Dagur - 28.09.1950, Page 5
Fimmtudaginn 28. sept. 1950
D A G U R
5
Islenzk Ijóðskald í hália aðra öld
Séra Benjamín Kristjánsson skrifar um hið nýja
ritverk prófessors Richard Beck: History of
Icelandic Poets 1800-1940
Um bókmenntasögu vora frá síð-
ari öldum hefur lítt verið ritað að
gagni í samfelldu máli hingað til,
og er það merkilegt, að tveir ís-
ienzkir fræðimenn, sem starfandi
eru í Vesturheimi, skuli fyrstir
manna verða til að semja myndar-
leg rit um þessi efni á enska tungu.
Eru þau birt í hinni margfróðu
árbók Fisokesafnsins: Islanilica, sem
dr. Halldór Hermannsson bóka-
vörður gaf út um rúmlega þrjátíu
ára skeið, en hinn ungi eftirmað-
ur hans Kristján Karlsson hefur
nú tekið við.
Fyrir tveimur árum kom út: An
Hislory of Icelanclic Prose Wríters
1S00—19I0 eftir dr.'Stefán Einars-
son, própcssor við John Hopkins
University, Baltimore, U. S. A., og
nú hefur Dr. Richard Beck, sem er
prófessor í Norðurlandatungum og
bókmenntum ,við ríkisháskólann í
Grand Forks N. D., samið aðra bók
um Ijóðskáldin frá sama tímabili.
Eru jtetta reyndar tveir þættir af
sama ritverki, sem þeir félagar liafa
unnið að um tuttugu ára skeið og
eru bækurnar háðar samanlagðar
yfir 500 bls, að stærð, svo að af
þessu má marka, að hér er á ferð-
inni mjög ýtarleg bókmenntasaga
frá Jjcssu tfmabili, mikil rit og vönd-
uð, troðin, skekin ag. fleytifull af
margvíslegum frtVðleik og merkum
athugasemdum. Þátt Dr. Stefáns hef
ég, því miður, ekki séð, því að
gjaldeyrisfátækt þjóðarinnar er nú
slík, að íslendingar hafa gkki átt
þess neinn -kost að eignast þessi
merku rit hin síðari ár gegn fé eða
fögru gjaldi, og er .það illa farið,
þegar svo smátt er.skammtað smjör-
ið. Þess vegna lyftist heldur á mér
brúnin, er eg kom nýlega úr Reykja-
vík, og bók Dr. Becks lá á skrif-
borðinu mínu. En Jiann hafði sent
mér hana af höfðingsskap sínum.
Nú hef eg verið að lesa hana mér
til stórmikilktr.ánægju síðustu daga,
því að bókin er, jafnframt því að
vera mikið fræðirit, hreinasti
skemmtilestur.
Það, sem fyrst vekur athygli er,
liversu höfundurinn, sem fluttist
rígfullorðinn vestur um haf, skrifar
glæsilega og orðauðuga enska
tungu. Mun það vera hyort- tveggja,
að lionum sé „vænlegt of Viðurs-
þýfi“ og „hógdrægt úr liugar-
fylgsni," enda hefur .hann lilotið
glæsilega æfingu J meðferð tung-
unnar.
Þann fjórðung aldar, sem hann
hefur starfað sem kennari, hefur
liann einnig flutt íyrjrlestra víða, og
ritað ógrynnin öll .um bókmenntir
íslands og annarra Norðurlanda.
Arið 1938 ritaði hann einkar
greiiutrgott yfirlit um ísleilzkar bók-
menntir að foriiu og hýju í Tlie
Histqry of the Scandinavinn Litera-
tures, mikla bókmenntasögu, sem
hann skrifaði í félagi við aðra amer-
íska fræðimenn. Auk þess hefur
liann gefið út tvenn söfn af enskum
þýðingum íslenzkra Ijóða og sagna:
Icelandic Lyrics 1930 og Icelandic
Poems and Slories 1943, livort
tveggja með stuttum og glöggum
greinargerðum um skáldin. Á þess-
um árum hefur hann og ritað ljölda
ýtarlegra bókmenntagreina í inn-
lend og útlend tímarit um ýmis
höfuðskáld vor frá þessu tímabili
og hefur það verið eins konar undir-
búningur að þessu ritverki. Hér er
athugunum hans um þessi efni safn-
að í eina bók, dreginn úr þeim
kjarninn og ritað skipulega og
skemmtilega um öll þau ljóðaskáld
síðustu tíma, sem einhver manns-
bragur er að, og gerð grein fyrir
stefnum þeim og straumum, sem
orkað liafa á hugi þeirra.
