Dagur - 30.08.1950, Blaðsíða 4
4
D AGUR
Miövikudaginn 30. ágúst 1950
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson
Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166
Blaðið kemur út á hverjum miðvrkudegi.
Árgangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júli.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F,
Umsáturshernaður spekúlantanna
ALLIR. I>EIR, sem hlýða á erlendar fregnir í
útvarpi, eða lesa erlend blöð, vita, að stórþjóðir
heimsins telja sig ekki hafa efni á þvi að mikilvægar
framleiðslu greinar séu stöðvaðar um langan tíma
vegna ósamkomulags verkamanna og atvinnurekenda.
Hvað eftir annað hefur brezka jafnaðarmannastjórn-
in gripið til þess ráðs að láta berinn liafa störí, sem
niður féllu vegna verkfalls, en þjóðarnauðsyn krafði
að innt væru af hendi. Hermenn hafa séð um mat-
væladreifingu og ýmis önnur störf í stórborgum
Breta um stundar sakir. I Bandaríkjunum hefur
stjórnin látið herinn taka við starfrækslu járnbraut-
anna nú urn sittn vegna verkfalls járnbrautarverka-
manna. Þannig mætti telja fleiri dæmi. Aí þeim
má Ijóst vera, að stórþjóðirnar telja sig ekki liafa
efni á því að stöðva undirstöðuatvinnugreinar um
langan tíma vegna innbyrðis ósamkomulags þegn-
anna. Þegar efnahagskreppan þjarmaði fastasí að
Bretum eftir stríðið hikaði jafnaðarmannastjórnin
ekki við að leysa vanda, sem spannst af yerkiöll-
um, með herútboði. Hún taldi þjóðina þá engin
efni hafa á því að skera úr deilum verkamann.t ag
atvinnurekenda með framleiðslustöðvun. Og þegar
þjóðirnar telja öryggi sínu hættu búna, er gripið
til sama ráðs, sbr. aðgerðir Bandaríkjastjórnar í járn-
brautarverkfallinu. Þegar svo er um hin grænu trén,
hvað skyldi þá um þau visnu? Ef Brétar bötðu ekki
cfni á því, er gjaldeyrisástæður þeirra voru verstar
og efnahagur þrengstur, að eiga í langyinnum verk-
föllum, skyldum við íslendingar þá hafa efni á því
að stöðva stórvirkustu framleiðslutæki þjóðarinnar
nm langan tíma vegna innbyrðis ósamkomulags?
Augsýnilega höfum við engin efni á j>ví, en það er
samt gert. Meiri hluta sumarsins hefur nær allur
togaraflotinn verið bundinn við landfestar. Deilt
er um kjör á saltfisk- og ísfiskveiðum. Norðlendingar
og Austfirðingar leystu málið til bráðabirgða með
]>ví að hefja karfaveiðar fyrir síldarverksmiðjurnar.
Sú útgerð liefur aflað milljónaverðmæta og stórbætt
afkomu þeirra síldarverksmiðja, sem ltafa getað not-
að mannafla sinn í síldarleysinu til að bræða karf-
ann. Þessi útgerð licfur verið sérlega happasæl fyrir
sjómennina og útgerðina og fyrir þjóðarbúið í heild.
Hún hefur tryggt sjómönnunum ágætar tekjur, og
orðið undirstaða vcrulegrar atvinnu í landi. Og ntik-
ils gjaldeyris hefur verið aflað. Hér á Akureyri hafa
þrir togarar aflað verðmæta fyrir a. m. k. 6—7 millj.
króna nú í sumar. Þessa dagana hleður millilanda-
skip hér á annað þúsund tonn af karfamjöli, scm
selt er til I-Iollands, á sama tíma og mjölgeymshir
flestra síldarverksmiðjanna eru tómar og togararnir
liggja við hafnargarðana í Reykjavík. Má af þessu
sjá, hverra verðmæta þeir 30 togarar, sein bundnir
liggja, hefðu getað afíað fyrir þjóðarbúið, jafnvel
þótt deilan um saltfisk- og ísfiskskjörin hefði ekki
verið leyst snemma sumars.
LANDSMENN liafa nú séð af skrifum sunnan-
blaðanna hvers vegna togaraflotinn sunnlenzki var
bundinn við bryggju í stað þess að hefja karfaveiðar.
