Dagur - 26.04.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 26.04.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 26. apríl 1949 D AGUR 5 ÍÞRÓTTIR og ÚTILÍF Ritstjóri: JÓNAS JÓNSSON Badniintonmót íslands'. Mót þetta fór fram samkvæmt áætlun, í Stykkishólmi um pásk- ana. Eins og getið hefur verið um hér í þættinum fóru tveir Akur- eyringar á þetta mót sem kepp- endur, þeir Bendikt Hermanns- son og Jóhann Egilsson. Þeir eru nú heim komnir fyrir nokkru og „segja sínar farir ekki sléttar“, en eru þó ánægðir yfir förinni. Þeir telja sig hafa lært ýmislegt af keppinautunum og keppninni í heild, bæði hvað snertir leikregl- ur, áhöld og þjálfun. í einmenn- ingskeppniinni lék Benedi. á móti Einari Jónss. úr Rvík og tapaði — þó með litlum mun, — og var þar með sleginn út. Jóh. lenti á móti einum sterkasta keppandanum, Þorg. Ibsen, Stykkish., og vann í fyrri umferð með nokkrum mun. Jóh. var svo þrotinn og tapaði al- veg í síðari — og þar með úr. f tvíliðakeppni sigruðu þeir sína fyrstu mótstöðumenn, en komu þá á móti íslandsmeisturunum og gegn þeim stóðu þeir ekki snún- ing. Helztu úrslit: Einmenningskeppni: íslandsmeistari kvenna: Halla Árnad., Sykkishólmi. Islandsmeistari karla: Ágúst Bjartmars, Sykkish. Tvíliðakeppnina unnu Reyk- víkingar. f Stykkishólmi virðist mjög mikill og almennur áhugi fyrir badminton, aðstaða góð til keppni í nýju húsi og notuð vel. Sumir æfðu daglega í vetur, enda virtust „Hólmarar" lang þolnast- ir, áttu t. d. alla 4, sem komu til úrslita í einmenningskeppni. í Stykkishólmi æfa konur og karl- ar og á öllum aldri frá 8—60 ára eða meira! Akureyringarnir, sem vestur fóru, láta vel yfir dvöl sinni vestra og kenna hvorki „matnum eða hitabylgju“ um ófarir sínar, en fyrst og fremst of lítilli þjálfun, of litlu þoli. Og þeir leggja ólíkalega spaðana áhilluna, þótt við sterka keppinauta sé að etja en segja: „Betur má ef —“! Kvöld í sveitinni. Laugardagskvöld. „Sveitaball! “ „Bíllinn þaut sem örskot út úr bænum“. En vegurinn, maður! Fjöll og dalir, gjár og grafningar! Þeir segja, að vegamálastjórinn í héraðinu sé búinn að „spila sig upp“ í meistaraflokki í „bridge“, en vegurinn hérna talar um að hann sé að „spila rassinn úr bux- unum“. En „jeppinn“ sveiflar sér frá brún til brúnar, forðast af snilld bilstjórans allar meiri hátt- ar holur, en hoppar þó og skopp- ar stundum svo, að farþegarnir eru ýmist á gólfi, uppi í þaki eða í lausu lofti — og það síðasta er auðvitað bezt! Eyjafjarðará er auð og lygn. Andahjónin hérna niðri í bugð- unni eru víst farin að líta í kring- um sig eftir hreiðurstæði, hann rogginn, hún auðmjúk og prúð. Byggðin er snjólaus að kalla hér um miðsveitina, en við fjallsræt- ur hattar alveg um; þar sér varla á dökkan díl. Eyjafjörður er merkilegt hérað um veðurfar og snjóalög. Ætli mætti stundum, — fremur þar, en víða annars stað- ar — að ekki rigndi jafnt — eða snjóaði — á réttláta og rangláta! Við Reykhús stígur ljós og hlý gufa frá mörgum grænbryddum laugarvætlum. Fölgræn strá eru þar farin að teygja sig upp úr mosanum og fullyrða, að vorið sé komið. Kvöldhiminninn er heiður — og enn bjartur — boðar frost í nótt, en e. t. v. vor að morgni sumarmálasunnudagsins. Á samkomustaðnum er allt kalt og autt að kalla, er við komum, enda stund til stefnu enn, þar til byrja skal. Húsið er þó nærri fullbyggt — verið að setja í það síðustu rúðuna! En fimleikamenn Haraldar og glímukempur hita sér við að tuskast og með gaman- sömum „ákjaftinngjöfum“. Þeir raða sér líka á litla leiksviðið í salnum til þess að sjá, hve mörg- um er hægt að koma að á