Dagur - 14.06.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 14.06.1950, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 14. júní 1950 Yerðlagsmál Viðskiptaráð, verðlagsstjóri. Á stríðsárunum skapaðist það ástand hér irlnanlands, að efna- hagur almennings batnaði. En jafnframt því óx eftirspurn alls konar varnings, sem síðar leiddi til verðhæklíana. Gróða- og fjár- plógsmenn sáu leik á borði með alls kyns verzlun og viðskipti. Kaupmönnum, heildsölum og öðrum kaupmöngurum fjölgaði ört. Því var það, að á tímum utan- þingsstjórnar Björns Þórðarson- ar voru sett lög um verðlag. Skyldi Viðskiptaráð, sem þá var nýsett á laggimar, hafa eftirlit með öllu verðlagi, og hafa bæði af sjálfsdáðum og að fyrirlagi ráðuneytisins vald og skyldu til að ákvarða hámarksverð á hvers konar vörur og verðmæti, þar á meðal hámark álagningar, um- boðslauna og annarrar þóknunar, sem máli skipti um verðlag í landinu. Þá hafði ráðið þegar heimild til að setja hámarksverð á ýmiss konar þjónustu. Þá var og skipaður sérstakur verðlagsstjóri af ríkisstjórninni. Skyldi hann gera tillögur til Við- skiptaráðs um verðlagsákvæði og hafa á hendi framkvæmd þeirra og' eftirlit með, að þeimværihlýtt. Jiann skipaði síðan trúnaðar- rnenn um land allt til verðlags- eftirlits. Mál út af verðlagsbrot- um skyldu almennir dómstólar dæma, bæjarfógetar, sýslumenn og hæstiréttur. Fjárhagsráð. Ríkisstjórn Stefáns Jóh. Stef- ánssonar hóf setu með stofnun Fjárhagsráðs, sem var 5 manna nefnd, skipuð af ríkisstjórninni. Hutverk þess var að samræma framkvæmdir einstaklinga og al- mannavaldsins, meðan hinar rpiklu framkvæmdir í íslenzku atvinnulífi stæðu yfir, þannig, að þær væru gerðar eftir fyrirfram saminni áætlmi Fjárhagsráðs, er ríkisstjórnin samþykkir. Á dögum nýsköpunarstjórnar- innar var engin slík skipulagning um framkvæmdir, enda fengu auðmenn landsins þá gullið tæki- færi til þess að stela undan gjaldeyri, eyða honum og sóa í alls konar óþarfa. Fjárhagsráð starfrækti inn flutnings- og gjaldeyrisdeild, sem skyldi og hafa verðlagseftirlit með höndum í umboði Fjárhags- ráðs og í samráði við það. Þá var sú regla tekin upp að miða verð- lagsákvarðanir við þörf þeirra fyrirtækja, sem hafa vel skipu lagðan og hagkvæman rekstur. Nú skyldi verðlagsstjórinn skipaður af ríkisstjórninni, að fengnum tillögum Fjárhagsráðs. V erðgæzlust jóri. Fyrir frumkvæði Framsóknar- flokksins hefur nýlega verið sett löggjöf um verðlag, verðlagseftir- lit og verðlagsdóm. Ríkisstjórnin skipar verð- gæzlustjóra með eftirfarandi hætti: Stjórnir Alþýðusambands ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimannasambands íslands, Kvenréttindasambands íslands, Landssambands iðnaðarmanna, Landssambands ísl. útvegsmanna og Stéttarsamands bænda til- nefna hver um sig einn mann í nefnd, sem gerir tillögur um, hver skuli skipaður vei'ðgæzlu- stjóri. Er ríkisstjórnin bundin við tillögu nefndarinnar. Reglan um að miða verðlagsákvarðanir við þörf þeirra fyrirtækja, sem hafa vel skipulagðan og hagkvæman rekstur, gildir áfram. Þá voru teknar upp