Dagur - 04.10.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 04.10.1950, Blaðsíða 5
MiSvikudaginn 4. október 1950 D AGUR 5 Sameinuðu þjóSirnar hafa sigrað í Kóreu - en hvaS fekur nú við þar? Kunnur brezkur rithöfundur ræðir horfurnar Síðastl. sunnudag ritaði hinn kunni stjómmálarithöfundur „Scrutator“ í London á þessa leið í blað sitt, Sunday Times: Sigur Sameinuðu þjóðanna sunnan við 38. breiddarbaug í Kóreu er nú alger. Herlið Norð- ur-Kóreu sunnan baugsins hefur verið umkringt og er í gildru. Margir hafa smogið úr gildrunni með því að fleygja frá sér her- búnaði sínum, dulbúast sem bændur og hverfa út í náttmyrk- ur. Slíkt lið gæti, ef tími ynnist til, laumast norður fyrir breidd- arbauginn, og með kínversklhm og rússneskum vopnum, gæti það orðið skeinuhættur óvinur síðar meir. Nú er rætt um það, hvort sig- urvegararnir eigi að halda norður fyrir breiddarbauginn eða ekki. Um það má ræða fram og aftur, út frá herfræðilegu og borgara- legu sjónarmiði. Þessi m'arka- lína var upptekin árið 1945, vegna að hún gerði handhæg skil milli rússneskra og bandarískra hernámsliða. En hvort tveggja þessi hernám voru ’úr sögunni alllöngu áður en núverandi styrj öld hófst. Engin ástæða er því til þess lengur, að líta á norðurhlut- ann, sem rússneskt yfirráða- svæði. En eigi að síður verður að ihuga stjórnmálalegar hliðar málsins með því að norðurhlut- inn á landamerki að Mnverskum og rússneskum löndum. Herfræðilega séð — heitnska. Herfræðilega séð væri það hin herfilegasta heimska ; að leyfa hinum sigruðu herjum að hörfa norður fyrir 38. breiddarbaug til þess að endurskipuleggjast og vopnast á ný þar, án þess að sigurvegararnir hefðu af því nokkur afskipti. Slíkt mirndi verða til þess að ástandið í Kór- eu yrði svipað og í Grikklandi er sigraðir kommúnistar fengu tíma og tækifæri til endurskipulagn- ingar innan landamæra Albaníu, Júgóslafíu og Búlgaríu. Segja má, að taka landsins norðan breiddarbaugsins og herseta þess, kosti aukinn her og útbún- að og sé þar af leiðandi aukin skuldbinding á hérðum sigurveg- aranna. En í reyndinni mundi það léttara en að berjast við óvin, sem getur að vild hörfað til stöðva, sem ekki má snerta, og endurnærst þar. Eitt ríki er takmarkið. Þegar litið er á hina hlið máls- ins, er augljóst, að I framtíðinni á Kórea að vera eitt ríki. Þetta er líka eina atriðið, sem allir aðilar eru sammála um. Þess vegna ætti ekki að koma til mála að hverfa til status quo og skipta þjóðinni í tvo helminga á ný. Þetta viðhorf styrkir sjónarmið herfræðing- anna. En jafnframt er nauðsyn- legt að setja glögg takmörk. — Truman forseti hefur nýlega lýst yfir að Bandaríkin sækist ekki eftir herstöðvum á meginlandi Asíu. Auka mætti þessa yfirlýs- ingu með því að lýsa því yfir, að Kórea sé þar meðtalin og amer- ískir herir muni ekki dvelja í landinu eftir að framtíðaröryggi þess er tryggt. Þeir eru þar hvort eð er einvörðungu til þess að framkvæma stefnu Sameinuðu þjóðanna og sá möguleiki kann að vera fyrir hendi þegar hinum stærri hernaðaraðgerðum er lokið og eftir eru aðeins lögreglu- aðgerðir meðan hið fullvalda ríki er að komast á fót, að notast við herlið smáþjóðanna til þess, sem ekki