Dagur - 28.09.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 28.09.1950, Blaðsíða 8
8 Daguk Fimmtudaginn 28. sept. 1950 Vísindamenn teija síldarstofn- inn í hrörnun Vandamál þetta verður rætt á þingi alþjóða- hafrannsóknarráðsins í Kaupmannahöfn í næsta mánuði Endurhygging leikhúss bæjarins er hafin fyrir nokkru í ljós kom, að gólf samkomuhússins var orðið mjög étraust Kaupmannahöfn 21. sept.: Það hefur lengi verið kunnugt, að fiskistofninn í Vesturhafinu, Norðursjónum og Norður-Atl- antshafinu er í verulegri hrörn- un, en í þessu sambandi hefur einkum verið rætt um flatfisk og þorsk. Nú er spurt um, hvort síldarstofnuninn sé einnig í hættu, og mun þetta verða eitt aðalviðfangsefni þings alþjóða- hafrannsóknarráðsins, sem hefst hér í borginni hinn 2. október n. k. Á hafrannsóknarþinginu í Ed- inborg á sl. ári var því slegið föstu, að síldarstofninn væri á hættusvæðinu, með því að vísa indámenn þykjast hafa komizt að raun um, að stofninn fari minnk- andi ár frá ári. Þegar þess er gætt, að síldin er einn langþýð- ingarmesti fiskur fiskveiðimanna Norður-Evrópuþjóða, er auð- skilið, að þetta mál verður rætt af alvöru á fundum fiskifræð- inga og hafrannsóknarmanna. Merkingar ræddar. Líklegt er, að fulltrúar á þingi þessu ræði um að senda sameig- Þessa dagana stendur yfir hin árlega firmakeppni Golfklúbbs Akureyrar. Keppni þessari er hagað þannig, að fyrirtæki þau, sem þátt taka í henni, greiða kr. 200.00 þátttökugjald, hvert um sig, og síðan keppir einn með- limur klúbbsins fyrir hvert fyr- irtæki, og ræður hlutkesti hver keppir fyrir hvern. Keppnin er útsláttarkeppni, þannig, að hvert fyrirtæki, sem tapar leik, fellur úr, þangað til eitt stendur eftir, og verður það sigurvegari, og hlýtur í verðlaun mjög stóx-an og vandaðan silfui'- bikar, sem er farandbikar, ásamt litlum bikar til fullrar eignar. Að Jsjálfsögðu er þátttaka í þessari keppni — með tilheyrandi þátttökugjaldi — einungis gerð til þess að styrkja klúbbinn fjár- hagslega, en fjárhagur hans er mjög þröngur, vegna landkaupa og kostnaðar við byggingu golf- vallarins, og þakkar klúbburinn fyrirtækjum þeim, sem þátt taka i keppninni, mjög vel þennan stuðning, og skoi'ar á alla vel- unnara golfíþróttarinnar að láta fyrirtækin njóta þess. Þátttakendur firmakeppninnar eru að þessu sinni 32 og eru það inlega ályktun til ríkisstjórna viðkomandi landa, þar sem rætt vei-ður um ráðstafanir til þess að vernda síldarstofninn. Á þessu ári hafa farið fram víðtækar síld- armei-kingar og vei-ður einnig rætt um árangur þeii'ra. Vel má þó svo fax-a, að rannsóknir þessar halda áfram a. m. k. ár enn, áður en farið verður í alvöru að ræða um eitt eða annað foxrn síldar- friðunar. — Holm. Árbók landbúnaðarins 1950 komin út; - stór- fróðlegt rit. Árbók landbúnaðarins 1950, útgefandi Framleiðsluráð land- búnaðarins, ritstjóri Arnór Sig- urjónsson, er komin út og hingað norður og fæst í Bókabúð Akur- eyrar. Bókin er 260 bls. að stærð og kostar aðeins 30 krónur. — Margir af forvígismönnum land- búnaðarins rita athyglisverðar greinar í bókina. þessi