Dagur - 04.10.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 04.10.1950, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 4. október 1950 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiösla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa f Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Þegar skynsemin er hengd á bókstafinn I SL. VIKU fann Kominform-blaðið hér á staðnum sérstaka hvöt hjá sér til þess að endur- prenta meginmál greina reinnar, sem birtist í að- almálgagni rétttrúaðra í Reykjavík fyrir skemmstu. Hét ritsmíð sú: Friðarstefna Sovét- ríkjanna ítrekuð. Þótti það mikill hvalreki hér um slóðir, að í sama mund og rússneskar vélbyssur og önnur morðtæki, framleidd á því herrans ári 1950, voru til sýnis í Oryggisráðinu, til sann- indamerkis um hina sönnu friðarstefnu kommún- ista og undirbúning árásarinnar á Kóreu, skyldi fulltrúi Rússa þar hafa lýst því yfir í ræðu, að friðurinn væri helzta áhugamál valdhafanna í Kreml. Frá eigin brjósti lagði Kominform-blaðið hér það til málanna, að aðeins heimskir menn héldu því - fram, að kommúnistískt ríki gæti nokkfu sinrii verið árásarríki. Slíkt væri andstætt skipulaginu. Er það mál þar með endanlega af- greitt í augum sálsjúklinga þeirra, sem hengja skynsemina á bókstafi gamalla kreddukenninga, en loka augunum fyrir staðreyndum. Þessum pilt- um finnst bókstafur áróðurspistlanna miklu merkilegra sönnunargagn en atburðir mannkyns- sögunnar. Þjáningar finnsku þjóðarinnar hafa aldrei verið til í þeirra augum. Kommúnistaríki getur aldrei verið árásarríki, stendur í fræðunum. Hvað 'várðar þá um árás á Finnland og Pólland, innlimun Eystrasaltsríkjanna og víðlendra hér- aða úr öðrum ríkjum, sem eitt sinn voru sjálf- stæð? Þá varðar ekkert um þessar staðreyridir. Bókstafurinn stendur og skynsemi þessarar manntegundar er fullnægt. Venjulegu fólki blöskrar þessi einfeldni og ofsatrú. Almenningur á bágt með að skilja hugarástand manna, sem helzt líkjast námuhestum með klappa á kinnun- um til þess að utanaðkomandi áhrif hrelli þá ekki eða villa þeim sýn. Kommúnistar hafa allir slíkan umbúnað á sálinni. Kolsvartur klappi kreddu- kenninganna varnar þeim að sjá nokkuð nema ofstækislínuna úr austri. Þetta fyrirbrigði er ný- legt á stjórnmálasviðinu, en á sviði trúmála er það gamalkunnugt. LÍTIL SAGA frá Frakklandi sýnir mæta vel, hvert þessi hugsunarháttur leiðir fólk. Frá at- burði þeim er greint í hinu frjálslynda blaði „Combat“ í París, en heimildin er sjálft höfuð- málgagn kommúnista þar um slóðir: „L’Hum- anité“. Frásögn „Combat“ er á þessa leið: „M. Paul Maertens, starfsamður eins ráðuneytisins, var nýlega rekinn úr kommúnistaflokknum fyrir „frávik". Bróðir hans, Jean Maertens, hefur ný- lega ritað flokksstjórninni bréf og talar þar fyrir hönd fjölskyldunnar: „Eg lýsi því yfir, að eg er algerlega samþykkur refsiaðgerðum þeim, sem flokkurinn hefur framkvæmt gagnvart manni þeim, sem var bróðir minn. Eg læt yður hér með vita, að kona mín og móðir mín — sem eru flokks- félagar — eru mér algerlega sammála um þetta. Móðir mín getur ekki framar veitt inngöngu í hús sín svikara við málstað verklýðsstéttarinnar og friðarins11. Enn segir „Combat“: Vér vitum ógerla hvað olli brottrekstri Paul Maertens úr komm- únistaflokknum. En hitt vitum vér af reynslunni frá tímabili nazistanna, að flokk- ur, sem þannig nær að slíta fjöl- skyldubönd og rugla mat manna á hinu viðurkennda gildi ástar og kærleika annars vegar og óljós- ara gildi stjórnmála hins vegar, að flokkur, sem fær slík bréf og hælist um yfir því, og birtir þau opinberlega, misbýður mannleg- um eiginleikum herfilega." Þessi saga mun rifja upp fyrir ein- hverjum frásagnir um ofstæki sértrúarflokka aftur í grárri forneskju, og svo afrek nazist- anna á sinni tíð. En þetta blinda ofstæki er enn til. Það er lífs- nauðsyn