Dagur - 26.04.1950, Síða 1

Dagur - 26.04.1950, Síða 1
Forustugreinin: Með lögum skal land byggja. Dagur 2. síða: Er stöðvunarleiðin úr- ræði? XXXm. árg. Akureyri, miðvikudaginn 26. apríl 1950 21. tbl. Þjóðleikhús Islendinga vígt með viðhöfn á sumárdaginn fyrsta Leikhásið er mesta og glæsilegasta bygging á íslandi Reykjavík 22. april. Á sumardaginn fyrsta varð stóra, drungalega steinhöllin, sem blasað hefur við augum gesta og gangandi í Reykjavík síðustu ára- tugina, allt í einu iðandi af lífi og starfi. Mörg hundruð landsmenn og fjöldi tiginna erlendra gesta, fengu að kynnast því, að Þjóðleikhúsið er glæsilegust bygging á Islandi og nýr og mjög merkilegur kapítuli í menningarsögu íslands er hafinn. Þjóðleikhúsið var vígt og það hóf starf. Sögulegt sumardagskvöld. Enginn, sem viðstaddur var vígslu Þjóðleikhússins, mun auð- veldlega gleyma þeirri hátíða- stund. Af skrifum sumra Reykja- víkurblaðanna fyrir opnunina var helzt svo að sjá, að eftirvænt- ingin væri að mestu tengd fínum kjólum og orðufjölda gestanna. Víst voru margir fallegir kjólar til sýnis þar og orðufjöldi sumra á stundum meira áberandi en verðleikarnir. En hvorugt þetta mun lengi í minnum haft. Hitt ætla eg að festist í minni, að þegar komið var inn fyrir veggi Þjóð- leikhússins þetta kvöld, opnaðist nýr heimur, heimur, sem fram til þessa hefur verið lokaður flestum íslendingum, — heimur glæsi- legra salarkynna • leikhúsa og söngleikhalla, sem bjóða gestum fagra list í fögru umhverfi og listamönnum áreiðanlega saman- burð við beztu leikhús Norður- álfunnar um búnað og ytri prýði, en hver íslendingur, sem þar „Uppstigning“ Frumsýning leiksins nk. laugardag Leikfélag Akureyrar hefur fi’umsýningu á sjónleiknum Uppstigning eftir prófessor Sig- urð Nordal, í Samkomuhúsi bæj- arins, laugard. þ. 29. apríl, kl. 8 e. h. Leikstjóri: Ágúst Kvaran. — Aðgöngumiðar verða seldir í Samkomuhúsinu kl. 2—4 og 7—8 leikdagana. Auk þess má panta aðgöngumiða hjá gjaldkera L. A., Birni Sigmundssyni. — Fastir frumsýningargestir vitji aðgöngu miða sinna fyrir kl. 6 á föstud., 28. þ. m., í Bókaverzl. Eddu. — Onnur sýning á sunnudag. Brynleifur Tobias- son sextugur Eins og skýrt var frá í seinasta blaði átti Brynleifur yfirkennari Tobiasson sextugsafmæli á sum- ardaginn fyrsta. Fjöldi' manns heimsótti hann á þessum merkis- degi. Fékk hann fleiri hundruð skeyta og margar merkar bækur að gjöf. Sumar þeirra fágætar. kemur inn fyrir dyr, finnur strax að þótt þessi heimur sé honum nýstárlegur, er hann samt ís- lenzkur. Byggingin sjálf, hinn einfaldi en mjög fagri búningur hennar og andrúmsloftið allt, er rammíslenzkt. Er aðdáunarvert hversu öllum, er að byggingunni hafa unnið, húsameistara, bygg- inganefnd og ráðgjöfum hefur tekizt að laða fram íslenzkt sér- einkenni á virðulegan hátt og samboðinn þeim tilgangi þessarar merku stofnunar, að vera þjóð- leikhús, miðstöð þjóðlegrar menn ingar og gluggi með útsýni að menningarverðmætum margra þjóða. Vígsluathöfniu. Þjóðleikhúsið var fullskipað boðsgestum þetta fyrsta sumar- dagskvöld. Voru þar samankomn ir valdamenn þjóðarinnar, for- ustumenn ýmissa listgreina, tign- ir erlendir gestir og fulltrúar margra starfsgreina. Mátti fljótt merkja, að allir voru í hátíða- skapi. Fæstir boðsgestanna munu hafa komið inn fyrir dyr hússins fyrr en þetta kvöld. Var auð- heyrt, að öllum þótti mikið til koma hinna rúmgóðu og fögru salarkynna, ekki aðeins hins mikla leiksals og leiksviðs, held- ur og annarra salarkynna, sem þar eru til þæginda fyrir gesti og starfslið. Hér verður ekki gerð tilraun til þess að lýsa ýtarlega því, sem fram fór þetta fyrsta kvöld með því að athöfninni var útvarpað og flestir landsmenn feungu þannig tækifæri til þess að fylgjast með einstökum atriðum. Klukkan 7,15 voru gestir komnir í sæti sín. Gekk þá forsetafrúin til stúku sinnar, ásamt forsætisráðherra- hjónunum, en gestir risu úr sæt- um í virðingarskyni. Þá var leikinn