Dagur - 14.06.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 14.06.1950, Blaðsíða 8
8 Bagujr Miðvikudaginn 14. júní 1950 Norðlenzkt kennaraþing varar við f ramkvæmd nýju fræðslulaganna, þar sem engin skylyrði eru fil verknáms, Skorar á ábyrga þjóðfélagsþegna að styðja skógræktarmálið Vikuna 4.—10. júní hélt Samband norðlenzkra barnakennara ínót á Akureyri. Mættir voru bamakennarar úr Skagafjarðar-, Eyja- fjarðar- og og báðuin Þingeyjarsýslum. Stjórn sambandsins undir- bjó mótið ásamt námsstjóra. I lögum sambandsins er svo fyrir mælt, að kennaramót skuli haldin annað hvort ár og flytjast milli liéraða. Er stjórn sambandsins skipuð kennurum af því svæði, þar sem mót- in eru haldin hverju sinni. Barnalieimilið „Pálmliolt^ tekið til starfa Heimilið tekur á móti 50 börnum fyrir 200 króna gjald á mánuði Góð þátttaka. Mótið sóttu 70 kennarar áf fé- lagssvæðinu. Þetta mót var þrí- þætt, námsskeið í skólavinnu- og kennslutækjasýning og umræðu- fundir. Á námsskeiðinu fór fram kennsla í ýmiss konar skólavinnu (föndri). Kennari var fröken Elinborg Aðalbjamardóttir, kenn ari við Handíðaskólann. Sýnis- kennsla í lestri, er Jón J. Þor- steinsson kennari á Akureyri hafði með höndum og leiðbein- ingar í reikningskennslu og vinnubókagerð, er Jónas B. Jóns- son, fræsðlufulltrúi, Reykjavík, annaðist. Unnið var við föndrið frá kl. 9—12 daglega og auk þess unnu margir að því hvenær sem stund- ir gáfust frá öðrum störfum. Var kennsla fröken Elinborgar skemmtileg og lifandi, enda er hún listakona í þeirri grein. Unnir voru ýmiss konar hlutir úr bréfi, pappa og basti. í lestrarkennslunni sýndi Jón J. Þorsteinsson kennsluaðferðir sínar frá fyrstu byrjun, þar til börnin eru orðin læs, en aðferðir hans eru byggðar á hljóðlestrar- aðferðinni. Hafði hann deild 8 ái-a bama við kennsluna. Fannst mönnum mikið til um aðferðir Jóns, og tækni, enda er hann þaulreyndur smábarna- kennari og lærður maður á sviði hl j óðfræðinnar. Jónas B. Jónsson leiðbeindi um ýmislegt viðvíkjandi reiknings- kennslu, er miða að því, að hver einstaklingur njóti sín sgm bezt. Einnig í vinnubókagerð lagði hann áherzlu á frjálst starf. Jónas B. Jónsson hefur kynnt sér nýungar í kennslutækni er- lendis, einkum í Svíþjóð. Fyrirlestrar. Á mótinu voru þessi erindi fiutt: „Þýðing áhugans í uppeldi og námi“, 2 erindi. Dr. Matthías Jónasson. „Uppeldi og fræðsla" og „Vaxt- arþráin". Sr. Jakob Kristinsson. „Um íslenzka stafsetningu“. Halldór Halldórsson mennta- skólakennari. „Nýja skólalöggjöfin“. Helgi Elíasson fræðslumálastjóri. „Skyldur ráðandi kynslóðar við yngstu borgarana". ísak Jóns son skólastjóri. „Skólar og uppeldi“. Snorri Sigfússon námsstjóri. „Skólarnir og lífið". Hannes J. Magnússon skólastjóri. „Um vinnubókagerð". Sigurð- ur Gunnarsson skólastjóri. Þrír þeir fyrst töldu fluttu er- indi sín á kvöldin, og var bæjar- búum gefinn kostur á að hlýða á þaú. Notfærðu sér það margir, öll kvöldin. Annar þáttur mótsins var sýn- ingin. Höfðu margir skólar sent muni á sýninguna. Var hún fjöl- breytt og mjög athyglisverð og ýmsir hlutir þar frábærlega vel gerðir. Sýning kennslutækja var aðal- lega frá Húsavík og Akureyri. Auk mótsins voru sýningarnar skoðaðar af fjölda bæjarmanna. Umræður og samþykktir. Á fundum kennarasambands- ins voru þessi mál rædd: 1. Um vinnubækur og gildi þeirra í skólastarfinu. 2. Fræðslulögin nýju. 3. Handavinnuefni og skóla- vörur. 4. Ymis önnur mál, er snertu kennarasamtökin og skólastarfið. Þessar voru helztu samþykktir: 1. Skorað á næsta fulltrúaþing S. í. B. að beita sér fyrir sam- vinnu kennara sem víðast ,af landinu, um útgáfu vinnublaða, eða handbókar til notkunar við vinnubókagerð. 