Dagur - 30.08.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 30.08.1950, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 30. ágúst 1950 Vandamá! bænda Líklegt að fulltrúafundiir hér ræði verðlagsmál landbúnaðarins og fyrirsjáanlega erfiðleika á fóðrun búpeningsins í vetur ÚR RÆNUM: Ágæta erkitda gesti hefur Lorið að garði í siimar Sigurjón Valdimarsson í Leifs- liúsum skrifar klaðinu 2ð. þ. m. í umræðunurn um gengisfell- ingu krónunnar, á sl. vetri, var því haldið fi'am, að erlendar vör- ur þyrftu ekki að hækka í v.erði meira en um 13—15%, þó krónan yrði felld. Þessar vonir hafa nú gersamlega brugðist, því að marg ar vörutegundir hafa hækkað um 30—50%. Af þessum ástæðum m. a. gera nú verkalýðssamtökin í landinu tilraunir til að fá kauphækkanir, sem — þó þær fáist — munu reynast blekkingar einar, þar sem; undirstöðuatvinnuvegir þjóðar- innar, landbúnaður og sjávarút- vegur, þola ekki kauphækkanir, eins og nú árar fyrir þeim, sökum óvenjulega örðugrar veðráttu til lands og sjávar, og síldarleysis. Því eins og allir vita, — eða ættu a. m. k. að vita, — koma allar kauphækkanir að lokum niður á framleiðslunni, einkum neyzlu- vöruframleiðslunni. „Kjarabæturnar" og bsendastéttin. Það er því sýnilegt að „kjara- bætur“ þær, sem verkalýðurinn ætlar sér að fá, koma harðast niður á bændastétt landsins, þar sem framleiðsluvörur bænda fara að langmestu leyti til innanlands- neyzlu. Bændur landsins hafa allt að þessu ekki möglað, þó þeir bæru sinn hluta af byrðum þjóðfélags- ins, og stundum meira en það. Þeir hafa jafnvel gengið svo iangt að slá af réttmætum hækkunum á afurðaverði, til þess að sýna í verki vilja sinn í því að halda niðri dýrtíð, ef verða mætti tii þess að afstýra fyrirsjáanlegum vandræðum. Þessi fórn bænda, sem nam mörgum milljónum króna, var að engu höfð af verkalýðssamtökun- um; sýnist því ekki ástæða til að reyna þá leið í annað sinn. Bændur ræða vandamálin. Hvað eiga þá fcændur að gera nú? Þessari spurningu hef eg verið að velta fyrir mér undanfarið. Leiddu þessar hugleiðingar til þess að eg flutti mál þetta á al- mennum bændafundi hér í Sval- barðsstrandarhreppi 23. þ. m. fóru á fundi þessum fram ýtar- legar .umræður um málið, bæði verðlagsmálin og hinar ískyggi- legu horfur um fóðuröflun. Var á fundinum kosin þriggja .manna nefnd til þess að þoka rf stað umræðum um þessi vanda- mál landbúnaðarins. Hefur nefndin þegar ákveðið að snúa sér til búnaðarsamtak- anna með þetta erindi, og hefur samið greinargerð, sem send verður til stjórna Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyinga, og Búnaðarsambands Eyjafjarðar og e. t. v. fleiri aðila. Er ætlunin að búnaðarsamböndin kalli saman aukafulltrúafund til umræðna og ályktana um málið. Tiigangurinn með línum þess- um er fyrst og fremst sá, að vekja athygli á þessu vandamáli. yona eg að fleiri búnaðarsambönd held ur en þau, sem hér hafa verið uefnd, taki málið til athugunar, því að af reynslUnni þekkjum við bændur, að ekki þarf að ætl- ast til þess að stjórnarvöldin eða aðrir en bændur sjálfir, sjái vand ann, eða geri nokkrar viðunandi tillögur eða framkvæmdir til úr- bóta. Nú segir líklega einhver að bændur ætli að gera kröfur, sem séu hliðstæðar kröfum verka- lýðssamtakanna, en það er ekki rétt, kröfur