ýmsar fleiri reglur um verðlagseftirlit og verðlag. Verðgæzlustjóri skal hafa vakandi auga með því, hvar innkaup eru hagkvæmust, svo að Fjárhagsráð geti beint viðskipt- um þangað. Þá skal gera rækileg- an samanburð á verðlagi og gæð- um íslenzkra iðnaðarvara og sams konar vara, sem hægt er að fá erlendis frá. Fjárhagsráð get- ur úrskurðað um hverja þá kostnaðarliði, er máli skipta um verðlagningu á vörum. Reynslan hefur sýnt, að framkvæmd verð- lagseftirlitsins skiptir höfuðmáli. Þess vegna er það mjög þýðing- armikið, að verðgæzlustjórinn sé vel valinn. En slíkt ætti að. vera sæmilega tryggt með hinni nýju skipan. V erð Iagsdómur. Hin nýja verðlagslöggjöf mælir svo fyrir, að í kaupstöðum lands- ins skuli vera sérstakur verð- lagsdómstóll, sem rannsaki og dæmi njál út af hrotum á verð- lagslöggjöfinni. í dómi þessum sitjá vjðkómandjj héraðsdóinari, formaður og einn meðdómari, sem dórnsmálaráðherra skipar til eins árs í senn eftir tilnefningu nefndar þeirrar, er áður getur. Þá eru viðurlög við verðlags- brotum þyngd mikið, varða sekt- um allt að 200 þús. kr. Ef sakir eru miklar varðhaldi eða fang- elsi, svo og sviptingu atvinnu um stundarsakir eða fyrir fullt og allt. Þá er eignaupptaka heimil, ef ástæða þykir til. Með heiðarlegri framkvæmd þessarar nýju löggjafar ættu verðlagseftirlit nú að vera í betra horfi en fyrr og meiri líkur en áð- ur að fyrirmælum sé hlýtt. Aðalfundur Nordisk Andelsforbund lialdinn á íslandi Aðalfundur Norræna samvinnu- heildsölusambandsins (Nordisk Andelsforbund), en að því standa samvinnusambönd allra norður- landanna, verður haldinn í Reykjavík í fyrsta sinn, hinn 23. júní n. k. Munu forstjórar allra samvinnusambandanna sitja fundinn. Forstjóri sænska sam- bandsins, Albin Johansson, er þegar kominn til landsins. Flýtti hann för sinni til þess að vera viðstaddur óperusýningu Stokk hólmsóperunnar í Þjóðleikhús inu, en Albin Johansson er í íslands, Bandalags starfsmanna stjórn sænsku óperunnar. BRÉF: Bílstjórarnir og unglingarnir Stjórn Bílstjórafélags Akureyr- ar skrifar blaðinu: „í síðasta blaði Dags fær bíl- stjórastéttin sendingu frá ein- hverjum „Bæjarbúa", sem af mjög skiljanlegum ástæðum vill ekki láta nafns síns getið. í upp- hafi greinar sinnar segir hann að bílstjórar hafi lent í höndum réttvísinnar fyrir að aka ungl- ingum. Það er að sjálfsögðu afar hæpið, að halda því fram, að menn komist í hendur réttvísinn- ar fyrir það eitt að aka ungling- um, a. m. k. hefur okkur aldrei verið tilkynnt að slíkt væri ekki heimilt, enda er unglingum ekið í lengri og skemmri ferðir fyrir stórfé, og er það látið óátalið og nægir í því sambandi að benda á ferðir skólabarna og unglinga, sem eru sjálfsagðar taldar og mjög vinsælar. Það liggur í hlut- arins eðli, að það er ekki fram- kvæmanlegt að hafa eins konar réttarhald yfir unglingi, sem kem ur á bifreiðastöð og óskar eftir að fá leigða bifreið. Á þá bílstjórinn að að spyrja, áður en aksturinn hefst: „Hvað ert þú gamall, er það þarft eða óþarft að þú farir þetta, hvar fékkst þú peninga til að greiða aksturinn með, hefur þá leyfi frá pabba og mömmu, o. s. frv.?