Dagur - 24.05.1950, Page 1

Dagur - 24.05.1950, Page 1
Foruslugreiiiin: Togarakaupamálið er í höndum bæjarmanna. Dagu Fimmtá síðan: Rætt við bandaríska sér- fræðinginn Edw. Cooley. XXXIII. árg. Akureyri, miðvikudagiim 24. maí 1950 25. tbl. Islenzki fiskurinn er glæsilegri og betri vara en aðrar þjóðir bjóða V. - en meðlerð hans í landi 100 ára á laugar- dagiun Á laugardaginn kemur verður Anna Sigríður Jónsdóttir á Naustum hér við bæinn 100 ára. Hún er fædd að Hesjuvöllum í Ki'æklingahlíð og hefur dvalið liér í nágrenni Akureyrar alla ævi, lengst á Staðarbyggð, en þar bjó hún, ásamt Guðmundi Hall- .dórssyni á Syðra-Hóli, í 23 ár. Á Naustum hefur hún dvalið sl. 32 ár. Þegar Dagur leit inn til gömlu konunnar í gær, var hún hin hressasta. Hún klæðist á hverjum degi og vinnur að prjónaskap. Sjónin er allgóð, en heyrnin tekið að bila. Síðustu ár- in hefur hún ekki farið út úr húsinu og allmörg ár eru liðin síðan hún hefur farið í bæinn, Fyrir nokkrum árum fékk hún slæma lungnabólgu. en náði sér alveg eftir það áfall og hefur verið hraust síðan. Bandarísku sérfræðingarnir er ábólavanl Rætt við bandaríska sérfræðinga í fiskiðnaðar- málum, sem voru hér á ferð í s. 1. viku Myndin er af bandarísku sérfræðingunum, sem komu hingað til lands á vegum tækniaðstoðar Marshall-áætlunarinnar. Þeir voru hér á ferð í sl. viku og er þessi mynd tekin af þeim framan við hrað- frystistöð KEA í Hrísey. Þeir eru, talið frá vinstri: Mr. Chiaccio, Mr. Cooley, Mr. Flowers og Mr. Heriot. Viðtal við Mr. Cooleyeríblaðinu. Krossanes hefur tekið á mófi 2000 fonnum af hráefni Verksmiðjan liefur þegar unnið úr 1300 tonnum í þró. Mjölið er fyrsta flokks vara og gera menn sér vonir um Fyrir helgina landaði Svalbak- ur 240 tonnum af fiski í Krossa- nesi og í gær landaði Jörundur 210 tonnum. Hefur verksmiðjan þá alls tekið á móti um 2000 tonn- um af hráefni. Er þá meðtalinn fiskúrgangur, sem verksmiðjan hefur íengið frá Dalvík og Hrís- ey. Er úrgangurinn fluttur af bátum og biluin til verksmiðj- unnar. Vinnslan hefur gengið vel, sagði Hallgrímur Björnsson verk- smiðjustjóri í viðtali við blaðið í gær. Nokkrum erfiðleikum veld- ur grjót, sem kemur í vörpur tog- aranna og fer með' fiskinum í land, en tekist hefur til þessa að greiða úr þeim erfiðleikum. í gær hafði verksmiðjan unnið úr 1300 tonnum og átti um 700 tonn Brezkur fiskibátur fær 58 tu. af lúðu á Islandsmiðum Mesta lúðuveiði í sögu fisk- veiðanna fékk fiskibáturinn Ellene frá Aberdeen á íslands- miðum í aprílmánuði, segir Fish- ing News í Aberde.en nú nýlega. Ekki er nánar greint frá því, hvar við ísland þessi góða veiði hafi fengist. Aflinn, 58 tonn, seldur í Aberdeen fyrir 7783 sterlingspd. að allgott verð fáist fyrir það. — Lýsi er lítið sem ekkert, enda er lítið um karfa í veiðinni það sem af er, en von um að karfaveiðin glæðist í næsta mánuði. Siglufjarðartogarinn Elliði er nú byrjaður veiðar til fiskimjöls- vinnslu og leggur upp í Siglu- firði. Umtal er um slíkar veiðar frá Reykjavík, en samningar hafa ekki tekizt þar um kaup og kjör sjómanna enn sem komið er. N emendahl jómleikar Tónlistarskólans á annan í hvítasunnu Tónlistarskólinn efnir til nem- endahljómleika á annan í hvíta- sunnu kl. 5 e. h. í Menntaskólan- um. Þar koma fram nemendur skólans og leika einleik á fiðlu, píanó og orgel. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. DAGUR Vegna aukins kostnaðar við blaðaútgáfu, hafa blöðin Akureyri ákveðið að hækka auglýsingatáxta sinn þannig, að frá 31. þ .m. kostar dálks- centímetrinn kr. 6.00. Lystigarðurinn verður opnaður á hvítasunnudag Snotur járngirðing komin fyrir austurhlið garðsins Frú Margrcthe Schiöth skýrði blaðinu frá því í gær, að Lysti- garðurinn mundi verða opnaður fyrir almenning á hvítasunnudag klukkan 2 e. h. Sagði frúin gróðul sæmilega vel á veg kominn og bað blaðið að brýna fyrir fólki að ganga vel um garðinn og hlífa hinum veika gróðri. Verið að ljúka við að setja upp snotra járngirðingu á austurhlið garðsins. Eru grindurnar smíðað- ar af vélaverkstæðinu Odda