Dagur - 28.09.1950, Blaðsíða 1

Dagur - 28.09.1950, Blaðsíða 1
Dagur Dagur kostar aðeins kr. 10.00 til áramóta. XXXni. árg. /Vkureyri, fimmtudaginn 28. september 1950 42. tbl. Rússinn í Þorgeirsfirði Myndin sýnir flakið af rússneska skipinu Júpíter, sem strandaði í Þorgeirsfirði í sumar. Skipið var þrísigld skonnorta. Tvö siglutré voru brotin, er myndin var tekin, skömmu eftir strandið. Skipið liggur enn í Þorgeirsfirði og hefur ekki heyrzt að nein tilraun verði gerð til að bjarga bví. Áburðarverksmiðjumálinu hefur þokað verulega áleiðis með sendiför Vilhjáfms Þór Málið verður rætt á fiilltrúafundi í París í næsta mánuði Vilhjálmur Þór forstjóri kom heim úr för þeirri, er hann fór á vegum ríkisstjórnarinnar vegna áburðarverksmiðjumálsins, sl. sunnudag og hefur hann þegar lagt skýrslu um för sína fyrir ríkisstjómina. Hefur iandbúnaðarráðherra látið svo ummælt, að málinu hafi þokað verulega ' áleiðis fyrir sendiför hans, en ekki liggja fyrir aðrar upplýsingar um framgang málsins. Eins og kunn- ugt er hefur fsland sótt um Marshallfé til að byggja áburðar- verksmiðju hér, með þeim rök- stuðningi, að slík verksmiðja mundi stórvægilegur liður efna- hagslegrar endurreisnar hér og mundi tryggja afkomu atvinnu- veganna stórlega umfram það, éem nú er. Mun Vilhjálmur Þór hafa rætt Bridgefélagið byrjar starf Bridgefélag Akureyrar er nú að hefja vetrarstarfsemi sína. Mun félagið halda fundi á þriðju- dagskvöldum í vetur, í Gilda- skála KEA, a. m. k. fyrst um sinn. Vetrarstarfsemin hefst með tvímenningskeppni. Nú eru 70 meðlimir í félaginu. Þeir, sem hafa óhuga fyrir að taka þátt í vetrarstarfseminni, þurfa r.j snúa sér til félagsstjórnarinnar sem fyrst. málið við forvígismenn Mars- hallstofnunarinnar í París og kynnt þeim sjónarmið íslend- inga. — Mál þetta mun verða tekið fyrir á fulltrúafundi Mars- halllandanna, sem haldinn verð- ur í París í næsta mánuði, en sá fundur hefur ráðgefandi vald. Urskurðarvald um fjái-veiting- una er í höndum Marshallstofn- unarinnar í París og endanlega hjá Marshallstofnuninni í Banda- ríkjunum. Bæjarsfjórn Veslmannaeyja boðar fil nýrrar kaupstaðaráðstefnu Haírannsóknaskip flytja þátttakendur til þings hafrannsókna- ráðsins í Khöfn Kaupmannahöfn í sept. Hinn 2. okt. næstk. verður þing alþj óðahafrannsóknarráðsins sett í Christiansborg. Þing þetta mun standa í viku og sækja það marg- ir útlendingar, og munu sumir koma á hafrannsóknarskipum til Kaupmannahafnar. — Þannig senda Norðmenn hið nýja rann- sóknarskip G. O. Sars (sem var m. a. við ísland í sumar). Eng- lendingar senda eftirlits- og haf- rannsóknarskipin „Welcome" og „Cygnet“, og Frakkar senda eft- irlitsskipið „Ailette". Allur þessi floti mun liggja við Löngulínu, er þingið hefst. Dr. Harald Blegvad, aðalritari hafrannsóknarráðsins, hefur boðið öllum þáttakendum í heimsókn um borð í danska rannsóknarskipið „Galathea“, sem innan tíðar byrjar tveggja ára ferð kringum hnöttinn til þess að kanna hafdjúpin og lífið þar. — Holm. Gunnar Huseby og fleiri íþróttagarpar keppa hér um helgina Ef veður leyfir munu íþrótta- garparnir Gunnar Huseby, Evrópumeistari í kúluvarpi, og spretthlaupararnir Pétur Einarsson og Guðmundur Lárusson, koma liingað um helgina á vegum K. A., og keppa við bæjarmenn hér um helgina. Verður nánari til- högun auglýst á götunum. Snæfell" flyfur batafisk á Þýzkalandsmarkað Fyrsta salan þar á þessu hausti Útgerðarfélag KEA er um þessar mundir að láta skip sitt, m.s. Snæfell, hlaða fisk í ver- stöðvum hér við Eyjafjörð og í Húsavík til flutnings til Þýzka- lands. Mun skipið leggja af stað með fullfermi á morgun. Verður þetta fyrsta salan á Þýzkalandsmark- aðinum nú á þessu hausti,- Hef- ur markaðurinn verið góður að undanförnu og má gera ráð fyrir að fiskurinn seljist vel ef engin óhöpp koma fyrir. Tregur afli nyrðra. Það eru aðallega trillubátar, sem stunda fiskveiðar hér nyrðra um þessar mundir og hefur afli verið heldur treghr. Hefur reynst allerfitt að fá farm í skipið. Tak- ist þessi tilraun vel mun vænt- anlega