Dagur - 12.07.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 12.07.1950, Blaðsíða 2
2 D A G U R MiSvikudaginn 12. jvilí 1950 Frá "nýsköpunartímunum" Nú hefur farið fram eudurskoðun á rekstri við byggingu nýju síldarverk- smiðjanna á Siglufirði og Skagaströnd Fyrirspum á Alþingi. Fyrir nokkru var gerð fyrir- spurn á Alþingi til ríkisstjórnar- innar varðandi byggingu nýju síldarverksmiðjanna á Siglufirði og Skagaströnd. Var spurt um, hvað liði endurskoðun þeirri, er frpm hefði farið á byggingar- kostnaði vferksmiðjanna. At- vinnumálaráðherra kvað endur- skoðun þessa hafa farið fram. Hér verður drepið á nokkur atriði úr þessari sögu, sem ber vott um eymdarástand og lágmark sið- ferðiskenndar þeirra, sem þar koma við sögu. Nefndin hans Áka. Áki Jakobsson, þáverandi at- vinnumálaráðherra, skipaði vorið 1945 þriggja manna nefnd til að standa fyrir byggingu þessara tveggja verksmiðja. Ráðherrann ákvað, að verk- smiðjurnar skyldu fullbyggðar fyrir síldarvertíðina 1946. Var þetta ein helzta kosningabomba „nýsköpunarflokkanna" í kosn- ingunum 1946. Þeir, sem þekktu til, töldu mjög ósennilegt, að hægt væri að ljúka verkinu svo snemma. Þessi ráðstöfun ráð- herrans var éinkennileg, þar sem eðlilegra hefði verið að láta stjórn síldarverksmiðjanna, sem hafði reynzlu af slíkum fi-amkvæmd- um sem þessum, hafa verkið með höndum. Kostnaðarverð verksmiðjanna. A Alþingi 1944—’45 var heim- iluð 20 millj. kr. lántaka til byggingar verksmiðjanna. Var þá fullyrt, að það myndi nægja. En vorið 1946 var heimildin hækkuð upp í 27 millj. í greinargerð Áka Jakobssonar fyrir hækkuninni segir: „Framkvæmdir eru það vel á veg komnar, að nokkurn veginn má sjá, hver byggingarkostnaður verður.1* Byggingarnefndin hafði þá áætlað kostnaðinn 26.3 millj. kr. Seint á þessu sama ári taldi byggingamefndin, að kostnaður- inn yrði 38 millj. kr. Niðurstaðan varð hins vegar 2Vz millj. kr, meira. Varð endanlegur kostn- aður 40Vz millj. kr. Svo hrundi „Ákavítið“ í Siglufirði og endur- byggingin kostaði 3 millj. kr. Áka-nefndinni vikið frá. Þegar ný 'ríkisstjórn hafði tek- ið við í febr. 1947, var stjórn síld- arverksmiðja ríkisins falið að ljúka því, sem þá var eftir af byggingu verksmiðjanna, en byggingarnefndinni falið að skila öllum reikningum og gögnum sem allra fyfst, sem vörðuðu bygg- ingu verksmiðjanna. Það virtist svo, að Áka-nefndinni hafi verið það Ijóst, að ekki væri nú allt með felldu. A. m. k. þurfti borg- arfógeti í Reykjavík að ganga í málið til að fá nefndina til að skila gögnum. Var gerð um það réttarsætt, að hinir umdeildu reikningar og önnur gögn skyldu afhent löggiltum endurskoðend- um, er skyldu hafa með höndum endurskoðun og rannsókn þeirra. Þessi endurskoðun tók 17 mán- uði. En á þeim tíma samþykkti formaður byggingarnefndar og áritaði marga reikninga til verk- smiðjanna, sem síðar voru taldir óréttmætir eða vafasamir, þó hafði nefndinni verið vikið frá störfum áður. Niðurstaðan virt- ist hafa orðið sú, að endurgreidd- ar hafi verið til verksmiðjanna kr. 977 þús. Verksmiðjurnar virðast því hafa hagnast um nálega eina millj. kr. við það, að Áka-nefnd- inni var vikið frá störfum, þótt seínt væri. Onnur endurskoðun. Það var nú ekki svo vel, að ein endurskoðun dygði. Endurskoðun þeirra löggiltu var aðeins töluleg, en ekki gagnrýnandi. Voru þá kvadðir til tveir menn af hálfu verksmiðjustjórnar til að yfirfara reikninga af nýju. Er skýrsla, sem byggð er á athugasemdum þeirra, undirrituð 14. des. 1949. Skýrsla þessi er mikið mál, miklu lengra en svo, að unnt