Dagur - 12.07.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 12.07.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 12. júlí 1950 D A G U B 5 ÓREUSTYRJÖLDIN Átökin, sem nú fara fram í Kóreu, eru helzta umræðuefni heimsblaðanna og stjórnmála- manna. Um 50 þjóðir hafa lýst stuðningi við að- gerðir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í mál- inu. Kommúnistar um allan heim fylgja línunni frá Moskva. Mac Arthur, yfirhershöfð- ingi Banda- ríkjanna í Jap an, hefur tek- ið við her- stjóm í Kóreu Vera má, að hann hafi ör- lög heimsins í hendi sér, því að sigur Sam- einuðu þjóð- anna í Suður-Kóreu vekur vonir uni styrk og getu þcirra í við- Ieitninni við að vinna gegn vopnavaldi og yfirgangi. Aferðir nazista og kommúnista. Það er öllum í fersku minni hvaða aðferðir Hitler notaði til að efla og útbreiða áhrif nazista á sínum tíma. Hann sniðgekk al- þjóðlegar reglur og þjóðarrétt, ef það var honum í hag. Aðferðin var yfirleitt sú, að leggja eitt og eitt ríki undir veldi nazista í einu. Frægur amerískur hagfræðing- ur benti fyrstur manna á það, að efling ríkisvaldsins væri sameig- inlegt einkenni stjórnarfars Hitl- ers og kommúnista. En starfsað- ferðir eru einnig svipaðar. Kimmúnistar hafa nú eftir styrj- öldina beitt Hitlersaðferðunum. Þeir leggja hvert ríkið á fætur. öðru undir járntjaldið og gera þau að algerðum leppríkjum. Eins og Hitler sniðgékk þjóðréttar- reglur hafa Rússár og leppríki þeirra haft aígera sérstöðu á al- þjóðavettvangi. Greinilegast hef- ur þetta komið fram innan Sam- einuðu þjóðanna. Þar hafa þéir valdið sundrung og deilum og beitt neitunarvaldi langt út fyrir þau takmörk, sem því var upp- haflega ætlað. Kóreumálið ber nú hæst á sviði alþjóðamála. Þar hafa Rússar haft algera sérstöðu eins og fyrri daginn. En sennilega fara þeir þar út fyrir þau tak- mörk, sem hægt er að bjóða mönnum almennt. Þar sem ekki er útséð um það hvernig því lykt- ar og hvaða afléiðingar það kann að hafa í för með sér mun verða drepið hér á þau helztu atriði, sem skipta máli um upphaf þess og áframhald. Það er nauðsynlegt, að öllum sé sem ljósust saga þess máls. Hvað er Kórea? Landfræðilega er Kórea skagi, sem gengur austur úr Asíu. Til- tölulega mjótt sund er milli hans og Japanseyja. Norðan og austan skagans er Japans haf, en sunnan Gula hafið. Eitt fyrsta skrefið í landvinningasókn Japans var að leggja undir sig Kóreu. Eftir að þeir gerðust aðilar að síðari heimsstyrjöldinni lýstu vestur- veldin því yfir, að þau myndu veita Kóreu sjálfstæði sitt á ný eftir stríð. Skipting Kóreú. í stríðslokin varð það að sam- komulagi stórveldanna, að Rúss- ar skyldu hernema Kóreu norð- an 38. breiddargráðu, en Banda- ríkjamenn sunnan hennar. Her- námið átti aðeins að verða til bráðabirgða. Síðan átti að stofna sjálfstætt ríki á öllum skaganum. Samkomulag um skipun sameig- inlegrar stjórnar fyrir alla Kóreu strandaði á Rússum, sem tóku að koma fótum undir sérstaka stjórn í Norður-Kóreu. Bandaríkja- menn fylgdu alþjóðareglum í mál inu og skutu því til Sameinuðu þjóðanna. Var skipuð sérstök sáttanefnd Sameinuðu þjóðanna í Kóreumálinu. Skyldi hún miðla málum milli Bandaríkjamanna og Rússa til þess að hægt væri að stofna sjálfstætt ríki fyrir Kóreu alla. Nefndin lagði fyrir ákveðnar tillögur til málamiðlunar, en Rússar höfnuðu þeim þegar. Þegar Bandaríkjamenn sáu, hvað verða vildi fóru þeir einnig að vinna að myndun sérstakrar stjórnar fyrir Suður-Kóreu. Lok hernáms Kóreu. Um áramótin 1948 og 1949 álitu Rússar, að kommúnistastjórn sú, sem þeir höfðu komið upp í Norður-Kóreu væri orðin svo traust í sessi og undirgefin, að óhætt væri að flytja hernámslið sitt burtu. Her Norður-Kóreu var þá þegar orðinn mjög sterkur, enda höfðu Rússar einmitt lagt áhei-zlu á það. Bandaríkjamenn vildu ekki hafa hernámslið leng- ur í Kóreu en Rússar og höfðu lokið við að flytja það burtu, þegar á