bænda eru aðeins þær, að þeir séu ekki settir skör lægra en aðrar stéttir þjóðfélags- ins, og sýnist mér það vera lág- markskröfur. Þá mun því sennilega vera haldið fram, að bændur fái að fullu b'ættan þann hækkaða fram leiðslukostnað, sem af gengis- fellingunni leiddi. Eg efast stór- lega að svo verði, því að sú hækkun yrði að vera svo geysi- mikil, þar sem ýmsar rekstrar- vörur landbúnaðarins hafa hækk- að; um 50—-70%, svo sem áburður og fóðurbætir, sem eru aðalút- gjaldalijjir í búrekstrinum að undantéknum vinnulaunum. Aivarlegar heyskaparhorfur. En það er fleira en afurðaverð- ið, sem líta þarf á nú, og ræða um. Það, sem einnig kallar hart að með umræður og samtök bænda, eru hinar alvarlegu hey- skapai'horfur um mikinn hluta landsins ,og hvernig snúast skuli við því að ti-yggja búfénu nægi- legt fóður á komandi vetri, án þess að farga þur'fi miklum hluta bústofnsins, eða setja á í voða. Eg mun ekki fara nánar út í þetta nú, vona að þetta nægi til þess að vekja bændur til sam- taka um úrlausn þeirra vanda- mála, og erfiðleika, sem nú steðja að þeim. K. A. Norðurlands- % meistari í liand- knattleik Meistaramót Norðurlands í handknattleik, í karla- og kvennaflokkum, fór fram hér í bæ á mánudagskvöldið. Hafði oröið að fresta mótinu tvisvar vegna veðurs. K. A. vann Þór, karlafl., með 10 : 5 og kvenna- flokkinn ineð 5 : 1 og hlaut þar með meistaratitilinn. I stuttu máli Fyrir skömmu birti The Medical Journal of America grein um nýtt mcðal við magasári, scm dr. Keith S. Grímsson, sonur Guðmundar Grímssonar dómara í Banda- ríkjunum, hefur fundið upp ásamt tveimur öðrum lækn- um. Frá uppfinningu þessari er einnig skýrt í New York Times og vikuritinu Time. * Frásagnir af Evrópumeist- aramótinu í Brtissel í sl. viku hafa sett mjög svip á útvarps- dagskrár margra þjóða. Var íslendinga þar oft getið og oftast lofsamlega. Dæmi: Brezkur þulur sagði, að merk- ustu viðburðir eins dagsins hefðu verið „verðskuldaður sigur fslendingsins Gunnars Huseby í kúluvarpi, og sigur Bretans Pugh í 400 m. hlaupi.“ Sænskur þulur frá London taldi möguleika sænsku sveit- arinnar í 4x100 m. boðlilaupi heldur lélega, og sagði að lík- legast yrðu þeir „sehmi en jafnvel íslendingarnir“! Sænskur þulur frá Stokk- hólmi vakti athygli á því á sunnudagsmorguninn, að fs- land hefði þá hlotið 24 stig „mcð sína fáu menn“, en Rússar höfðu þá 25 stig, er reiknuð voru afrek karl- mannanna, en mun hærri er stig kvenfólksins voru lögð við. Danska útvarpið hafði yf- irleitt ekkert fyrir því að nefna sigra íslendinga í Briissel. Er það nú orðin venja Dana að sleppa því að geta um góða frammistöðu ís- lendinga, hvenær sem þeir geta komið því við. -á Snæbjörn Jónsson bóksali í Reykjavík skrifar grein um málefni fslands í júlí-ágúst hefti tímaritsins „The Norse- man“, sem gefið er út í Lon- don. Skrif þessa manns í er- lend blöð hafa fyrr vakið furðu, sbr. Spectator-greinina um árið. f lokaorðum greinar- innar í The Norseman segir hóksaiinn: „Byrði utanríkis- mála (þ. e. fjárhagsleg byrði) er sérstaklega erfið. Af þess- um ástæðum einum er aug- ljóst, að það mundi verða til hagsbóta fyrir ísland að gera einhvers konar bandalag við annað ríki, sem hefði góða ut- anríkisþjónustu er tæki til alls lieimsins, t. d. með því að fá inngöngu