Dagur - 30.08.1950, Blaðsíða 6
6
jD AGUR
Miðvikudaginn 30. ágúst 1950
Viðburðarríkur dagur
Saga eftir Helen Howe.
7. DAGUR.
Málverkasýning Garðars Loftssonar
(Framhald).
„Mér þykir það ákaflega leitt,
Faith, en hjá því varð víst ekki
komizt. Orðrómur komst á kreik.
Cherry er þekkt persóna og
menn taka eftir henni og hennar
högum. Svo virðist, sem dreng-
urinn sé ákaflega líkur mér í
sjón. Mona sá hann, og hún gekk
beint að Cherry og spurði hana
og það varð ekki komizt hjá því
að segja henni sannleikann. En
þú veizt að Mona er vinkona okk-
ar og er trygglynd."
„Vita margir um þetta, auk
hennar? — Annars er auðvitað
óþarfi að spyrja. Dusty liggur
sennilega í rúminu til þess að
hafa næði til þess að hringja í
allar kunningjakonurnar.“ Hún
lokaði augunum og var hugsi
andartak. Hélt svo áfram. „Og
nú þegar búið er að segja mér allt
af létta, til hvers ætlastu þá af
mér?“
„Til einskis, þ. e. eg ætlast ekki
til að þú gerir neitt sérstakt. —
Raunvéruléga er elékert að ger'a
og það er líka bezt að gera ekk-
ert.“
„Ekkert?“ Undrun lýsti í rödd
hennar. „Þér getu rekki verið al-
vara, Eric? Þú játar að öll borgin
viti, að þú sért faðir barns Cherry
Slate. Þú heimsækir þau og tek-
ur drenginn með þér á göngu, og
svo ætlastu til, að eg, eiginkona
þín, geri ekkert, láti sem ekkert
hafi gerzt?“
Eric stóð í sömu sporum, nið-
urlútur. Það var auðséð að þetta
hefði verið honum erfið stund.
Hann talaði lágt. „Áttu við að þú
ætlir.... “ Hann þagnaði. Það
var eins og hann gæti ekki fengið
sig til þess að ljúka við setning-
una.
„Níutíu og níu af hverjum
hundrað konum mundu sækja um
skilnað við þessar kringumstæð-
ur,“ sagði Faith.
„Þú átt þó ekki við það í al-
vöru, að þú hugsir til þess að
binda endi á 10 ára hamingjusamt
hjónaband vegna þessa eina at-
viks?“
„Þetta er þsanngjarnlega spurt,
Eric. Þú gengur ekki út frá mál-
inu eins og það raunverulega er.
Þú vilt að eg láti sem ekkert sé,
þegar það er augsýnilega alls
ekki hægt. Þú vilt að allt sé eins
og fyrr og eg eigi að umgangast
þennan óskilgetna son þinn og
móður hans. Það er í meira lagi
óasnngjarnt að ætlast til þess.“
„Kannske. En þú hlýtur að
vita, að hjónaband okkar, dóttir
okkar, heimilislíf okkar, er mér
meira virði en allt annað. Allt og
sumt, sem eg fer fram á, er, að eg
fái einstaka sinnum að hitta son
minn.“
„Eric! Viltu segja mér í hrein-
skilni, hvort allt sé í raun og veru
búið í milli ykkar Cherry Slate?
Fyrst eg héf verið blekkt svona
lengi finnst mér ekki nema sann-
gjarnt að eg fái að vita það.“
„Auðvitað er það sanngjamt.
Eg fullyrði að svo sé og legg við
drengskap minn.“
„Eric, elskarðu Cherry enn?“
Roða skaut upp í kinnar hans.
„Stundum finnst mér merkilegt
að eg skuli hafa komizt yfir það.
En eg tilheyri þér, Faith. Þú hef-
ur gert mig hamingjusaman, allt-
af. Cherry aftur á móti gerði mig
óhamingjusaman í mörg ár. Slíkt
samsafn vonbrigða hlýtur að
skapa nokkur tengsl milli per-
sóna, en þegar þú spyrð, hvort eg
elski hana og hvort eg vilji að
hún skilji við mann sinn og giftist
mér, þá er svarið afdráttarlaust:
Nei. Vil eg skilja við þig? Svarið
er líka afdráttarlaust: Nei.“
„Þökka þér fyrir að hafa svarað
mér hreinskilnis-lega," sagði hún.