2. Skorað á yfirstjórn gjaldeyr- ismálanna, að veita nægan gjald- eyri til kaupa á skólavörum og skipta honum réttlátlega niður. 3. Skorað á námsstjórann að beita sér fyrir því við fræðslu- málastjómina, að komið verði upp sérstakri skólavöruverzlun, einni eða fleiri. 4. Varað við framkvæmd nýju fræðslulaganna þar, sem engin skilyrði væru til verknáms. 5. Skorað á Alþingi og ríkis- stjórn að hraða byggingu nýs kennaraskóla, og sé stefnt að því, að hann verði fullgjör eigi síðar en 1957. 6. Áskorun til allra ábyrgra þjóðfélagsþegna, um að beita sér ötullega fyrir skógrækt, og lýst Minni þátttaka Norð- manna í síldveiðum Norsk blöð herma, að mun minni þáttaka verði nú í síldveið- um Norðmanna við ísland en verið hefur undanfarin ár. Kom þetta sjónarmið m. a. fi'am á fundi útgerðarmanna, sem haldinn var í Álasundi fyrir nokkru. Telja útgerðai'menn nýju 4-mílna landhelgina áfall fyrir norskan síldarútveg hér við land, aðallega fyrir snurpunótaskipin, og segja beztu miðin innan nýju línunnar. Þau norsk skip, sem hingað sækja í sumar, munu að- allega vera reknetaskip. ánægju yfir þeirri nýbi-eytni Kennaraskólans, sem hófst í vor, að hafa námsskeið í skógrækt fyrir kennaraefni. 7. Ályktun um bindindismál. Taldi fundurinn, að vaxandi nautn áfengis og tóbaks í landinu, væri öllum hugsandi mönnum áhyggjuefni og ckoraði á kennara og alla uppalendur áð vinna gegn henni. Kosningar. — Skemmtiferð, — Kveðjuhóf. f lok fundarins var kosin ný stjórn fyrir sambandið. Fráfar- andi stjórn skipuðu kennarar af Akureyri, þau Eiríkur Sigurðs- son, Eiríkur Stefánsson og Júdith Jónbjörnsdóttir. Nú var stjórnin kosin úr Þingeyjarsýslu. Hlutu kosningu: Sigurður Gunnars- son skólastjóri og Jóhann Guð- mundsson kennari í Húsavík og Þórgnýr Guðmundsson kennari í Aðaldal. Einn daginn fóru mótsgestir skemmtiferð fram um Eyjafjöi-ð. Var komið við á nokkrum merk- um stöðum, svo sem Laugalandi,' Munkaþverá, Möðruvöllum, Saur bæ og Grund. En ferðinni lauk með því, að ekið var að hinu ný- reista barnaheimili, Pálmholti, sem stendur skammt ofan við Akureyri. Til þess að gera aðkomukenn- urum auðveldara að taka þátt í mótinu, var höfð heimavist og mötuneyti í Barnaskólanum, þar sem mótið var haldið. Heimavistarstj. var Páll Gunn- arsson kennari, en ráðskona frú Jónína Þorsteinsdóttir. Síðasti dagur mótsins var laug- ardagurinn 10. júní. Eftir kvöld- verð komu mótsgestir saman á kvöldvöku. Stjórnaði henni Örn Snorrason kennari. Var þar margt til skemmtunar, svo sem upplestrar,' söngur o. fl. Að henni lokinni settust menn kaffidrykkju, alls um 60 manns. Voru þar fluttar margar ræður. Snorri Sigfússon námsstjóri stýrði þessu hófi, og hafði hann verið forystumaður og stjórnandi mótsins í heild. Er leið að mið- nætti, reis hann úr sæti og sagði þessu fjórða móti norðlenzkra barnakennara slitið. Fóru sumir kennarar heim til sín þegar um nóttina, en aðrir næstu daga. Voru menn almennt ánægðir með mótið, og þótti það hafa tek- izt mjög vel. Kvenfélagið Hlíf bauð bæjar- stjórn og ýmsum öðrum gest- um síðastl. föstudag að skoða hið nýja dagheimili fyrir börn, er félagið hefur reist hér ofan við bæinn og nefnist Pálmholt, til heiðurs frú Gunnhildi Ryel, sem gaf land undir bygginguna og hefur verið hvata- og styrkt- armaður málsins að öðru leyti. Frú Elinborg Jónsdóttir, for- maður Hlífar, bauð gestina vel- komna og lýsti sögu bygginga- málsins og verkefnum heimilis- ins. Félagið hefur lengi haft hug- á að hi'inda þessu í framkvæmd, en verulegur skriður