Dagur - 28.09.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 28.09.1950, Blaðsíða 2
2 D A G U R Fimmtudaginn 28. sept. 1950 Kaupmenn og þjóðarhagur Hlutdeild kaupmanna í sköpun verðmæta Hverjum manni er ljóst, að skilyrði fyrir efnalegri velmegun þjóðarinnar er, að nægilega mik- il verðmæti séu framleidd í land- inu sjálfu. Þau eru vissulega framleidd af ýmsum þegnum þjóðfélagsins á misjafnan máta. Sjómannastéttin framleiðir fisk til útflutnings. Hún flytur varn- ing til og frá landinu og annast einnig flutning við ströndina. Bændastéttin framleiðir mest af því, sem daglega er á þorðum þjóðarinnar. Verkamenn vinna að iðnaði, byggingum o. fl. Þannig mætti lengi telja. En hvað framleiða kaupmenn? Hvernig ætli landið væri á vegi statt, ef enginn kaupmaður væri til? Þessum spurningum verður ekki svarað fullkomlega í stuttu máli. En í höfuðatriðum má full- yrða, að hagur lands og þjóðar yrði lítið rýrður, þótt kaupmönn- um fækkaði til muna frá því sem nú er. Margar verzlanir eru með öllu óþarfar og gagnslitlar. Hins vegar inna kaupmenn af þöndum þarfa þjónustu í ýmsum efnum. En sú þjónusta er í mörgum tilfellum allt of dýr. Þeir hagnast óeðlilega á viðskiptunum við almenning. Þeir eru einu sinni til vegna þjóð- arinnar, en ekki öfugt. Þrátt fyr- ir það, þótt nokkur hluti kaup- m&nna sé raunverulega óþarfur, lifa þeir tíðum betur en aðrir. Víðast hvar í kaupstöðum lands- ins eru fjársterkir kaupmenn, milclu efnaðri en samborgarar þeirra. Er það vegna þess að þeir framleiða meiri verðmæti og séu þarfari en hinir? Nei, síður en syo. Heldur, að verzlun hefur yerið handhæg aðferð til fjárafla, yjármagn kaupmanna og kaupfélaga iþað er athyglisverður saman- burður að bera saman, hvernig kaupmenn og kaupfélög ráðstafa fjármagni sínu. Flestir efnaðir kaupmgnn láta sér nægja að safna í handraðann. Hins vegar hafa kaupfélögin verið brjóstviirn flestra byggðarlaga, þar sem þau starfa, um að verja fjármagni sínu til nytsamrar framleiðslu. Nægir þar að benda á það hlut- verk, sem Kaupfélag Eyfirðinga gegnir hér í bæ og héraði í ýms- um framleiðslugreinuny. Nú er svo komið að sjóðir kaupfélag- anna eru helzta brjóstvörn margra byggðarlaga landsins. Fjármagn þeiri-a er alveg bundið við staðinn til frambúðar. Hins vegar eru fjölmörg dæmi um kaupmenn, sem hafa grætt á í- búum byggðarlaga og siglt svo sína leið með gróðann. Heildsalar og SÍS Ekki verður samanburðurinn hagstæðari á því sviði. Nú er vitað, að nærri tvö hundruð heildsalar eru starfandi í landinu. Hver þeirra um sig krefst mik- illa húsakynna, skrifstofa, geymsluhúsa o. s. frv. Hins vegar er svo SÍS, sem hef- ur aðsetur í einu skrifstofuhúsi í Reykjavík, en annast samt hundraðfalda þjónustu á við margar heildsölurnar. Ætli væri hagstæðara fyrir þjóðina, að sam- eina umflutninginn, í stað þess að eyða efni, húsakynnum og margföldu starfsliði á mörgum stöðum? Það er alkunna, að margir af heildsölunum hafa rakað saman stórfé á kostnað alþjóðar. En er framleiðslustarfsemi heildsala- liðsins sambærileg við fram- leiðslu SÍS? Öruggt er það, að ef allt fjármagn