Dagur - 11.10.1950, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 11. október 1950
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimía:
Erlingur Davíðsson
Skrifstofa í Ilafnarstræti 87 — Sími 1166
Blaðið kenittr út á hverjum miðvikudegi.
Argangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
Hagfræði íslendings
HÉR Á DÖGUNUM var stuttlega ritað hér í
blaðinu um afleiðingar fjárfestingarstefnunnar. —
Grein þessi var endurprentuð í Tímanum nokkru
seinna. íslendingur gerir greinina að umtalsefni í
leiðara 4. okt. sl. Telur blaðið, að um þessi mál
megi ekki rita nú, þegar stjórnarsamstarf sé milli
Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Það er rett hjá blaðinu, að óþarfa deilur um
þau málefni, sem snerta samstarfið, eru engum til
gagns. Hins vegar eru afleiðingar fjárfestingar-
innar sífellt að koma fram, svo að eðlilegt er að
benda á orsakirnar jöfnum höndum. Þetta vill ís-
lendingur eðlilega ekki, þar sem nú er viðurkennt,
að nýsköpunarstefnan í heild sinni hefur valdið
upplausn í efnahagskerfi þjóðarinnar. Þess vegna
er það þegjandi samkomulag Sjálfstæðismanna, að
hneykslast á umræðum um orsakir núverandi
efnahagsástands. Þessi hugsunarháttur er gtór-
hættulegur og í beinu samræmi við það pólitíska
ábyrgðarleysi, sem nú ríkir í landinu.
ÞAÐ HEFUR ÁÐUR verið ritað allrækilega um
orsakir dýrtíðarinnar hér í blaðinu. Ef íslending-
ur kynnti sér álitsgerð Benjamíns Eiríkssonar um
íslenzk efnahagsmál, mundi hann læra hverjar eru
taldar orsakir dýrtíðarinnar. Þar segir, að aukin
dýrtíð eftirstríðsáranna sé af öðrum toga spunnin
en dýrtíð stríðsáranna, sem einkum stafi .af hækk-
un afurðaverðs og farmgjalda. Orsök dýrtíðar eft-
• irstríðsáranna er hins vegar of mikil fjárfesting.
Ólafur Björnsson, prófessor, ritar yfirleitt mjög
skilmerkilega um þessi mál, en hann vísar einmitt
til þessarar álitsgerðar Benjamíns.
:4
ÍSLENDINGUR hefur sett fram nýja kenningu
um, hvað séu ekki orsakir dýrtíðarinnar. Telur
blaðið fjárfestingarstefnu stjórnar Ólafs Thors á
árunum 1944—1946 (nýsköpunina) hafa verið al-
veg sérstaks eðlis. Bregður blaðið þar á sama leik
og kommúnistar gerðu í málflutningi sínum, þeg-
ar þeir töldu að styrjöldin seinasta hefði breytt
um eðli, þegar Rússar hófu þátttöku í henni. En ef
dýrtíð eftirstríðsáranna stafar ekki af þessari fjár-
festingu, af hverju stafar hún þá?
I KOSNINGUNUM 1946 stóð Framsóknarflokk-
urinn einn gegn sameinuðu liði Sjálfstæðismanna
og kommúnista (Alþýðufl. var dindill aftan í
Sjálfstæðisfl.). Þá lögðu Framsóknarmenn til, að
lagðar yrðu til hliðar 450 millj. kr. af erlendum
innstæðum og þeim varið til uppbyggingar at-
vinnuveganna. En munurinn var sá, að gert var
ráð fyrir að sú uppbygging tæki miklu lengri tíma
en nýsköpunin, sem var glæfraleg fjámiálastefna.
í þeim kosningum héldu blöð andstæðinganna því
fram, að þetta væri áróðursplagg hjá Framsókn-
arfl. Nú kveður heldur við annan tón.
1 ÞÁ TYGGUR blaðið upp eldgömul ósannindi og
telur, að Framsóknarfl. hafi aðeins verið á móti
endurbyggingu og aukningu atvinnutækjanna. Að
vísu gagnrýndi flokkurinn togarakaupin og fram-
kvæmd þeirra, e'n það var fyrst og fremst eyðslan,
sukkið og skipulagsleysið í ýmsum myndum, sem
var alveg fordæmanlegt. Ef aðeins hefði verið
fest fé í atvinnutækjum væri ástandið nú annað.