“ Á svo bílstjórinn að fengnum upplýsingum að kveða upp sinn dóm annað hvort að vísa unglingnum á dyr eða fara að óskum hans? í stuttu máli sagt, þetta er ekki framkvæmanlegt. Hitt er svo annað mál, að okkur virðist ekki í'étt að hvetja fólk til óþarfa aksturs, hvort sem full- orðnir eða börn eiga hlut að máli og okkur þætti bezt að allir þeir fólksflutningar, sem við fram- kvæmum, væru nauðsynlegir. En þegar farið er að tala um óþarfa akstur, þá dettur manni í hug, hvort nokkuð sé athuga- vert við óþarfa varning. Er ekki hverjum sem er seldur óþarfa- varningur? Eru ekki slíkar vörur auglýstar í blöðum og útvarpi9 Hvað gerir hið opinbera til að halda þeim frá fólki? Er verzlun- arfólki bannað að selja þær vör- ur? Hvers vegna tekur „Bsejar- búi“ það ekki til meðferðar? Er það eingöngu bílstjórastéttin, sem hann lætur sér svo annt um? Við þökkum ef svo er. En það eru til menn í flestum stéttum, sem hafa brotið lög. En „Bæjarbúi“ krefst þess síðast í grein sinni að lög- brotum sé vísað úr bílstjórastétt- inni. Gott og vel. En hefur hann gei't sér ljóst, hvers konar „hreinsun“ það yrði ef allii' lög- brjótar væru hreinsaðir úr öll- um stéttum þjóðfélagsins og hvað á að gera við mennina? Hafi heiðvirður „Bæjarbúi“ einhvern sérstakan áhuga fyrir að bæta bílstjórastéttina þá munum við ganga þar til móts við hann, okk- ur er ekkert meira að skapi, en fyrst verður hann að kasta grím- unni og koma til dyranna eins og hann er klæddur, í stað þess að láta birta aðdróttanir undir Ungmennafélag Öxndæla 50 ára Eins og getið var í síðasta tölu- blaði „Dags“, átti Ungmennafélag Oxndæla 50 ára afmæli 4. þ. m. Þann dag árið 1900, sem þá var 2. hvítasunnudagur/ komu nokkrir drengir saman að Bakka Oxnadal til að stofna félag. Hlaut það nafnið íþróttafélag Oxndæla í fyrstu, en nokkrum árum síðar var nafninu breytt í Ungmennafélag Öxndæla, eins og það heitir enn í dag. Með nafn- breytingunni var þó ekkert nýtt félag stofnað, heldur aðeins skipt um nafn með lagabreytingu, svo að um sama félagið er að ræða í þessi 50 ár. Ekki breytir það heldur neinu þar um, að félagið var sjálfstæð deild í öði'u stærra félagi um 6 ára bil. Upphafsmenn að stofnun fé- lagsins voru fermingardrengir, sem fermdir voru þá um vorið og fyrstu árin voru allir félagsmenn mjög ungir, um fei-mingaraldur og yngri. Frá upphafi hefur félagið haft sama tilgang og starfað á svipað- an hátt og önnur ungmennafélög landsins. Það hefur haldið uppi skemmtanalífi í sveitinni, það hefur æft íþróttir og á sínum tíma einnig söng. Við stjórnar- störf í félaginu og á fundum þess hafa félagarnir æfst í félagsstarf- semi og veit eg að ýmsum þeirra hefur orðið það góður undirbún- ingsskóli. Yfirleitt munu uppeld- isáhrif félagsins hafa orðið veru- leg og það hygg eg, að flestir eða allir gömlu félagarnir minnist veru sinnar þar með ánægju, enda kom það greinilega fram á afmælinu, sem síðar mun nánar að vikið. Af einstökum framkvæmdum félagsins má nefna eftirfarandi: Á árunum milli 1910 og 