Dagur - 04.10.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 04.10.1950, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 4. október 1950 Ársfjórðungsverkfail á nýju togurunum - mán- aisrkaup á Akureyrartogurunum á fimmta f)ús. Fyrir f jörutíii árum var fólkið í Garði ekki talið í bæjarfélagimi - en nú er býlið inni í miðjum bæ Rabbað við JÓN SAMSONARSON í Garði, sem er áttræður í dag Það væri að bera.í bakkafull- an lækinn að ræða mikið um þann tilfinnanlega skort neyzlu- vara, sem nú ríkir í landinu. Á- standið versnar með degi hverj- um í þessum efnum. Að vísu bjargar okkur nú þátttaka í efna- hagssamtökum Marshallland- anna, en hún verður trauðla til að treysta á til langframa. Okkur ríður því á að geta framleitt sem mest til útflutnings til að mæta síauknum halla á viðskiptum við útlönd. Þau tæki, sem hvað mestar vonir eru tengdar við um slíka framleiðslu, eru nýju togararnir. Þess vegna blandast nú varla nokkrum hugur um það, að verk- fall og stöðvun togaraflotans um árfjórðungsskeið er í senn rauna- legur og tilfinnanlegur atburður, sem hlýtur að auka enn á öng- þveiti vöruskortsins. En stöðvun- in kemur víðar fram. Sjómenn- irnir, sem hafa unnið á þessum skipum ganga atvinnulausir. All- ir verkamenn og aðrir, sem á ein- hvern hátt vinna í sambandi við togarareksturinn, missa atvinnu sína um langan tíma. Það myndi vera álitlegur hópur, ef honum væri safnað saman, sem nú er at- vinnulaus, vegna verkfallsins. Þegar þess er gætt er ljóst, að stöðvun þessara tækja er þjóðar- hneysa. Gengislækkunin og togararnir. Það vill oft verða svo, að þegar eitthvað er að, er handhægt að kenna ríkisstjórninni um. Hvers vegna grípur hún ekki í taumana og’ leysir veikfallið? Eins og síð- ar verður vikið að, virðast mikl- ar líkur fyrir því, að báðir deilu- aðilar sætti sig ekki við annað en að báðii' græði á verkfallinu. Allar tillögur, sem myndu miða að því að skerða hag annars hvors aðilans myndu því að öllum lik- indum verða hafnað. Þess vegna myndi ríkisstjórnin varla geta gripið inn í, nema með fjárfram- lögum eða valdi. Ollum landslýð er kunnugt um, hvernig fjárhag ríkisins er háttað, svo að sú leið er sjálfsagt lokuð. Eins og kunnugt er var gengi íslenzku krónunnar tvílækkað á I síðasta vetri. Báðar gengislækk- anirnar, sérstaklega þó sú seinni, hafa stórhækkað verðlag á öll- ,jm nauðsymum innania ids, l'ótt að vísu komi þar á móti hækkaö kaup iin gengislækkunin var ein- mitt gerð í þeim tilgangi að bjarga útgerðinni og þó sérstak- lega togai'aútgerðinni. Þjóðiii öll hefur lagt 'á sig verulegar byrð- ar vegna gengislækkunarinnar. Það kemur því úr hörðustu átt, þegar togaraflotinn stöðvast, nokkrum rnánuðum síðar. Senni- lega óskar samt enginn eftir nýrri gengisfellingu til að leysa verk- fallið. Þá gæti ríkisstjórnin sett gerð- ardóm til að leysa deiluna. Það myndi nú sennilega ekki vera ri leið“ af verka- lýðsflokkunum. En hve lengi þol- ir þjóðin að togararnir liggi við landfestar? Fjölmörg dæmi eru um að í Bretlandi, þar sem jafn- aðarmenn stjórna, að stjói'nin láti t. d. herinn fara í vinnu í verk- föllum til þess að stuðla ao lausn deilunnar eða beinlínis knýja fram úrslit í henni. Æskilegast væri hins vegar, að deiluaðilar sjálfir gætu leyst deiluna og