Dagur - 06.09.1950, Page 5
Miðvikudaginn 6. s^ptember 1950
D A G U R
5
Sovéf-fímarif Eýsir hinni ógeðslegu
persónudýrkun kommúnista
Austan járntjalds er Stalín nefndur
„hinn mikli“
Nýlega rakst ég á apríl-hefti
tímaritsins „Soviet Literature“
(Bókmenntir Sovétrikjanna),
sem gefið er út í Moskvu, skrifað
á enska tungu, og dreift út á með-
al kommúnista um allar jarðir.
Mun þykja ,,fínt“ í hópi komm-
únista að lesa rit þetta og bera
vott um sérstaklega þroskaðan
bókmenntasmekk. Þetta mun og
vera ein aðalbiblía kommúnist-
iskra rithöfunda.
Það er fróðlegt fyrir venjulega
borgara að kynnast hinum æðri
bókmenntalegu fræðum rúss-
neska heimatrúarboðsins og fara
því hér á eftir nokkrar glefsur
úr aðalefni ritsins. Þegar menn
hafa lesið þær, hafa þeir lesið allt
efnið. Það, sem ekki er birt hér
er sama efnis, en sagt með dá-
lítið öðruvísi orðum,- nefnilega að
„hinn mikli Stalin," sé mesti bók-
menntafræðingur, mesti lista-
maður og tónskáld, sem nú sé
uppi, og geislar snilldar hans
nái, sem betur fer, að lýsa þeim
villuráfandi sauðum, sem af eigin
rammleik reyni að skrifa Ijóð og
lag, ella mundu þeir aðeins vesöl
úrhrök.
Nöfnin á aðalgreinunum í tíma-
ritinu, kynna efnið og mætavel.
Greinarnar heita: Hinn mikli vel-
unnari bókmenntanna, Blómgun
sovétlistarinnar, Hin óviðjafnan-
lega aðstoð (þ. e. aðstoð Stalins
við tónskáldin.)
Hér fara á eftir nókkrir kjarn-
ar úr þessum bókmen.ntum, laus-
lega þýddir. Má vera að betur
mætti vanda þýðinguna, en þótt
ekki hafi unnizt tími til að fága
hana eða pússa, ætti það ekki
að koma að sök með því að meg-
inefni greinanna er fullljóst fyrir
því:
„Blómgun Sovétlistarinnar."
„Það vekur fÖgnuð í brjósti
mér að heyra þig, virðulegan öld-
unginn, sem hefur lifað í hundr-
að sumur, kalla Stajin föður,“
skrifaði Georgíu-skáldið Gris-
hashvili til Jambul.
Faðir! Hvað gæti verið nær
eða kærara en það nafn? Sovét-
þjóðirnar, einn og allir, frá ung-
herjunum til hvíthærðra öld-
unga, kalla Stalin „föður okkar.“
Því að eins og ástríkur, mildur
faðir, eins og vitur uppalandi og
kennari, elur Stalin upp nýja
kynslóð nýrrar þjóðar, þá, sem
byggja upp kommúnismann.
Margfalt og allt innibindandi
er afl snilldar Stalins. Hver ein-
asta grein skapandi starfs Sovét-
þjóðanna hefur notið geislanna
frá gáfum hans, sem hafa bent
á leiðina til tinda nýrra frægðar-
verka.
Allt það, sem er nýtt, fagurt,
framsækið og óeigingjarnt í lífi
okkar, stefnir upp á við, til Stal-
ins, eins og til sólarinnar. Stalin
gefur þjóðinni kraft og gefur
henni vængi. Orð hans, góðleiki
hans og umhyggja, er sá kraftur,
sem gefur milljónunum styrk og
líf.