fyrirtæki: Bókabúð Akureyrar, Bókav. Björns Árnasonar, Saumastofa Gefjunnar, Dúkaverksmiðjan h. f., Efnagerðin Flóra, Áfengis- verzlun ríkisins, Efnagerð Akur- eyrar h. f., Almennar tryggingar h. f., Sjóvátryggingarfélag íslands h. f., Kolaverzlun Ragnars Ólafs- sonar, Kaupfélag Eyfirðinga, Klæðagerð Amaro h. f., Tómas Steingrímsson & Co. h. f., Flug- félag íslands h. f., Brauðgerð K. E. A., Brauðgerð Kr. Jónssonar, Vélabókbandið h. f., Bifreiða- verkstæðið Þórshamar h. f., Skipasmíðastöð K. E. A., Ullar- verksmiðjan Gefjun, Skinna- verksmiðjan Iðunn, Kjötbúð K. E. A., Nýja Bíó h. f., Skjaldborg- arbíó, Þvottahúsin, Súkkulaði- verksmiðjan Linda h. f., Prent- verk Odds Björnssonar h. f., Kaffibrennsla Akureyrar h. . f., Olíuverzlun íslands h. f., Hluta- félagið Shell á íslandi. * Þar eð keppninni er enn svo skammt á veg komið, er ekki ennþá ástæða til að birta nein úrslit, en í næsta blaði mun verða hægt að greina frá gangi keppn- innar, og ef til vill birta úrslit hennar. Tító fylgjandi stefnu UN Dönsk blöð henna frá því nú fyr- ir skemmstu, að Tító marskálkur hafi boðið norskum og dönskum þátttakendum á alþjóða skák- mótinu í Dubrovnik að heim- sækja sig í Belgrad. Ræddi hann þar við þá góða stund og var vel heima í stjórnmálum Norður- landa, að því er skákmaðurinn Hartvig Nielsen hermir. Sagðl hann Dönum fyrstur úrslit þing- kosninganna dönsku! Tító sagðist vera fylgjandi stefnu Sameinuðu þjóðanna í Kóreustríðinu. í hópi skákmannanna var Vestöl hinn norski, er beztan orðstír gat sér á Norðurlandamótinu í Reykja- vík í sumar. Ágætir píanóleikar Rögnvalds Sigurjónssonar Rögnvaldur Sigurjónsson hafði píanótónleika í Nýja-Bíó sl. mánudagskvöld. Lék hann þar verk eftir Mendelsohn, Beethov- en, Debussy, Chopin og Lizst.— Var leik hans ágætlega tekið, enda var hann glæsilegur, tækni á háu stigi, ásláttur mýkri og fallegri en stundum áður og túlkun heillandi á ýmsan hátt. Hljóðfærið er hins vegar auð- heyrilega mjög lélegt. Þessir hljómleikar voru eftirminnilegur tónlistarviðburður í tilbreyting- arleysinu hér. Norðmenn selja fisk- afurðir til Abyssiníu Norðmenn hafa nýlega selt nokkuð af niðursoðnum fiskaf- urðum til Abyssiníu, segir í nýju hefti af Fishing News, og mun þetta í fyrsta skipti, sem Abyss- iníumenn kaupa fiskafurðir frá Norðurlöndum. Þá liafa Norð- menn einnig nýlega selt allmikið af rækjum í dósum til belgísku Kongó. Landhelgisdeila Breta og Norð- manna er óútkljáð fyríf alþjóða- dómstólnum í Haag, en Norð- menn halda áfram að varna Bretum að veiða innan nýju landhelginnar, sem er 4 mílur. — Grimsbytogarinn Sletnes, eign Rinovíatogarafélagsins í Grims- by, var nýlega tekinn í landhelgi og sektaður um 4000 krónur. Fyrir nokkru eru hafnar end- urbætur þær á leikhúsi bæjarins, sem bæjarstjórnin samþykkti að láta fara fram. Er þar með loks- ins hafizt handa um að verða við margra ára kröfum hæjarmanna um betri að'búnað í Samkomu- húsinu, sem jafnframt er leikhús bæjarins. Verður salnum gjörbreytt til bóta og þæginda, föst sæti sett í húsið, gólfi hallað og svalir endurbyggðar. Er