Sú stórkostlega fjárfesting, sem
nýsköpunarstjórnin beitti sér
fyrir í ýmsum myndum á mjög
stuttum tíma, hefur leitt til
þeirrar verðbólgu, sem nú er að
kyrkja atvinnuvegina. ,
Þá kennir blaðið Framsóknar-
flokknum um, að sambandið
milli kaupgjalds og verðlags var
rofið 1941. Er þetta eina tilefnið
sem andstöðuflokkarnir telja
ástæðu til að kenna Framsókn-
arfl. um í sambandi við myndun
og aukningu verðbólgunnar. En
hvernig getur þessi ráðstöfun
hafa valdið verðbólgunni, þar
sem hún að áliti „íslendings11 og
Ólafs Björnssonar, stafar ekki af
of mikilli fjárfestingu? Þess var
svo skylt að geta, að samþykkt
um þetta var gerð af öllum þing-
mönnum Alþýðufl., Sjálfstæðis-
fl. og Framsóknarfl. í neðri deild
Alþingis, en á móti voru tveir
kommúnistar og Héðinn Valdi-
marsson. Þessi ráðstöfun var auk
þess sjálfsögð, þar sem óhugsandi
var, að hægt væri að tengja þetta
algjörlega saman.
ÞÁ TELUR blaðið, að Fram-
sóknarfl. hafi haldið áfram mik-
illi fjárfestingu eftir að hann kom
í stjórnina. Þess ber að gæta, að
þegar nýsköpunarstjórnin gafst
upp, voru óframkvæmd fjölda-
mörg lög, sem hún hafði látið
setja. Þau varð stjórn Stefáns
Jóhanns að framkvæma. Þá var
einnig tekin upp sú regla að
greina milli þarflegra og óþarf-
legra framkvæmda undir forustu
fjárhagsráðs.
ÞAÐ ER AÐ VONUM ekki
sársaukalaust fyrir Sjálfstæðisfl.
að rifja upp forna samvinnu við
kommúnista. Ekki skal það láð.
Það væri því miklu minna ábei-
andi fyrir „íslending" að leiða hjá
sér slíkt umræðuefni og taka
heldur upp léttara hjal um hótel-
gjaldskrár og fleira.
FOKDREIFAR
Formaður Bílstjórafélags Ak-
ureyrar, Þorsteinn Svanlaugsson,
skrifar blaðinu.
í tilefni af viðtali því, er blað
yðar birti þann 21. sept. sl., við
forstjóra Ferðaskrifstofu ríkisins
á Akureyri, hr. Jón Egilsson,
langar mig til að biðja yður að
birta eftirfarandi athugasemd:
Tilefni samþykktar þeirrar, er
Bílstjórafélag Akureyrar gerði á
fundi sínum 13. sépt. sl., og beint
er til forstjóra Ferðaskrifstof-
unnar hér, er ekki eingöngu
framkoma hans á flugdaginn, svo
sem Jón vill vera láta í áður-
nefndu viðtali, heldur er hér um
miklu alvarlegra deilumál að
ræða. Ætti Jón að sjálfsögðu að
vera þessum málum manna bezt
kunnugur, og því hlýtur hann
að vita betur en hann lætur. En
með því, að viðtalið gefur al-
ranga hugmynd um málavexti,
vil eg fara nokkrum orðum um
deilumál þessi.
—o—
Samþykkt Bílstjórafélagsins er
gerð vegna þess, að komið hefur
fyrir hvað eftir annað, að for-
stjóri Ferðaskrifstofunnar hér
hefur fengið utanbæjarbíla til
aksturs og haldið að þeim ferð-
um, þrátt fyrir það, að bifreiða-
eigendur hér í bænum hafa marg
óskað eftir að fá að annast þann
akstur, sem Ferðaskrifstofan sér
um, en jafnan ekki verið hægt að
verða við .þeim beiðnum.