Bókin er 247 blaðsíður í stóru
átta blaða broti og frágangur all-
ur hinn vandaðasti. Kaflaskipting-
ar eru þessar: I. Yfirlitskafli um
samhengið i íslenzkum bókmennt-
urn. 2. Rómantízku skáldin. 3.
Skáld, sem eigi voru skólagengin.
4. Heimspekileg skáld og sálma-
skáld. 5. Frá realisma til nýróman-
tíkur. 6. Samtíðarstraumar. 7. ís-
lenzk skáld í Ameríku. Er hér alls
getið yfir liundrað islenzkra skálda,
meiri og minni, frá þessari öld og
hinni síðustu og er sú skáldafylk-
ing mikil og margur, sem þar glæsir
liðið.
Nærri má geta hvílíkt feiknaverk
það er að lesa alla þcssa liöfunda,
jafnvel niður í kjölinn og Dr. Beck
heíur gert og leggja á þá jafn íræði-
mannlega, sanngjarna og linitmið-
aða dóma. Vera má að sumum
kunni að þykja hann leggja helzt
til mildan mælikvarða á sum hinna
smærri skálda og halin vera fund-
vísari á það, sem vel er gert, en
hitt, sem miður fer. En vel lýsir
það góðgirni höfundarins og ást á
þessum efnum að geta jafnan þess,
sem ágætast er, enda fær gliiggur
lesandi alltaf skilið, hvar honum
þykir vænn fiskur liggja undir
steini. Athugasemdirnar liafa oft á
sér meinleysissvip en hitta þó oft
vel í mark. Mjög eykur það gildi
bókarinnar, að vel er vísað til heim-
ilda. Að sjálfsögðu saknar maður
þess að hafa eigi jafnframt sýnis-
horn af ljóðum i ritinu, en bæði
mundi það hafa lengt bókina um
of, cnda eigi alls staðar tiltækar
góðar þýðingar á enska tungu, svo
að þær tapi eigi blæ eða svip. Vís-
ar höfundur í því efni til safna
sinna af þýðingum, sem fyrr er get-
ið, svo og þýðinga Dr. Watson
Kirkconnells: The Norlh-American
Uook of Icelandic Verse (1930) og
Canadian Overtones (1933).
Verk þetta er uniiið, eins og allt
sem frá penna Dr. Richards Becks
kemur, til að vekja atliygli erlcndra
þjóða á menningu vorri og sórna
og á hann skilið þakkir íslenzku
þjóðarinnar fyrir það, liversu vel
hann stendur á verðinum að kynna
bókmenntir vorar í hinum ensku-
mælandi heimi.
Benjamín Kristjánsson.
Gríma. — Tímarit fyrir
íslenzk, þjóðleg fræði.
25. hefti. Ritstjórar: Jón-
as Rafnar og Þorsteinn
M. Jónsson
Þjóðfræðasafnið Gríma er orð-
ið mikið að vöxtum og geymir
marga merka sagnaþætti og þjóð-
sagnir ýmiss konar. Nú er nýlega
komið út 25. hefti Grímu, og gefa
útgefendurnir í skyn, að svo geti
farið, að þetta verði síðasta heft-
ið. Verður Gríma þá í 5 bindum
með nákvæmri nafnaskrá og efn-
isyfirliti með hverju þeirra. Er
Gríma fyrirmynd hvað það
snertir.
í þessu nýja hefti Grímu eru
ýmsir sagnaþættir og þjóðsögur.