fyrir venjulega borgara að gera sér það vel ljóst. Það gengur Ijósum logum um öll lýð- ræðislöndin, í líki þessarar fjöl- skyldusögu frá Frakklandi og skrifa Þjóðviljans og Verka- mannsins um ítrekunina á frið- arvilja Sovétstjórnarinnar, á sama tíma og rússnesk vopn murka líftóruna úr borgurum Suður-Kóreu og standa gegn lögum og rétti Sameinuðu þjóð- anna. Kóreustríðinu er að vísu um það bil að ljúka. En það er eins líklegt að ofbeldisseggirnir hyggi á innrás og fjöldamorð ein- hvers staðar annars staðar. Augu allra lýðræðisþjóða eru nú að Ijúkast upp fyrir þeim sannleika, að af hinni alþjóðlegu stiga- mannahreyfingu kommúnista má alls vænta. íslendingar ganga þess ekki duldir lengur fremur en aðrir. Stórubræðurnir úti í löndum hafa lýst því fjálglega, að þeir mundu taka fagnandi á móti herskörum kommúnista, ef þeir gerðu innrás í lönd þeirra. Kommúnistar hér þykjast ekki vera aðilar að þessum yfirlýsing- um. En þeir eru aðilar að öllum svartasta og viðbjóðslegasta áróðri heimavaldasinnanna. — Hvers vegna þessi undantekning? Vegna þess, að það þykir heppi- legt eins og á stendur að halda dauðahaldi í sauðargæru sak- leysisins. En hin ofstækisfullu skrif kommúnistablaðanna og hin algera fyrirlitning skynsemi og réttsýni mannsins, sýnir Ijóslega, að úlfurinn vakir undir gærunni. Lýðræðisöflin þurfa líka að vera vakandi og gefa nánar gætur að viðbrögðum þessarar nýmóðins jesúítareglu, sem einskis svífst til þess að koma fyrirætlunum sínum í framkvæmd. FOKDREIFAR Hin hvimleiðu hlé í bíóunum. MEÐ HINUM hvimleiðu hlé- um, sem bíóin hafa hverju sinni, er þau sýna mynd, tekst þeim að eyðileggja nokkum hluta skemmtunarinnar fyrir bíógest- um og trufla svo sýningu mynd- anna, að bíógestir missa jafnan úr einhvern hluta þess, sem þeir þyrftu að sjá og skilja til þess að njóta myndarinnar. Það er oft búið að ræða um þessi hlé. Þau þekkjast hvergi á byggðu bóli nema á íslandi. Þau eru óvinsæl af bíógestum, en samt halda bíó- in dauðahaldi í þau. Hvers vegna? Mér leikur grunur á, að sælgætissalan í anddyri bíóanna ráði meiru um það viðhorf en þægindi og skemmtun bíógesta. — Þessi truflun getur í sann- leika verið hvimleið. Venjan er sú, þegar sýning hefst að nýju eftir hlé, eru ekki allir bíógestir komnir í sæti sín. Góða stund eftir að sýningin hefst eru menn að staulast til sæta sinna í myrkr inu, fólk að standa upp til þess að gefa þeim rúm o. s. frv., sem að þeir, sem setið hafa allan tím- ann til þess að njóta myndarinn- ar, verða af því að sjá á tjaldið og þó enn fremur að heyra það, sem sagt er, vegna skarkala og hávaða. Eg held að bíógestir al- mennt mundu fagna því, að þessi hvimleiðu hlé væru lögð niður og myndirnar, sem eru ein heild, sýndar unz þeim er lokið. Hléð truflar skemmtun bíógesta. Það er nú orðið svo dýrt að sækja bíó, að ekki er til of mikils mælst, að bíóin veiti bíógestum kost á að sjá myndimar truflunarlaust fyrir gjaldið. Betri umgengni í bíóunum. UMSJÓNARMAÐUR Nýja- Bíó sagði mér hér á dögunum, að síðan bíóið var málað og prýtt og endurbætt, hafi umgengni stór- batnað. Þetta sýnir það, sem gamalkunnugt er, að menn bera meiri virðingu fyrir því er fallegt og óskemmt er, en hinu, sem er ljótt og útpárað. Þessi bætta um- gengni í bíóunum er lofsverð og verður vonandi áframhald á henni. Það er raun að sjá skemmdir og spellvirki á opin- berum stöðum. En þótt bót sé fengin á þessu — í bráðina a. m. k. — virðist enn langt í land, að bíógestir geti notið myndanna ótruflaðir fyrir hávaða og ólát- um ungmenna. Á mánudags- kvöldið gerðu únglingar í aðal- sal Nýja-Bíó sér það til dundurs að láta tómar gosdrykkjaflöskur skoppa eftir gólfinu. eftir að myrkt var brðið. Þetta er eitt dæmi um þau óþægindi, sem bíó- gestir verða fyrir af sælgætissöl- unni í anddyri bíóanna. Ætti að vera föst regla, að leyfa ungling- um ekki að