kaupmanna væri samankomið og það hagnýtt í þjóðarþágu, væri hægt að fram- leiða með því mikil verðmæti til blessunar fyrir þjóðina. En þessu er alls ekki til að dreifa. Fjár- magnið er yfirleitt hagnýtt í þágu fárra útvaldra. Þess vegna þurfa milliliðaheildsalar að hverfa. Þeir gleypa svo og svo mikið fjármagn án þess að veita því í framleiðsl- una. Smærri hagsmunir verða að víkja fyrir hinum stærri Það er nú viðurkennt, að efna- hagsvandræði steðja að þjóðinni. Þegar svo er, þykir sjálfsagt að stuðla að því eina, sem getur bætt úr, en það er aukin fram- leiðsla. Þar sem nokkur hluti kaupmanna er óþörf stétt, nema á velmegunarárum, þegar þjóðin hefur efni á að. veifa slíkum skrautfjöðrum, verður að stefna að því að afnema það fyrirkomu- lag, sem nú ríkir um verzlunar- máta. Kvótafyrirkomulagið tryggir ýmsum vörur óverðskuldað, en það að hafa á boðstólnum vörur í vöruþurrð þýðir vissan og ör- uggan gróða. Hagsmunir þessara kaupmangara eru smáir borið saman við þjóðarhagsmuni. Því verða þeir að yíkja og heilbrigð- ari starfsgrundyöllur að komast á. Meðan viðhaldið er fjölmörg- um verzlunum með hlunnindum í dreifingu er ekki von á góðu. Rök kaupmannasinna Það skal tekið fram, að marg- ir af kaupmönnum eru dugnað- ar- og ráðdeildarfólk, sem sinna starfi sínu af alúð. Er það löngu yiðurkennt. Þeir, sem telja sig andstæðinga samvinnufélaga, og vilja útrýma þeim, telja að kaupmenn séu svo fjarskalega nauðsynlegir til þess að láta leggja há útsvör á þá og skatta. Hins vegar séu svo samvinnufélögin, sem beri lægri útsvör og lægri skatta. En því er nokkuð verið að fara aftur að hlutunum, fyrst eitt af mark- miðunum er að fá sem mest í bæjar- og ríkiskassana. Því er verzlunin ekki bæjar- eða þjóð- nýtt? Þá fæst gróðinn inn ,eða svo skyldi maður ætla. Undanfarin ár hefur mjög hallað á kaupmenn og heildsala í samkeppn' v*ð sítntöJ' swnvinnu- manna. Grípa þeir nú til þess að hefja upp ákafan áróður fyrir því, að alger samstaða sé milli kaupmanns sem rekur verzlun og verzlunarfélags, sem' ekki er rekið í' gróðaskyni fyrir neinn sérstakan einstakling. í skjóli fé- lagafrelsis hefur almenningur hagnýtt sér mátt og yfirburði samlakanna til sjálfsbjargar. Hann telur sig ekki vera tæki fyrir smákónga til að græða á, heldur sjálfstæða einstaklinga, sem vilja reyna allt sem þeir geta til að vei'ða efnalega sjálf- stæðir. S O S Morgunblaðsins Hér á dögunum segir Morgun- blaðið: „Ef það er rétt, að kaup- félögin séu einu verzlanirnar á 17 stöðum hér á landi, þá er vissulega tími til kominn, að lög- gjafarvaldið geri þær ráðstafan- ir, sem hefta frekari einokunar- þróun en þegar er orðin.