Dagur - 30.08.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 30.08.1950, Blaðsíða 5
Míðvikudaginn 30. ágúst 1950 D A G U R 5 Brosfnar vonir frjálslyndra manna í sambandi við Ráðstjórnarríkin Of háar vonir bundnar við byltinguna í upphafi Eftir VERNON BARTLETT, stjórnmálafréttaritara Lundúnablaðsins The London News Ghronicle. Ðag nokkurn fyrir þrjátíu ár- um var eg staddur í dyrunum á fundarsal d’Orsay bakkann í París. Það var allsherjarþing friðarráðstefnunnar, og salurinn var þéttskipaður fólki. Þar sátu þeim Wilson, forseti, stífur og þungbúinn, Lloyd George, fullur af fjöri og krafti, og Clemenceau, þreytulegur og fúll á svip. Þar 9 voru einnig saman komnir utan- ríkisráðherrar nrinni ríkjanna, háttsettir embættismenn, sér- fræðingar, blaðamenn og svo hitt og þetta fyrirfólk, sem leit á friðarráðstefnuna sem einn þátt í samkvæmislífinu, sem nauðsyn- legt var að sækja, til þess að vera fær um að taka þátt í um- ræðuefnum í kvöldverðarboðum Parísar. Lítill, skeggjaður karl með gleraugu, tók í handlegginn á mér og sagði við mig: „Við skul- um koma héðan, þetta fólk er allt dautt.“ Eg var nýliði í hópi fréttaritara, en litli karlinn var enginn annar en Lincoln Steff- ens, einn af frægustu stjórnmála- fréttariturum, sem þá voru uppi. Eg var svo upp með mér af því, að hann skyldi taka mig með sér, að eg gleymdi að verða vand- ræðalegur yfir því að orð hans heyrðust marga metra í kringum okkur. Við drukkum kaffi saman efst uppi á Montmartre, og hann lét dæluna ganga um reynslu sína af Sovétríkjunum. Hann hafði kom- ið til Parísar fyrir aðeins nokkr- um klukkustundum, austan frá Eússlandi, en af þvi landi bar nú dimman skugga yfir þessa ráð- stefnu. Atburðirnir, sem voru að gerast í Rússlandi, íylltu hugi hinna virðulegu fulltrúa borgara- stéttanna, sem þarna voru saman kornnir, kvíða og óróa. Sjónhverfingin mikla. Þegar þarna var komið sögu, hafði eg aldrei hitt neinn komm- únista. Eg vissi ekki, hvort Lin- coln Steffens var í þeim flokki. Flestir vinir mínir voru frjáls- lyndir í skoðunum, eða hægfara sósíalistar, og voru á báðum átt- um um, hvaða afstöðu þeir ættu að taka til rússnesku byltingar- innar. Þurfti byltingin að kosta allt þetta blóðbað? Að hve miklu leyti skyldi Churchill og aðrir, sem hugsuðu sér að koma Lenin á kné með andbyltingarsinnuðum hersveitum, ýkja sögurnar, sem þeir sögðu af hryðjuverkum bolshevika? Var samkomulagið um vopnahlé við Þjóðverja, sem hafði gefið Þýzkalandskeisara síðustu vonina um sigur, gert af nauðsyn? Loksins hafði eg hitt mann, sem kunni svör við þessum spurningum; og eg vissi að hann svaraði þeim af fullri hreinskilni og einlægni. Lincoln Steffens tal- aði með trúarlegum áhuga. Enn þann dag í dag veit eg ekki, hvort hann var kommúnisti. Hitt veit eg, að hann kom inn hjá mér þeirri einlægu von, að kommún- istar hefðu vakið þjóðfélags- hreyfingu, sem mundi binda endi á órétt og styrjaldir. Vinir mínir, sem eg hafði séð falla í Flandern, höfðu ekki fallið til einskis. Það væri gaman að vita hversu margar milljónir af ungu fólki, eins og eg var sjálfur, hrifust