjörfylgi hinna bless- uðu launþega, sem flokkurinn sér í hillingum. En sá vonarpeningur reyndist ótraustur 1946 og enn ótraustari 1949. Værí ekki ráð- legt fyrir Alþýðuflokkinn að ávarpa háttvirta kjósendur sem ábyrga, hugsandi menn og sjá til, hvort það gæfist ekki betur en villukenningar frá 1944—1947 og hið ábyrgðarlausa skraf hinna síðustu vikna? Ekki yrði fallið hátt, þótt þetta mistækis einnig, svo rislágur sem flokkurinn er nú orðinn. FOKDREIFAR Sólskin í skammdeginu. Æskulýðsfélag Akureyi’ar- kirkju hefur starfandi dálítinn blaðamannaklúbb. Sér hann m. a. um útgáfu hins snotra blaðs, er félagið gefur út annað veifið. Einn úr þessum hópi hefur sent blað- inu eftirfarandi greinarstúf, sem kalla má æfingu á vegum þessa félagsskapar. Segir þar frá einum þætti starfs Rauðakrossdeildar- innar hér. Hinn ungi blaðamaður segir svo frá: „Þegar skammdegismyrkrið grúfir yfir, og það telst til meiri háttar viðburða ,að sólin sýni sig á himinhvolfinu, hvílík þægindi eru það þá ekki að geta brugðið sér inn í ákveðið hús, til þess að njóta þar tilbúins sólarljóss, sem í engu stendur að baki skini sólar- innar sjálfrar? Þess háttar ljósböð eru nú á dögum orðinn snar þáttur í heil- brigðislífi fjölmargra, og hið tiJ- búna sólarljós á hinum svoköíl- uðu Ijósastofum hefur svo marga undursamlega eiginleika, að mað- ur blátt áfram fellur í stafi yfir hinni geysilegu þróun, sem orðið hefur í lækningum nú á síðustu árum. Þann 22. febrúar síðastliðinn tók til starfa á vegum Rauða- krossdeildarinnar hér, ljóslækn- ingastofa, og er hún til húsa í hinni glæsilegu byggingu Alm. trygginga í Hafnarstræti. Hérna um daginn brá ég mér svo í heim- sókn þangað til þess að kynna mér starfs»mina. Það fyrsta, sem mælir augum mínum, þegar ég kem inn í for- stofuna, er þyrping barnavagna. Þar eru mæður með börn sín..Eg geng upp á þriðju hæð og kný á dvr, sem merktar eru með rauð- um krossi. Ung kona kemur til dyra, og þegar hún heyrir í hvaða erindagerðum ég er, biður hún mig að bíða andartak á meðan hún afgreiði konu, sem var að taka ljósbað. Þegar ég svo litlu síðar kom inn, fer ég að virða fyrir mér umhverfið. Eg er staddur í frekar lítilli stofu, þar inni eru tveir Ijósa- lampar og einn beddi, lil þess að liggja á undir ljósunum Innan af þessari stofu er önnur, nákvæm- lega eins útbúin. Konan, sem reyndar heitir Pálína Gunnlaugs- dóttir, segir mér, að á öðrum beddanum geti legið fjögur börn og einnig á hinum, þá geta alls átta börn notið ljósanna í einu, og á hálftímanum sextán. Eg bið nú Pálínu að segja mér eitthvað um starfsemina, og fórust henni orð á þessa leið: Þessi ljóslækningastofa er aðal- lega ætluð fyrir börn innan skólaskyldualdurs, því að þau hafa engan aðgang að ljósastofu Barnaskólans. Einnig er tekið á móti fullorðnum. Kosturinn við Ijósin er, að þau bæta úr hvers konar fjörefnaskorti. Einnig eru ljósin ágæt lækning við tauga- óstyrk og óværð í bömum. Um íimmtíu manns hefur nú fasta tíma, en að meðaltali sækja 25 stofuna á hverjum degi. Stofan er opin frá kl. 1—5 á daginn, en fyrir utan þann tíma er hægt að fá aukatíma sé þess óskað. Hver tími kostar 5 kr. (hve stuttur sem hann er). Þegar byrjað er að stunda ljósböðin er hættulegt að dvelja lengur en 2—4 mínútur í senn, en smátt og smátt er tím- inn lengdur upp í 15 mín. fyrir börn og 30 mín. fyrir fullorðna. Fólk, sem stundar þessi böð, er mjög ánægt með árangurinn af þeim. Er hér var komið frásögn hennar, skauzt lítill drengur, á að gizka fimm ára, inn úr dyrunum. Hann var bersýnilega kunnugur þarna, og fór strax að hypja sig úr fötunum. Eftir fáein augna blik lá kall uppi á beddanum og velti sér makindalega undir birtu háfjallasólarinnar og naut hins dásamlega lækningamátts henn- ar, og hann var sannarlega öf. undsverður.