þjóðsöng- urinn, af symfóníuhljómsveit, undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. Hófst síðan vígsluathöfnin með ræðuhöldum og tóku til máls Vil- hjálmur Þ. Gíslason formaður þjóðleikhússráðs, Hörður Bjarna- son, formaður bygginganefndar, Björn Olafsson, menntamálaráð- herra, og Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri. Eftir að hljóm- sveitin hafði leikið forleik að vígslu hússins, hófst sýning á Hér blasa við aðaldyr Þjóðleikhússins. Nýjársnótt Indriða Einarssonar. I konu. Forseti íslands, sem nú . dvelur erlendis sér til heilsubót- ! ar, sendi kveðju. Þjóðleikhús- stjóri, Má segja, að þetta vígslukvöld hafi verið helgað minningu hans. Nýjársnóttin hefur verið sýnd mjög oft víðs vegar um landið á undanförnum áratugum og efni leiksins er flestum landsmönnum kunnugt. En óhætt mun að full- yrða að þarna hafi hún verið sýnd í fyrsta sinn með þeim tæknilega útbúnaði, sem nauðsynlegur er til þess ,að þessi íburðarmikli ævin- týraleikur geti notið sýn eins og vert er. Sýningin á Nýjársnótt- inni sýndi leikhúsgestum í einu vetfangi hversu tæknibúnaður hins milcla Þjóðleikhússsviðs er glæsilegur. Má í því sambandi nefna, að ljósaútbúnaður er sér- staklega fullkominn og mun ekk- ert leikhús í Norðurálfu standa Þjóðleikhúsinu framar þar, en nokkur eru nú að láta setja upp slíkan útbúnað. Sýningin hefst með íslenzku hríðaréli upp til fjalla í náttmyrkri, en skrautbún- ir álfar stíga dans um freðna grund, en lýkur með brakandi norðurljósum. Öll þessi sýning' var mjög glæsileg og frammi- staða leikenda góð. Leikstjóri var dóttursonur skáldsins, Indriði Waage. Kveðjur og gjafir. Að lokinni sýningunni voru leikhúsinu fluttar kveðjur víða að og' færðar góðar gjafir. Leikfélag Re_ykjavíkur gaf málverk af Sig- urði Guðmundssyni listmálara, reykvískir leikarar ljósmyndir af leiklistarfrömuðum, Leikfélag Akureyrar sendi skrautritað ávarp, Norðmenn gófu norskan þjóðbúning, Svíar forkunnar- fagran fundarstjórahamar, Danir höggmynd af Önnu Borg leik- Guðlaugur Rósinkranz, þakkaði gjafirnar og bauð leik- húsgestum til móttökuathafnar í hinum rúmgóða og fagra veit- ingasal leikhússins. Var þeirri at- höfn ekki lokið fyrr en um kl. 2 um nóttina. Héldu gestir þá heim eftir sögulegt og ógleymanlegt fyrsta sumardagskvöld. Leikliúsið skoðað. Daginn eftir bauð Þjóðleikhús- stjóri og: formaður bygginga- nefndar gestum utan af landi að skoða bygginguna. Fylgdu þeir Hörður Bjarnason og Vilhjálmur Þ. Gíslason, form. þjóðleikhúss- ráðs, gestum um húsið. Var það mjög fróðlegt og skemmtilegt ferðalag um öll hin miklu salar- kynni. Sérstaka eftirtekt vekur leiksviðið sjálft og allur hinn margvíslegi tækniútbúnaður, sem því fylgir, svo og „litla senan“, sem ætluð er fyrir minniháttar sýningar og æfingar og tekur áhorfendasvið hennar um 120 manns í sæti. Fjalla-Eyvindur og íslandsklukkan. Að þessu sinni hefur leikhúsið þrjú leikrit til sýningar, þ. e. Fjalla-Eyvind og íslandsklukk- una, auk Nýjársnæturinnar. Þeg- ar þetta er ritað, er frumsýningu Fjalla-Eyvindar lokið, og var sú sýning mjög áhrifamikil, en ís- landsklukkunnar er beðið með óþreyju. Er auðheyrt, að leik- húsgestir vænta mikils þar, enda mun sagan um Snæfríði íslands-' sól vera mjög tilkomumikil á leiksviði. Gefst vonandi tækifæri til þess að víkja nánar að því síð- ar. H. Sn. •egic í liappdræíli Húsbygg- ingarsjóðs Framsóknarmamia Dreglð var í happdrætti Húsbýggingarsjóðs Frarn- sóknarmanna síðastliðiiln laugardag. Þessi númer voru dregin út: Nr. 2211 Ferguson dráttarvél með verkfærum. — 28339 Skagfirzkur gæðingur. — 3858 Ainerískur kæliskápur. — 4525 Amerísk þvottavél. — 1432 Flugfar til Kaupmannahafnar. 17124 17082 26087 8875 6516 16760 íslenzkar bækur. Amerísk hrærivél. , •> íslenzkar bækur. Flugfar til og frá F.gilst.—Reykjavík. Flugfar til og frá Akureyri—Reykjavík. Tíu daga dvöl í Hreðavatnsskála.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.