bæru jafnframt alla'ábyrgð á henni. Sáttanefndin og afstaða deiluað- ila til miðlunartillögunnar. í sáttanefndinni áttu sæti Torfi Hjartarson, tollstjóri, Reykjavík, sem lengi hefur verið sáttasemj- ari ríkisins i vinnudeilum, Gunn- laugur Briem, skrifstofustjóri í atvinnumálaráðuneytinu og Jóna tan Hallvarðsson, hæstaréttar- áómari. Þess þarf varla að geta að menn þessir eru kunnir og dugandi embættismenn, sem ef- laust hafa aflað sér sem gleggstra upplýsinga um allan rekstur togaranna. Tillögur hennar bera það með sér, að þær eru miðaðar við, hvað útgerðin geti raun- verulega borgað hátt kaup til sjómanna. Þrátt fyrir þetta hafa báðir deiluaðiljar algjörlega hafnað tillögum nefndarinnar. Tillögur sáttanefndar. Sáttanefndin lagði til, að auk fastakaups (kr. 1080.00 plús upp- bót skv. gengislögum) yrðu greidd aflaverðlaun, 19% á salt- fiskveiðum, 17% á ísfiskveiðum og 18% á karfaveiðum, af afla- verðmæti, er skiptist í milli há- seta. Á saltfisk- og ísfiskveiðum hefur þetta í för með sér veru- lega tekjuhækkun, ef veiðiför ber sig. Auk þess lagði nefndin til að á saltfiskveiðum yrði tekin upp 12 klst. lágmarkshvíld á sól- arhring, í stað 8 klst. lágmarks- hvíldar, sem gilt hefur. Reiknaði nefndin síðan út mánaðartekjur háseta, skv. miðlunartillögunni eftir mismunandi aflamagni. Er alls staðar um verulega hækkun að ræða, er kaup háseta ráðgert frá kr. 3325 til kr. 3937 á salt- fiskveiðum, eftir aflamagni, kr. 2766 til kr. 4464 á ísfiskveiðum I eftir aflasölum, og kr. 3172 til kr. 4342 á karfaveiðum, eftir afla- magni. Nefndin lagði til grund- vallar, að togari þyrfti að afla sem svarar 275 tonnum af salt- fiski eða 8000 sterlingspunda virði af ísfiski í túr, til þess að útgerðin beri sig með því kaup- gjaldi, sem hún lagði til að greitt yrði. Þessari tillögu höfnuðu báðir aðilar, útgerðarmenn og sjómeim, með yfirgnæfandi meirihluta, og situr því allt í sama farinu og fyrr. Togararnir liggja bundnir meðan gjalBeyris- þurrð sverfur enn sárar að þjóð- inni. Hver á sök á verkfallinu? Það er næsta erfitt að skilja, að enginn samningsgrundvöllur komi fram í tillögunni, þar sem annars vegar er gert ráð fyrir meðaltekjum háseta um kr. 3600.00 og hins vegar, að útgerð- in beri sig í meðalárferði. Þegar þetta liggur svo fyrir, hlýtur að vera sæmilegt að krefj- ast þess af öðrum hvorum aðila eða báðum að sýna almenningi i landinu einhvern annan sátta- grundvöll. Það er eðlilegt, þar sem svo miklir hagsmunir eru í húfi, að menn velti því fyrir sér, hver eigi sök á verkfallinu. Nú eru aðeins fáir mánuðir síðan krónan var felld gífurlega. Sú gengisfelling átti að tryggja rekstur þessara skipa. Ef nú er ekki rekstrar- grundvöllur fyrir tögarana,.verð- ur hann trauðla skapaður með enn meiri gengisfellingu, sem hætt er við að leiddi til upp- lausnar peningakerfisins. Þjóðin á því heimtingu á að vita, hver sé hin raunverulega óstæða til verkfallsins. Ef slíkt verður ekki upplýst, þá verða menn að lýsa- allri sök á hendur deiluaðilun- um. Nú ber deiluaðilum, nema þeir vilji hljóta fyrirlitningu allra góðra manna vegna verk- fallsins, að upplýsa og kunngera allar aðstæður og kröfur, og gera grein fyrir þeim. ♦ Áhrif úr Iandi? A Ef slík greinargerð kemur ekki fram, verður hugsanlegt að skýra