Dagur


Dagur - 06.09.1950, Qupperneq 8

Dagur - 06.09.1950, Qupperneq 8
8 Baguk Miðvikudaginn 6. september 1950 Fréttabréf frá Skagaströnd: Unnið við að setja upp nýju hengibrúna á Blöndu Steinker fyrir Ólafsfjarðarhöfn í smíðum á Skagaströnd Þingi stéítarsambands bænda að Kirkjubæjarklaustri lokið Næsta þing haldið að Hólum í Hjaltadal Tíðarfar hefur verið frekar erf- itt á Skagaströnd í sumar, svo sem víða annars staðar. Heyskap- ur hefur þó gengið sæmilega, og hafa hey víða náðst inn óhrakin Ógæftir hafa nokkrar hamlað sjó- sókn trillubáta, en þeir hafa gengið um tíu frá Höfðakaupstað í sumar; hefur afli verið undir meðallagi, og mestmegnis farið i salt og lítils háttar til neyzlu innan héraðs. Næg atvinna hefu' verið í Höfðakaupstað þetta sum- ar. Eru þar um sex ný einnai hæðar hús í smíðum, auk þess sem nokkur stærri hús eru ófull- gerð. Að hafnargerð er talsvert unnið, og hefur nú tekist að koma steinkeri, sem keypt var frá Frakklandi fyrir tveim árum á sinn stað. En þar sem því hafði verið sökkt til bráðabirgða, gróf undan því, og brotnaði þá kerið, svo að miklir örðugleikar voru að koma því á flot aftur og koma því á tilætlaðan stað, til fram- lendingar á innsiglingar- hafnargarðinum, en hann hefur með þessu móti lengst um eina 60 metra. Hefur einnig verið unn- ið að því að steypa plötu á kerið og tryggja legu þess. Dýpkunar- skipið Grettir vann og í sumar Höfðakaupstað efni í nýju í fjórar vikur að dýpkun hafnar- innar. í júlí var skipað upp í Blöndubrúna. Er það hengibrú, smíðuð í Englandi. Er þegar langt komið að reisa brúna, sem verður hið mesta mannvirki og mikil samgöngubót bæði innan héraðs og milli héraða. Steinker fyrir Ólafsfjörð. Aðstaða til þess að steypa steinker til hafnargarðar er all- góð í Höfðakaupstað, enda hafa þau verið talsvert notuð til hafn- argerðar í Ólafsfirði. Verða lcer- in sennilega fullgerð að vori og þá dregin til Ólafsfjarðar. Síldveiði í snurpunót hefur engin verið í Iiúnaflóa á þessari vertíð, og hefur síldarverksmiðj- unni ekki borizt nein síld. Verka- menn verksmiðjunnar háfa unn- ið í sumar á vegum Nýbyggingar- nefndar Höfðakaupstaðar að lagningu skolpræsa og vatnsæða i samræmi við framtíðarskipulag staðarins. Söltunarstöðvar ei-u þrjár í Höfðakaupstað, og hefur þeim borizt nokkur reknetaveiði, en um tuttugu bátar víðsvegar að af Norðurlandi og Vestfjörðum hafa lagt upp reknetaveiði sína í Höfðakaupstað. Einnig hefur nokkuð af síldinni verið fryst í tveim frystihúsum, og loks hefur nokkru af síldinni verið ekið á bílum til Sig'lufjarðar til verkun- ar þar. Þykir mörgum það ein- kennileg hagsýni, þar sem veið- in hefur aldrei verið meiri en svo, að hæglega mátti anna verk- un hennar á staðnum. Að vegalagningu út Skagann að vestanverðu hefur lítilsháttar verið unnið í sumar, og munar litlu, að bílfært sé orðið út í Hafnir, en fyrir utan Kálfsham- arsvík er vegur að mestu ólagður og ýmsar torfærur, sem ekki eru færar nema jeppum. Fjárstofn sem genginn var af Vestfjörðum og Melrakkasléttu haustið 1948 hefur reynst vel og eru skepnuhöld góð, og sömuleið- is spretta í görðum. Um sl. Iwlgi höfðu Krossaness- verksmiðjunni borizt 7321 fftál sildar og 4369 mál ufsa. A vertið- inni i fyrra fékli verksmiðjan 1S.750 mál sll'dar. Er peita pvi langsam- lega Iclegasla sildarárið hjd verk- smiðjunni, pvi að árið i fyrra var laliara en nccstú ár par á undan. Síðustu vikurnar hefir verksmiðj- an fengið 4369 mál af ufsa. iMIKIL BRÆÐSLA í KROSSANESI Þrátt fyrir þessar lágu tölur, liefir mikið verið brætt í Krossanesi í sumar. Togararnir hafa landað þar um 13 þús. tonnum af karfa, ufsa og öðrum fiski. Skiptist það þann- ig: karfi 9294 tonn, ufsi og annar fiskur 2614 tonn, bein 800 tonn. Þar við bætist afli, sem togararnir lönduðu í sl. viku. Kaklbakur kom með 428 tonn eftir 4 