Dagur - 30.08.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 30.08.1950, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 30. ágúst 1950 Állt karfa- og fiskimjölið frá Krossanesverksmiðj- unni selt fyrir gott verð Mistök að selja karfamjölið úr landi, en geyma síldarmjöl til fóðurs - síldarmjölið í hærra verði erlendis, enda þótt það sé lakara fóðiu* fyrir búpening Blóð í blóðbankann Nýlega lieíur Reykjavíkurbær komið blóðbankabyggingu sinni við Baronstíg undir þak. Blóðbankar eru algengir erlendis, og starfa margir þeirra í sambandi við ýmiss sjúkrahús og læknastofnanir. Blóðbankarnir eiga framtíð sína fyrst og fremst undir því komna, að heilbrigt fólk gefi þeim blóð, sem síðan er notað þegar líf samborg- aranna liggur við. Hér á myndinni sést maður vera að gefa einurn blóðbanka bandaríska rauða krossins blóð. Á undanförnum tveisn árum hafa Bandaríkjamenn gefið blóðbönkum sínum um 5 þús, lítra. Óþurrkar skapa ný erfið viðfangs- efni fyrir landbúnaðinn Bændur telja hættu á að fækka verði búpeningi í haust Þessa dagana er m. s. Dettifoss að hlaða hér uin 1600 tonn af karfamjöli og um 150 tonn af karfalýsi, frá Krossanessvcrk- smiðjunni. Er þetta verðmætið, sem togararnir hafa aflað að und- anförnu. Eftir eru þá hér um 200 tonn af karfamjöli og um 150 tonn af lýsi. Lýsið er óselt, en eftirstöðvarnar af karfamjölinu eru seldar til fóðurs hér innanlands. Þá er allt fiskimjölið í Krossanesi selt, fyrir gott verð, og mun það væntanlega fara í skip bráðlega. Alls er áætlað, að verðmæti það, sem Krossanessverksmiðjan hefur unnið úr afla togaranna, nemi um 6 milljónum króna. Vafasöm ráðstöfun útflutningsyfirvaldanna. Eins og kunnugt er gerðu ís- lenzk stjórnarvöld samninga um fyrirframsölu á síldarmjöli til Hollands. Þegar augljóst var, að ekki mundi unnt að fylla þann samning með síldarmjöli, ásamt með því að fullnægja þörf bænda fyrir síldarmjöl til fóðurs, var samið um það við Hollendinga, að þeir tækju karfamjöl í stað síldarmjöls. Er útflutningurinn frá Krossanesi í samræmi við þann samning. Síldarmjölssalari var miðað við 65% próteininni- hald mjölsins. Nú hefur karfa- mjölið lægra próteininnihald, og lækkar því verð þess miðað við síldarmjöl. Mun verðmunurinn nema allt að fimm sterlingspund- um á tonn. Nú er karfamjölið hins vegar ríkara af fosfór og steinefnum en síldarmjöl og mun betra fóður fyrir búpening hér á landi en síldarmjöl. Virðist því auðsætt, að íslendingar hefðu átt að haga þessari sölu þannig, að selja allt síldarmjölið úr landi, með því að fyrir það fæst hærra verð í erlendum gjaldeyri en karfamjölið, en nota karfamjölið til fóðurs hér innanlands. Þetta hefur ekki verið gert, og er, sem fyrr segir, verið að senda allar, karfamjölsbirgðirnar héðan til Hollands þessa dagana, nema um 200 tonn, sem fyrirtæki innan- lands hafa keypt og ætlað er til fóðurs. Hér er um að ræða verulegar gjaldeyrisfúlgur, sem íslend- ingar verða nú af, fyrir skammsýni eða handvömm útflutningsyfirvaldanna, — nema hvort tveggja sé. Fullvíst má telja, að ef út- flutningsfyrirtæki og menn, sem lengi