í brezka heimsveld- ið, eða með því að komast að samkomulagi við Bandarfkin eða Kanada — vitaskuld með fullri sjálfsstjórn. Af menn- ingarlegum ástæðum mundi þetta mjög til gagns, því að við núverandi kringumstæður er- um við í mikilli hættu að yerða einangraðjr menningarlega og á eftir í almennri framþró- un... . “ -K Hið hlutlausa íslenzka út- varp er nú hætt að tala um „alþýðuherinn“ í Kóreu, en það heldur i heiðri ýmsum öðrum talsmátum kommún- ista. Til dæmis heitir hin vopnaða ríkislögregla komm- únista i Austur-Þýzkalandi, sem mörg ofbeldisverk hefur franjið, „alþýðulögregla“ í fréttum íslenzka ríkisútvarps- ins og einræðisstjórnir komm- únista í Kína og annars stáðar „alþýðustjórnir“. Þarna er enn á ferðinni ábending um starfsaðfcrðir kommúnistakaf- bátanna á fréttastofu út- varpsins. SENN TEKUR AÐ HAUSTA og ferðamannastraumurinn þverr. Vetur konungur lokar bráðlega landleiðum, fáa gesti fýsir að sjá ænnan fagra og sérkennilega landsbluta á þeirri árstíð. Við búum þá að mestu einir að okk- ar, og munu fáir kvarta, sem hér hafa dvalið langvistum. Einveran að vetrinum hefur líka sínar björtu hliðar, enda þótt allir hlakki til sumarsi'ns og bíði þess með óþreyju. Sumarið, sem nú er að kveðja, hefur verið okkur erf- itt til lands og sjávar. Þrátt fyrir sífellda rigningartíð — sem fátíð er hér um slóðir, sem betur fer — hafa margir góðir gestir gist þennan bæ og nærliggjandi hér- uð á þessu sumri. Bæði innlendir og erlendir. Hér hafa verið dansk ir Grænlandsfarar á skipum sín- um, norskir og sænskir síldveiði- menn, og rússneskt skip lá hér við bryggju eigi fyrir löngu og rússneskir menn mættu í réttar- höldum út af smávægilegu land- helgisbroti. Vekja ferðir þeirra manna, sem eyða mestum hluta ævinnar á bak við hið leyndar- dómsfulla járntjald, að vonum meiri athygli á þessum tímum en ferðir annarra. -k EN EKKI HAFA allir útlend- ingar, sem heimsótt hafa okkur í sumar, komið að norðan, frá síld- armiðunum hér úti fyrir. Fleiri hafa komið að sunnan, með bif- reiðum og flugvélum, til þess að sjá þennan bæ, sjá sumar feg- urstu sveitir landsins hér austan við okkur og kynnast af eigin reynd lífi þjóðarinnar úti um byggðir landsins. Hér, eins og víða annars staðar, fá ferðamenn næsta takmarkaða hugmynd um líf einnar þjóðar, ef þeir kynnast engu utan höfuðborgarinnar. Yf- irleitt er Akureyrarferð- og Mý- vatnsferð á ferðaáætlun erlendra manna, sem heimsækja ísland. Það leikur ekki á tveim tungum, að hróður „samvinnubæjarins“, eins og útlendingar nefna Akur- eyri oft, hefur farið víða, og margir kunna nokkur skil á hin- um merkilegu afrekum sam- vinnumanna hér um slóðir er þeir koma hingað. Fulltrúar norrænu samvinnufélaganna, sem sóttu aðalfund Nordisk Andelsforbund, gátu ekki hugsað sér að fara svq frá íslandi, að þeir hefðu ekki séð samvinnubæinn við íshafs- rönd. Þar voru góðir gestir á ferð. Og margir aðrir góðir gestir hafa komið hér, austan og vestan um haf. í hópi þeirra manna, sem gaman var að sjá hér, má fremst- an telja mikilhæfan gest vestan um, haf, dr. Ilenry Goddard Leach, forseta amerísk-skandi- navísku stofnunarinnar í New York, og frú hans. Þessi merku hjón komu hér í júlílok, dvöldu hér í bænum í tvo daga, héldu til Mývatns og Dettifoss og síðan landleið