Dagur


Dagur - 28.09.1950, Qupperneq 4

Dagur - 28.09.1950, Qupperneq 4
4 D A G U R FimmtudagLnn 28. sept. 1950 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Daviðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. „Hinn frægi karfasamningur“ ENN HALDA AKUREYRINGAR áfram að moka upp karfanum á miðunum fyrir vestan land og Krossanesverksmiðjan að bræða hráefnið og enn heldur Alþýðublaðið áfram að birta langlokur um „hinn fræga karfasamning“, sem það kallar svo, og á þá vitaskuld við, að samningur sá sé frægur að endemum. Þessi skilningur blaðsins á þeim framkvæmdum, sem hér hafa verið gerð- ar í sumar, er næsta eftirtektarverður og lær- dómsríkur! Á sama tíma og þjóðfélagið allt styn- ur undan gjaldeyrisþurrð og vöruskorti, svo að jafnvel siðmennilegar snyrtivörur eru ófáanlegar' svo að mánuðum skiptir, þykir það frægt að end- emum í þeim herbúðum að afla milljónaverðmæta í erlendum gjaldeyri fyrir þjóðarbúið í heild, og forða bæjarfélagi, sem lagt hefur út í þátttöku í togaraútgerð og síldarverksmiðjurekstri, frá mill- jónatöpum og fjárhagskreppu. Og ástæðan:Þessar framkvæmdir stangast við stéttarstríð það, sem rekið er í Reykjavík og þó einkum við það éi- lífðarstríð, sem Alþýðuflokksbroddar og kómm- únistaforingjar heyja um fylgi verkalýðsfélaga almennt. ENGINN, LEIKMAÐUR, sem fylgst hefur með blaðaskrifum þeim, sem orðin eru um hið lang- vinna togaraverkfall, getur fest augu á ástæðum þeim, sem Alþýðublaðið telur fyrir því að karfa- samningurinn hér sé hið mesta óráð. Það er upp- lýst af forvígismönnum togarasjómanna hér, að tekjur sjómanna hafi aldrei verið meiri á togur- unum en einmitt á þessum karfaveiðiskipum í sumar. Aðalhaldreipið virðist það vera, að hér sé um meira erfiði að ræða en eðlilegt er að krefjast af sjómönnum. Þá má furðulegt kallast, að togara- sjómenn hér og í Neskaupstað skuli ekki hafa notað sér tækifærið til að segja upp „hinum fræga samningi" þegar tími var til kominn, ef þarna er rétt hermt af Alþýðublaðinu. En þeir gerðu það ekki. Og það, sem meira er: Ekkert æðru- orð hefur frá þeim heyrst um allt hið mikla erfiði, sem blaðamenn Alþýðublaðsins og aðrir fyrir- svarsmennn Alþýðuflokksins á landi, hafa svo mjög um rætt. í augum áhorfenda, sem ekki er þátttakandi í leynihernaði þeim, sem rekinn er innan sjómannasamtakanna af kommúnistum og Alþýðuflokksbroddum, né heídur í erfiði sjó- manna á hafi úti, hlýtur niðurstaðan af þessu að verða sú, að skrafið um hinn „fræga samning“ sé blekking ein og sjónhverfing, sem pólitískir spekúlantar vilja bregða upp fyrir sjónum þjóð- arinnar til ástungu fyrir þann erfiða róður, sem það er í hvorum flokksherbúðunum um sig, að ná undir sig og halda meirihluta fylgi í sjómanna- samtökunum. Er það sannast sagna, að þáttur Alþýðuflokksins í þeim leyndarhernaði, — en hann stendur nú í forsvari togaraverkfallsins og fordæmingu karfaveiðasamningsins, — er hæsta ófagur, þegar á allt er litið. Hefur þjóðin ekki annað skýrara né dýrara og vofeiflegra dæmi fyrir augum um kostnaðinn, sem hún ber af valda- brölti einstaklinga í þessum flokksherbúðum, en hið langvinna togaraverkfall, og þó einkum þann þátt þess, sem snýr að karfaveiðunum og fiski- mjölsvinnslunni. Er sá þáttur allur með þeim end- emum, að mikla furðu má kalla að flokkur, sem vill telja sig á- byrgan lýðræðisflokk skuli þar að verki vera og leggja til bar- dagans aðalmálgagn sitt. Má telja það til lofs flokksblaðinu hér um slóðir að það hefur tekið þann kostinn að láta þögn- ina umvefja afstöðu sína til þess- ara mála. Er slíkt mannlegt, þótt naumast verði það stórmann- legt kallað, enda einskis slíks að vænta úr þeirri átt. TOGARAVERKFALLIÐ heldur áfram. Sáttatillaga sérstakrar nefndar er fallin og halda nú all- ir að sér höndum og láta áhyggj- urnar líða um dal og hól meðan gjaldeyrisþurrðin sverfur enn fastar að og fjárhagsafkomu þjóð arinnar verður enn torveldari viðfangs. Verður raunar ekki séð, að aðilar hafi neinn sérstakan á- huga fyrir að