miðju sumri 1949. Bæði þing og forseti Suður-Kóreu báðu Bandaríkin að flytja ekki her sinn burtu, fyrr en her Suð- ur-Kóreu væri orðinn svo sterk- ur, að hann gæti mætt árás að norðan. Þessari beiðni hafnaði stjórn Bandaríkjanna. Hún vildi ekki liggja undir þeim áróðri Rússa, að hún hefði herlið í Kór- eu lengur en þeir. Það hefði einnig á þeim tíma mælzt illa fyrir hjá almenningi, sérstaklega þar sem hernámsstjórar Banda- ríkjanna þar eystra höfðu verið heldur klaufskir í stjómarathöfn- um. Endirinn varð sá, að nokkrir amerískir herforingjar urðu eftir til aðstoðar við þjálfun hers Suð- ur-Kóreu. Tvö sjálfstæð ríki. Það var því svo komið, að 38. breiddarbaugurinn skipti Kóreu í tvö ríki. Suður-Kórea er ekki í Sameinuðu þjóðunum, heldur var ríkið stofnsett undir eftirliti og með aðstoð þeirra. Þessi skipting, sem eingöngu er að kenna Rúss- um hafði í för með sér ýmiss vandkvæði og erfiðleika fyrir íbúa Kóreu. í Norður-Kóreu eru helztu námusvæði landsins, en í Suður-Kóreu landbúnaðarhéruð. Þá eru íbúar Suður-Kóreu miklu fleiri eða rúmar 20 millj. í Norð- ur-Kóreu hins vegar ekki nema 10 millj. manna. Auk þess hafa flóttamenn streymt til Suður- Kóreu að norðan, vegna þess að harðstjóm kommúnista er sí- fellt að færast í aukana. Nú er heiminum Ijóst, hvað vakti fyrir Rússum með skiptingunni. Þeir hafa ætíð ætlað sér að ná yfir- ráðum yfir öllum skaganum og tekst það ef til vill. Innrás Norður-Kóreumanna í Suður-Kóreu. Snemma dags sunnudaginn 25. júní hófst innrás kommúnista í Suður-Kóreu. Kommúnistar um allan heim halda því fram, að til- efni innrásarinnar hafi verið fyrri árásir Suður-Kóreu á Norð- ur-Kóreu. Þetta væri því varn- arstríð en ekki sóknar. Kommún- istar ættu að reyna að svara því nú, hvers vegna N.-Kóreuher þarf að taka á sitt vald alla Suð- ur-Kóreu, ef þetta er aðeins varnarstríð. Það sýndi sig einnig fljótlega, að her Norður-Kóreu átti allskostar við her Suður- Kóreu. Þetta veit allur heimur- inn, svo að þessi viðbára Moskvu- manna er hlægileg. Jafnvel aum- ingja Verkamaðurinn hér á Ak- ureyri heldur í spottann. Aðgerðir Öryggisráðsins. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna kom saman til fundar strax síðdegis á sunnudaginn. Þar var skorað á Norður-Kóreu að hætta árásinni og flytja her sinn til baka. Áskorun þessi var því gerð nokkrum klukkustundum eftir að innrásin byrjaði. Hefði verið um varnarstríð að ræða, hvað var þá eðlilegra en að láta landamærin ráða. Samkvæmt reglum sínum varð Öryggisráðið að bíða í tvo sólarhringa eftir svari Norður- Kóreu. Það var því fyrst síðdegis á þriðjudaginn, 27. júní, þegar jákvætt svar var ókomið, að meiri hluti þess gat skorað á þátttökuríkin í Sameinuðu þjóð- unum að veita Suður-Kóreu virka aðstoð. í samræmi við þá skoðun lýstu Bandaríkin þátt- töku sinni í Kóreustyrjöldinni. — Síðan hafa um 50 ríki innan S. Þ. tekið undir áskorun Öryggisráðs- ins bæði beint og óbeint. Tryggve Lie, aðalritari Sam- einuðu þjóð- anna, telur Kórcumálið erfiðasta við- Eangsefni Sam- einuðu þjóð- ann til þcssa. Hann hætti við ráðgerða Ev- rópuferð, vcgna innrásar kommúnista í Suður-Kóreu. — Háttsemi Rússa og leppríkjanna. Að sjálfsögðu fengu Rússar eins og aðrar þjóðir orðsendingu frá Oryggisráði S. Þ., þar sem skorað er á þjóðirnar að veita Suður- Kóreu hjálp. Þeir svara henni á þá leið, að þessi samþykkt ráðs- ins sé markleysa og lögleysa, þar sem Rússar og fulltrúi kínverskra kommúnista sóttu ekki fundinn. Hvernig ætli mönnum gengi að ná rétti sínum fyrir dómstólum, ef sá sem brýtur rétt gæti ónýtt lögsókn með því að mæta ekki? Nei, svar Rússa staðfestir einmitt þá skoðun, að þeir standi að baki innrásinni og þetta sé einn liður- inn í Hitlersaðferðum þeirra. En afstaða Rússa þýðir sömu afstöðu allra leppríkja þeirra, allra komm únistaflokka í víðri vei'öld. Les- endur geta fullvissað sig um ,að rétt er með farið, með