suður, með viðkomu á ýmsum frægustu sögustöðum norðanlands og vestan. Það var engin tilviljun, að dr. Leach heimsótti sögustaði. Hann’ lcom hingað, með íslenzkt landabréf, rækilega merkt. Þessa staði ætl- aði hann að heimsækja. Á norð- urhelmingi landsins voru rnerkt- ir staðir eins og Hólar, Flugu- mýri, Víðimýri, Þingeyrar, Bjarg, Melstaður og Víðidalstunga. Dr. Leach er einn þeirra manna, sem mest og bezt hefur unnið að því að kynna íslenzkar gullaldarbók- menntir vestan hafs. Bókaútgáfa amerísk-skandinavísku stofnun- arinnar hefur gefið út ýmis af öndvegisritum fornaldarbók- menntanna, og í tímariti stofn- unarinnar birtast annað veifið sýnishorn íslenzkra nútíðarbók- mennta og í hverju hefti frá- sagnir af helztu atburðum hér á landi, eins og annars staðar á Norðurlöndum. * ÞESSI STOFNUN hefur greitt götu norrænna námsmanna í Bandaríkjunum um langt skeið og hefur dr. Leach lagt þar fram drjúgan skerf. Margir íslenzkir námsmenn liafa sótt leiðbeining- ar og aðstoð til skrifstofu hans í New York. Þar hefur jafnan verið að mæta vinsemd og fyrirgreiðslu. Þessi ágætu hjón eru nú horfin vestur um haf aftur. Dr. Leach, sem er kunnur rithöfundur, mun hafa í hyggju að skrifa bók um ísland og þar að auki greinar fyr- ir ýmis tímarit. Hér skrifar ekki maður á grundvelli nokkurra vikna reynslu. Ðr, Leach hefur haft mikil kynni af íslandi og ís- lendingum í áratugi, enda þótt hann hafi ekki heimsótt landið fyrr. Verður vafalaust mikill feng ur að bók hans um íslandsförina. * ÞAÐ VAR SKAÐI, að Akur- eyrarbær heiðraði ekki þennan ágæta gest, er hann dvaldi hér. Akureyri telur sig ferðamanna- bæ, og á að halda því á lofti, að bærinn sé ferðamannabær, en hann getur þá heldur ekki látið slíka gesti fara hér um garð án þess að yrða á þá. Sú tíð er fyrir löngu .upprunnin, að hæjavíélagið sjálft verður að hafa einhvern viðbúnað til þess að taka á móti góðum, erlendum gestum hér hásumarmánuðina, og sýna þeim verðskuldaðan sóma. í þessu máli hefur bæjarfélagið bókstaf- lega ekkert gert. Á þessum vett- vangi er breytingar þörf. Bæjar- félagið getur ekki lengur látið eins og hér ríki eilífur vetur og bæjarbúar séu allir einsetumenn, hver í sinni stofu. Bæjarfélagið er í þjóðbraut og verður að halda í heiðri þeim góða, íslenzka sið, að láta góða gesti ekki ríða svo um hlaðið, áð ekki sé a. m. k. yrt á þá. Þyrfti þessu máli að v.era borgið á einfaldan en virðulegan hátt áður en næst gengur sumar í garð og margir góðir gestir leggja leið sína um hlaðvarpana hjá okkur hér norður frá. Fagurt land og góðviðri eru vitaskuld mikils virði fyrir ferðamenn, en gott viðmót ekki síður, bæði fyrir þá, sem hingað sækja, og hina, sem hér búa. Skagíirðingar sigruðu Eyfirðinga í frjáls- íþróttakeppninni Knattspyrnumóti UMSE 1950 lauk 20. þ. m. með sigri UMF ,.Reynis“ á Árskógsströnd, sem hlaut 8 stig. Ársól og Framtíðin 4 stig hvort, Æskan 3 stig og Dal- búinn 1 stig. UMF „Reynir“ er því Eyjafjarðarmeistari í knatt- spyrnu 1950 og vann bikar móts- ins. Síðastl. sunnudag fóru Eyfirð- ingar. til Sauðárkróks. Var þar háð frjálsíþróttakeppni á milli UMSE og UMSS. Lauk henni með sigri Skagfirðinga er hlutu 61 stig gegn 59. Vegna rúmleysis verður frek- ari frásögn að bíða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.