Aðalmálgagn Alþýðuflokksins liefur ausið sv/virð-
ingum á sjómenn hér um slóðir fyrir að „afla verð-
mæta fyrir gengislækkunarstjórnina," eins og blaðið
kallar veiðar togaranna, og það heldur því íYam,
þvert á móti staðreyndum sem öllum landsmönn
um eru kunnar, að karfaveiðasamningarnir hafi
verið sjómönnum óhagstæðir. Á sama tíma og þetta
„ábyrga" málgagn Alþýðullokksins talar um það
sent svik við sjómannastéttina að
karfaveiðar hafa verið stundaðar
liér, hefur það ekkert við það að
athuga að nokkrir sunnlenzkir tog-
arar hafa stundað síldveiðar í sum-
ar, við mun lakari kjör fyrir sjó-
menn en í gildi hafa verið á karfa-
veiðunum. Við lestur skýringa AI-
þýðublaðsins á því, hvers vegna
togaraflotinn hafi verið stöðvaður
i sumar, sér Iiver licilskyggn maður,
að ástæður þær, sem blaðið færir
fram fyrir banninu á karfaveiðun-
um, eru sýndar ástæður einar. Aðal-
ástæðan er augljós. Hún cr tog-
strcita Alþýðuflokksbroddanna og
konnm'úiisla um yfirráð í stéttarfé-
lögum sjómanna og innan verklýðs-
hreyfingarinnar yfirleitt. Fjand-
skapur sunnanmanna við karfa-
veiðasamninginn er sprottinn af
því, að ]>að voru kommúnistar, scm
gerðu þann samning, og Alþýðu-
flokksbroddarnir þóttust þurfa að
gera betri samning fyrir sunnan til
þess að liampa framan í sjómenn
þar í liinni pólitísku refskák þess-
ara flokka. Það liggur í augum
uppi, að þessi valdabarátta fá-
mennrar klíku í landinu hefir stöðv-
að mikilvirkustu framleiðslutæki
landsins um tveggja mánaða skeið
og haft af þjóðinni tugmilljóna
verðmæti i gjaldcyri. Með þessum
aðgerðum hefir Alþýðuflokkurinn
sýnt fádæma ábyrgðarleysi. Með
slíkum aðförum er og stefnt beint
að því, að eyðileggja verkfallsrétt-
inn, því að sú staðreynd blasir við,
að þjóðfélagið gctur ekki aðgerðar-
laust liorft á að efnahag þess, og
þar með pólitísku sjálfstæði, sé
stefnt í voða með innbyrðis átök-
um og valdastreitu óábyrgra spekú-
lanta, sem vilja láta verklýðsstétt-
irnar lyfta sér til æðstu forráða í
þjóðfélaginu. Togaraverkfallið og
framkvæmd þess í höndum liðsodda
Alþýðuflokksins í Reykjavík, hefur
sýnt þjóðinni fram á, að hún hefir
engin efni á ]>ví að vera hlutlaus
áhorfandi að slíkum leik. Krafan
um dómsúrskurð í ágreiningsmál-
um um kaup og kjör er þegar kom-
in fram, og hún á eftir að verða há-
værari, néma verklýðsstéttirnar
sjálfar grípi í taumana og stöðvi
umsáturshernað pólitískra spekú-
lanta. Það er lífsnauðsyn fyrir
verkalýðinn, sem aðrar stéttir þjóo-
félagsins, að efla framleiðsluna. A
framleiðslunni hvílir öll þjóðfélags-
byggingin. — Framleiðslustöðvun
stefnir lienni í hrun.
FOKDREIFAR
Póstur frá Júgóslavíu.
NÚ Á DÖGUNUM fékk eg póst
frá Júgóslafíu. Á frímerkinu var
skínandi fögur mynd af Tító
marskálki í fullum skrúða, með
margar medalíur á brjóstinu, rétt
eins og hann væri rússneskur
marskálkur. En það er hann ekki,
eins og allir vita, heldur er hann
einhver hin versta mannpersóna,
seip nú gengur upprétt á tveimur
fótum, að sögn kommúnista. Þessi
skoðun kommúnista á Tító er þó
kornung að árum. Á stríðsárun-
um og þar á eftir, var hann gull
að manni, einlægur stuðnings-
maður „alþýðunnar“ og ríki hans
var um skeið kallað alþýðulýð-
veldi í Verkamanninum og í rík-
isútvarpinu og í öðrum helztu
miðstöðvum kommúnistísks aróð
urs. Þessi tíð er nú liðin. Tító lét
sig henda þá villu, að afneita
spámanninum Stalín, mesta vís-
indamanni heimsins og frægasta
íþróttagarpi veraldar,á líkamlegu
jafnt sem andlegu sviði, að sögn
rússneskra blaða og rétttrúaðra
kommúnista. Eftir það var hætt
að senda honum medalíur á
brjóstið frá Rússlandi og verður
hann að notast við eigin fram-
leiðslu. Þannig getur margt
breytzt í mannheimi á tiltölulega
skömmum tíma, persónur og
jafnvel heil ríki skipt um nátt-
úru, þeir orðið síðastir, sem til
skamms tíma voru fyrstir.