Stalin þekkir og skilur allt, sem
hrærist í hjörtum Sovét-þjócf-
anna, hann þekkir hugsjónir og
vonir allrar þjóðarinnar. Hann
þekkir þarfir og leit háskólaborg-
arans og vélavarðarins, upp-
finningamannsins og kennarans,
námumannsins og veðurfræð-
ingsins, hinna frægu sona móður
Rússlands og framtíðarhetja
sósíalísk starfs, vísindajöfra og
snillinga framtíðarinnar. Með
snilld framsýni sinnar stýrir
félagi Stalin dug, viljakrafti og
hugsunum Sovét-manna og
kvenna, upp á tind fullkomnun-
arinnar, hann er að skapa ný
Sovét-vísindi og nýja Sovét-
menningu. Það er hann, sem hef-
ur kveikt heita ást til sovét-
móðurlandsins í brjóst þjóðarinn-
ar, og listamanna hennar. Það er
hann, sem hefur kennt okkur að
meta fjársjóði þá, sem fólkið
skapaði á liðnum öldum“.......
og þannig áfram, þindarlaust á
þremur stórum blaðsíðum.
„Hin óviðjafnanlega aðstoð.“
Næsta grein fjallar um tón-
listarlíf og er skrifuð af sjálfum
Shostakovich, sem villtist út af
línunni um árið, en baðst fyrir-
gefningar og var tekinn í sátt
á ný. Sú grein hefst þannig:
„Flokkurinn og hinn mikli
Stalin hafa kennt Sovétþjóðun-
um að eignast sinn eigin Sovét-
mælikvarða til þess að meta alls-
kyns fyrirbrigði. Aldrei fyrr hef-
ur hlutverk listamannsins ver-
ið eins háleitt og flókið.“
Síðar í greininni, sem öll er
lofsöngur um „hinn mikla Stalin,11
segir svo, og má segja, að það sé
aðalinnihald greinarinnar:
„Flokkurinn og hinn mikli
Stalin hafa sýnt tónskáldunum,
að sérhvert frávik frá þeirri
braut, að þjóðna fólkinu, leiðir
listamanninn til lista- og hug-
sjónalegs gjaldþrots."
Hinn mikli velumiari
bókmenntanna:
í enn einni grein, sem ber þetta
veglega heiti: „Hinn mikli vel-
unnari bókmenntanna," er sami
söngurinn sunginn í gegn. Flest-
ar málsgreinar hefjast á þessa
leið: Hinn mikli Stalin hefur
kennt oss. — Eins og hinn mikli
Stalin hefur sagt. — Þegar Stalin
sagði. — Sú útskýring Stalins o.
s. frv.
Hér , eru nokkrir kjarnar úr
þessari grein:
(Stalin sagði:) „Verk ykkar
(þ. e. rithöfundanna), er sérstak-
lega dýrmætt, því að þið eruð
verkfræðingar sálnanna.“ Og
vissulega sýna þessi orð okkur
hversu djúp er ást hans og virð-
ing fyrir starfi rithöfundanna.
Aðeins hann, uppalandi milljón-
anna, leiðbeinandi leiðbeinend-
anna, sem ekkert sér dýrmætara
á jörðinni en manninn, gat hafa
skihð þannig gildi rithöfundarins
í hinu nýja þjóðfélagi og skýrt
rað með orðum, sem eru þrungin
ást og vizku.“
Þetta tímarit er 168 blaðsíður.
Á einum stað er „mikli Stalin“
nefndur 27 sinnum á hálfri ann-
ari síðu. Geta menn af því og
þessum úrdráttum ímyndað sér,
um hvað rit þetta fjallar helzt.
Skáldsagan líka lofgerð um hinn
„mikla föður“!
Eftir að hafa lesið um þessa
ógeðslegu skurðgoðsdýrkun, hrýs
manni hugur við að leggja í að
lesa skáldsögu þá, sem birt er í
þessu hefti, með því að búast má
við, að þar sé sami söngurinn,
Enda bregst það ekki. Lokaorð
skáldsögurnar lýsa vel innihaldi
hennar: „Félagar — þetta er
kommúnismi. Látum þakklæti
vort hljóma til hins volduga lands
vors og til snillingsins, sem leið-
ir oss — hins mikla Stalins."
Þannig lýkur þessu bókmennta-
afreki.