1920 hélt félagið oftar en einu sinni nómsskeið, þar sem kenndar voru íþróttir, aðallega glímur, svo og söngur, og einnig haldnir fyrir- lestrar um ýms fræðandi efni. Á þessum sömu árum kom það upp heyforðabúri með þeim hætti, að félagið leigði engjaspildu og svo heyjuðu félagsmennirnir, karlar og konui', þar á sunnudögum. Kom þetta heyforðabúr sveitinni að mjög góðum notum í vor- harðindunum 1914 og 1916. Árið 1929 var reist myndarlegt skóla og fundahús að Þverá. Lagði fé- lagið fram helming kostnaðar ó móti hreppnum, að nokkru með sjálfboðavinnu. Var hús þetta um fleii'i ár bezta samkomuhús í sveit hér nærlendis. Félagið tók og þátt í því að koma upp spndlaug- inni á Laugalandi og lagði fram fé til þess að sínum hluta. Afmælisins minnzt. 50 ára afmæli félagsins var há- tíðlegt haldið í Öxnadal 4. þ. m. Voru flestir íbúar sveitarinnar þar viðstaddir, svo og margir fyrrverandi Öxndælingar, eink- um gamlir ungmennafélagar. Meðal annarra voru 6 menn við- staddir, utansveitar og innan, sem tóku á barnstaldri þátt í stofnun félagsins fyrir 50 árum. Hátíðin hófst með guðsþjónustu að Bakka, þar sem sóknarprest- urinn, sr. Sigurður Stefánsson, messaði. Gat hann félagsins í predikun sinni og bað því bless- unar. Eftir messu var haldið að Þverá og sezt að kaffidrykkju í samkomuhúsi félagsins þar. Kári Þorsteinsson á Þverá setti hóf þetta og bauð gesti velkomna. Síðar flutti hann snjalla ræðu um starf félagsins hin síðari ár. Aðr- ir ræðumenn voru: Bernharð Stefánsson alþm., Brynjólfur • Sveinsson, hreppstjóri í Efsta- landskoti, Elías Tómasson, banka gjaldk., Akureyri, Þoi’steinn Þor- steinsson, fyrrv. bæjarfulltrúi, Akureyri, Ólafur Jónsson frá l Skjaldarstöðum, nú á Akureyri, Freysteinn Sigurðsson, verkam., Baldursheimi í Glerárþorpi, frú Anna Sigurjónsdóttir á Þverá og séra Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum. Á milli ræðanna var sungið undir stjórn Ragnars Jóhannessonar frá Engimýri. í öllum ræðunum og eins í viðræð- um mann á milli á samkomunni kom fram mikill hlýhugur til fé- lagsins. Var auðheyrt á ræðum hinna eldi'i félaga og stofnenda. að þeir áttu kærar minningar um veru sína í félaginu. Eftir að borð voru upptekin, var stiginn dans fram á nótt. Fór samkoma þessi hið bezta fram á allan hátt og varð til óblandinnar ánægju og Ungmennafélagi Öxndæla til sóma. Eg lýk þessum línum með því að óska Ungmennafélagi Öxn- dæla allra heilla og blessunar í framtíðinni, um leið og eg þakka þyí liðnu árin og eldri og yngri félögum mínum þar ágætt sam- starf og fjölmargar ánægjulegar samyerustundir. Bernh. Stefánsson. Átvinna Viljum ráða pilt eða stúlku til afgreiðslustarfa. LITLA -BÍLA S TÖÐIN, Strandgötu 23. Sími 1105. dulnefni, að heilli stétt án þess að undanskilja nokkurn sérstakan mann.“ Goorgette-slæða tapaðist á túninu við sund- laugina á sjómannadaginn. Vinsainlegást skilist í Odd- eyrargötu 2Ii. Sínti 1063. Hrciiigeriiiiigskonu vantar í heimavist Mennta- skólans í næstu viku. Hringið í síma 1436. RáÖskonan,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.