ÞAÐ RIFJAÐIST líka upp fyr-
ir mér, að við lifum á breytinga-
tímum, þegar eg fór að skoða
þessa póstsendingu frá Júgóslafíu
nánar. Vitaskuld var pósturinn
meira en frímerkið með mynd-
inni af marskálkinum. í umbúð-
unum var 16 blaðsíðu blað, sem
blaðamannasamband Júgóslafíu
gerði mér falt fyrir 16 skildinga
enska eða 3 dali ameríska á ári,
enda fengi eg þá eitt hefti í mán-
uði hverjum og skyldi hvert
hefti, ritað á enska tungu, fjalla
um stjórnmál og alþjóðasam-
skipti. Nú eru enskir skildingar
og amerískir dalir ekki á hverju
strái á íslandi og má drottinn
vita, hvort eg kem nokkurn tíma
til með að sjá annað hefti af
þessu virðulega tímariti þessa
„alþýðulýðveldis". En eg var að
tala um breytingatíma. Júgó-
slafar eru nágrannar Stalíns og
voru eitt sinn húskarlar hans og
þekkja mæta vel heimilishætti í
Kreml. Síðan Tító sneri upp á sig
þykjast þeir vita eins vel og aðr-
ir, hvað sé marxismi og hvað
ekki, og þykjast ekki þurfa neina
Rússa til þess að segja sér það.
Ber þá stundum ærið mikið á
milli þegar hin æðri kredduvís-
indi eru útlistuð í Belgrad og
Moskvu og má lesa fróðlega pistla
um þetta í tímaritinu. Júgóslafai
hafa og tekið upp á þeim
skemmtilega — eða óskemmtilega
— hætti, að bera saman kenning-
ar höfuðspámannsins, eins og
þær birtust á prenti fyrr
á árum, og eins og þær
birtast nú í nýrri útgáfum
hins kommúnistíska guðspjalls.
Hafa þeir uppgötvað — eins og
fleiri — að mannkynssagan er
breytingum háð löngu eftir að
atburðirnir gerast, ef kommún-
istískir lærifeður handfjalla
sögubækurnar. Má kalla að
mannkynssagan sé umskrifuð á
hverjum áratug til þess að fylgja
sem nánast hinni gildandi línu. í
hinu júgóslafneska tímariti er
gerður fróðlegur samanburður á
stefnuyfirlýsingu, sem Stalín lét
á þrykk út ganga árið 1927 og
birtist í rússneskum blöðum og
í fyrri útgáfum að ritum hans. En
á sl. ári kom ný útgáfa af rit-
verkum meistarans og sjá: Þar er
stefnuyfirlýsingu þessari hagrætt
til samræmis við þá „línu“, sem í
tízku er nú í seinni tíð og felldir
úr henni kaflar, sem kalla mætti
óþægilega. Og Júgóslafar hafa
verið fljótir að koma auga á þá
staðreynd, að þarna var ekki um
mistök að ræða, prentvillur eða
neitt þess háttar, heldur vísvit-
andi hagræðingu sannleikans.
Þannig er nú öll byltingarsaga
umskrifuð til uppfræðslu fyrir
ungkommúnista allra landa og
kommúnistískir lærifeður sitja
með sveitta skallana að umskrifa
þá kafla mannkynssögunnar, sem
eru nær okkur en byltingarsag-
an, t. d. sögu heimsstyrjaldarinn-
ar síðustu. Er þessi nýja sagn-
(Framhald á 7, síðu).
Leiðrétting
1 kvennadálki síðasta tulublaðs Dags, þ. 23. þ. m.,
urðu mjög slœm mislöli við prentun á frásögn af þvi,
hvernig geyma eigi hreekiber i skyri. Þar stendur að
setja eigi sykur i botn ilátsins, siðan ber, þá sykur og
svo koll af kolli. Þctta á að sjálfsögðu að vera skyr.
Sykur er hvergi nefndur i uppskriftinni, og alls staðar
þar sem misprentazt hefur sykur, á að' standa skyr.
Leiðréltist þetla hér með, og eru lesendur kvenna-
dállisins og höfundur uppskriftarinnar bcðnir afsök-
unar á þessum mistökurn.
MÓÐIR OG BARN
Nýlega barst mér í licndur bókin Móðir og Barn,
sem koniin er út hjá bókaútgáfunni Norðra.
