Dagur - 12.07.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 12.07.1950, Blaðsíða 8
tlllHHIIIIIMtllllllllllllllblHIMItlllllll'1 8 Daguk Miðvikudaginn 12. júlí 1950 VefnaSarvörur Vörujöfnun á vefnaðarvörum til félagsmanna vorra, gegn vörujöfnunarmiða 1949, reitirnir 4 — 6 — 7, verður hagað þannig, meðan birgðir endast: Miðvikudaginn 12. júlí, fimmtudaginn 13. júlí, fpstu- i daginn 14. júlí, mánudaginn 17. júlí og þriðjudag- i inn 18. júlí: Akureyrardeild, og verða félagsmenn af- \ greiddir eins og hér segir: = Aliðvikudagurirm 12. júli, fél.nr. 981—1120. Kl. 9—10, í fél.nr. 981—1000. Kl. 10-11, fél.nr. 1001-1020,' ! Kl. 11-12, fél.nr. 1021-1040. Kl. 14-15, fél.nr. \ 1041-1060. Kl. 15-16, félrtr. 1061-1080. Kl. 16- \ 17, fél.nr. 1081-1100. Kl. 17-18, fél.nr. 1101- I 1120. | | Fimmtudagurinn 13. júli, fél.nr. 1121 — 1260: Kl. 9—10 [ fél.nr. 1121—1140. Kl. 10-11, fél.nr. 1141-1160. ! Kl. 11-12, fél.nr. 1161-1180. Kl. 14-15, fél.nr. j 1181-1200. Kl. 15-16, fél.nr. 1201-1220. Kl. 16- I 17, fél.nr. 1221-1240. Kl. 17-18, fél.nr. 1241- j f 1260. j | Föstudagurinn 14. júli, fél.nr. 1261—1400: Kl. 9—10, \ fél.nr. 1261-1280. Kl. 10-11, fél.nr. 1281-1300. j Kl. 11-12, fél.nr. 1301-1320. Kl. 14-15, fél.nr. j 1321-1340. Kl. 15-16, fél.nr. 1341-1360. Kl. 16- j 17, fél.nr. 1361-1380. Kl. 17-18, fél.nr. 1381- j j 1400. j \ Mánudagurinn 17. júli, fél.nr. 1401—1540: Kl. 9—10, \ fél.nr. 1401-1420. Kl. 10-11, fél.nr. 1421-1440. j Kl. 11-12, fél.nr. 1441-1460. Kl. 14-15, fél.nr. ! 1461-1480. Kl. 15-16, fél.nr. 1481-1500. Kl. 16- j 17, fél.nr. 1501-1520. Kl. 17-18, fél.nr. 1521- í j 1540. j i Þriðjudagurinn 18. júli, fél.nr. 1541—1680: Kl. 9—10, [ fél.nr. 1541—í560. Kl. 10-11, fél.nr. 1561-1580. j Kl. 11-12, fél.nr. 1581-1600. Kl. 14-15, fél.nr. j 1600-1620. Kl. 15-16, fél.nr. 1621-1640. Kl. 16- j 17, fél.nr. 1641-1660. Kl. 17-18, fél.nr. 1661- ! j 1680. j ; Góðfúslega komið með umbúðir 1 Félagsmenn með önnur núrner auglýsast síðar. f | Dráttarvél (Mnssey Harris) ásamt sláttuvél og ýtu, allt § í góðu lagi og lítið notað, til sölu. TÓMAS BJÖRNSSON, Akureyri. Sími 1155. Lokað vegna sumarleyfa frá 15.—31. júlí. Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. Jónsmessuhátíð Framtíðarinnar Að vanda ætlaði kvenfélagið Framtíðin að halda hátíðlega Jónsmessuna. Svo illa vildi til að þessu sinni, að leiðinda veður, rok og kuldi hamlaði því, að skemmtunin færi fram á réttum tíma, 24. júní. Var þetta sérlega bagalegt, þar sem allur undir- búningur hafði verið miðaður við að hátíðin færi fram á réttum tíma. Skemmtuninni var því frestað um eina viku. Utiskemmtanir fóru fram á skemmtisvæðinu sunnan sund- laugarinnar. En veður var ennþá kalt, svo að aðsóknin varð minni en skyldi. Þrátt fyrir þetta voru þó mjög margir sem sóttu skemmtunina. Skemmtiatriði voru marg- breytileg. Dávaldur dáleiddi Jón Norðfjörð, erlendir þjóðdansar voru sýndir, Karlakór Akureyrar söng og Lúðrasveit Akureyrar lék, hvoru tveggja undir stjóm Jakobs Tryggvasonar, spákonur spáðu fyrir um framtíðina og sögðu mönnum hvað á daga þeirra hefði drifið o. m. fl. Þá var handknattleikskeppni milli kvenna úr Hlíf og Framtíð- inni. Var leikurinn skemmtileg- ur og dramatískur á stundum. Var leikinn handknattleikur, knattspyrna, blak o. fl. jöfnum höndum. Dómarinn bar þó af öðrum leikmönnum að dugnaði og skyldurækni við að hjálpa sínu liði. Vakti leikur þessi óskipta kátínu áhorfenda. Veitingar