leysa deiluna. Þar hafa báðir hundsað tilmæli um að birta þjóðinni tæmandi greinar- gerð um það, sem í milli ber. Ut- koman er því sú, að togaraút- gerðin, sem gengisfellingin átti að kom til hjálpar, hljóp í strand skömmu eftir að gengisfellingin var framkvæmd og situr þar enn. Þjóðarbúið hefur því erfiðleik- ana af hinni nýju gengisskrán- ingu að fást við en ekki nema nokkurn hluta af hagnaðinum. Þegar á allan þjóðarbúskapinn er litið í heild, er hér um að ræða stórkostleg mistök, sem þegar eru orðin dýr, en verða dýrari verði enn haldið að sér höndum meðan pólitískir spekúlantar ljúka sínu prívat útrýmingarstríði. Þjóðin verður að gera það upp við sig fyrr eða síðar, hvort hún vill bjargast úr efnahagssjóum þeim, sem nú ganga yfir, eða hvort hún vill breiða upp fyrir augu og láta reka, í von um óvænt höpp og meiri Marshallaðstoð. Sú von verður vissulega veik og ekkert haldreipi á komandi tímum. Menn verða að gera það upp við sig, hvort þeir vilja taka því hljóða- laust, að farast í stéttastríði því, sem nú þykir mest fremd að heyja í þessu þjóðfélagi. Og það eru ekki nema 6 ár síðan við vorum ein þjóð á Þingvöllum og stofnuðum lýðveldi í einingu og bræðralagi! FOKDREIF AR „AHt var á fremsta þlaði.“ ■ íslenzkt skáld ágætt, Örn heit- inn Arnarson, líkir í einu kvæða sinna ungri og glæsilegri stúlku, sem hann komst í kynni við, við þykka og fáséða bók, sem er afl- lega bundin og fremst snoturt kvæði. Skáldinu leizt harla vel á bókina og fýsti að lesa hana alla. Það fékk hana því að láni, fór með hana heim og fletti henni í næði. En þessi nánu kynni urðu báðum, skáldinu og stúlkunni fögru, mikill skaði. — „Því í þér fann ég ekkert nýtt — allt var á fremsta blaði.“ Sjálfsagt er skáldið snjalla ekki eitt um þessa bitru lífsreynslu, því að alltof oft er fagra, litprent- aða kápan höfuðkostur nýrrar og ásjálegrar bókar — bæði í hinni beinu, almennu merkingu þess orðs, og eins í þeim skilningi, sem skáldið lagði í þessa líkingu sína í kvæðinu góða. — En stundum verður líka hið gagnstæða uppi á teningnum, þannig, að höfuð- kostirnir dyljast undir skraut- kápunni og glæsimálningunni og koma ekki til fulls í ljós, fyrr en hinir hörðu fingur lífsreynslunn- ar taka að fletta bókinni, blað fyrir blað, og hvöss gagnrýnin og spurul augu tímans lesa hana ofan í kjölinn. Og hvem skyldi nú t. d. hafa órað fyrir því að óreyndu, að venjuleg Reykjavíkurstúlka — sem í daglegu lífi semur sig að líkindum mjög að siðum sannra kynsystra sinna í sínu nánasta umhverfi — klæðist í skjóllítið híalín yzt sem innst, dregur nylon-sokka á sína fögru fætur, dyftir hörund sitt og málar varir sínar — og e. t. v. augnabrúnir og neglur — skuli, þegar nauo- synin og lífsreynslan býður, standast hið strangasta próf ís- lenzkrar náttúru og alþjóðlegra, mannlegra þjáninga með þeim ágætum, að saga hennar breytist í nýja og ógleymanlega hetjusögu og frægð hennar kemst á hvers manns varir? Þó er það einmitt þetta ævintýri, sem gerðist, þegar „Geysir“ fórst á Vatnajökli og flugþernan beið þar æðrulaus með félögum sínum í fx-osti, stór- hríðum og hvers konar þrenging- um og vosbúð óvissrar og hæp- innar bjöi’gunar og brauzt síðan, með brákaðan hrygg og brjóst af jöklinum í ófærð og náttmyrkri, án þess að nokkur kvörtun eða æðruorð kæmi henni á varir. Vissulega var „bókin fallega bundin,“ eins og skáldið kvað, og snoturt kvæði fremst í henni — hið hlýlega handtak og bros flug- þernunnar, sem hjúkrar farþeg- um sínum og styttir þeim stund- irnar í velhituðum salarkynnurn innan borðs í farkostinum glæsi- lega og góða, sem geysist óðfluga sína beinu braut í sólskini og logni, skýjum ofar, á leið til framandi landa og glæsilegra heimsborga. En í þetta sinn reyndist ekki „allt á fremsta blaði,“ heldur fannst hetjublóð- ið sjálft, sem lifa mun í minning- um þjóðarinnar „vei-ða kyn- stofnsins hróður,“ — þá fyrst, er óvenjuleg lífsreynsla og erfið manndómspróf hefði flett blöð - unum og lesið bókina ofan í kjöl- inn. — Gott er, að