daga veiðar, og er það metafli. Var það allt stór- ufsi. Auðun Auðunsson var skip- stjóri í þesari lerð. Þá landaði Sval- bakur 388 tonnum af ufsa. Fram að síðustu löndun var aflaskiptingin Síldveiði norðanlands hefur verið lítil sem engin s. 1. þrjár vikur, en lítilsháttar upsaveiði, einkum austan til á veiðisvæðinu. Um helgina fréttist til síldai- djúpt af Langanesi, en ekki vitað enn, hvernig úr rætist með hana. Lítilsháttar reknetaveiði hefur verið í Húnaflóa og afiast frá 10— 80 tunnur í lögn. Frá Höfðakaupstað ganga um tuttugu bátar frá ýmsum ver- stöðvum norðanlands og vestan. Kristiiin á Núpi látinn Hinn kunni vestfirzki bænda- höfðingi, Kristinn Guðlaugs- son á Núpi í Dýrafirði lézt í Landsspítalanum í Reykjavík, á mánudaginn, nær 82 ára að aldri. Kristinn var eyfirzk- ur að uppruna, fæddur að Þröm í Garðsárdal. Miðar hægt að upplýsa Þorgeirsfjarðar- málin? Eftir því, sem blaðið hefur frétt, mun miða hægt að upplýsa Þorgeirsfjarðarmálin svokölluðu, þ. e. ránið úr rúss- neska skipinu, sem strandaði þar fyrir nokkru. Mun t. d. ekki upplýst enn, hverjir hafa tekið vélarnar úr nótabátunum og dýptarmælinn, þrátt fyrir yfirheyrslur. 4660 tonn, Svalbakur 4337 tonn og Jörundur 2909 tonn. Síldarmagnið á Hjalt- eyri og Dagverðareyri meira en helmingi minna en í fyrra 1 gar höfðu Hjalteyrarverksmiðj- unni alls borizl um 22 pús. rnál af sild og 15.600 mál af ufsa. í fyrra fékk verksmiðjan 47 þús. mál á vertíðinni. Dagverðareyrarverksmiðjan hafði í gær fengið 13.734 mál af síld og 9101 ntál af ufsa. í fyrra fékk verk- smiðjan 36.500 mál af síld. Er síldarmagnið hjá verksmiðjun- um því meira en helmingi minna en í fyrra. Nokkur skip, sem landað hafa hjá þessum verksmiðjum, eru hætt, eu önnur mhnu bíða fram yl'ir norðaustan garðinn, sem gekk liér yfir í gær, en hætta úr því, ef Einnig ganga reknetabátar frá Hólmayík, Djúpavík og Drang- nesi. Það þykir í frásögur fær- andi að nokkru af síldinni hefur verið ekið á bílum frá Höfða- kaupstað til Siglufjarðar, og það enda þótt söltunarstöðvár og frystihús á staðnum gætu hæg- lega annað þeirri síld, sem þar berst á land í ekki meiri veiði en verið hefur. Er varla annað hugsanlegt en síldin fari illa í slíkum flutningUm, og að mikill aukakostnaður falli á hana. Stéttarsambandsþing bæntht, sem haldið var í s. 1. viku að Kirkjubæjarklaustri er nú lokiii. Þingið sótti fjöldi bænda alls staðar af landinu. Á þinginu voru m. a. gerðar eftirfarandi sam- þykktir, ályktanir og áskoranir: Þingið samþykkti þá tillögu að skora á ríkisstjórn og Alþingi að fullnægja vélaþörf ræktunarsam- barída á næsta ári. Enn fremur skor- aði þingið á þesa aðila að láta véla- sjóði, S. í. S. og öðrum innflytjend- um nægan gjaldeyri til varahluta- kaupa og taldi þingið enn brýnni þörf á nægum varahlutum en inn- flutningi nýrra véla, og taldi sjálf- sagt að nota Marshallfé til þessa. Skorað var á fjárhagsráS og ríkis- stjórn að nota liinn takmarkaða gjaldeyri, sem nota á til kaupa á heimilisdráttarvélum þannig, að scm flestar og beztar vélar fáist tii landsins. Fundurinn skoraði á búnaðarfé- lagið að auka fræðslu á meðferð véla og verkfæra, t. d. með umferða- kennslu. Marshallfé til Jandbúnaðarins. Skorað var á búnaðarþing og rík- isstjórn að beita sér fyrir því, að einni milljón dollara af Marshallfé verði varið til uppbyggingar í sveit- um á næstu þremur árum. Féð verði látið í urnsjá Búnaðarbankans og notist til innkaupa á girðingarefni og byggingarefni til ibúðarhúsa, votheysgryfja og einkarafstöðva. Þetta er nauðsynleg viðbót við fé það, sem Búnaðarbankinn hefir yfir að ráða Skorað var á búnaðarþing að breyta lögum um alþýðutryggingar þannig, að sjúkratryggingar verði á vegum sveitarfélaganna eins og áður, en að öllum sveitarfélögrím verði gert að skyldu að stofna sjúkrasamlög. Talið var