“ Innhcimta Almannatrygginganna Sjúkrasamlaginu óviðkomandi. Frá skrifstofu Sjúkrasamlags- ins hefur blaðinu borizt eftirfar andi: VEGNA fyrirspurnar frá „Inn- bæipgi“ í næstsíðustu Fokdreif- (Framhald á 6. síðu). Nokkrir réttir frá ýmsum löndum ■ Zabaione. (ítalskur eggjaréttur). Réttur þessi er mjög vinsæll á ítalíu. Það má bera hann fram bæði heitan og kaldan. Hann er alltaf borinn fram í glösum og borðaður með skeið. 3 eggjarauður. — 3 matsk. sykur. — I2 bolli madeira eða annað sætt vín. Eggjarauðurnar og sykurinn er sett í skál og hrært, þangað til það er næstum hvítt og mjög létt. Þá er víninu blandað saman við og hrært vel sam- an. Látið í lítinn pott og sett yfir skarpan eld. Hrært stöðugt í á meðan. Má ekki sjóða eða þykkna, og strax og það byrjar að lyfta sér, er það tekið af eldinum og hellt í glös. Ef rétturinn er borinn fram kaldur, er bezt að geyma hann á köldum stað, þang- að til hann er notaður. Pechenaia Kartofcl V Smetane. (Rússneskur kartöfluréttur). 700 gr. soðnar kartöflur. — 1 laukur. — 4 matsk. rifinn ostur. — 2 egg. — Brauðmylsna. — Smjör. — 14 lítri súrmjólk. — Salt og pipar. Laukurinn er saxaður og brúnaður ljósbrúnn í smjörinu. Kartöflurnar eru flysjaðar og skornar í sneiðar. Settar í eldfastan pott með lauknum. Brauðmylsnunni og ostinum blandað saman og þetta sett yflr kartöflurnar. Eggin eru hrærð saman við súrmjólkina, og þessu hellt yfir. Kryddað með salti og pipar. Bakað í hæfilega heitum ofni. Kaneelsaus. (Hollenzk kanelsósa). Þessi sósa er mjög algeng í Hollandi og er not- uð með ýmsum réttum, aðallega grautum, t. d. hrís- grjónagraut. % 1. mjólk. — Vi úr bolla hveiti. — 4 matsk. syk- ur. — 1 stöng kanel (steyttan kanel má nota í stað- inn). Hveitinu og sykrinum er blandað saman og vætt í því með svolitlu af kaldri mjólk. Það, sem eftir er af mjólkinni er sett í pott ásamt kanelstönginni, suðan látin koma upp, og látið malla, þangað til mjólkin hefur fengið sterkt kanelbragð. Þá er hveit- inu og sykrinum hrært út í og látið sjóða í 5 mín. Hrært í allan tímann. Kanelstöngin er tekin upp úr, áður en sósan er borin fram. Chapati. (Indverskt brauð). Brauð þetta á að elta vel með höndunum. Það er búið til úr heilhveiti og vatni. Hnoðað vel, þangað til deigið er þétt og stýft. Skorið niður í búta og búnar til kúlur á stærð við stórt egg. Flatt út. Kök- urnar eiga að vera þunnar og á stærð við pönnu- köku. Bakað ofan á plötu eða járngrind. Áður en brauðið er tekið af plötunni, er þrýst með hreinum klút ofan á það, svo að það fyllist af lofti og í því myndist loftbólur. Sopa De Cebolla. (Lauksúpa frá Spáni. 1—2 stórir laukar. — 2—3 eggjarauður. — Soð eða vatn. — Ristað brauð. — Matarolía. — Edik. — Salt og pipar. Laukurinn er skorinn í sneiðar og soðinn í olí- unni, þar til hann hefur aðeins skipt um lit (ekki brúnaður). Sett saman við sjóðheitt soðið eðá vatnið. Kryddað með salti og pipar eftir srpekk. Látið sjóða í 10 mín. Eggjarauðurnar eru hrærðar með svolitlu ediki og settar í súpuskálina. Súpunni hellt yfir og hrært saman. Litlar sneiðar af ristuðu brauði settar saman við.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.