deiluna þannig, að áhrifa gæti utan deiluaðilanna sjálfra. Þegar verkfallið hófst voru kosningar til Alþýðusambands- þings framundan. Þeir pólitísku forustumenn, sem stofnuðu til verkfallsins og sem ráða mestu í sjómannafélögunum munu e. t. v. hafa ætlað að slá sig til ridd- ara fyrir kosningarnar. Kapp- hlaupið milli verkalýðsflokkanna um fylgi verkalýðsins er orðið svo ákaft, að hvorugur aðili gætir þar hófs. Rekstur Akureyrartogaranna. En á meðan mest er talað um togaranna, sem liggja við Ægis- garð í Reykjavík, sigla Akureyr- artogararnir stöðugt á veiðar. Það er að vísu ekkert annað en ætlast var til, þegar þeir voru keyptir, en það vekur grun um að togara- stöðvunin sé, þegar á allt er litið, óþöi’f. Það er mjög athyglisvert að rannsaka hvernig Akureyrar- togurunum hefur gengið þann tíma, sem hinir hafa legið. Frá 1. júlí til 22. sept. nemur afli Kaldbaks 4763 smálestir eða kr. 1428900.00 að verðmæti, ef reiknað er með kr. 300.00 pr. smálest. Ef miðlunartillaga sátta- nefndar væri lögð til grundvallar yrði hlutur hvei-s háseta þennan tíma kr. 13000.00 eða því sem næst. En það svarar til 4750.00 kr. mánaðartekna. Á sama tíma hefur Svalbakur aflað 4298 smálestir, sem gera kr. • (Framhald á 7. síðu). Jón Samsonarson, hinn hægláti og dagfarsprúði iðnaðarmaður, sem eytt hefur þremur áratugum ævinnar í Garði við Kaupvangs- stræti, er áttræður í dag. Jón er fæddur á Hvanneyri í Siglufirði, en ólst upp til 13 ára aldurs að Siglunesi, flutti þá austur að Ljósavatni með Birni Jóhanns- syni frænda sínum. Hjá honum lærði hann trésmíðar og stundaði hann trésmíðar hér í bænum ár- in 1902—1908, en þá hóf hann búskap á hálfum Rútsstöðum í Eyjafirði, en fluttist alfarinn hingað til bæjarins árið 1919, er hann keypti Garð, og þar hefur í STUTTU MÁLI Steinclce, dómsmálaráðherra Dana, heimsótti nýlega fang- elsið í Horsens, en þar eru geymdir stríðsglæpamenn, er dóm hlutu í Danmörku. — Ræddi Steincke við Bovensi- epen, Gestapoforingja. Segir Pólitíkin hann hafa lagt þessa spurningu fyrir Þjóðverjann: Vitið þér eiginlega, hver er munurinn á diktatúr og demó kratí? Ekki vissi Bovensiepen það gjörla. Sjáið þér til, sagði Steincke: f einræðisríki má enginn segja sannleikann, en í lýðræðisríki mega allir ljúga'. ★ Friðardúfa sú, sem Picasso teiknaði fyrir kommúnista, til þess að innsigla „friðarsókn- ina“ og Stokkhólmsávarpið, verður aðalmyndin á frímerki, sem kommúnistar gefa út í Austur-Þýzkalandi 15. þ. m. til þess að halda upp á „kosn- ingar“ þær, sem þeir efna til þann dag. Fer vel á því að skrípamynd þessi innsigli skrípakosningarnar. Aðeins einn listi er í kjöri og verða menn að kjósa hann eða sitja heima ella. Þeita er fullkomn- asta lýðræði í heimi, segja kommúnistar! ★ Danir undirbúa nú setningu laga um landvarnaskatt. — Verða landvarnir aðalmál þingsins, er það kemur saman í fyrsta sinn eftir kosningarn- ar nú í vikunni. Talað er um að setja sérstakan tekjuskatt á allar tekjur umfram 6000 kr. Þá er og ráðgert að hækka tolla og skatta á ýmsum neyzluvörum. ★ í stríðslokin dvaldi hér á landi um skeið danski ritstjór- inn Ole Kiilerich, sem síðar varð meðritstjóri „Informat- ion“. Hélt hann m. a. fyrir- lestur hér á Aluireyri um her- nám Danmerkur. Kiilerich hefur undanfarin