„En- hefurðu hugsað um það,
hvaða áhrif. þetta mundi hafa á
móður þína, ef hún frétti þetta?“
hélt hún áfram.
„Hver mundi líklegur til að
segja helsjúkri konu slíka hluti?
Nei, það er engin ástæða til að
ætla að hún fái nokkurn tíma að
vita það.“
„Kannske. En ef hún frétti
það, mundi það vissulega gera
hana óhamingjusama.“
Hann leit á úrið sitt. '
„Faith. Eg verð að fara núná.
Eg er orðinn allt of seinn.“
Hann leit spurharaugum á hana,
rétt eins og hann ætti von á því að
fá hughreystandi augnatillit. En
ekkert varð ráðið af svip hennar,
hvað herini var irinaribrjósts.
„Eg er hrædd um, að eg verði
ekki í neinu hátíðaskapi i leik-
húsinu í kvöld. Kannske er bézt
að skila miðunum."
„Þú skalt alveg ráða því.“
Hann gekk til hennar. „Þú verð-
ur að reyna að trúa því, sem eg
segi þér. Eg elska þig af öllu
hjarta. Hjónaband okkar er
meira virði í mínum augum en
allt annað. Viltu reyna að muna
það þegar þú hugsar um þetta?
Kannske getum við talað meira
um þetta í kvöld.“
„Þú getur ekki búizt við því,
að eg hafi áttað mig á þessu þeg-
ar í kvöld. Eg þarf tíma.“
Hún sneri sér undan. Eric
horfði á eftir hénni, en gekk síð-
an út úr herberginu. Hún leit
ekki við, þegar hann lokaði dyr-
unum á eftir sér.
Faith lét fallastá bekkinn fyrir
framari spegilirin og fól andlitið í
höndum sér. Þetta gat ekki verið
satt. Því að þetta gjörbreytti ölíu,
ekkert var það sarria nú og fyrr.
Og þannig mundi það verða um
ókomna daga. Hvað, sem eg geri,
eða geri ekki, verð eg að lifa með
þá vítneskju, að eigirimaður minn
- Brostnar vonir fr jáls-
iyndra manna . . .
(Framhald af 5. síðu).
Öðru hverju skapa þjóðfélags-
ástæður í ákveðnum löndum
nýjar hugmyndir. Fyrir út-
breiðslu hugmynda eru engin
takmörk eða landmæri. Þó er það
svo, að stjórnmálaleiðtogar í ná-
grannalöndunum reyna undan-
tekningarlaust að hefta út-
breiðslu þeirra með valdi, og
styrkja með því þá byltingu, sem
þeir eru að leitast við að stöðva.
Erlenda aðstoðin, sem veitt var
andbyltingarsinnum í Rússlandi,
varð vafalaust til þess, að menn,
sem voru í rauninni andvígir
byltingunni, snerust á sveif með
Lenin, svo að milljónum skipti,
til þess að verjast erlendum her-
sveitum eða illa þokkuðum keis-
arasinnum, sem voru studdir er-
lendu gulli. Fjárstyrkirnir
hleyptu líka illu blóði í daglauna-
menn nágrannaríkjanna, sem
vissu að verið var að nota af-
rakstur vinnu þeii’ra til baráttu
á móti lýðveldi stéttarbræðra
þeirra í Rússlandi.
Það var hægðarleikur að sjá
fyrir þaú veikjandi á'hrif, sem að-
stoðin frá Englandi og öðrum
þjóðum við hershöfðingjana
Denikin, Wrangel og Yudenitch,
muni hafa á kapítalismann. En
hitt sáu fæstir fyrir, að eðli bylt-
ingarinnar hlyti að gjörbreytast.