af því, sem var að gerast í Rúss- landi. Vafalaust var ekki allt glæsilegt, sem fram fór þar aust- ur frá. En sögurnar, sem bárust frá Ríga, um ódæðisverk komm- únista, voru áreiðanlega mikið ýktar. Ríga var orðin eitt mesta lygabæli í Evrópu. Að minnsta kosti töldum við okkur trú um, að hryðjuverkin væru fremur afleiðing af því ófremdarástandi, sem var látið viðgangast af ásettu ráði á dögum keisarans, heldur en af ófullkomleika leiðtoga byltingarinnar. Seinna fóru ýms- ir vina minna, skynsamir, gjör- hugulir menn, til Moskvu, og skrifuðu um margt, sem fór vel eðar lofaði góðu. En eftir dauða Lenins, 1924, var sýnilegt að ekki var allt með felldu. Trotzky var gerður út- lægur fyrir svik. Réttai'höldin í Moskvu voru heimskuleg og óaf- sakanleg með öllu. Svo virtist sem þeir menn, er höfðu sjálfstæðast- ar skoðanir, yrðu fyrstu fórnar- dýrin. Það var ekki trúleg saga, að menn eins og Radek, sem við höfðum margir hitt á alþjóðaráð- stefnum og haft mikla trú á, hefði framið þau svikabrögð, sem hann var ákærður fyrir, jafn ótrúlegt var það, að hann hefði játað glæpi sína á svo barnalegan hátt, sem hann gerði; ef hann hefði framið þá. Og ekkert gat betur leitt í ljós bilið, sem orðið var á milli rússnesku kommúnistanna og þeirra frjálslyndu manna og kvenna, sem áður fyrr höfðu reist vonir sínar á stefnu þeirra, held- ur en það, að stjórnarvöldunum í Moskvu þótti hæfa að dreifa frá- sögnum um réttarhÖÍdin út um allan heim í þúsundum eintaka. Harmleikur fjórða tugs aldarinnar. í áratug, eða því sem næst, var haldið áfram að auka á von- birgði hugsandi manna. Þrátt fyrir það óx kommúnismanum fylgi .En honum óx fylgi fremur af neikvæðum en jákvæðum ástæðum, fremur vegna vonleys- is, sem ríkti í hinum „borgara- legu“ ríkjum, heldur en af aðdá- un á því, sem gerðist í Rússlandi. Eftir verkfallið mikla í Bretlandi, 1926, var sett vinnulöggjöf, sem olli mikilli óánægju meðal alls þorra verkalýðs þar í landi — nema, að því er okkur var sagt, í Rússlandi. í forsetasætið í Bandaríkjunum völdust hug- myndasnauðir og duglausir menn, þeir Coolidge, Harding og Hoover, og Bandaríkjamenn litu hornauga til Þjóðabandalagsins. Heilindi Litvinovs voru mjög dregin í efa í störfum hans í Þjóðabandalagsins í Genf. Eigi að síður hélt Litvinov fulltrúum Vestur-Evrópuríkj- anna stöðugt í eymdarlegri varnaraðstöðu. Hin stingandi fyndni hans gerði þá hlægilega, og það er mjög auðmýkjandi fyrir hverja þjóð, ef fulltrúar hennar erlendis verða að athlægi. Verst af öllu var þó það, að með því að bítast um framtíð Þýzkalands á þann hátt, sem Bretar og Frakkar gerðu, gáfu þeir hernaðaröflum Þýzkalands ráðrúm til þess að búa um sig á líkan hátt og þræt- an milli fjórveldanna leggur vopn í hendur þýzkra hernaðar- sinna í dag. Það var svo sem engin furða, þó að kommúnistar ynnu fylgi manna á þessu eymdartímabili. Undir öðrum kringumstæðum hefðu margir fylgjenda þeirra fyrirlitið virðingarleysi komrn- únismans fyrir frelsi einstakl- ingsins. Og svo hófst borgarastyrjöldin á Spáni. Eg kynntist mörgum efnilegustu, yngri mönnum Ev- rópu