Þessar bókmenntir lesa ný-
skírðir kommúnistaunglingar hér
heima á íslandi og tárfella ofan
í blaðsíðurnar þegar yfirmann-
legum eiginleikum foringjans er
lýst sem fjálglegast. Hér mun
vera um sálfræðilegt fyrirbrigði
að ræða, er greint fólk, sem met-
ur sjálft sig nokkurs, gerist þátt-
takandi í svo fyrirlitlegri per-
sónudýrkun, að hún yfirstígur
allt það, sem nazistar afrekuðu
á sinni tíð, og var það þó eftir-
minnilegt.
iramiunv ^ mioimn • wiimiumiaiuiin'" ■ "Htwanwn'- i''«tini«iuuHv
Ég bið að heilsa
(Lag Inga Lárussonar: „Nú andar
suðrið sæla....“)
Flutt í samsæti, er Austfirðinga-
félagið á Akureyri liélt dr. med.
Sveini Björnssyni frá Árborg, Man.,
og frú hans, Maríu Grímsdóttur
Laxdal, sl. laugardag.
Að liausti bliliar viða’ á vœngi
panda
um vegu háa útum bláa geima.
Þá liggur margra leið til fjarra
iieirna. —
Senn leggið p i ð af stað til
„Furðustranda“!
En pegar rofna kveðjur hlýrra
• handa,
og hópur vina starir tregablandinn,
sœlt er að minnast: — enn er sami
andinn
og islenzk tryggð hjá hverjum
góðum landa!
Af klökku hjarta gildis-gesti bið
Guðs kveðju’ og mina bera
frccndum góðiun
og dreifðum fjölda vina’ um
Vestur-fold!
Minnumst pess ce, að arfleifð
eigurh við:
Óð-borna tungu’ og sögu á
Norðurslóðum
og erum runnin öll úr Islands
mold!
Helgi Valtýsson.
Þá barst heiðursgestunum þessi
vísa frá samkvæmisgesti:
Enn hafa vitjað oss vestan utn haf
valmenni af frónskum stofni,
sem fjarlœgðin hefir ei fcert á kaf
i framancli hópsálnaofni.
Skipbrotsmanna-
skýlið í Þorgeirs-
firði
Skorað á alla landsmenn
að þyrma skipbrots-
mannaskýlum og
sæluhúsum
Blöðin hafa gert að umtalsefni
skrílslega meðferð á skipbrots-
mannaskýlinu að Þönglabakka í
Þorgeirsfirði.
Þó umgengni sé lakari en sið-
uðum mönnum vel sæmir, er
hún, þó engan veginn eins skelfi-
leg og frásögn blaðanna hermir.
Þegar yfirtollvörður og lögreglu-
þjónn frá Akureyri komu í skýlið
nr. 22. ágúst s. 1. var eignaskýrsla
er þeir sömdu yfir muni skýlisins
á þessa leið:
4 stk. beddar, 10 stk. rúmteppi,
olíulampi, sjúkrakassi, tvíhólfa
olíueldavél, pottur, kaffikanna,
ketill, blikkfata, bollapör, 3 pör
vettlingar, 2 stk. drykkjarmál,
sjókort, 10 pk. kaffi, 8 stk. export,
3 kg. strausykur, 1 kexkassi, 8
kg. tvíbökur, 6 búnt eldspýtur,
40 lítrar oha og lítið eitt af kol-
um.
Það sem vantar, er: Ein rúm-
ábreiða, beddi, alla niðursoðna
matvöru, hamar, naglbít, kola-
ausu, reku, matskeiðar, gafla,
borðhnífa o. fl.
Orðrómur hefur heyrst um það,
að gangnamenn væru valdir af
spellvirkjum þeim, sem gerð hafa
verið á skýlinu, en þetta er með
öllu ósatt.
Enginn Þingeyingur hefur ver-
ið þar að verki, sönnu nær, að
„túristar“ frá Akureyri og R.vík
séu hinir seku og því miður
nokkrir drukknir sjómenn, en
manna sízt eiga þeir, sem sjóinn
stunda, að granda skýlinu, því
auk þess sem slíkur verknaður
er brot gegn hegningarlögunum,
þá getur hann, og það skiptir
mestu máli, orðið til þess, bæði
beint og óbeint, að skipbrotsmenn
og aðrir nauðleitamenn, sem að
skýli þessu og öðrum slíkum
skýlum eða sæluhúsum k'oma,
mæti þar dauða sínum af kulda,
vosbúð og hungri í stað lircssing-
ar og líknar, ef greiðastöðum sem
þessum er ekki þyrmt.