taka flöskur með sér inn í bíósalinn. Þeir, sem ekki geta lifað tvær stundir án þess að súpa gosdrykki, þyrftu þá að gera það í hléinu frammi í and- dyrinu. Sýnist það ekki mikið harðræði. Umgengni öll í bíóun- um er . engan veginn lítilsvert atriði. Bíóin eru einn helzti sam- komu- og skemmtistaður bæjar- manna. Menn greiða þar hátt gjald fyrir að njóta skemmtunar í friði. Þeir, sem ekki geta tekið svo mikið tillit til samborgara sinna, að léyfa þeim þá ánægju, ættu ekki í bíó að koma. Strangt eftirlit bíóanna sjálfra með ærsla belgjum mundi og taka fyrir ólæti á skömmunj tíma. Armband, með steinum, tapaðist fyrir nokkru. Skilist gegn fund- arlaunum á afgr. blaðsins. Snyrtivörur margs konar fyrir karlmenn fyrirliggjandi Nýlenduvörudeild, og útibú. A Kökur og brauð með litlum sykri Síðasti sykurskammturinn á þessu ári, sá sem endast á til jólanna, er kominn. Það er því ekki að undra, þótt húsmæður hafi hug á því, að spara syk- urinn um þessar mundir og reyni að rifja upp ein- hverjar köku- og brauðtegundir, sem hægt er að baka, án þess að nota mikinn sykur. Máske fáum við einhvern aukaskammt — smá jólaglaðning? Það myndi áreiðanlega vel þegið á flestum bæjum, en bezt er að vera ekki of bjartsýnn, heldur reyna að baka ódýrt næstu mánuðina, hvað sykur snertir, svo að hægt verði að gera sér dagamun um hátíð- arnar. Eg vil því verða við beiðni konu nokkurrar, sem hringdi í mig á dögunum og bað kvennadálk- inn að birta einhverjar uppskriftir, sem ekki þyrfti mikin nsykur í. Kökur þessar eru úr lítilli bók, sem gefin var út í Danmörku á stríðsárunum, og eru uppskriftirnar miðaðar við hinn nauma sykur- skammt, sem þá var þar í landi. Vonandi gefast þær einhverjum vel, einnig hér. Fínt hveitkex. 100 gr. hveiti. — 100 gr. kartöflumél. — 50 gr. smjörlíki. — 45 gr. sykur. — 3/4 tesk. hjartarsalt. — 1 dl. rjómi. Hnoðað, en síðan látið standa V2 klst. á köldum stað, áður en þa ðer flatt út. Kökurnar eiga að vera þunnar, pikkaðar með gaffli og bakaðar ljósbrúnar. Rúgkex. 150 gr. rúgmél. — 50 gr. hveiti. — 70 gr. smjörlíki. — 20 gr. sykur. — Vz tesk. salt. — 1 tesk. kúmen. — 1 lítið egg. — 4—5 matsk. rjómi eða góð mjólk. Parísar-bollur. 250 gr. hveiti. — 3 tesk. lyftiduft. — 80 gr. smjör- líki. — 60 gr. sykur. — 1 egg. — 1 dl. mjólk. — V anilludropar. Hveiti, sykur og lyftiduft er blandað saman og smjörlíkið mulið saman við. Vætt með mjólk og eggi. Hnoðað saman. Búnar til litlar bollur, sem bakaðar eru við góðan hita. Þegar þær eru næstum því bakaðar (eru ljósgular) eru þær teknar út sem snöggvast og smurðar með kaffi, mjólk eða hrærðu eggi, og ofan á það er stráð grófhökkuðum möndl- um, blandað með raspi og grófum sykri (mulinn molasykur). Bollurnar eru settar sem snöggvast inn í ofninn. Skornar sundur og borðaðar með marmelaði eða sultu. Enskar skonsur. 450 gr. hveiti. — 1 tesk. salt. — 20 gr. sykur — 50 gr. smjörliki. — 3 tesk. lyftiduft. — 3 dl. mjólk. Öllu blandað saman og hnoðað. Deigið er flatt út og því skipt í fjóra jafna hluti, sem eru flattir út í kringlóttar kökur. Hver kaka er skorin í fernt og sú lögun látin halda sér á skonsunum. Penslað yfir með mjólk og bakað í heitum ofni í ca. 15 mínútur. Borðaðar volgar með smjöri. Kartöflu-vínarbrauð. Deigið er gert úr jafn miklu af smjörlíki, hveiti og mörðum kartöflum, sem soðnar hafa verið salt- lausar. Þetta er hnoðað saman og látið standa 15— 20 mínútur. Flatt út og búnar til lengjur. Sulta sett eftir endilangri lengjunni og brotið upp á barmana, þannig, að sultan verður eins og dökk rönd eftir lengjunni endilangri. Þetta deig er einnig hægt að nota í lagköku og tartalettur. Vínarbrauðin eru bezt volg. Borðist þau ekki upp meðan þau eru ný, er hægt að bregða þeim inn í ofn eða ofan á plötu og velgja þau upp, áður en þau eru borðuð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.