hafa fengizt við verzlunar- viðskipti, hefðu ráðið þessum málum, hefði það ráð verið tekið, að selja síldarmjölið allt úr landi, en nota karfamjölið innanlands. En hér, sem alltof víða annars staðar, er það ríkisvaldið, sem ræður verzluninni, og hefur fram í reynslulitla stjórnarráðsembætt ismenn, sem allt of lítil kynni hafa af útflutningsverzluninni og atvinnuvegum landsmanna. Fyrir bændur landsins er og óhagræði að þessari ráð'smennsku með því að þeir greiða útflutn- ingsverð fyrir innlent fóðurmjöl, og hefði karfamjölið verið ódýr- ara fyrir þá, enda þó tt það sé af sérfræðingum talið betra og hent ugra fóður fyrir búpeninginn hér en síldarmjölið. Mikil síldveiði við Reykjanes Milli 30 og 40 bátar stunda rek- netaveiðar við Reykjanes og er afli ágætur. Fengu bótarnir allt að 200 tunnur í lögn um helgina. Beztur er aflinn í Miðnessjó. — Síldin er fryst, söltuð og lögð upp í bræðslu. Síldarsaltendur syðra telja sig þurfa að fá 320—330 kr. fyrir tunnu, en ekki er talið að Faxasíldartunna sé seljanleg fyr- ir meira en 300 krónur. Vilja út- gerðarmenn fá frjálsan gjaldeyri til uppbótar, og stendur í þrefi um þessi mál og er söltun ekki mikil af þeim sökum enn sem komið er. Frystihúsin eru að verða full. Fiskimjölsversmiðjan í Keflavík hefur tekið á móti 1200 málum. Akranesbátar, sem voru að veiðum hér nyrðra, hafa verið kallaðir heim. 300 þúsund Gyðingar liafa flúið frá Austur- Evrópu Blaðið Wiener Kurier hefur það eftir flóttamannaskrifstofu Gyð- inga í Wien, að um 300.000 Gyð- ingar hafi flúið frá Austur-Ev- rópu síðan í stríðslok. Skrifstofan segir ennfremur, að kommúnista- ríkin leggi hindranir í veg fyrir Gyðinga, sem minni mjög á starfsaðferðir nazista. Fá Gyð- ingarnir t. d. ekki að flytjast úr landi nema þei-r skilji allar eigur sínar eftir. Rússar leyfa Gyðing- um alls ekki að flytjast til ísrael og vekur þessi afstaða megna óánægju ísraelsmannna. Utanríkisráðíierra- fundur Norðurlanda r hefst á Islandi Utanríkisráðherrar Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur, þeir Osten Undén, Halvard Lange og Gustav Rasmussen, komu til Reykjavík- ur í gær með flugvél, til.þess að sitja utanríkisráðherrafund Norð- urlanda, sem hefst þar á morgun. Norðmenn hafa selt alla ársframleiðsluna af þurrkuðum saltfiski Norsk blöð greina frá því, að Norðmenn hafi nú gengið frá sölu á' 15000 tonnum af þurrkuðum saltfiski, og mun það mest öll ársframleiðsla þeirra. Verðið segja blöðin gott. ítalía og Vest- ur-Afríka eru stærstu kaupend- urnir, en Suður-Ameríkulönd, Bandaríkin, Holland, Belgía, Frakkland, Svíþjóð og Finnland kaupa einnig nokkurt magn. - Rússneska skipið (Framhald af 1. síðu). mál, sem líklegt er til þess að vekja athygli langt út fyrjr strendur íslands, því miður. Eyðilegging í skipbrots- mannaskýlinu. íslenzku eftirlitsmennirnir komu í skipbrotsmannaskýlið í Þorgeirsfirði, sem Slysavamafé- lagið á og ætlað er að geti orðið til liðsinnis nauðstöddum sjó- mönnum. Aðkoman var ekki fög- ur. Matvælum, sem geymd eru þar í loftþéttum dunkum, hafði verið spillt, dunkarnir opnaðir og matvælin þess