Einn af þáttunum er um hvarf
Nikulásar á Gíslastöðum. Segir
þar frá meira en aldagömlum at-
burði og fornri leyndardómshulu
svipt af honum. Hefur sögnin um
hið dularfulla hvarf Nikulásar
haldizt við á Héraði, en lausn
þeirrar gátu hefur ekki verið að
finna á prenti fyrr en hér í þess-
um þætti. Er meginhluti þáttarins
skrifaður af Þorsteini M. Jóns-
syni. Þá er þarna þáttur af
Andrési Eyjólfssyni eftir handriti
Ásmundar Helgasonar frá Bjargi.
Er það glögg og skemmtileg
mannlýsing. Þá er í heftinu við-
bætir við þátt af Magnúsi ríka á
Bragðavöllum eftir Bjarna Sig-
urðsson. Er þar skýrt frá ýmsu
um Magnús, sem ekki var í þætti
Guðjóns Brynjólfssonar og birtist
í síðasta hefti Grímu. Er þarna
meðal annars vikið að uppruna
Magnúsar, en það hefur áður að
mestu verið hulið. Var Magnús
um margt einkennilegur og auð-
söfnun hans óvenjuleg. Þá er
þarna skemmtilegur þáttur um
hlöðustrákinn á Laxamýri og
kálfadauða þar. Þáttur er þarna
líka um reimleikana á Látrum
1896 auk þess ýmsar dulrænar
sögur og þjóðsögur.
Hafi útgefendur þökk fyrir
Grímu. Hún hefur skýrt frá
mörgu merkilegu úr lífi þjóðar-
innar, bæði almennu og dulrænu.
Eiríkur Sigurðsson.
Kaf f ibætisverksmið j an
FREYJA
Akureyri
ÍÞRÓTTIR
Norðurlandsmót í knattspyrnu 1950
Þór Norðurlandsmeistari
Norðurlandamót í knattsp. 1950
Þór, Norðurlandsmeistari
Meistaramót Norðurlands í
knattspyrnu fór fram hér í bæn-
um um helgina. Þrjú félög tóku
)ótt í mótinu, knattspyrnufélag
Siglufjarðar, K. A. og Þór.
K. A. — ÞÓR 2:5
Fyrri hálfleikur 2:1.
Fyrstu 20 mínúturnar var leik-
urinn nokkuð þófkenndur. Þó
kom brátt í ljós, að framlína Þórs
var sterk, en vörn K. A. nokkuð
í molum.
Á 21. mínútu skoraði Tryggvi
fyrsta markið og litlu síðar Ey-
jólfur annað af löngu færi. Það
skot hefði Sveinn markmaður K.
A. átt að verja. Eftir þetta færð-
ist fjör í leikinn og K. A. náði
skæðu upphlaupi, sem endaði
með marki úr þvögu. Var það
Einar, sem skoraði. Það sem eft-
ir var hálfleiksins var ekkert
mark sett, en meira lá á K. A.
Seinni hálflcikur.
Þegar þriðjungur var búinn af
hálfleik, komst Eyjólfur inn fyr-
ir ■ og skoraði. Nokkj-u seinna
bætti Tryggvi öðru við. Eftir
)etta fór að bera á úthaldsleysi
hjá mörgum leikmönnum. Leik-
urinn varð því linari og meira af
mistökum í lokin. Þegar 5 mín-
útur voru eftir af leik, hóf K. A.
harða sókn, sem endaði með því
að Júlíus skoraði. Rétt á eftir
fékk K- A. á sig hornspyrnu.
Tryggvi skallaði hnöttinn í mark
og skoraði þar með sitt 3ja mark
í leiknum. Með dálítilli heppni
hefði K. A. getað gert fleiri mörk.
Annars var Þór vel að sigrinum
kominn. — Dómari var Sigmund-
ur Björnsson, — línuverðir Árni
Ingimundarson og Guttormur
Berg.
Áhorfendur voru um 200.
ÞÓR — K. S. 1:0
Fyrri hálfleikur 0:0
Akureyringum lék hugur á að
sjá Siglfirðinga leika hér.