ár verið bú- settur í Róm og verið frétta- ritari danskra blaða. f fyrra urðu Kiilcrich-hjónin fyrir þeim hörmulega missi, að tvö börn þeirra drukknuðu í á nokkurri þar syðra, En óham- ingja fjölskyldunnar var ekki þar með búin. Sl. laugardag fannst frú Kiilerich drukknuð í baðkari í íbúð þeirra hjóna í Róm, segir Pólitíkin sl. sunnu- dag. Er talið að hún hafi feng- ið aðsvif í baðinu. bann búið síðan. Þrátt fyrir háan aldur er Jón ágætlega hress. Eg mætti honum á götunni í fyrra- dag og minntist þess þá, að átt- ræðisafmælið var skammt undan. Við tókum tal saman. Jón sam- þykkti óðara, að margt hefði breytzt hér í bæ, síðan hann kom i Garð. Fyrstu árin hafði hann tvær kýr þar, en ekki fóðraði bletturinn þær báðar. Leita varð heyfanga á önnur tún. En Garð- ur var talinn býli, er Jón keypti hann af Magnúsi Jónssyni frá Hamarkoti, er fyrstur byggði þar. Þá stóð húsið fjarri annarri byggð bæjarmanna. Laxdal sagði eitt sinn við Magnús, að hann og fjölskylda hans gætu eiginlega ekki talizt til bæjarfélagsins. í þá daga var engin b.vggð þar um- hverfis, tvö lítil hús í brekku- brúninni, nú neðst við Gils- bakkaveg, og tvö hús yzt, þar sem nú er Oddeyrargata. Blett- urinn kringum Garð var þá stærri en yngri bæjarbúar muna hann, en bærinn hefur smátt og smátt verið að saxa af landinu. Stærsta sneiðin fór, þegar Kaup- angsstræti var lagt, síðan þurfti Gilsbakkavegurinn að fá sitt og svo framvegis. Þó eru ekki nema fimm ár síðan Jón hætti að hafa kú í Garði. Var býlið þá umlukt byggð á alla vegu. Nei, búskapur var aldi'ei gróðalind í Garði, enda brá Jón ekki búi á Rútsstöðum til þess að fara að búa á bæjar- landinu. Trésmíðar voru iðn hans og að þeim hefur hann unnið dyggilega og samvizkusamlega um áratugi, allt fram á síðustu ár. Hann hefur lagt hönd að verki við byggingu margra húsa hér í bæ. Hann var við að byggja gagnfræðaskólahiísið (Mennta- skólann) undir umsjá Sigtryggs Jónssonar byggingameistara, og við byggingu Samkomuhúss bæj- arins vann hann með þeim Guð- birni Björnssyni og Guðmundi Olafssyni. Og hvað verður svo um Garð í framtíðinni? Jón veit það ekki, hann hefm- lifað þessi ár utan og ofan við allar skipulagsnefndir og ráð. Þetta er hans eignarjörð. En víst mun ekki vera gert ráð fyrir býli hans á uppdráttum þeim, sem sýna byggðina hér í fram- tíðardraumum skipulagsmeistar- anna. Garður er samt enn í dag ábending til borgaranna um hina öru þróun, sem orðið hefur hér í bæ síðustu áratugina, tengiliður milli gamals og nýs tíma. Og Jón í Garði er ágætur fulltrúi hins gamla tíma, og þeirra eiginleika, sem hann einkenndu, og dugðu þjóðinni bezt er á reyndi, iðju- semi, nýtni og samvizkusemi við öll störf. Unga kynslóðin má minnast þessa, er hún lítur þetta litla býli, sem nú er að mestu horfið undir stræti og í skugga stórbygginganna. Það er ekki frá miklu að segja, sagði Jón, er hann leit yfir farinn veg. Það er rétt að því leyti, að það er ekki frá stórviðburðum að segja. En líf bæjarfélagsins er ekki borið uppi af röð stórviðburða, heldur af hinu iðjusama og samvizkusama starfi fjöldans. Jón í Garði lagði þar sitt lóð á vogarskálina og samborgarar hans samfagna hon- um því í dag og óska honum fag- urs ævikvölds.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.