Skora ég því í nafni Slysa-
varnafélags íslands á alla landa
mína, að hlúa að heldur að skip-
brotsmannaskýlum og sæluhús-
um landsins og forðast að
skemma í þeim nokkm-n hlut eða
hafa á burt.
Húsavík, 2. sept. 1950.
Júlíus Havsteen
Fulltr. Slysav.f. Isl.
fyrir Norðl.fjórðungi.
Málverkasýning
Garðars Loftssonar
Garðar Loftsson frá Böggvisstöð-
um í Svarfaðardal hafði nýlega sýn-
ingu á Hótel KEA á svartlistarteikn-
ingum, vatnslitamyndum og 15 olíu-
málverkum.
Garðar Loftsson er frístundamál-
ari og hefir ekki notið tilsaj^har í
reirri listgrein.
Mörgum hefir orðið ]>að á að
spyrja: Flvað er list? Við þessu
liggja ekki nein ákveðin svör, en
tað mun sanni næst, að það sé list,
sem grípur huga manna og athygli
svo föstum tökum, að þeir gleyma
ekki auðveldlega því, sem þeir liafa
séð eða heyrt. Þá fyrst hefir það,
sem nefnt er list, náð til hinnar
innri vitundar þeirra, er hafa séð
og hlustað. Að vísu má halda því
fram, að allur fjöldi manna liafi
ekki hinn rétta listasmekk eða vit á
>ví sem þeir sjá eða heyra, en það
nálgast ]>að mjög, sem kallaður
hefir verið „sleggjudómur". Sá, er
>etta ritar fer eingöngu eftir sínum
eigin smekk, og dæmir eftir honum.
Mýndir Garðars Loftssonar eru
mjiig athyglisverðar og sumar þcirra
eru ágætavel gerðar. Vil ég þar til
nefna tvær myndir af Dalvík. Onn-
ur þeirra er að mínum dómi lista-
verk, og raunar báðar. Nú er það
viðurkennt af flestum, að dæma
beri eftir því bezta, er listamenn-
irnir gera. Það er hinn eini og rétti
dómur á verkum nianna.
Þótt ekki sé fleira talið af mál-
verkum Garðars en Dalvikurmynd-
irnar, ]>á mun enginn óvilhallur
maður gefa þeim annan dóm en
að þær séu sérstaklega vel gerðar og
að af höfundi þeirra megi vænta
hins bezta, er tímar líða, hvort held-
ur um teikningar eða málverk er að
ræða. F- H. Berg.
- Fokdreifar
(Framhald af 4. síðu).
mér á dögunum, að það hefði
komið fyrir, jáfnvel í Vaðlaheið-
arreitunum, að gróðri hefði ver-
ið spillt, bæði af mannavöldum
og eins af völdum fjárbeitar a£
>ví að of margir þeirra, sem búa
í nágrenni gróðurreita, hugsa o£
lítið um það, hvert fé þeirra
rásar.
Á Hallormsstað er ákveðin
beit fyrir nautgripi innan skóg-
argirðinga. Það eru landslög. A£
þeim hefur m. a. leitt, að lerki-
tré, sem bitin hafa verið ung',
hafa ekki náð nema litlum þroska,
á meðan heil tré hafa vaxið í
marga metra hæð. Munntugga
búfénaðarins hefur ekki skilað
nema litlum arði. En hún hefur
þarna skilið eftir ör, sem aldrei
gróa. Þetta hugsa ýmsir bændur
of sjaldan um. Landbúskapurinn
á íslandi stæði betur að vígi í
dag, ef skógarhríslurnar hefðu
notið meiri skilnings og við-
urkenningar á liðnum árum. Það
er enn hægt að snúa við og það
þarf að snúa við. Starf skógrækt-
arinnar er dýrmætt, en það er
hægfara af því að það á ekki að
fagna fjöldafylgi, sem hver
þjóðarhreyfing þarf að eiga-
Skógrækt ætti að vera heitstreng-
ing allra ungra íslendinga.
Ársrit Skógræktarfél.
Islands
þurfa allir að eignast, er
áhuga hafa fyrir skógræþt.
Talsvert af eldri árgöngura
ennþá fáanlegt.
Bókaverzlun
Björns Árnasonar, 1
Gránufélagsgötu 4, Akurcyri,
I