væri hægt að sakast um neinar heimsvaldafyrirætlanir. Marshall-hjálp fyrir Kóreuhúa. Ef ekki væri um aðra and- spyrnu að ræða en þá, sem staf- ar frá Norður-Kóreumönnum, mætti gera ráð fyrir að ekki væri langt að ná þessu takmarki og koma kyrrð á, meðlimir Sam- einuðu þjóðanna gætu þá í bróð- erni rætt um með hverjum hætti eigi að hjálpa þjóðinni þar eystra upp úr þeim hörmungum, sem yfir hafa dunið, og gefa henni von um efnalega uppbyggingu. — Paul Hoffman hefur tilkynnt, að Marshall-stofnunin hafi hjálpar- áætlun þegar tilbúna. í Kóreu er tækifæri fyrir Vesturlandaþjóð- irnar allar að sýna, hvað þær geta gert til hjálpar nauðstadrri Asíu- þjóð. Standa Rússar þversum? En fá þær nokkurt slíkt tæki- færi? Neitunarvald Rússa gæti hindrað að nokkuð yrði gert á vegum Sameinuðu þjóðanna, enda þótt þeir nái ekki að hindra að nokkuð sé gert. Ef Rússar hins vegar endurtaka í Kóreu það, sem þeir hafa áður framkvæmt í Grikklandi, (og sagan til þessa dags er merkilega lík), gætu þeir frestað friðinum og framlengt stríðsástandið um ófyrirsjáanlegan tíma. Stjórnmál landsins mundu þá yfirskyggð af stríðsástandinu og fjárhagur þess í rústum um ófyrirsjáanlega farmtíð vegna eyðileggingar og öryggisleyfis. Afleiðing þessa ástands yrði alvarleg fyrir Vest- urveldin. Hernaðurinn í Kóreu hefur þegar lagt byrðar á fjár- hagsgetu þeirra umfram það, sem upphaflega var ráðgert, og áfram haldandi dýr varðgæzla lands- svæðis, sem væri herjað af skæruliðum, mundi verða enn þyngri á baki án þess að hægt væri að benda á verulega upp- skeru erfiðisins. En Rússar mundu litlu til kosta. Leiðsaga Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru áþreifanlegir mögu- leikar. Hjálparboð Bandaríkja- manna er ekki opinberlega til- kynnt, enda þótt þess hafi verið getið af valdamanni, en í upphafi er lögð áherzla á, að leiðsaga Sameinuðu þjóðanna í Kóreu- málin verði að haldast, og fram- tíð landsins verði ekki ráðin af neinni einstakri þjóð, heldur af samtökunum í heild. Útnefna ætti nefnd S. Þ. til að gera tillög- ur um fyrirkomulag sameiningar landsins. Og leita þarf álits þjóð- arinnar með kosningum. Þetta sýnist rétta leiðin og hana ber að fara. En hvernig tekst að fram- kvæma slíkar ráðagerðir gegn andstöðu Rússa og Kínverja? — Þjóðaratkvæðagreiðsla um sam- einingu landsins mundi tiltölu- lega auðveld. En ríkisstjórn í Kóreu, sprottin upp úr slíkum kosningum, er erfiðara mál við- fangs. Suður-Kórea hefur slíka stjóm, undir forsæti Syngman Rhee og fáir áhorfendur hafa lof- að feril hennar. Sá vandi, að fá starfhæfa ríkisstjóm upp úr kosningiun, er ekki auðleystur í Asíu, þar sem þessi hugmynd og starfsaðferð á sér engar heima- rætur. En þangað til þessi vandi er leystur, er tilgangslaust að tala um frelsi í þessum löndum, þ. e. lifandi og áframhaldandi frjálsræði fólksins. Sigurinn aðeins áfangi. Þessar hugleiðingar bera lítinn keim sigursins, sem unninn hefur verið. En aðgæta ber, að enda þótt sigurinn sé mjög velkominn, er hann aðeins áfangi á langri leið, aðeins atvik innan sögunn- ar um hina miklu árekstra sam- tímans milli Rússa og menning- arinnar. Til þess að halda okkar hlut upp úr, til þess að varna því að þessi átök verði að heims- styrjöld og til þess að forðast fall ef ófriðm- kemur þrátt fyrir allt — er mikið óunnið og langt í land. Truman hefur lýst yfir fylgi við orð ameríska herráðsforingj- ans Bradleys, að Bandaríkin ættu ekki að snúa baki við varðsveit- um sínum á sama augnabliki og sigur er fenginn. Ekki er það fremur hlutverk Breta að gera það. (Lausl. þýtt). 