Þorbjörg Árnadóttir hefur safnað efninu, samið
nokkuð og þýtt úr ýmsuin erlendum fræðiritum. Bók
in er rúmar 200 síður, prentuð á góðan pappír og
smekklega frá henni gengið að öllu Ieyti. Nokkuð af
myndum er í bókTnni, bæði frá Fæðingardeild Lands-
spitalans, sem Vigfús Sigurgeirsson hefur tekið, svo
og teiknimyndir og riss til skýringar texta. Þá eru og
teikningar af einföldum sniðum af skyrtu og náttkjól
Iianda ungbarninu. Allt þetta gerir bókina aðlaðandi
og eftirsóknarverða.
BOKINNI er skipt í tvo meginkafla, og hcitir sá
fyrri Móðirin, en sá síðari Barnið. í fyrri kaflanum
er rætt um heilsuvernd móðurinnar um meðgöngu-
tímann, fæði hennar, fatnað og margt og margt fleira,
sem konan }>arf að hafa hugfast, þegar hún gengur.
með barn. Þá er sagt frá fæðingunni sjálfri, sængur-
legunni og kaflinn, Hjálp í nauð, segir frá því, livað
gera eigi, þegar barn fæðist, áður en náðst hefur í
ljósmóður, eins og oft getur komið fyrir, sérstaklega
til sveita. Þá eru kaflarnir Barn við brjóst, Heilsu-
fræði nióður með barn við brjóst og Að venja barnið
af brjósti. Kaflarnir eru aðgengilegir fyrir „algengar
mæður og feður,“ enda cr bókin aðallega miðuð við
þarlir almennings. Þó verður að telja, að fæstar m.rð-
ur utan Reykjavíkur og hinna stærri bæja muni eiga
kost á nákvæmu lækniseftirliti eða aðstoð lieilsuvernd-
arhjúkrunarkvenna. En slíkt er ekki sök bókarinnar
né höfunda hennar.
Sama er að segja um þörf barnshafandi konu fyrir
ávexti og þarfir ungbarnsins fyrir ávaxtasafa. Hvar
á að finna þessa ávexti? Væri það ekki verkefni fyrir
kvenfélagasamtök í landinu, að vinna að því að á-
vextir yrðu fluttir inn í landið handa barnsbafandi
konum og ungbörnum á fyrsta aldursári? Þótt ekki
væri meira flutt inn en lianda þessum aðilum, mynd-
um við áreiðanlega vinna komandi kynslóð og þar
♦
með landi okkar mikið gagn. Læknavisindin telja
það nauðsyn, að bamshafandi konur gcti nevtt fæðu,
sem rík er af C-vítamínum, en þar eru ávextir 1
fremstu röð. íslenzkar konur hljóta að eiga heimt-
ingu á því, að yfirvöldin gefi þessum staðreyndum
gaum.
SÍÐARI KAFLI bókarinnar hefst á þættiniun
Móðurumhyggjan eftir Valborgu Sigurðardóttur upp-
eldisfræðing. Þá eru ótal smákaflar um hinn marg-
víslega útbúnað, sem ungbarnið þarnast, m. a. um
rúm, barnavagna, leikgrindur o. fl.
Elsa Guðjónsson Iiefur skrifað kaflann um barna-
fatnað, og eru í honum nokkrar góðar leiðbeiningar
og myndir. Eftir þetta fylgjum við þroska barnsins,
fræðumst um það, hvernig eigi að liirða það, lærum
um áhrif sólarljóssins og hollustu sólbaða. Þá er kafli
um venjur og reglusemi. Með næsta kafla, sem er um
fæðuna, lylgja töflur um mjólkurblöndur handa pela-
börnum og um það, livað gefa megi hvítvoðungum,
annað en mjólk.
Heilsuvernd, Ófullburða barn og Sjúka barnið, eru
síðustu kaflar bókarinnar, en þar er m. a. tekið lil
meðferðar sjúkdómsvarnir og algengir barnakvillar.
Það er mikill fengur að liandbók sem þessari fyrir
heimilin í landinu, og ég tek undir með Pétri II }.
Jakobssyni deildarlækni við Fæðingardeild Landspítal-
ans, en liann skrifar formála að bókinni, og lýkur
honum með þessum orðum: „Eg lield að sérliver kona,
sem á því ]>arf að halda, muni finna sitt hvað í þess-
ari litlu bók, sem komi Iienni að gagni, og þrátt lyrir
ótal annir, þá geti hún fundið tómstundir til þess að
lesa hana.“ l’ueíla