vegna mygluð og skemmd að mestu leyti. Ofninn var horfinn úr stofunni og upp- hitunartæki því ekkert. Þá voru öll mataráhöld horfin, svo sem hnífar, gafflar, skeiðar o. s. frv. Óvitað er, hverjir þarna hafa verið að verki, en hér er einnig um að ræða einstætt hneykslis- mál, er skipbrotsmannaskýli fá ekki að vera óáreitt fyrir skemmd arvörgum. Málið í rannsókn í Húsavík. Strandránið í rússneska skipinu er í rannsókn hjá sýslumannin- um í Húsavík. Munu þegar hafa farið fram réttarhöld í Flatey, sem fyrr segir, en réttarhöld yfir skipshöfnum síldveiðiskipanna, sem við málið eru riðnar, Voru ekki hafii; í gær, er blaðið frétti síðast, en munu væntanlega fara fram nú bráðlega. Er þess að vænta að ekkert vei'ði til sparað að upplýsa mál þetta til fullnustu og koma öllum ránsfengnum til eigendanna. Hér hefur verið framinn verknaður, sem er þjóð- inni allri til stórrar vansæmdar, svo að ekki sé meira sagt. Óþurrkarnir halda áfram og er ekkert lát á þeim cnn. Mun þetta mesta óþurrkasumar, sem geng- ið hefur yfir þetta hérað um ára- tugi. Hafa óþurrkarnir þegar skemmt eða eyðilagt mikil hey fyrir bændum norðaustan- og austan- lands. Mikil hey eru úti, en það, sem náðst hefur, er hrakið og lé- legt fóður. Verði framhald á þessu tíðarfari, er einsýnt, að heyfengur á stóru landsvæði verður mjög rýr og hvergi nærri nægilegur til þess að fóðra allan búpening bænda. Hættan á því, Norslca blaðið Ilandels og Sjö- fartstidende greinir frá því nú fyrir skömmu, að Norðmenn hafi nú tryggt sér sölu á um það bil hclmingi af því saltfiskmagni, sem Kúba flytur inn árlega. Munu Norðmenn selja 5000 tonn af þurrkuðum saltfiski þangað í ár fyrir gott verð, greitt í dollurum. í viðtali, sem blaðið átti við erindreka, sem norskir saltfiskframleiðendur og norska ríkið hafa á Kúbu, segir, að Kan- adamenn séu skæðustu keppi- nautar Norðmanna á þessum saltfiskmaikaði, en norski fiskur- inn sé betri og eftirsóttari, enda greitt hærra verð fyrir hann. — Samkeppnin er hörð á þessum markaði, segir erindrekinn enn- að grípa verði til þess að fækka stórlega búpeningi, er yfirvofandi og eru bændur þegar farnir að ræða um, hvemig mæta beri að- steðjandi vanda. Á bændafundi á Svalbarðsströnd í sl. viku var rætt um þessi mál og ákveðið að skrifa búnaðarsamböndunum hér nærlendis og hvetja til þess að fulltrúafundur bænda verði hald- inn til þess að íhuga úrræði í þessum vandamálum. Er nánar greint frá þessum»mál- um í sérstakri grein á 2. bls. blaðsins. fremur, því að Kúbamenn greiða með frjálsum dollurum. íslend- ingar eru ekki taldir í hópi þeirra, sem keppa við Norðmenn um saltfisksölu á þessum mark- aði. Karfaveiðin gengur ágætiega Akureyrartogararnir fá- iull- fermi af karfa í hverri viku. Koma venjulega inn með full- fermi fyrir eða um helgar. Síð- ustu landanir í Krossanesi eru: Svalbakur 25. ágúst 387 tonn, Kaldbakur 26. ágúst 355 tonn og á mánudaginn landaði Jörundur um 300 tomium. Norðmenn selja 5000 tonn af salt- fiski til Kúbu fyrir dollara Hafa starfandi erindreka í Havana

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.