Franska stjói'nai’byltingin fæddi
fyrst af sér jafnrétti, þá Napóleon,
og síðan alls konar reglur og
venjur, sem hafa gert franska
þingræðið óþingræðislegra en í
flestum öðrum ríkjum Vestur-
Evrópu. Ef steini er kastað í
tjörn, bæi’ast öldurnar við bakk-
ann löngu efti i-að vatnið er orðið
slétt þar sem steinninn féll. Öld-
urnar af rússnesku byltingunni
hafa ennþá áhrif á stjórnmál
alli’a landa heims, enda þótt þær
háleitu hugsjónir, sem hi’undu
henni af stað, hafi liðið undir lok
skömmu eftir dauða Leriins.
Við gerðum of háar kröfur til
mannlegs eðlis þegar við ætluð-
umst til þess, að heil þjóð gæti
lifað árum saman á hátindi bylt-
ingai’vímunriar.
Ástæðan fyrir þeirri miklu
beiskju, sem spillingin í rússnesk-
um stjórnmálum veldur í dag, er
fyrst og fremst sú, að of háar
vonir voru tengdar við bylting-
una í upphafi. (Lausl. þýtt).
íbúð,
3—4 herbergja, óskast til
leigu frá 1. október.
Ásgeir Markússon,
Oddeyrargötu 38.
Sími 1188.
hefur eignast barn með annarri
koriu, og böndin, sem knýta hann
við þetta barn og móður þess, eru
svo stex-k, að hann vill ekki slíta
þau, jafnvel ekki mín vegna.
(Framhald).
Það var mér undrunar- og
jafnframt gleðiefni, er eg heyrði
að hinn ungi listmálari okkar Ak-
ureyringa, Garðar Loftsson, ætl-
aði að opna hér listsýningu. Það
er raunar engum heiglum hent,
að kynna hér list sína, og ekki
sízt ungum manni og „etikettu“-
lausum.
Mörgum, þó þekktur sé, hefuv
oi’ðið hált á tómlæti Akureyringa.
Er þar skemmst að minnast hví-
líkt afhroð einn þekktasti leikaxi
landsins, Lárus Pálsson, beið, er
hann hugðist kynna okkur Jón
Hreggviðsson Laxness í sumar.
Þar mættu ekki einu sinni flínk-
ustu línudansararnir, hvað þá
aðrir. Ymsir tónlistarmenn hafa
einnig átt um sárt að binda. Slíkt
tómlæti er raunar bæjarskömm.
Um sýningu Garðars er skemmst
frá að segja, að hún olli mér
engi’a vonbrigða. Hér verður
ekki dæmt um gildi einstaki’a
rnynda hans, enda dómur minn
aðeins leikmannsdómur, sem
flestir munu að engu hafa, jafn-
vel þótt þeir dómar hafi oft nokk-
urn rétt á sér. Það er alkunna, að
Garðar hefur, ef svo má að orði
kveða, fæðst með pensilinn í
hönd og augljóst er að honum fer
fram með hverju árinu sem líð-
ur. Hitt væri ósatt, að telja hann
fullskapaðan listamann. Til þess
hefur hann raunar engin skilyrði
haft. Hitt er jafnvíst, að hann
hefur hlotið í vöggugjöf ýmsa
höfuðkosti beztu listamanna: litá
gleði, er nálgast ærsl á köflum,
dirfsku, sem stundum fer út í
öfgar og ekki ósjaldan skemmti-
legar andstæður í samröðun lita,
sem er raunar lífsmark hvers
góðs málvei’ks. _ Það er um góð
málvei-k líkt farið og um góð
kvæði, að það er kvæðið bak við
kvæðið, málvei’kið bak við mál-
verkið, sem sker úr urn listagildi
beggja; þ.e. þetta, sem ekki vei-ð-
ur skilgreint með orðum, en und-
irvitundin ein getur tileinkað sér,
og sem gerir það að verkum, að
því lengur sem maður kynnist
hvoru tveggja, því sterkara verk-
ar það á mann. (Þessi kenning
fer e. t. v. fyrir ofan gai’ð hjá les-
andanum, en hann um það). —
Ekki ósjaldan örlar á þessum ein-
kennum hjá Garðari, og stundum
hvað mest, þegar verst er urinið
af hans hálfu og mest látið vaða
á súðum. Manni gæti virzt, að
sum beztu „partíin“ í nokkrum
málverka hans, væru til oi’ðin
af blindri hending, en ekkert
sker betur úr um meðfædda fista-
gáfu hans. — Þettá lætur eflaust
„paradoxalt“ í eyrum, en er
sannleikur samt. Eg á von á að
margir kalli verk Garðars klessu-
málverk. En þeir eru óhugnan-
lega margir, sem kalla allt
klessumálverk, sem ekki er unn-
ið með nákvæmni ljósmyndavél-
arinnar. Allir slíkir ættu ekki að
tefla sálarró sinni og fegurðar-
skini í tvísýnu með því að sækja
málverkasýningar, hvorki hjá
einum eða neinum. Þegar um svo
kölluð klessumálverk er að ræða,
þá er bæði um stigs og eðlismun
að í-æða hjá hinum ýmsu málur-
um, og meira en húsavegur milli
þess sem mannlegt og eðlilegt get
ur talizt og hreinnar vitfirringar.