sýning- unni fyrir sveitafólkið. Með bezta samkomulagi geta þar verið 8—10 í senn! Síðan göngum við nokkrir upp snarbrattan hólinn bak við húsið, gizkum á aldur kirkjunnar og þykjumst sjá á hlaðinu framan við íbúðarhúsið, hvað bærinn heitir. Nú húmar óðum að, ög þá sjást leiftrandi bílaljós hér og þar, inni í botni og úti við ósa — er öll stefna að sama punkti — sam- komustaðnum. — Stundin er komin. Drengirnir hlaupa inn í salinn og upp á pallinn. Fána- kveðja, — en fólkið tekur nú varla undir svoleiðis óþarfa(!), — aðeins 4—5 rísa hikandi úr sæti. Við eigum margt ólært. — Létt- klæddu piltarnir þarna uppi eru þó búnir að læra ýmislegt — og gera allt, sem kennarinn býður og eitthvað fleira, t. d. sparka í ná- ungann og slá í veggina! Þrengsl- in eiga sinn þátt í þessu. En sam- tökin eru góð og sýningin vekur mikla ánægju. Stökkin verða reyndar bara svipur hjá sjón við þessa aðstöðu, — tilhlaupið getur talizt hindrunarhlaup — og verð- ur að fella niður hin erfiðustu. Glímumennirnir koma inn, 8 í röð, vasklegir og alls ekki ill- mannlegir, þótt einvígið verði stundum nokkuð heitt. Til þess kemur nú ekki þarna, en glíma þeirra er liðleg og aldrei þung. Sumir eru þegar orðnir knáir glímumenn. En þeir þurfa meiri æfingu — gjarnan fleiri æfingar eins og þessa — og leggja rækt við hrein brögð, bæði hin stærri og smærri. Báðir flokkar hljóta óspart lof í lófataki fólksins. Skömmu síðar hefst dansinn. Harmonikan er ekki hávær, en laðar þó fólk á gólfið miklu fyrr en mörg hljómsveit stórbæjanna. Hér ætlar fólkið sýnilega að dansa. „Gömlu dansarnir“ fara svona að nokkru leyti út um þúf ur en fólkið er glatt og fylgist með. Þarna dansar það líka „samba“ og jóðlar „tugguna“ taktlaust eins og í höfuðborg Norðurlandsins. — Og menn eru hér „bláir", „hálfir" og rúmlega það eins og gengur, Lilli hlær og allir hlæja og flestum þykir eitt- hvað gaman. Stúlkurnar bjóða bezta kaffi og það má segja að kökurnar eru kónginum sjálfum fullgóðar. — Á heimleiðinni leika íþrótta- mennirnir karlakór og tekst vel. Stjornurnar tindra og norður ljósin dansa — af hrifningu! Og þrátt fyrir veginn komumst við óskaddaðir heim til Akureyrar aftur. Ritstjóraskipti. Það hefur orðið að samkomu lagi, að með næsta mánuði taki Tómas Árnason lögfræðingur við ritstjórn þessa þáttar. Vona eg, að honum takizt að auka hann bæði að efni til í blaðinu og gildi fyrir málefnið. Mun Tómas með þökk um taka á móti íþróttafréttum úr héruðunum hér nyrðra og gjarn an góðum smámyndum með, ef til væru. Með þakklæti fyrir við- skiptin og íþróttakveðju. Jónas Jónsson. Álfheiður Einarsdóttir Minning Deyr fé, deyja frændr, en orðstír deyr aldrei hveim sér góðan getr. Þessi orð eru efst í huga mín- um, er eg minnist með nokkrum fátæklegum orðum vinkonu minnar, Álfheiðar Einarsdóttur. Við fráfall hennar á Akureyri að sjá á bak einni af mætustu og beztu konum. Hún átti sterk ítök í huga og hjörtum margra hér og víðar um land, enda urðu henn- ar nánustu þess áþreifanlega var- ir við fráfall hennar. 011 þau sam- úðarskeyti, blóm og annar virð ingarvottur, sem henni var auð- sýndur, báru þess glögg merki. Eg átti því láni að fagna, að mega telja mig til vina hennar. Þegar maður kom til hennar með ein- hver áhyggjuefni, hafði hún ætíð sérstakt lag á því að dreifa þeim og veita manni innsýn í nýjan og betri heim. Fyrir nokkrum árum starfaði eg um tíma á Vinnu- miðlunarskrifstofu Akureyrar, vegna þess að maður hennar þurfti á sjúkrahús. Þeim dögum gleymi eg aldx-ei. Eg dvaldi hjá henni öllum þeim stundum, sem eg ekki þuríti að.vei'ja stai'finu. Og sá þróttur