sé að rekja efni hennar til hlítar hér í blaðinu. Áætlanir og efnisútvegun. Endurskoðunarmenn telja, að Áka-nefndina hafi skort mjög tilfinnanlega heildaryfirlit um það, hvernig framkvæmdum skyldi haga og hvað þær myndu kosta. Sumar teikningar hafa alls ekki legið fyrir, þegar á þeim þurfti að halda. Þá virðast efniskaup hafa verið fullkomið hneyksli. Það verður ekki séð, að tilboða hafi verið leit að í aðalefnivörur, svo sem se- ment, timbur, steypujárn o. fl. Megnið af þessu efni var keypt hjá einu firma, ýmist fob, cif eða af lager í Reykjavík. Samkvæmt heimild byggingarnefndar keypti Almenna byggingafélagið ýmsar byggingavörur fyrir 650 þús. kr. á smásöluverði! Af Héðni h.f. keypti nefndin vörur fyrir nokk- uð á þriðju milljón kr. með 30— 40% smásöluálagningu. Nefndin fól ýmsum að smíða eða panta vélar, tæki o .fl. til verksmiðj- anna. Vinnubrögð og útborganir. Almenna byggingafélagið hafði skrifstofur á Siglufirði og Skaga- strönd. Greiddi það alla reikn- inga, sem bárust á byggingar- nefndina, en hún hafði eins kon- ai- trúnaðarmenn á báðum stöð- um, sem áttu að viðurkenna reikningana f. h. hennar. Sumir reikningar, sem trúnað- armaðurinn á Skagaströnd vildi ekki samþykkja voru síðar sam- þykktir af formanni byggingar- nefndar. Á Siglufirði voru m. a. tveir nýútskrifaðir stúdentar um- boðsmenn byggingarnefndar. — Telja endurskoðunarmenn vafa- samt, að þeir hafi haft þekkingu og þrek til að dæma um réttmæti reikninganna. Allir þeir menn, sem við bygg- ingu verksmiðjanna unnu, eink- um þó fagmenn, svo- sem vélvirkj ar, vélsmiðir og rafvirkjar, hafa samkvæmt vinnuskýrslum verið látnir vinna, svo sem þrek þeirra framast hefur leyft og jafnvel umfram það. Var það ekki óal- gengt, að þessir menn skiluðu 16 —22 tíma (jafnvel 26 tíma) vinnu á sólarhring, virka daga sem helga, jafnvel vikum saman. Eft- irvinna, næturvinna og helgi- dagavinna varð þá geysimikil. Þá var ferðakostnaður starfsmanna og aukakostnaður við að sjá þeim fyrir fæði og húsnæði á Siglufirði og Skagaströnd mjög mikill að dómi endurskoðunarmanna. Aðdrættir. Bílakostnaður vegna eigin bíla byggingarnefndar (verkstjórans) og til efnisflutninga námu nærri því einni millj. kr.! Mikið efni var flutt landveg frá Rvík til Skaga- strandar, og jafnvel til Sauðár- króks og Hofsós og þaðan sjóveg til Siglufjarðar. Sumarið 1945 hafði nefndin skipið Hrímfaxa á leigu í tvo mánuði til sementsflutninga frá Englandi. Skipið fór tvær ferðir á þessum tíma og flutningskostnað- ur varð 216 kr. pr .tonn, eða helmingi hærri en hjá Eimskipa- félagi íslands. Þessir sements- flutningar kostuðu um 340 þús. kr. Heildsölufirma í Rvík virðist hafa undirritað leigusamning um skipið, án þess að hafa til þess nokkurt umboð og var það látið gott heita. Hús inni í öðru húsi. Mjölhúsið mikla á Siglufirði hrundi. En mjölhúsið á Skaga- strönd segja endurskoðunarmenn að hafi reynzt mjög illa og ekki verið fokhellt í stórhríðum. Varð þá að byggja sérstaka geymslu innan í húsinu fyrir vörur, sem ekki máttu blotna. Mjölhúsin voru stálgrindarhús, keypt frá Englandi. Endurskoðunarmenn taka fram, að ekki verði séð, að við pöntun húsanna hafi verið sett nein skilyrði um styrkleika þeirra. Byggingarnefnd virðist hafa vanrækt að láta reikna út burðarþol í þaki mjölhúsanna, sem bera átti uppi mjölflutnings- tækin og hafi þó hinn erlendi seljandi tækjanna bréfiega bent á, að þetta þyrfti að gera. Einum nefndarmanni var falið að gera allar teikningar, sem að vélakerfi verksmiðjanna lutu og greiddar fyrir það kr. 75 