slíkt ævintýri skuli enn geta gerzt með þjóð vorri. Þau gefa manni vissulega aukinn kjark og trú á eðliskosti og ósvikinn kjai'na þjóðarinnar — þrátt fyi-ir allt og allt, — eðlis- kosti og ósvikinn kjarna ætt- stofnsins og kynslóðarinnar, er vaknað geti og hafizt til starfs (Framhald á 7. síðu). uy/a Markaðssala - Grænmetistorg Of há álagning. Tíminn segir frá því nú á dögunum, að þúsundir kálhöfuða liggi í görðum víðs vegar um landið. Ekki er ósennilegt, að verðlagið muni eitthvað lækka, þegar framleiðslan hefur verið svo mikil, en illt er til þess að vita, að verðlagið skyldi ekki strax vera það lágt, að almenningur í landinu hefði efni á að neyta grænmetis í ríkum mæli. Ekkert skal um það sagt, hvort vei'ð á gi-ænmeti hafi yfirleitt vei'ið of hátt. Þeir, sem eitthvað hafa fengizt við ræktun, vita að því fylgii' mikið stai-f, og þeii', sem gei'a það að aðalstarfi sínu, þurfa sannarlega að fá ei-fiði sitt greitt, engu síður en aðrar stéttir. En það er álagning milliliða og verzlana, sem virðist nokk- uð mikil. Ef það er rétt, að álagning á eina tunnu af gulrófum sé 100—150 kr., hljóta allir að sjá, að ekki er allt með feldu. Hvers vegna ekki torgsala? Hvei's vegna taka ekki framleiðendur grænmetis sig saman og koma á fót torgsölu eða markaði, þótt ekki væri nema 1—2 sinnum í viku? Neytendur myndu áreiðanlega fagna því, ef slíku fyrirkomulagi yrði komið á, og fyrir framleiðendur ætti þetta ekki að vei-a síðri leið, heldur en að semja við verzlun, sem getur oft ekki tekið nema takmarkað af afui'ðunum. Með þessu móti myndi útsöluverð grænmetis verða lægra og þar af leið- andi meira af því keypt og neyzla almennari. Þegar við höfum vanizt á að borða grænmeti (annað en kartöflur einvörðungu, sem nú er algengast) mun- um við ekki vilja án þess vera, og þá eykst eftir- spurnin. Sé verðlaginu haldið jafn háu og verið hefur undanfai'ið, mun neyzlan aldrei vei'ða al- menn, en það hlýtur að vera takmarkið. Skemmtilegt fyrirbæri. Mai-kaðssölur eru skemmtileg fyrirbæri í lífi allra stærri bæja nágrannalanda okkar. Þar iðar allt í lífi og fjöri og blóma- og grænmetisangan leggur að vitum manns. Hrópað er og kallað og háværar sölukonur bjóða vegfarendum að smakka á „bezta osti í heirni" og ýmis konar varningur er á boð- stólnum. Blóma -og grænmetistorg þykja mörgum með skemmtilegri stöðum í stórborgunum. Óhætt er að fullyrða, að slíkir staðir setja skemmtilegan svip á umhverfið, og fyrir íslending, sem óvanur er þess konar fyrirkomulagi, eru torgsölur og mark- aðir hressandi fyi'ii'bæri og töfrandi í senn. Garðar heimilanna. í þessum dálki hefur oft áður verið minnst á það, að hvert heimili þyrfti að hafa garð og, að hús- mæður ættu að keppa að því að rækta nægilegt grænmeti handa heimili sínu. Þetta er að sjálfsögðu ákaflega æskilegt, en því miður hafa ekki allir tækifæri til slíks, og þá er illt til þess að vita, að þau heimili, sem þannig er ástatt um, skuli að verulegu leyti fara á mis við neyzlu grænmetisins, sökum þess að verðlag er of hátt. Er ekki torgsala leið til þess að lækka verð á grænmeti? — Puella. GÓÐUR RÉTTUR. Fiskur mcð blómkáli. 125 gr. hrísgi'jón (6 og V2 matsk.). — 1 blóm- kálshöfuð. — 3—4 tómatar (þeim má sleppa). — 4 lítil fiskiflök (nýr fiskur). — V\ 1. súr mjólk eða rjómi. — Svo lítið af rifnum osti, smjörbitai', salt og 1 sítróna. Hrísgi'jónin eru soðin í saltvatni í 15 mín. og vatninu þá hellt af þeim. Eldfast fat (glei-fat) er smurt að innan og hi'ísgi'jónin lögð í það. Blómkál- ið er soðið nokkrar mínútur og er síðan lagt ofan á hrísgrjónin og tómatsneiðar inn á milli. Fiskiflökin eru söltuð og sítrónusafi settur yfir þau. Síðan eru þau soðin í 6—8 mín. í sama og engu vatni. Þá er fiskurinn settur ofan á blómkálið. Egg, mjólk (eða rjómi) og fiskisoð er hrært saman, og öllu hellt yfir fiskinn. Rifna ostinum stráð yfir og nokkrir smjörbitar lagðir ofan á hér og þar. Þessi réttur er síðan bakaður í ofni í 30 mín.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.