verða haldið áfram að sigla á Þýzkalandsmarkað með fisk héðan. Ætti slík afsetning fisksins að örva útgerðina og verða til þess að meira kapp verði lagt á fiskveiðarnar í ýms- um verstöðvum hér um slóðir en verið hefur síðan síldarvertíð lauk. Umræðuefni verða hagsmunamál kaupstaðanna úti á landi og forréttindastaða Reykjavíkur og Hafnarfjarðar í þjóðfélaginu Bæjarstjóm Vestmannaeyja hefur ákveðið að boða til nýrrar kaup- staðarráðstefnu til þess að ræða fjárhagsvandamál kaupstaðanna utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og aðstöðu þeirra í þjóðfélag- laginu og gagnvart ríkisvaldinu, nefndunum og ráðunum. Vilja Vestmannaeyingar að ráðstefnan verði haldin þar dagana 21.—22. október næstkomandi. Bæjarstjórn Akureyrar barst bréf um þetta efni frá bæjarstjór- anum í Vestmannaeyjum s. 1. þriðjudag og segir þar svo: „TiIIaga um boðun ráðstefnu Á fundi bæjarstjórnar Vest- mannaeyja 15. sept. s. 1. var eft- irfarandi tillaga samþykkt: Bæj- arstjórn Vestmannaeyja sam- þykkir að beita sér fyrir því, að bæjarfélög utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar efni til sameigin- legrar ráðstefnu um hagsmuna- mál sín og verði ráðstefna þessi haldin í Vestmannaeyjum í n. k. októbermánuði. Bæjarstjóra er falið að leita eftir þátttöku við- komandi bæjarfélaga í ráðstefnu þessari þar sem mæti 2 fulltrúar með atkvæðisrétti frá hverju bæjarfélagi, auk áheyrnarfulltrúa eftir því, sem viðkomandi kunna að óska.“ Greinargerð — sameiginleg hagsmunamál í greinargerð fyrir tillögunni, segir bæjarstjórinn í Vestmanna- eyjum: „Bæjarfulltrúum er að verða það æ ljósara, að vegna vaxandi f járhagsörðugleika vegna dýrtíðar og jafnvel atvinnuleys- is, er nauðsynlegt fyrir bæjar- félögin utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar að standa sem fast- ast saman í hagsmunabaráttu sinni, bæði atvinnulega og um réttindakröfur sínar til ríkis- stjórnar, ráða hennar og nefnda. Oll eiga þessi bæjarfélög afkomil sína undir gengi sjávarútvegsins að meira eða minna leyti. Slík samstaða ætti að verða til þess að hægara ætti að verða að ná samkomulagi um hin ýmsu mál.“ Sérstaða Reykjavíkur og Hafnarfjarðar Enn segir í greinargerðinni: „Reykjavík og Hafnarfjörður hafa sérstöðu móti öðrum kaup- stöðum landsins vegna þess, að flestir þingmenn þjóðarinnar eru borgarar þessara bæja. Þar er ríkisstjórnin, aðalbankarnir og allar nefndirnar og ráðin, sem ekki er hægt að komast fótmál fyrir þó að menn fegnir vildu. Oll aðstaða forustumanna í fyrr- nefndum bæjarfélögum er mun betri til að vinna að framgangi ýmissa mála ef til nefnda og ráða þarf að sækja. Fer enda oft sam- anað sami maður gegnir stöðu bæjarfulltrúa og jafnvel ráð- herra.“ Ráðstefnan 21.—22. október. í lok bréfsins segir: Vér vænt- um þess fastlega, að þér sjáið yður fært að senda fulltrúa á ráðstefnu þessa, sem verður, ef þátttaka fæst, dagana 21.—22. október næstk. — Líklegt að undirtekir verði góðar. Mál þetta hafði ekki borið á góma í bæjarstjórn Akureyrar í gær, enda ekki haldinn bæjar- stjórnarfundur í þessari viku. En líklegt má telja að erindi þetta fái góðar undirtektir þar, svo og hjá öðrum bæjarstjómum landsins. Bæjarfélögin eiga mörg hagsmunamál sameiginleg og eiga öll undir högg að sækja þarsem ei/ r íkisvaldit jog'af sprengi þess, hið leiða nefnda- og ráða- fargan. Er þess að vænta, að bæjarfulltrúarnir hér telji það hagsmunamál fyrir Akureyri að eiga aðild að þessum samtökum. Ráðgert að byggja íbúðarhús í sambandi við vinnustofurnar í Kristnesi Berklavarnadagurinn er á sunnudaginn og verða þá seld merki og blöð hvarvetna um landið til ágóða fyrir starfsemi S. í. B. S. Rennur allur ágóði af deginum til starfseminnar að Reykjalundi og til starfrækslu vinnustofanna að Kristnesi. Er nú ráðgert að reisa þrjú íbúðar- hús þar í sambandi við vinnu- stofurnar. Þá stendur fyrir dyrum að byggja vinnuskála að Reykjalundi í stað herskálanna, sem notaðir hafa verið og eru nú að verða ónothæfir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.