þús. — Stundum varð að fresta verki, af því að beðið var eftir teikningum þessum. Þessi sami nefndarmaður var 20 daga á ferð erlendis og reiknaði sér kr. 409 á hverjum degi auk fargjalda og námskostn- aðar! Vasapeningar, risgjöld og húsaleigur. í risgjöld var eytt rúmlega 51 þús. kr. I húsaleigu á Hótel Siglunes á Siglufirði virðist byggingarnefnd- in hafa eytt allmiklum upphæð- um. Frá 1. júní 1945 til 30. júní 1946 eru greiddar 18 þús. kr. í leigu og næsta ár á eftir 20 þús. kr. Auk þess var hóteleiganda greiddar samtals 13 þús. kr. fyrir að halda ekki dansleiki á neðstu hæð hússins sumarið 1946. Þetta skýrist nokkuð af því, að vor- kosningarnar 1946 voru í fullum gangi. Útlendingum, sem unnu við niðursetningu véla, voru greidd- ir sérstakir vasapeningar, rúm- lega 1000.00 kr ,á mánuði, meðan þeir dvöldu hér, auk umsaminna launa, dvalarkostnaðar, ferða- kostnaðar og eftirvinnu. Þótti út- lenzkum þessi háttsemi nýstárleg. Útgjöld, m. a. radíógrammófónn og heimilishrærivél! Alls konar greiðslur, sem verk- smiðjunum kom ekkert við, virð- ast hafa verið færðar þeim til út- gjalda. Greiðsla á 1000 dollurum til Ameríku var færð í dagbók sem einangrun á vatnspípum, en reyndist samkvæmt upplýsingum firmans greiðsla til íslenzks náms manns þar vestra. Reikningsfærslu mjög óbótavant. Endurskoðendur telja, að reikn- ingsfærslu byggingarnefndar hafi verið í meira lagi ábótavant, svo að ekki sé meira sagt. Ferðakostn aðarreikninga tveggja nefndar- manna og gjaldeyrisviðskipti í því sambandi telja endurskoðun- armenn mjög til athugunar. Nú vantar þjóðina brauð og klæði. Þessir þættir úr byggingarsögu síldarverksmiðjarina nýju á Siglufirði og_.Skagaströnd vekja til umhugsunar um núverandi ástand þjóðarinnar í gjaldeyris- og efnahagsmálum. „Nýsköpun- in“ verður sennilega aldrei end- urskoðuð reikningslega til hlítar. En ef að fleira hefur verið eitt- hvað í Ifkingu við þessa sögu, má vera að íslenzka þjóðin væri bet- ur á vegi stödd, ef fyrirhyggju og ráðdeildar hefði verið gætt um uppbyggingu atvinnuveganna. — Hvað ætli hefði mátt byggja og kaupa mikið af framleiðslutækj- um fyrir beina eyðslu á fram- kvæmd „nýsköpunarinnar“? Því verður aldrei svarað, enda e. t. v. sóma þjóðarinnar fyrir beztu. En ábyrgðin verður aldrei þvegin af nýsköpunarflokkunum. Sfúlku vantar í eldhúsið á Krist- nesi til að leysa af í sumar- fríum. Upplýsingar gefur ráðs- konan og skrifstofan. AUGLÝSIÐ í ÐEGI Áætlaðar > flugferðir j í júlL 1950 | FRÁ ARUREYRI | | Siumuclaga: Til Reykjavíkur 1 j (2 ferðir) | Til Siglufjarðar i j Mánudaga: | Til Reykjavíkur | (2 ferðir) j Til Siglufjarðar 1 Til Ólafsfjarðar i Til Kópaskers i | Þriðjudaga: j Til Reykjavíkur j j (2 ferðir) | Til Siglufjarðar i Til ísafjarðar i I Miðvikudaga: i Til Reykjavíkur j j (2 fcrðir) | j- Til Siglufjarðar j Tií Ivgilsstaða j Fimmtudaga: j Til Reykjavíkur j (2 ferðir) j Til Siglufjarðar i Til Ólafsfjarðar I Til Kópaskers Til Sauðárkróks j Til Blönduóss j j Föstudaga: j Til Reykjavíkur j (2 ferðir) | Til SigUtfjarðar \ j Laugardaga: i Til Reykjavíkur j j (2 ferðir) j Til Sigkifjarðar j | FLUGFÉLAG | | ÍSLANDS h. f. I • llDlllllllltlllllimillMIIIIIIIIIIIIUilltMlllltUIIIIIMIIIIlli? Stangar- veiðimenn! Hefi ávallt ánamaðk í beitu til söltt. Guðm. Flauksson Brekkugötu 21, uppi Grár liestur, stór, styggur. Mark: fjöður aftan hægra, oddljaðrað fram- an vinstra. (rifið uppúr), tapaðist lrá Klauf. — Finn- andi vinsamlcga geri mér að- vart. Guðmundur Sigurgeirsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.