Það kom fljótt í ljós, að lítill
samleikur myndi einkenna þenn-
an leik. Langar spyrnur voru
tíðar og háir knettir. Framlína
Þórs, sem sýndi góðan leik við
K. A. var nú mjög í molum. Mun
það hafa stafað af því, að vörn K.
S. er sterk, sérstaklega þeir Bragi
og Stefán. Markmaðurinn er og
mjög öruggur. Auk þess skar
leikurinn úr um þol, hvort Þór
ynni mótið, þar sem sigurinn yf-
ir K. A. benti til þess.
Er lítið hægt að segja um hálf-
leikinn annað en það að lítið bar
á góðri knattspyrnu.
Scinni hálfleikur 1:0
Sama var að segja um mest
allan þennan hálfleik. Samleikur
lítill og háar spyrnur.
Þegar eftir voru 5 mínútur af
leiknum náði Þór snöggu upp-
hlaupi, sem endaði með ágætu
skoti frá Jóhanni Egilssyni í efra
horn marksins. Við þetta færðist
fjör í leikinn. Litlu seinna var
dæmd vítaspyrna á K. S. Tryggvi
tók hana og skaut beint á mark-
mann K. S., sem geigaði. Litlu
síðar lauk leiknum.
Þessi leikur hefði mjög sann-
gjarnlega getað endað þannig, að
félögin skyldu jöfn, þótt Þór fengi
að vísu upplagt tækifæri, þegar
skorað var svo og vítaspyrnan.
Siglfirzka liðið virtist ekkert
standa Akureyringum að baki.
Að vísu hafa þeir yfirleitt ekki
eins góða knattmeðferð, en dugn-
aður og kapp bætir það upp.
Vörnin er sterkasta hlið liðsins,
en einnig eru skæðir menn í fram
línunni. Af Þórsmönnum var
Hermann, markmaður, beztur.
Yfirleitt virtist vera minni bar-
áttuhugur hjá Þór en K. S.
Dómari var Sigmundur Björns-
son. Línuverðir: Árni Ingimund-
arson og Sveinn Kristjánsson.
Áhorfendur voru með flesta
móti.
K.A. — K. S. 2:0
Fyrri hálfleikur 2:0
Leikur þessi var þegar fjöiug-
ur og yfirleitt vel leikinn. K. A.
tókst betur við K. S. en Þór. Þeir
náðu meiri samleik. Á. 9. mínútu
skoraði Júlíus mark fyrir K. A,
og Einar annað, þegar 20 mínút-
ur voru liðnar. Hafði K,- A. \ tir-
höndina þennan hálfleik.
. i
Seinni hálfleikur 0:0.
Þessi hálfleikur var jafnari og
nokkuð harður á köflum. Veru-
legum samleik gætti annað siag-
ið, en tækifærin við mörkin tóru
út um þúfur. Þó kom það I ljós,
eins og fyrr, að einstaka leikmenn
skorti úthald og meira bar á mis-
tökum því lengra sem leið.
Sigur K. A. var verðskuldaður
og sanngjarn.
Dómari var Sigmundur Björns-
son. Línuverðir: Hermann Stef-
ánsson og Þorsteinn Svanlaugs-
son.
Áhorfendur voru um 200.
Úrslit mótsins: M L I S
Þór 6(2) — 2(0) — 4
K. A. 4(5) - 1(D — 2
K. S. 0(3) - 0(2) — 0
Mótið fór í heild vel fram og
var bæði keppendum og öðrum
sem við það unnu til sóma.
Sérstök ástæða er til að þakka
Siglfirðingum komuna, því að þeir
settu mikinn svip á mótið og
gerðu það mjög skemmtilegt með’
komu sinni.
íþróttafélagið Þór vann mótið
og þar með sæmdarheitið: „Bezta
knattspyrnufélag Norðurlands
1950“.
Auk þess vann félagið
„Þóris“-bikarinn til eignar.
íþróttafélagið Þór sá um mótiS,