“ Svo mörg eru þau heilögu orð. Þess er krafizt af löggjafarvald- inu, að það grípi í taumana og tryggi kaupmönnum lífsskilyrði. Er það vegna þjóðarinnar? Hafa einstaklingarnir á þessum 17 stöðum óskað eftir fésýslumönn- um til að láta græða á sér? Nei, Það er vegna hagsmuna þeirra manna á kostnað alþjóðar. Slík- ar ráðstafanir væru vart hugs- anlegar, nema með því að skerða það félagsfrelsi sem stjórnskip- unin tryggir. Ef til vill er það einn af framtíðardraumum Morg- unblaðsins í stjórnarskrármál- inu!? T. Frá Barnavernd- arfélagi Akur- eyrar Frá Barnaverndarfélaginu hef- ur blaðinu borizt eftirfarandi: Á síðastliðnum vetri var stofn- að barnaverndarfélag hér í bæn- um. Mörg nauðsynleg verkefni bíða þessa unga félags. En til þess að geta leyst þau, þarf það að eignast einhverja fjármuni til umráða. Eitt af því, sem félagið hyggst koma í framkvæmd, er að koma upp vistheimili fyrir mlmaðarlaus börn, svo og önnur börn, sem af ýmsum ástæðum þyi-ftu að dvelja þar lengri eða skemmri tíma. — Þöifin fyrir slíkt heimili vex-ður brýnni með ári hvei-ju í jafn fjöl- mennum bæ og Akureyri er. Félagið hefur valið sér fyrsta vetrardag (að þessu sinni) laug- ardaginn 21. okt.) til samkomu- halds og fjái-öflunar. Þessi gamli merkisdagur er nú að hverfa í skuggann fyrir^öðrum nýjum. — Vill félagið nú helga hann upp- eldismálunum í bænum. Á það vel við, þar sem flestir skólar byi-ja að haustinu um svipað leyti. Stjórn félagsins treystir því, að sem flestir bæjarbúar vilji styrkja það með því að gerast félags- menn, svo og með því að sækja skemmtanir Barnavei'ndardags- ins. En um fyrirkomulag hans verður nánar sagt síðar. HELGA MAGNÚSÐÓTTIR MINNINGARORÐ Nýlátin er hér í bænum Helga Magnúsdóttir, fyrr húsfreyja í Torfgarði á Langholti í Skaga- firði, ekkja Sigurðar Helgasonar bónda þar. Helga sál var fædd á Gvend- ai'stöðum í Skagafjarðarsýslu 1. maí 1881. Voru foreldrar hennar Margi'ét Sigfúsdóttir og Magnús Pálsson. Var Margrét dóttir Sig- fúsar fi'á Vatnshlíð Guðmunds- sonar þar, Magnússonar þar Ás- grímssonar. — Guðmundur í Vatnshlíð var maður mjög orð- heppinn og fyndinn, gáfaður, glaður og reifux’, greiðamaður mikill. Magnús, faðir Helgu, var son- ur Páls Halldói’ssonar, bónda á Álfgeii'svöllum, og konu hans Margrétar Magnúsdóttur bónda á Álfgeii’svöllum Þorsteinssonar. Dó Páll á níræðisaldri hjá séra Jóni O. Magnússyni á MælifeUi nokkrum árum fyrir síðustu aldamót. — Magnús Pálsson bjó víða, meðal annai-s á Nautabúi á Neðribyggð. Hann andaðist árið 1892. Helga ólst upp með móður sinni fyrstu æviái'in, en um 1890 fluttist hún til frænda síns, Kon- ráðs Magnússonar, bónda á Syði’a-Vatni, og konu hans, Ingibjargar Hjálmsdóttur alþm. í Norðtungu Pétui'ssonar, og dvaldist með þeim fi-am um alda- mót, og minntist hún jafnan veru sinnar þar með þakklæti og gleði. Hafði hún inar mestu mætur á Syði'a-Vatnshjónunum, börnum þeii'i'a og gömlu hjónun- um fi-á Noi'ðtungu. Um aldamót- in fluttist Helga sál. að Geld- ingaholti til Sigþrúðai- Helga- dóttur, ekkju Tobiasar bónda Eii'xkssonar, og átti þar heima um hríð. Kynntist hún þar bróð- ur Sigþrúðar húsfreyju, Sigurði Helgasyni, og gengu þau í hjónaband ái-ið 1903. Hófu þau búskap á Brenniborg og voru þar árlangt, en fluttust síðan að Torfgarði í Seyluhi-eppi. Þar bjó Helga 33 ár, fyrst með manni sínum, meðan hann lifði, til 23. 