því að líta í öll íslenzk kommúnistablöð. Það er stundum óhagræðj í svip að fylgja settum lögum. í réttarþjóðfélagi er það örugt, að rétturinn er traustur með því að fylgja lögum, þótt á því kunni að verða nokkur dráttur. En þar sem hnefaréttur ræður og vopnin skera úr kann að vera betra um stundarsakir að virða að vettugi lög. Þetta kom Sameinuðu þjóð- unum ekki til hugar, viðvíkjandi Kóreustríðinu, þótt það drægist um þrjá sólarhringa, að Banda- ríkin gætu skorizt í leikinn svo að um munaði. Þetta varð hins vegar kommúnistum mikill styrkur á fyrsta stigi. Þeir lögðu undir sig stór landsvæði af Suð- ur-Kóreu. Höfuðborgin Seoul féll þegar í stað og þeir komust suður yfir Han-fljótið, sem er stærsta fljót Suður-Kóreu. Það er bæði breitt og vatnsmikið og um 250 mílna langt. Það á upptök sín nærri því alveg á austurströnd- inni, en þar eru há fjöll.Til sjávar rennur það hins vegar rétt fyrir sunnan Seoul. Ójafn leikur. Þegar styrjöldin hófst var hernaðarstyrkur Kóreuríkjanna talinn vera þessi: Her Norður- Kóreu taldi 150—200 þús. manns, sem skiptist í 9 herfylki þar af 3 vélaherfylki. Herinn hafði 2—300 skriðdreka og mikið af fallbyss- um. Flugherinn hafði um 120 flugvélar, þar af um 29 sprengju- flugvélar. Það er talið mjög senni legt, að fyrir árásina hafi liðskost- ur Norður-Kóreu verið mjög aukinn af Rússum og kínverskum kommúnistum. Her Suður-Kóreu taldi 65 þús. manna. Hann hafði enga skrið- dreka, nær engar fallbyssur og 15 flugvélai'. Hann var því fullkom- lega óundirbúinn að mæta innrás öflugs vélahers, enda hefur við- ureignin verið mjög ójöfn. Þessar upplýsingar sýna bezt, hvað til er í þeim áróðri kommúnista, að Suður-Kórea hafi átt upptökin að þessum ófriði og Norður-Kór- ea heyi nú varnarstríð. Gangur styrjaldarinnar. Það sýnir bezt, að sóknin hlýt- ud að hafa verið undirbúin, en ekki vörn, að fyrsta takmark inn- rásarhersins var að taka höfuð- borgina, Seoul, sem er um 50 km. frá landamærunum. Þangað liggja tvær járnbrautir frá Suður- Kóreu. Megin herstyrkur Suður- Kóreu var á þeim slóðum, en árásin var svo óvænt og sterk, að öll vörn fór út um þúfur. Seoul' féll því í hendur innrásarliðsins 28. júní eða eftir þriggja daga viðureign. Aðalher Suður-Kóreu hörfaði suður yfir Han-fljótið, sem áður er lýst. Voru brýr sprengdar í loft upp og ætlað að verjast á suðurbakkanum. En sú vörn fór einnig í handaskolum og flótti brast í.liðið á helztu varn- arsvæðunum, svo sem umhverfis Suwon. Fullkomin upplausn ríkti í her Suður-Kóreu eftir fall Se- oul, svo að sókn árásarhersins gekk því greiðlega í fyrstu sólar- hringum styrjaldarinnar. Eftir fall höfuðborgarinnar ríkti full- komin upplausn í her Suður- Kóreu. Hershöfðingi S.-Kóreu ætlaði að svifta sig lífi, og alla heildaryfirsýn vantaði yfir víg- línuna. Bandaríkin og ýmsar þjóðir veita Suður-Kóreu lið í umboði Sameinuðu þjóðanna. Mac Arthur, yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Japan, hefur nu tekið að sér herstjórn á Kóreu, enda má segja, að varnirnar byggist nú nær eingöngu á Banda ríkjamönnum. Þeir hafa hugsað' sér aðalvarnarlínuna við Kum- fljótið, sem er rétt norðan við borgina Taijon, þar sem stjóm Suður- Kóreu hefur nú aðsetur sitt. Þó er viðbúið, að innrásar- herinn brjótist í gegnum þá varn- arlínu, þar sem Bandaríkjamenn eru fáliðaðir og vantar tilfinnan- lega þung vopn. Þá völdu innrás- armenn einmitt hentugasta tím- ann, þ. e. regntímann, svo að flugher Bandaríkjanna getur miklu minni aðstoð veitt í sjálf- um orustunum. Hins vegar byggj ast allir vopnaflutningar til að byrja með á flughernum. Aðstaða Bandaríkjanna 1 mjög slæm. Bandaríkjamenn hafa ennþá lítinn landher í Kóreu. Erfitt er að auka hann í skyndi, þar sem þarf að flytja hann allan frá Bandaríkjunum. Hins vegar ligg- ur Mansjúría að landamærum Norður-Kóreu að vestan, svo að (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.