1-2 stúlkur vanar heimilisstörfum, óskast á gott sveitaheim- ili í vetur. Mega hafa með sér barn. Upplýsingar í síma 1823. Sextugur: Jakob Kristinsson, skipstjóri Jakob Kristinsson skipstjóri hér í bæ varð sextugur síðastl. mánudag. Heimsótti hann fjöldi vina og ættingja þann dag og árnaði honum heilla. Jakob er borinn og barnfæddur Akureyr- ingur, sonur Kristins Jónssonar vegaverkstjóra, sem var kunnur að karlmennsku og dugnaði á sinni tíð hér í bæ, og konu hans, Ingibjargar Helgadóttur. Jakob hóf snemma að vinna fyrir sér, fyrst í sveit, en síðan á sjó og varð sjómennskan ævistarf hans. Varð hann mjög ungur formað- ur á bátum hér við Eyjafjörð og kunnur fyrir dugnað og ósér- hlífni. Árið 1924 hóf hann eigin útgerð með m.b. Svan og gerði hann út frá Hrísey um langt skeið. Var hann skipstjóri á eigin bátum allt þar til hann lét af skipstjórn nú fyrir fáum árum vegna heilsubrests. Jakob Krist- insson er kvæntur Filippíu Valdimarsdóttur og eiga þau hjón sex mannvænleg börn, sem öll eru búsett hér í bænum. TIL SÖLU: Klæðaskápur, dívan, borð, stólar, bækur o. fl. í Oddcyrargötu 30, uppi. hjá Nýlenduvörudeild og útibú. May Blossom cigarettur enn íyrixliggjandi á kr. 5.10 pk. Nýlenduvörudeild og útibú. Vindlar, fjölmargar tegundir ávallt fyrirliggjandi Nýlenduvörudeild og útibú. Pönnuköku- hveiti á kr. 1.60 pakkinn (meira en hálft kg) Gamalt verð. Nýlenduvörudeild og útibú. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii* Kryddyörur, | margar tegundir. i Vöruhúsið h.f. | iii111111111111m11111111111111111111111111111111111111111111n ; Bursfavörur, ( margar tegundir. I Vöruhúsið h.f. | nIIIIIIIIIII11111111111111111II11111111111111111111111111111111 : Þvottaduft | Stangasápa Blautsápa I Þvottasnúrur Blámi 1 Blævatn [ Húsgagnabón Bónklútar. Vöruhúsið h/f | ............ = Tannburstar \ Tannkrem Hárspritt I Rakspritt Brillantin Sólarolía I Vöruhúsið h.f. I : iiiiiiiiiiiin11111111111111111111111111111111111111111111111111 z \ Kökudunkar i Bökifuarformar ! Steikarpönnur I i Vöflujárn i Pönnukökuformar I | Buffhamrar i Fiskspaðar og°ausur I Vöruhúsið h/f | | iiiiianiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 1 KAFFI, br. og malað I [ Kaffikönnupokar [ i Kaffikönnuhringar | [ Kaffbætir (L. Davíð) i Vöruhúsið h/f | ~ 1111111111111111111111111111111M1111111111111111111111111111111- = [ Gerduft I | Hjartarsalt i Natron Bökunardropar | Vanilletöflur [ Margsk. búðingar I fVöruhúsið h.f. f E 11111111111111111111111111111111111111111111 iii iii iiiiinmim. = Strásykur I (finn) 1 Molasykur I, (finn og grófur) Flórsykur 1 Vanillesykur Skrautsykur | Vöruhúsinu h.f. I miiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiitiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiimmia

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.