í Barcelona og Madrid. — Menn, sem höfðu komið frá öll- um þjóðfélagsstéttum og öllum löndum til þess að berjast og deyja. Eg hef engu kynnst um ævina, sem jafnast á við þetta. Spænski lýðræðisherinn var skríll. Ódæðisverkin, sem unnin voru af lýðræðissveitunum, voru engu betri en hryðjuverk Franco- herjanna. Agaleysið var hrylli- legt. Ráðherramir rifust og börð- ust um völd við gnýinn af fall- byssum óvinanna. En samt sem áður gerði fólk um heim allan sér grein fyrir því, að þarna var háð ein af þýðingarmeiri styrjöldum mannkynssögunnar, fann að það varð að taka afstöðu með eða á móti hinum undirokaða fjölda. Færustu ráðamenn lýðræðis- hersins, voru kommúnistar. Þeg- ar eg kom fyrst til Spánar eftir að borgarastyrjöldin brauzt út — í september 1937 — lenti eg oft í loftárásum og vélbyssuskothríð- um frá þýzkum og ítölskum flug- vélum, en aðeins einu sinni varð Rússi á vegi mínum. Þessi maður var rússneski sendiherrann, Rosenberg (landar hans og flokksbræður komu honum fyrir kattarnef seinna). En kommún- istarnir hér, eins og annars stað- ar í Evrópu, voru undir ströngum aga. Það kom því af sjálfu sér, að hin pólitíska forysta féll þeim í hendur, og fljótlega fór á sömu leið um hernaðarforystuna. Orð- stír Sovétríkjanna hefur senni- lega aldrei staðið með meiri blóma — jafnvel ekki meðan Þjóðverjar sátu um Stalingrad — heldur en á fyrsta ári spænsku borgarastyrjaldarinnar. Álitið á Bretum og Frökkum var hins vegar orðið nærri eins lítið og það var eftir Miinchenfundinn. Við bardagana gegn fasistum á Spáni varð bilið á milli sósíalista og kommúnista næstum því að engu. En seinni ár stríðsins hallaði hröðum skrefum undan fæti fyrir orðstír Rússa. Harðneskjan og mannúðarleysi, sem beitt var í viðureigninni við trotzkysinna var reyndar ekkert nýtt í sögu Sovétríkjanna. En þegar hér var komið sögu voru tiltölulega fáir, sem höfðu haft tækifæri til að kynnast því, hvað Rússar stóðu langt að baki hugsjónum komm- únismans. Vonirnar veikjast. Samningurinn milli Ribben- trops og Molotovs var byrjunin á undarihaldinu. Rússar höfðu skammað Hitler manna mest. Nú urðu þeir fyrstir til þess að gera samkomulag við hann af frjálsum vilja — samkomulag, sem léysti hernaðaröflin úr læðingi. Menn, sem ennþá dreymdi um heilindi Rússa, héldu því fram, að eftir að Frakkar og Englendingar neituðu samkomulagi við Rússa, fyrir Munchenfundinn, hefði Rússum verið nauðugur einn kostur að gera bandalag við Þjóðverja — í sjálfsvörn. Þessi röksemdafærsla var notuð til þess að réttlæta her- setu Rússa í hálfu Póllandi og árásins á Finnland, sem er eitt svívirðilegast hemaðarbrall, sem framið hefur verið á þessari aumu öld. Sá tími kom að lokum, að mörgum ágætustu skoðana- bræðrum Rússa, sem áttu þó ein- hverja föðurlandsást, varð 'það ljóst, að Rússland var orðið heimsveldissinað, og var að slá ryki í augu manna. Er Hitler réð- ist á Rússland gafst heiminum síðasta tækifærið til að samein- ast. Hið tvöfalda vantraust — vantraust marxista á kapítalist- um, og vantraust Rússa á Vestur- Everópu — mátti sín hins vegar of mikils. í