Dagur - 04.10.1950, Blaðsíða 6

Dagur - 04.10.1950, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 4. október 1950 Viðburðarríkur dagur Saga eftir Helen Howe. 11. DAGUR. (Framhald). Líklegast mundi Clara aldrei hafa farið frá Freetown ef ef hún hefði ekki trúlofast Earl Hed- man, læknisfraeðistúdentinum. En þegar hann hóf starf varð hún að fylgja honum eftir og fyrsta árið bjuggu þau í New York. Þetta fyrsta ár, sem þær vinkonurnar voru aðskildar, hafði verið erfitt fyrir Faith. Móðir hennar var að smá hraka til heilsunnar, unz yfir lauk að lokum. Þetta ár varð föður henn- ar ofraun. Hánn hafði aldrei ver- ið sterkbyggður. Honum fannst hann ekki geta lifað lífinu einn. Ekki voru nema sex mánuðir liðnir er hann gekk að eiga hjúkrunarkonu þá, er stundað hafði móður Faith í sjúkleikan- um. Og viku síðar hafði Faith fengið skeyti um að þau væru farin í brúðkaupsferð til Atlantic City, en þar fékk hann .hjartaslag og andaðist. Það var þá, sem hún lét undan óskum vinkonu sinnar og flutti til hennar í New York. Clára naut augsýnilega endur- fudnanna, er þ'ar sátu tvær vin- konurnar í gildaskálanum. „Eg vildi bara að dömurn»r í Free- town -gætu séð þig núna í þess- umt kjól,“ ; sagði hún brosandi. „Það'er gaman að sjá, að þú hef- ur það gott. Þú áttir það inni.“ Faitb var þegar á verði. „Lífið er ágætt, nema hvað það leýfir ökkur of sjaldan að sjást,“ sagði hún. „Én þú lofaðir að segja mér frá Sonny, hvað er að hon- um?“ „Han ner veikur. Eg þori varla að hugsa um hversu mikið veik- ur hann er í rauninni.“ „En hvað er það, og hvéhær veiktist hann?“ „Það kom allt smám saman. Hann hefur ekki verið hraustur í mörg ár og nú upp á síðkastið hefur hann fengið óbærilegan höfuðverk. Loksins heimtaði Earl rækilega skoðun og myndatöku, og það, sem kom í ljós, var ekki skemmtilegt. Eg skil það ekki, en það er talinn hættulegur hjartasjúkdómur." „En er ekki hægt að gera eitt- hvað?“ „Jú, það er hægt að gera eitt- hvað. Það er hægt að skera upp við því, en það er vandasamur og stórhættulegur skurður. Læknarnir segja að sæmileg von sé um að slík aðgerð takist.“ Faith heyrði að Clara óttaðist það, sem fram mundi köma. Og hún var fljót að koma henni til hjálpar. „Já, en þetta er dásamlegt, Clara. Framfarirnar í skurð- lækningum á síðustu árum ganga kraftaverki næst. Þú mátt ekki vera of svartsýn.“ „Eg er bjartsýn,“ sagði Clara, en það fylgdi engin sannfæring orðunum. Báðar voru þögular um stund. „Sonny er skemmtilegur og dá- samlegur drengur,“ sagði Clara. „Eg gæti ekki afborið að sjá hann hálfgerðan aumingja allt lífið. Eg held nærri því að eg vildi heldur. . . .“ Það lá við að rynni út í fyrir henni. „Hann er samt svo þolinmóður og góður. Maður finnur svo sárt til með honurn." ■Faith gat ekki varnað því, að tár komu fram í augu hennar. „Já, lífið virðist ætla að verða okkur báðum erfitt,“ sagði hún. „En það er ekki erfitt fyrir þig?“ sagði Clara undrandi. „Hvað er að?“ Fyrir augnabliki hafði Faith verið full samúðar í högum Clöru. En nú var taflið snúið við. Clara var full samúðar og áhyggju yfir vinkonu sinni. „Eg hafði ekki ætlað mér að segja þér frá því,“ sagði Faith. „Þú hefur nóg um að hugsa sjálf.“ „Vitleysa. Hvað er að? Segðu mér það vina, kannske get eg gefið þér góð ráð?“ „Aðeins það, að eg uppgötvaði, að Eric hefur átt barn með ann- arri konu.“ Undrun lýstí í svip Clöru. „Eg trúi því ekki,“ sagði hún. „Þú verður nú samt að gera það, því miður. Það er satt.“ „Kannske þú hefðir átt að bíða eftir Freddy eftir allt saman,“ sagðí ’Clara. Þær vinkonurnar höfðu aldrei enn hitzt svo á síðari árum, að Clara hefði ekki hvíslað að vin- konu sinni: „Hefurðu frétt nokk- uð?“ Það hafði jafnan reynst til- gangslaust fyrir Faith að láta, sem hún skildi ekki hvað hún var farin að segja: „Frétt hvað?“ Clara hélt ævinlega á- fram: „Þú veist vel hvað ég meina. Frétt nokkuð af Freddy.“ En nú hvísiaði hún ekki, heldur sagði hárri röddu: „Faith How- ard! Hefurðu séð blöðin í morg- un?“ Hún fór dfan í töskuna sína og kóm-með síðásta eintak New York Times. „Sjáðu hér,“ sagði hún um leið og hún breiddi úr blaðinu á börðinU. „Lestu þetta!