komst ekki á það fyrr en árið 1946, er frú Gunnhildur Ryel gaf land til starfrækslu barnaheimilisins. Var þá ákveðið að hefjast handa. Fé- lagið átti um 90 þús. kr. í sjóði, en ýmsir bæjarbúar og fyrirtæki gáfu fé og konurnar lögðu sig fram um að afla fjár til málsins. Félagið hlaut engan opinberan styrk, fyrr en á þessu ári, er bæj- arstjómin veitti um 40 þús. kr. til reksturs heimilisins. Bygging heimiilsins. Teikningar að húsinu gerði Stefán Reykjalín, byggingameistari, en byggingameistarar voru Óskar Gíslason og Sigurður Sölvason. Húsið er fullbúið til notkunar og haganleg bygging, ein hæð með risi; stofur eru rúmgóðar og hent- ugar; húsgögn þægileg og við hæfi bama. Starfsfólk er fimm Tuttugu og sjö nemendur yngri dcildar Bændaskólans á Hvanneyri voru gestkomandi hér í bænum um helgina, undir leið- sögn skólastjórans, Guðmundar Jónssonar. Hvanneyringarnir fóru fyrst til Hóla, en Hólamenn höfðu nýverið heimsótt þá. Eru ferðir þessar í senn náms- og skemmtiferðir. — Hér í bæ skoðuðu Hvanneyringar Gefjuni, Ullarþvottastöðina, Lysti garðinn, svínabú Mjólkursam- lagsins og fóru að Grund, Möðru- völlum, Laugalandi og í Vagla- skóg. í stuttu viðtali við blaðið sagði Guðmundur Jónsson skóla- stjóri að 60 nemendur hefðu ver- ið á Hvanneyri í vetur og er það>, mesti nemendafjöldi skólans til þessa og skólinn fullsetinn. Hvanneyrarskólinn bætti fram- haldsdeild fyrir búfræðinga við skólann fyrir nokkru. Er það nám tveir vetur og eitt sumar og þeir, sem útskrifast, hafa mennt- börnum til dvalar alla virka daga. Sér heimilið um fæði handa börn- unum og um gæzlu þeirra. Verða börnin sótt í bifreið á ákveðna staði í bænum og skilað þangað aftur að kvöldi. Kostnaður verð- ur 200 krónur á barn fyrir alla þessa þjónustu. Af hálfu gestanna töluðu Steinn Steinsen bæjarstjórí og Hannes J. Magnússon skólastj., og lögðu þeir áherzlu á hverja þýðingu þetta framtak Hlífarkvenna hefði fyrir bæjarfélagið. Hannes Magn- ússon taldi fullvíst, að fleiri gerð- ir barnaheimila mundu rísa upp á næstu árum, því að þéttbýlið krefðist þess að á þennan hátt væri börnunum séð fyrir hollari samastað en götunni, jafnframt því sem erfiði væri létt af hús- mæðrum og heimilum. Að lokum þökkuðu frú Helga Jónsdóttir, ritari Hlífar, og frú Elinborg Jónsdóttir, formaður, gestum komuna og öllum, sem hefðu lagt málinu lið á einn eða annan hátt. Bygging og starfræksla þessa myndarlega heimilis er hið mesta þrekvirki af fámennu og fátæku félagi. Stendur bæjarfélagið allt í óbættvi þakkarskuld við hinar áhugasömu konur, sem hafa ekki látið erfiðleikana buga sig, held- ur barist ótrauðlega fyrir áhuga- málum sínum og hagsmunamál- un til að verða ráðunautar í búnaðarmálum. í vetur voru 6 menn í þessari deild. Einn hópur hefur þegar útskrifast úr þessari deild. Er skráð í hana annað hvort ár. Guðmundur sagði að sér virtist gróður ekki lakari á veg kominn hér um slóðir en sunnanlands. Hann bjóst við að sláttur mundi hefjast á Hvanneyri eftir 10—14 daga. Fyrsta óperusýningin hér á landi í fyrrakvÖld hafði flokkur frá í'íkisóperunni sænsku frumsýn- ingu á óperunni Bi-úðkaup Figar- os eftir Mozai't í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík. Vakti sýningirt og söngur Svíanna mikla hrifningu í höfuðstaðnum. um yngstu borgaranna, unz sig- manns; forstöðukona er frk. Ingi- urinn er fenginn. Bæjarmenn björg Jónsdóttir. óska hinni nýju stofnun gæfu og Heimilið mun taka á móti 50 géngis. 27 nemendur Hvanneyrarskólans í heimsókn liér Sláttur hefst sunnanlands eftir 10—14 daga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.