Það virðist því harla einkenni-
lég fullyrðing hjá Jóni, að hann
hafi „aldrei leitað til utanbæjar-
bíla til fólksflutninga fyrir
Ferðaskrifstofuna, ef innanbæj-
arbílar hafi verið fáanlegir með
sömu eða svipuðum kjörum.“ Ef
svo hefði verið hefði aldrei skap-
ast neitt ósamkomulag milli
Ferðaskrifstofunnar hér og bif-
reiðastjóra í bænum, en svo sem
tekið hefur verið fram, er orsökin
einmitt sú, að Ferðaskrifstofan
hefur tekið aðkomubíla fram yfir
þá, sem til eru hér á staðnum.
Til þess, að lesandinn geti
sjálfur dæmt um sannleiksgildi
fullyrðingar Jóns, og ef ske
kynni, að eitthvað rifjaðist upp
fyrir Jóni sjálfum, svo að hann
jafnvel sæi ástæðu til að leiðrétta
ummæli sín í áðurnefndu við-
tali, vil eg aðeins nefna hér af
handahófi fjögur dæmi frá sl.
sumri máli mínu til sönnunar.
1. Skömmu eftir að Þjóðleik-
húsið var opnað, auglýsti Ferða-
skrifstofan hópferð þangað. Til
þessar ferðar var fenginn ’utan-
bæjarbíll. Höfðu þá heimabílar
ekkert að gera, og voru eigendur
þeirra aldrei spurðir um verð
eða nokkuð annað og ekkert við
þá talað.
2. Laugardaginn 24. júní sl.
ætlaði einn bíll frá Hópferðabif-
reiðum að aka fólki á dansleik að
Hrafnagili, og var gert ráð fyrir,
að hann fengi afgreiðslu á Ferða-
skrifstofunni. Var hann þá rek-
inn heim af forstjóranum sjálf-
um, sem sagðist nú hafa nóga
bíla að sunnan í dag. Kærði bif-
reiðastjórinn atferli þetta fyrir
Bílstjórafélagi Akureyrar með
því, að hann leit svo á, að með
þessu væri gengið inn á atvinnu-
svið hans af óviðkomandi mönn-
um. Óskaði varaformaður Bíl-
stjórafélagsins, Jón Pétursson,
eftir því við forstjóra Ferðaskrif
stofunnar, að bíll þessi yrði tek-
inn til afgreiðslu, en ekki var við
það komandi. Kom þá einnig í
ljós, að Ferðaskrifstofan hafði
næga aðkomubíla til sætaferða í
Vaglaskóg næsta dag.
Ekki getur forstjórinn borið því
við, að Hópferðir hafi heimtað
hér önnur kjör en hinir.
3. í tilefni af Jóns Arasonar-
hátíðahöldunum að Hólum í
Hjaltadal, auglýsti Ferðaskrif-
stofan sætaferðir þangað. Ekki
var talað við eigendur Hópferða-
bifreiða fyrr en sýnt var, að
Reykjavíkurbílarnir — önnuðu
ekki eftirspurninni. Var þá beðið
um einn bíl héðan til að flytja
fólk, er hinir gátu ekki tekið, og
var hann að sjálfsögðu fúslega
leigður Ferðaskrifstofunni.
4. f haust fóru Reykjavíkurbíl-
ar með skipshöfn af erlendu
varðskipi tvívegis austur um
sveitir. Stóðu þá hér fjórir stórir
bílar atvinnulausir. Ekki var enn
leitað til eigenda þeirra, hvorki
um verð né annað.
Margt fleira mætti telja til að
sýna umhyggju forstjóra Ferða-
skrifstofunnar hér fyrir atvinnu-
öryggi bílstjóra á Akureyri.
Jón lætur svo sem eigendur
hópferðabifreiðanna hér kæri sig
ekki um að Ferðaskrifstofan ann-
ist afgreiðslu fyrir þá. Þetta tel
eg ekki rétt með farið, og veit eg
ekki betur en að þeir hafi hvað
eftir annað óskað eftir afgreiðslu
á Ferðaskrifstofunni fyrir bif-
reiðar sínar. Vil eg því til sönn-
unar vísa til bréfa frá Hópferða-
(Framh. á 6. síðu.)