þess vænzt, að endurbótum þessum verði lokið svo snemma, að Leikfélag Akur- eyrar geti haft frumsýningu á Sauðfjárslátrun hjá KEA hófst 25. sept. sl., og mun standa til miðvikudags 4. október. Er alls ráðgert að slátra 4555 kindum, og er það miklum mun færra fé en nokkru sinni fyrr síðan KEA hóf slátrun á sláturhúsi sínu hér. í fyrra var t. d. slátrað rösklega 19 þús. fjár í aðalslátui'tíð og var þó slátrun þá minni en oft áður. Niðurskurðurinn er orsökin. Orsök þeirrar fækkunar sauð- fjár, sem orðin jer, er vitaskuld sauðfjárpestirnar og niðurskurð- ur og fjárskipti þeirra vegna. Fjárstofninn í Eyjafirði er allur nýlegur og í ár er engum gimbr- um slátrað hér um slóðir, heldur eru þær seldar til nýrri fjár- skiptasvæða. Niðurröðun deildanna. Samkvæmt áætlun slátur- hússins um slátrunina, skiptist hún þannig héðan í frá: í dag slátra Bárðdælir og fleiri Þing- eyingar 510 fjár. Á morgun Hrafnagilshreppur, Bárðdælir og aðrir Þingeyingar, um 525 fjár. Laugardaginn Þingeyingar 305. Mánudag næstk. Ongulsstaða- hreppur, Kaldakinn o. fl. Þing- eyingar 565 fjár, þriðjudag 3. okt. Ongulsstaðahr. og Þingeyingar 500 fjár, miðvikud. 4. okt. Öng- ulsstaðahreppur, Fnjóskdælir o. fl. Þingeyingar 615 fjár. Slátur munu illfáanleg á þessir hausti, sem vonlegt er, er svo miklu færra fé er slátrað hér en verið hefur áður. " enskum sjónleik, er það hefur í hyggju að færa upp, fyrir eða um jól. Gamla gólfið ótraust. Það hefur komið í ljós við rask það, sem gert hefur verið á aðalsal Samkomuhússins, að gólf hans var orðið mjög ótraust og' hefði ekki orðið frestað lengur að gera gagngerðar endurbætur á því, nema sú hætta vofði sífellt yfir að það brotnaði niður. Má því segja, að vel sé farið, allra hluta vegna, að í þessar endur- bætur var ráðist. Kosningar í Færeyjum í október og nóvember Samkvæmt tilkynningu frá danska ríkisumboðsmanninum á Færeyjum hefur verið ákveðið að Iáta fram fara kosningar á Færeyjum til þjóðþingsins danska, 14. október. Færeyingar, sem dvelja á ís- landi, geta greitt atkvæði samkv. þeim reglum, sem gilda við kosn- ingar til þjóðþings í Danmörku. Ennfremur hefur verið ákveð- ið að láta fram fara kosningar til færeyska lögþingsins, 8. nóvem- ber. Sjómönnum og öðrum, er hafa vinnu utan Færeyja, er heimilt að greiða atkvæði sam- kvæmt reglunum í lögum, 28. apr. 1916, gr. 44—45, með breyt- ingum í lögum nr. 538, 22. des- ember 1947. Heimilt er að nota atkvæðaseðla löggilta við kosn- ingu til þjóðþingsins. Með fyrsta skipi verða sendir sérstakir lag- þings-atkvæðaseðlar. V erknámsskólahús tekið í notkun á Laugum Nú í haust verður tekið í notk- un að Laugum í Reykjadal nýtt skólahús, er byggt hefur verið í sambandi við gömlu skólahúsin. Er það verknámsskólahús, og fer þar fram smíðakennsla o. fl. verklegt nám. Hús þetta er all- stór bygging og vandað. Firmakeppni Golfklúbbs Akureyrar stendur yfir 32 fyrirtæki taka þátt í keppninni Aðeins 4500 fjár slátrað hjá KEA á þessu hausti Minnsta sauðfjárslátrun hér um slóðir frá upphafi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.