lok ágúst 1941 fór ég með skipalest til Archangelsk, með deild úr brezka flughernum. Hér voru komnir menn í brezkum einkennisbúningum til þess að hjálpa bandamönnum sínum, Rússum. En ef ráða mátti af hin- um þunga svip á rússnesku verkamönnunum í timburverk- smiðjunum meðfram Archen- gelsk-ánni, voru Bretarnir ckki velkomnir. I Moskvu var okkur ekki leyft að hafa neitt samneyti við rússneska borgara. Rússneska bréfaskoðunin stóð líka þýzku og ítölsku bréfaskoðunum miklu framar að því leyti, að hún var bæði strangari og heimskulegri. Ennþá voru aðeins fáir úr okkar hópi, sem höfðu nokkur náin kynni af Rússum, og heima í Englandi fann fólk fróun í því eftir niðurlæginguna við Dun- kirk, að hefja Rússa upp til skýj- anna fyrir hetjudáðir þeirra. Það var í þá tíð, að verkamenn í Bret- landi unnu meira og betur, ef þeim var sagt að tankarnir, sprengjurnar eða flugvélarnar, færu til Rússlands. Vonbrigðin, sem kommúnisminn olli, allt frá landráðaréttarhöldunum í Moskva, höfðu bundið enda á trúnaðartraust menntamanna, en verkalýðurinn í hinum stóru iðn- aðarborgum hafði enn ekki glat- að trú sinni. Upp frá þessu varð pólitík rússnesku fyrirliðanna alveg óskiljanleg — eða e. t. v. er hægt að skýra hana með því, að verstu yfirsjónirnar eru framdar af hræðslu. Hvernig í ósköpunum gátu þeir farið að því að eyði- leggja það traust, sem þeir nutu á vesturhveli jarðar um það leyti, sem styrjöldinni lauk? Oskiljanlegt mannúðarleysi. Harðneskja Rússa við Þjóð- verja; meðferð þeirra á vestur- evrópskum og amerískum striðs- föngum, sem höfðu komizt undir þeirra hendur; fordæming þeirra á Pólverjum, sem börðust með frönskum, enskum og amerískum herdeildum á flestum vígstöðv- um; eyðilegging þeirra á öllu því í Austur-Evrópu, sem við kennd- um við lýðræði; hinar vanstill- ingslegu árásir þeirra á okkur á öllum alþjóðaráðstefnum; bann þeirra við því að rússneskar kon- ur, giftar enskum hei-mönnum, færu úr landi og til eiginmanna sinna — allt hjálpaðist þetta að með að eyðileggja það traust, sem þeir áður nutu. Dæmin um kaldlyndi, harð- neskju og illgirni af þessu tagi, eru svo mörg, að jafnvel í Eng- landi, landi, sem hefur átt við hin herfilegustu atvinnu- og fjárhagsvandamál að etja, fengu kommúnistar innan við 100,000 atkvæði við síðuslu þingkosning- ar, enda þótt 28,000,000 neittu at- kvæðisréttar síns. Ef til styrjalci- ar kæmi aftur, yrði Rússum auð- vitað mikil vör-n í leppríkjunum, sem þeir hafa komið sér upp frá Svartahafi að Eystrasalti. En þei mer nú minna traust í fimmtu herdeildum á vesturhveli jarð- ar heldur en þeim hefði verið fyr- ir þremur árum síðan. Um leið og rússnesku ráðamennirnir misstu sjónar á hugsjónum kommúnismans, gleymdu þeir því ógnar valdi, sem hugsjónirnar geta haft. Þannig hefur farið fyrir öllum einvaldsherrum sögunnar. „Eg held,“ skrifar Steven Spender, „að vald geti aldrei haldizt óspilla, nema valdhafarn- ir játi yfirsjónir sínar í auðmýkt. Án auðmýktar verður vald alltaf að lokum notað til ofsókna, líf- láta og opinberra lyga.“ (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.