'ágúst 1931, og síðar með sonum sínum til 1937. Brá hún þá búi og fluttist til dóttur sinnar Mar- grétar norður á Akureyri, og átti hún þar upp frá því heirna, hjá Mai'gréti, og síðar þeim hjónum, Mai-gréti og Birni Guðmundssyni innlagningai-manni hjá Kaup- félagi Eyfirðinga, Akui'eyri. — Helga andaðist í Akureyrar spí- tala að kvöldi 10. sept. s.l., eftir miklar sújkdómsþrautir. — Kveðjuathöfn var haldin á heimili hennar .1. laugardag kl. 10 árd. og flutti séra Pétur Sig- urgeirsson þar bæn. Sama dag yar sál. jai'ðsett að Glaumbæ, kl. 4 síðdegis, við hlið manns síns, og fylgdu henni til grafar margir ættingjar, venzlamenn og aðrir vinir og sveitungai'. Séra Helgi flutti í-æðu og söng hana til moldar. Þeim Helgu og Sigurði varð fjögui'i-a bai'na auðið, tveggja dæti-a og tveggja sona. Dó elzta barnið, stúlka nýfædd, en hin lifa: Margi-ét, gift kona á Akur- eyi'i, Magnús smiður í Reykja- vík, ókvæntur, og Helgi bóndi í Geitagei-ði í Staðai'hi-eppi, kvæntur Þóru Jóhannsdóttur bónda á Toi'fustöðum í Svartár- dal Sigfússonar. Helga sák var kona vel gefin, ástrík manni sínum, börnum «og barnabörnum, og vildi öilum vel. Fórnfýsi hennar var einstök. Hún var ein þeirra kvenna, sem hugsaði alltaf um aðra, en lét sjálfa sig sitja á hakanum. Lengst af ævinnar bjó hún við erfið kjör, einkum vegna heilsuleysis, bæði manns sx'ns og sín sjálfrar, en síðustu árin leið henni vel, að því leyti sem mennirnir geta að gert, í skjóli dóttur og tengda- sonar, sem reyndust henni ið bezta. í inni löngu sjúkdómslegu var dóttir bennar löngum yfir þenni og lokaði augum hennar, er yfir lauk. — Synirnir í fjar- lægð sýndu henni mikla ræktar- semi, og tengdadóttirin gladdi hana möi'gum sinnum. — Hugur Helgu sál. var löngum hjá barnabörnunum, er hún var vakin og sofin að hlynna að og gleðja. „Hin langa þraut er lið- in“. Og nú hvílir Helga sál. í skagfii-zkri mold við hlið manns síns, er hún unni frá sumar- morgni ævi sinnar. Nú er lík hennar lagt til hvíldar í firðinum fagra, sem hún þi'áði alltaf og minntist með .fögnuði. Blessuð sé minning hennar! Br. T. Sjötug varð 18. september sl. Þórhild- ur Jónasdóttir, Byggðavegi 103 á Akureyri. Hún er fædd að Böðv- arsnesi í Höfðahverfi 18. sept. 1880, og bjuggu foreldrar hennar þar. Eins og títt var á fátækum heimilum lærði Þóx'hildur snemma vinna og varð brátt að taka á sínar hei'ðar allverulegan hluta af þunga heimiilsins. Hún varð því snemma f jölyh'k og mik- ilvii'k og þótti hvei-jum gott, er stai'fa hexmai’ naut síðai'. — Hún er greind og glaðlynd og bók- hneigð, þótt lítt hafi jafnan gef- ist tóm til þeirra iðkana. Þói'hildur giftist Fi'iðfinni Guð- mundssyni, er var fóstursonur þeirra Grundai'hjóna, Guðrúnar Jónsdóttui' og Magnúsar kaupm. Sigui'ðssonai'. — Þau hófu búskap í Yztagei'ði í Saui'bæjarhreppi. En mann sinn missti hún eftir tveggja ára sambúð. Brá hún þá búi og fluttist að Grund til þeii'ra Valgerðar Magnúsdóttur og Hólmgeii's Þoi-steinssonar. Hjá þeirri fjölskyldu hefur hún síðan dvalið, og nú síðast hjá Kristiönu dóttur Valgei'ðar, og hefur hún verið henni jafnan sem önnur móðii'. Á afmælisdaginn heimsóttu hana margar vinkonur hennar úr sveit og bæ, sem jafnan hefur þótt gott og glatt að vera í návist hennar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.