voru seldar í Gagn- fræðaskólanum og gæddi margur sér á Framtíðarkaffi. Þar var og bazar. Um kvöldið var dansleik- ur að Hótel Norðurland. Allur ágóði af skemmtuninni rann til sjóðs Elliheimilisins. - 14 ára telpa ók á hús Nýlega tók 14 ára gömul reyk- vísk telpa bifreið í óleyfi þar í borginni og ók henni til Hafnar- fjarðar. Er þangað kom rakst bif- reiðin á timburhús og fór inn úr veggnum. Telpan slapp ómeidd. Fjárhagsráð vill afnema bílainnflutn- ingsleyfi Nýlega samþykkti Fjárhagsráð tillögu frá Sigtr. Klemenzsyni og Jóni ívarssyni þess efnis, að skora á ríkisstjórnina að afnema nú þegar öll bílainnflutningsleyfi, sem í umferð kunna að vera. — Ekki hafði borizt svar í-íkis- stjórnarinnar við þessari tillögu er síðast fréttist. Bændur! Sel nótastykki yfir hcy. Gamla víra og kaðla. Guðm. Pétursson, Sínii 1093. Sigur í 400 metra hlaupi Frá landskeppninni. Hér sjást úrs'itin í 400 m. hlaupi. Guðmundur Lárusson er fyrstur, Þá Ásm. Bjamason og Danirnir langt á eftir. Þingeyinagr héidu hátíðlegan bændadag á sunnudaginn Fjölmenni samankomið að Laugum Bændafélag Þingeyinga og Ungmennasainband Þingeyinga gengust fyrir því að bændadagur yrði hátíðlegur haldinn að Laug- um sl. sunnudag. Sótti margt manna samkomuna þrátt fyrir óhagstætt veður. Samkoman hófst klukkan 2 síðdegis með guðsþjónustu og prédikaði séra Hermann Sigurðs- son á Skútustöðum. Þá setti Jón H. Þorbergsson á Laxamýri há- tíðina með ræðu. Aðrir ræðu- menn voru: Jónas Baldursson í Lundarbrekku, Jón Sigurðsson í Yztafelli, Hallgrímur Þorbergs- son á Halldórsstöðum og Jón Haraldsson á Einarsstöðum. — Kirkjukói-ar Einarsstaða- og Grenjaðarstaðasókna simgu, enn- fremur Karlakór Reykdæla, und- ir stjórn Páls H. Jónssonar. Reykdælir og Mývetningar glímdu, piltar sýndu sund og sýnd var kvikmynd. Um kvöldið var dansað. Hátíðin fór hið bezta fram. —• Þingeyingar halda slíkan bænda- dag hátíðlegan árlega. Gagnleg leiðbeiningabók um félags- heimili komin út Nýlega er komin út á vegum Menntamálaráðuneytisins gagn- leg handbók um byggingu og rekstur félagsheimila í þorpum og sveitum. Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs sá um útgáfuna. Bók- in fæst hjá bóksölum og kostar 10 krónur eintakið. Eysteinn Jónsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, fylgir ritinu úr hlaði með formálsorðum og rekur þar löggjöf síðari ára um aðstoð við byggingu félagsheim- ila og erfiðleika þá, sem ýmis fé- lagssamtök hafa átt við að stríða í viðleitni sinni við að koma upp menningarlegum samkomustöð- um í sveitum og þorpum. Þá eru birt lögin um félagsheimili frá 1947, sýnishorn af nokkrum gerð- um samkomuhúsa, teikningar eftir húsameistarana Bárð ísleifs- son og Gísla Halldórsson. Þá eru greinarnar Gerð félagsheimila eftir Jakob Gíslason raforku- málastjóra, Hitun félagsheimila eftir Benedikt Gröndal verkfræð- ing, Bókasafn í félagsheimili eft- ir dr. Bjöm Sigfússon háskóla- bókavörð og Um leiklist í bæ og byggð eftir Lárus Sigurbjörnsson rithöfund. Eru allar greinar þess- ar hinar fróðlegustu og ritið allt líklegt til þess að verða að gagni þeim aðilum, sem hafa byggingu félagsheimila á dagskrá. (Lokað vegna sumarleyfa frá 22. júlí til 7. ágúst, að báðum i ] dögum meðtöldum. Prentverk Odds Björnssonar h.f. ! Lokað vegna sumarleyfa frá 22. júlí t'il 7. ágúst, að báðum { dögum meðtöldum. i Vélahókhandið lii.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.