réttmætt, að allir, sem eru slysatryggðir, greiði sjálfir til- skilið lágmarksiðgjald, en að at- vinnuveitandi greiði það, sem þar er fram yfir. Fundurinn skoraði á Al])ingi að breyta 109. grein laga, um að sveit- arfélögum sé ekki gert að skyldu að greiða iðgjöld fyrir aðra en þá, sem cru á sveitarframfæri. Rafmagnsmál sveitanna. Fundurinn samjjykkti áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar um að beita sér engu að síður fyrir bygg- ingu rafstöðva einstakra héraða en byggingu hinna stóru rafstöðva, er nú er ákveðið að reisa, og telur fundurinn það réttlætismál, að raf- magnið sé ekki hærra í sveitum en kaupstöðum. Fundurinn harmaði það, að ekki hafi náðzt samkomulag milli útgerð- armanna og sjómanna um kaup og kjör og benti á það, að jjjóðin hefði beðið mikið tjón við stöðvun togára llotans, og m. a. landbúnaðurinn, sem liefði tekið á sig byrði vegna gengislækkunarinnar, sem sett hefði verið Jyrst og fremst vegna sjávarút- vegsins. Taldi fundurinn ]>að höf- uðnauðsyn, að sá skilningur sé ríkj- andi með útgerðarmönnum og sjó- mönnum og ríkisstjórn, að skipin séu rnestan hluta ársins að fiskveið- um. Búnaðarmálastjóri ávarpaði fund- , armenn í fundarlok og Jrakkaði Imönnum lundarsókn og fundarsetu. Formaður Stéttarsambands bænda, Sverrir Gíslason, lýsti yfir því, að næsta þing Sambandsins skyldi haldið á Hólum. I Bílstjórar vilja aukinn hjólbarðainnflutning Á fundi í Bílstjórafléagi Akur- eyrar 28. f. m., var eftirfarandi ályktun samþykkt með tilliti til skortsins á hjólbörðum, sem nú er í landinu: „Fundur í Bílstjórafélagi Ak- ureyrar, haldinn mánudaginn 22. ág. 1950, leyfir sér að skora á háttvirta ríkisstjórn íslands, að hún hlutist til um við gjaldeyris- og innflutningsnefnd, að veitt verði nú þegar gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir hjólbörðum handa atvinnubifreiðastjórum. Vill fundui'inn í þessu sambandi benda á, að nú þegar eru hjól- barðavandræðin orðin svo mikil, að atvinnubifreiðastjórar eru farnir að leggja bifreiðum sínum vegna hjólbarðavöntunar. Telur fundurinn, að hér þurfi skjótrar úrlausnar við, ef ekki á að koma til frekari vandræða hjá atvinnubifreiðastjórum. Væntir því Bílstjórafélag Ak- ureyrar þess, að hæstvirt ríkis- stjórn verði við áskorun þessari og stuðli þar með að því, að lag- færing fáist á þessum málum hið fyrsta." Knattspyrnumenn frá „Val“ væntanlegir hingað Knattspyrnuflokkur frá „Val“ í Reykjavík, II. flokkur, er væntan- legur liingað næstkómandi föstu- dag, og mun flokkurinn keppa við knattspyrnufélögin hér um næstu helgi. Vestur-íslenzkir gestir heiðraðir Kaffisamsæti var hinum gé)ð- kunnu Vestur-Islendingum, frú Maríu og dr. Sveini E. Björnssyni, haldið að Gildaskála KEA sl. laug- ardagskvöld. — Sátu ])að um 60 manns, ættingjar og vinir Jteirra hjóna og fleiri bæjarbúar. Gekkst Austfirðingafélagið á Akureyri fyrir hófi Jtessu, en hjónin eru bæði aust- firzkra ætta. Formaður Austfirð- ingafélagsins, Björgvin Guðmunds- son tónskáld, stjórnaði hófinu, eu fyrir minni heiðursgestanna mæltu sr. Benjamín Kristjánsson og frét Halldéira Bjarnadóttir. Einnig té>ku til máls Jón Sveinsson skattdómari, sr. I’étur Sigurgeirsson, frk. Þura Árnadétttir frá Garði og Guðm. Karl Pétursson, yfirlæknir. Helgi Valtýs- son rithöfundur flutti frumort 1 jóð, en hciðursgestirnir þökkuðu með ræðum. A milli ræðna voru sungin ættjarðarl jóð. Eftir að staðið var upp lrá borðum, ræddu gestirnir við ættingja sína og vini, en sumt skvldmenna sáu ]>au hjónin þarna í fyrsta sinn. Aðeins 7000 mál síldar í Iírossanesi En 13 þúsund tonn af öðrum fiski úr togurunum þannig milli togaranna: Kaldbakur | veiði glæðist ekki. Síld íiuíl á bílum frá Skagaströnd lil Siglufjarðar! Nær engin síldveiði í herpinót í þrjár vikur

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.