Og hvað Garðari viðkemur, þá
tel eg litlar líkur til þess, að hann
komist nokkui’ri tíma á það and-
lega svið, að mála t. d. bæði augu
náungans á sömu kinninni, gera
óþekkjanlegan hund frá hesti, og
aflaga þannig líkama kvenna, að
serinilegá mundi taka með öllu
fyrir barrisfæðingar í heiminum,
ef öðruvísi lagað kvenfólk væri
ekki á boðstólum!
Það er tilgangslaust að telja
upp þau málverk Garðars, sem
eg tel bezt. Yfirleit tel ég vatns-
litamyridirnar lofa meirú, jafnvel
þótt þær sumar séu með ekki svo
litlum gjálífisbrag. Myndin af
Lómagnúp er blíð og yndisleg,
sama má segja um ýmsar Vagla-
skógarmyndirnar. Stei’kt og
hressilegt, en varla eins frumlegt
og persónulegt, er málverk úr
Mývatnssveit (Bláfjall og vatn-
ið). Annað af Þingvöllum.
Að síðustu þetta: Meðal kunn-
ingja minna hef eg um langt skeið
haldið því fram, að Gai’ðar Lofts-
son væri eitthvert álitlegasta
vatnslitamálaraefni, sem fram
hefur komið á síðari árum. *Með
nægx’i þjálfun og meiri lærdómi
er hann líklegur til að ná mjög
langt. Og læra þarf- hann. Annars
verður hann mosagróinn í ein-
hverri Alaska auðnu sinnar.
Akureyringar ættu að sækja
sýningu Garðars. Með því slá
þeir þi’jár flugur í einu, sem kalla
má gott nú á dögum: Gera sér
glaðan dag fyrir lítinn pening,
styi’kja efnalausan en efnilegan
listamann og að síðustu mundu
þeir, og það er ekki minnst um
vert, glæða fegurðarskyn sitt að
mun. Af því mundu þeir ekki
bíða neitt sálartjón.
Hafðu þökk fyrir sýninguna,
Garðar.
Guðm. Frímann.
Auglýsing
Það tilkýnnist, að gefnu til-
efni, að öll malar- og sandtaka
í landi jarðarinnar Melgerðis
í Saurbæjarhreppi er strang-
lega bönnuð án leyfis jarðar-
eigenda.
Akureyri, Aðalstræti 52,
29. ágúst 1950.
Jarðeigendur.
Til sölu:
Ung og góð kýr, komin að
burði. Einnig tveir nýleg-
ir áburðardreifarar, rnykju-
dreifari og drefari fyrir til-
búinn áburð.
Afgr. visar á,
Þvottapottur
til sölu.
SÖLUSKÁLINN
Sími 1427.
Sokkar teknir til viðgerðar.
Laxagötu 4, neðri hœð.
Kvendragt
sem ný til sölu.
Afgr. vísar á.
ílmvatnsglas
tapaðist á leiðinni frá Sam-
komuhúsinu að Lauga-
landsvegi, síðastl. sunnu-
dagskvöld. Vinsaml. skilist
á afgr. Dags, gegn fundar*
launum.