og. lífsspeki,, sem fólst í fi'ásagnarlist hennar kom manni til að gleyma stað og stundu. Hún hafði líka til a'ð bera sérstaka kímnigáfú, sem veítti manni margar ánægjustundir Hún var í fáum orðum sagt sönn kona, trúhneigð. Eg efast ekkium að bænir hennar hafi veitt mörg- um lið, þótt hún ekki í'æddi mik ið um þess háttar við óviðkom andi. I rriargs j konar féíagsskap starfaði Álfheiður hér í bæ og öll sú starfsemi bar vitni um frábæra hæfni ög i*étu til að ljá góðu mál- efni lið, enda mun minningin um stöi'f hennar hér lifa, þótt hún sé kölluð héðan til æðri stai-fa. Sam líf hennar við hennar nánustu var eins gott og bezt vei’ður á kosið. Þeir kunnu að meta það hve hún var óendanlega ástrik og góð, og sannai’lega er það gleði efni fyi'ir þá, nú að hoi'fa til baka því að þeir hafa ætíð reynst henni frábærlega vel. Það sakna Álf- heiðar Einarsdóttur fleiri en hennar nánustu, þó þeirra sé söknuðurinn sárastui*. En það mýkir söknuðinn, að minningin um hina glæsilegu og merku konu gleymist eigi. Helga Jónsdóttir. r Utvarpstæki til sölu. Tækifærisveið Strandgötu 45, niðri, austan. Reglusöm og dugleg stúlka óskast 1. eða 14. maí n. k Rakarastofa Sigtr. & Jóns. Sími 133. LINDIN Kvæði þetta var lesið upp 1. apríl 1950, í tilefni af fimm ára afmæli vatnsveitnu Glerárþorps. Hátt í fögru fjalli fæddist þú og lifir, líður létt af stalli lyng og mosa yfir. '1 Möi'gum svölun sendir ^ sái-a þyrstum manni, ■■{ okkur alla hendir að elska þig með sanni. Tilsölu R-steinsmótavél og skil rúmssteinn. Afgr. vísar á. íbúð óskasf Barnlaus lijón óska eítir tveimur herbergjum og eld húsi í vor eða sumar. Marino Viborg, Hafnarst. 100 ■;j Á Heima brunnar bíða bannfærðir af öllum, en lindin fékk að líða lífsglöð upp í fjöllum. ímynd alls hins hreina ætíð kát í spori, ljóðar létt við steina lauguð sól og vori. Þeir sem götu greiða gegna boði og kalli, vildu láta leiða lindarvatn úr fjalli. Fyi'st skal fræga róma þó fengju ei heiðursmerki, er sýndu þannig sóma sinni byggð í verki. Þá var hafizt handa hakað, stungið, mokað, tenging bræðrabanda bjargi hefur þokað. Glaður vildir vinna, vökna í fót og mæðast. Lífsæð þín og þinna þai'na var að fæðast. Fannstu ei fögnuð skína fyrsta heiðursdaginn, er leið um leiðslu þína lindarvatn í bæinn. Að grípa um gilta krana og geta látið streyma, loks má lofa hana lind sem nú er heima. 0 Glei-árþorp mun geyma glaða minning þína, meðan húsfrúr heima hita könnu sína. Saman hér við setu sjálfsagt er að kætast, þökk sé þeim er létu þessa drauma rætast. I hlíðarfaðmi fríðum fram og upp til dala, reifuð rörum víðum rennur lindin svala. Óskum öll af hjarta að okkur viljir næi'a. Framtíð fagra og bjarta fjallalindin tæra. Halldór Jónsson, Gili. r\ . i íi - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). eigi aðeins vel klæddir heldur einnig „uppáklæddir“! Eg hef hoi'ft á þennan ósóma á hvei'fju vori árum saman — og þagað. Nú þegi eg ekki lengur! — Hvers ltonar ómenning er þetta! — Þessi þjóðalöstur verður að hverfa tafarlaust! — Reiðhestar og hirðuleysi eiga ekki saman. Hirða hestsins er heilsuvci'nd hans samtímis! Það ætti hver hestaeigandi að vita, enda er það undii-stöðu-ati’iði barnalærdóms- ins í þeim efnum! Þetta væri efni í miklu lengra mál. En eg læt þetta nægja að sinni. — Enda er nú náttúran óð- um að breiða yfii' syndir mann- anna í hárarfari hestanna. — En „eg kem aftur“, sagði Álfur mal- poki. Og það segi eg líka! Helgi Valtýsson. Tvö herbergi og eldhús til leigu geg'n lxús- hjálp. — Upplýsingar í Hafnarstrœti 41. ,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.