“ í fyrirsögn var 'sagt frá því, að skipið Mauretariía hefði lagst að bryggju kvöldið áðúr með margt kunnra manna innanborðs. Marg- ar myndir fylgdu frásögninni. Clara benti á nokkrar línur í greininni: „Frederick Goodridge, rithöfundur, erfingi Goodridge- blaðahringsins, var meðal far- þeganna. Þegar blaðamenn spurðu hann um framtíðarfyrir- ætlanir hans, sagði hann, að hann hefði þá nýlega undirritað samn- ing við franskt kvikmyndafélag um að gera kvikmyndir í Afríku- nýlendum Frakka. Mr. Good- ridge sagðist mundi hverfa aftur til Parísar til þess að undirbúa fyrstu förina, til Sómalílands." Tíu ár höfðu enn ekki kennt Faith að láta sér standa á sama er hún heyrði þetta nafn. Hjartað sló örlítið hraðar en fyrr. Hún vonaði að Clara sæi ekki, að henni var alls ekki rótt. „Jæja, þá veit maður, að Freddy er kominn og á förum aftur. En hvað kemur það við okkar mál- um?“ „Vitaskuld hefur hann með okkar mál að gera, eftir það, sem þú sagðir mér,“ sagði Clara. „Þú meinar ekki í alvöru, Faith, að þú ætlir bara að láta sem ekkert hafi gerzt?“ „Eg sé ekki, að ég geti gert ann- að. Eg get ekki látið sem mér þyki það skemmtilegt — en ég sé enga aðra leið.“ „En hvar er sjálfsvirðing þín?“ „Eg lifi ekki lengi á henni.“ Hún hafði ekki haft svar á reið- um höndum, er Mona hafði sagt þetta við hana, en nú fannst henni þessi setning innantóm og aum. Clara horfði undrandi á hana. „Eg skil ekki hvað þú ert að fara. Ef þú átt við að þú þurfir að vera hjá Erie af því að hann sjái fyrir þér, þá hefurðu breytzt svo, að eg þekki þig varla aftur.“ (Framhald). r U they til splu, 100—150 hestar, sumt a£ ræktuðu landi. A£gr. vísar á. Til sölu: Orgel, útvarpstæki í bíl og radíógrammófónn. SÖLUSKÁLINN Sími 1427. Til sölu sem ný, tvíhneppt smok- ingföt og drengjaföt. GUFUPRESSAN s.f. Skipagötu 12. Höfum fengið ný hreinsunarefni, þau beztu, sem framleidd eru til fatahreinsUnar. GUFUPRESSAN s.f. Skipagötu 12. Barnavagn til sölu á morgun, fimmtu- dag, kl. 2—3. Hafnarstrceti 100. Armbandsúr Vil selja herra-armbandsúr. Afgr. vísar á. Bókfærslunámsskeið Undirritaður hefur bókfærslunámsskeið hér í vetur, og hefst kennsla væntanlega í næstu viku. Þeir, sem hug hafa á að sækja námsskeiðið eða afla sér frekari upplýs- inga um það, tali við mig sem fyrst. Sigurður M. Helgason. Sími 1543, eftir kl. 6 e. h. Iðnskóiinn á Akureyri verður settur mánudagimi 16. október n. k., kl. 8 e. h. Iðnmeistarar, sem þurfa að koma nýjum nemendum til náms í skólanum, eru beðnir að tilkynna mér það sem fyrst, sömuleiðis, ef eldri nemendur, sem gert hafði verið ráð fyrir að yrðu á þeirra vegum í skólanum, eru horfnir frá námi. Almenn kvöldkennsla Skólinn mun, sem að tmdanförnu, taka óreglulega nemendur til náms í almennum námsgi'einum, svo sem tungumálum, reikningi o. fl., meðan rúm leyfir. Fáein- ir slíkir nemendur geta enn fengið skólavist, en ættu þá að hafa tal af undirrituðum sem allra fyrst. Akureyri, 3. október 1950. Jóhann Frímann, skólastjóri. Tónlistarskóli Aknreyrar verður settur að Lóni, laugardaginn 7. októher n. k., kl. 5 e. h. Þeir nemendur, sem hafa hug á að stunda nám við skólann í vetur, en liafa ekki tilkynnt þátttöku, eru beðnir að gefa sig fram við Finnboga S. Jónasson, Skrif- stofu K. E. A., sem fyrst. Tónlistarbandalag Akureyrar. Tilkynning til bænda Eftir 4. október verður tekið á móti fé til slátrunar á sláturhúsi voru þriðjudaga og föstudaga. Sláturhús Sirni 1306. Kosningadagar auglýstir síðar. AUGLYSING frá Bílstjórafélagi Akureyrar Trúnaðarmannaráð félagsins hefir samþykkt að við- hafa allsherjaratkvæðagreiðslu á fulltrúavali fyrir félag ið á 22. þing Alþýðusambands íslands. — Kjósa ber 2 aðalfulltrúa og 2 til vara. Er hér með auglýst eftir framboðslistum, en til þess að listi sé löglegur, þarf hann að vera studdur a£ minnst 22 fullgildum félagsmönnum og vera kominn til kjör- stjórnar félagsins fyrir kl. 6 e. h. fimmtudaginn 5. þ. m. STJÓRNIN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.