h.f. hér í bæ og eru sérlega smekk- lega gerðar. Eftir er að mála þær, en það verður gert nú innan skamms. Frú Schiöth taldi mikla bót að þessari nýju girðingu og þyrfti meira að koma á eftir. En slíkar girðingar eru dýrar og óvíst hvort unnt verður að halda áfram að girða garðinn á þennan hátt. Þessi síðustu mánuði er búið að tala svo mikið um gjaldeyris- skort, markaðserfiðleika, vöru- þurrð og versnandi útlit og af- komuhorfur, að það er blátt áfram hressandi að fyrirhitta menn, sem sjá eitthvað annað framundan fyrir íslenzku þjóðina en alla þessa erfiðleika í vaxandi mæli. Á nýsköpunarárunum ríkti hér öfgafull bjartsýni, enda var hún leiðarsteinn stjórnarvaldanna á þeim tíma. Þegar sú skýjaborg hrundi, hélt svartsýnin innreið sína og horfur eru á því, að hún sé að draga dug og mátt úr fram- kvæmdum þjóðarinnar, því að hún sækir í þá áttina að sjá ekk- ert nema erfiðleika og þrenging- ar á veginum. Það er vandratað meðalhófið, en vissulega er ástæða til þess fyrir íslenzku þjóðina, að vera hóflega bjart- sýna á framtíð sína og möguleik- ana til þess að lifa hér menning- arlífi, við örugga efnahagslega afkomu, hvað sem líður erfiðleik- um líðandi stundar. Fyrir þá, sem þannig hugsa, er bæði fróðlegt og skemmtilegt að ræða við sérfræðinga þá, sem Efnahagssamvinnustofnun Mars- hall-landanna sendi hingað fyrir nokkru að beiðni ísl. ríkisstjórn- arinnar til þess að láta af hendi tæknilega aðstoð í fiskiðnaði landsmanna og undirbúa sókn að því marki, að opna ameríska markaðinn fyrir íslenzkar fiskaf- urðir. Þessir menn voru á ferð hér um Eyjafjörð í sl. viku og notaði Dagur tækifærið til þess að spjalla við þá og ferðast með þeim milli verstöðvanna hér. Sér- fræðingar þessir voru fjórir tals- ins. Fyrir þeim var Mr. Edward Cooley, kunnur sérfræðingur í fiskiðnaðarmálum og markaðs málum, forstöðumaður fyrirtæk- is, sem hefur tækniumsjón með fiskiðjuverum og margs konar öðrum iðnaði, var um hríð fram- kvæmdastjóri eins stærsta fisk iðnaðar- og útgerðarfyrirtækis á austurströnd Bandaríkjanna. — Með honum í þessari ferð voru Mr. Flovvers, sérfræðingur í lýs- isvinnslu og mjölvinnslu, Mr. Heriot, sérfræðingur í samhæf- ingu vinnuafls og véla, og Mr. Chiaccio, sérfræðingur í hrað- frystingu. Er sjálfur forstjóri hraðfrystihúss í Boston. Kunnáttumenn þessir höfðu kynnt sér rekstur og fyrirkomu- lag hraðfrystihúsa og annarra fyrirtækja er vinna sjávarafurð- ir, í Reykjavík og suðumesjum, í Vestraannaeyjum og Akranesi og hér nyrðra skoðuðu þeir Krossa- nesverksmiðjuna, hraðfrystihús í Dalvík og Hrísey og í Siglu- firði. Bandaríkjamarkaðurinn. Mr. Cooley hefur dvalið hér á landi allmargar vikur, en félagar hans skemur. Að athugunum sín- um loknum munu þeir gefa ís- lenzkum stjórnarvöldum ýtar- lega skýrslu og gera þar tillögur um ýmsar úrbætur. En þótt för- inni sé enn ekki lokið, hafa þeir þegar ákveðnar hugmyndir um möguleika íslendinga til þess að koma fiskafurðum sínum á mark- að í Bandaríkjunum. Dagur notaði tækifærið á leið- inni til Dalvíkur til þess að spjalla um þau mál við Mr. Cóoley. Og hann reyndist þar skemmtilega ómyrkur í máli. Hann fullyrti þegar í upphafi, að fslendingar gætu áreiðanlega selt allan þann fisk, sem þeir gætu hraðfryst, til Bandaríkjanna, fyrir gott verð, ef þeir gættu þess að ástunda fyrsta flokks vöruvöndun, kappkostuðu að hafa aldrei nema smekklegar og hentugar umbúðir, gættu ýtr- asta hreinlætis í meðferð fisksins, allt frá því að hann kemur upp úr sjónum þangað til hraðfrystu pökkunum er raðað í kassa, gerðu framl. fjölbreyttari en hún nú er — í stuttu máli, ef ís- (Framhald á 5. síðu). Hluthafafundur í Útgerðarfélagi Akur- eyringa á morgun Utgerðarfélag Akureyringa h.f. auglýsir hluthafafund í blaðinu í dag í Samkomuhúsi bæjarins annað kvöld. Verður þar rætt um togarakaup og aukningu hluta- fjár félagsins. Er þess vænzt að hluthafar, stórir og smáir, fjöl- menni á fundinn. Nánar er rætt um togarakaupamálið í leiðara blaðsins á 4. síðu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.