Erlendar fréttir:
Sjómaður segir frá lífinu í
Hvítahafshöfnum Rússa
„Nei, það var ekki skemmtilegur staður, heldur
óvistlegur og ömurlegur og fólkið virtist niðurbrot-
ið af ótta og þvingun.“
Þannig fórust norska sjómanninum John Dyseth
orð. í viðtali við norska blaðið „Fedrelandsvennen“
eftir heimkomu frá rússnesku Hvítahafshöfnunum
Kowda og Mezen, en skip hans, „Patria“ frá Krsiti-
anssand, hafði legið þar um hríð og lestað timbur.
— Við vorum þar í 14 daga og fórum talsvert í
land. Fyrst var auðvitað rækileg tollskoðun. Skipið
var grandskoðað. Eftir það urðum við að halda
kyrru fyrir um borð í þrjá daga, en þá fékkst land-
gönguleyfi. Við fengum þá í hendur passa, sem við
urðum að sýna varðmanni við skipakvínna. Hann
reif passann sundur í miðjunni og hélt helmingnum
eftir. Þegar við komum til baka, prófaði hann hvort
stykkin féllu saman. Þrír hermenn með brugðna
byssustingi héldu vörð um borð nótt og dag. Við
höfðum það á tilfinningunni að við værum undir
stöðugu eftirliti þegar við værum í landi. Fólk þorði
ekki að tala við okkur. Ef við ávörpuðum það,
hristi það bara höfuðið og flýtti sér burt.
Hvernig var bærinn?
— Omáluð timburhús, engar götur, allt skítugt
og ömurlegt. Fólkið illa klætt. Það eina, sem það
virtist hafa nóg af, voru sígarettur og brennivín.
Einasta skemmtunin var hátalarar, sem voru festir
upp á hverju horni og útvörpuðu áróðri frá rnorgni
til kvölds. Það hafði náttúrlega engin áhrif á okk-
ur, enda allt á rússnesku. Svo var bíó — ókeypis —
en eingöngu sýndar rússneskar stríðs- og áróðurs-
myndir. *
Og svo fórum við á ball. Það var stórfurðuleg
samkoma. Okkur var fylgt á stað, sem kallaður var
sjómannaheimilið — eins konar kontór og sam-
komusal í einu — og þar var nóg um áróðursrit og
skilti eins og annars staðar í bænum og þeir vildu
endilega troða þessu upp á okkur. — Svo var dans-
að við grammófónmúsík. Kontórinn útvegaði kven-
fólk, en þeim var bannað að tala við okkur. Kvöld-
ið leið því í algerri þögn — þegar grammófónmús-
íkinni sleppir.
Gátuð þið kcypt noklsuð, hvernig var verðlagið?
— Það fékkst ekkert. Öll verzlun fór fram undir
eftirliti. Söluturn var við bryggjuna. Þar seldu þeir
vodka. Fyrir 3 ensk pund féklt maður 76 rúblur, en
vodkaflaskan kostaði 32 rúblur. í öðrum verzlun-
um fengu engir nema íbúarnir að verzla. Eg hafði
á tilfinningunni, að bærinn væri samastaður fólks,
sem flutt hefði verið þangað með valdi. Allir voru
illa til fara. Við vöktum blátt áfram athygli fyrir
föt okkar, enda þótt við hefðum aldrei svo mikið
við að punta okkur til landgöngunnar. Fólk átti það
til að þreifa á efninu í fötunum okkar, en það sagði
aldrei orð. Maturinn virtist mjög lélegur. Eg hef
aldrei séð svartara brauð, en það og óhrjáleg síld,
virtist aðalfæðan.
Kvenfólk við erfiðisstörfin.
Það var einvörðungu kvenfólk, sem vann við
lestun skipsins. Þær „stúuðu“ plönkum og borðum.
Ef við reyndum að tala við þær, sneru þær sér und-
an, ef við reyndum að rétta þeim hjálparhönd,
bentu þær okkur að fara. Konur voru við vinsurn-
ar, og þær óku traktorunum, sem fluttu timbrið úr
landi. Þær voru alla tíð undir eftirliti hermanna.
Óttinn virtist einkenna allt fólk þarna. Einu sinni
fórum við dálítið út fyrir bæinn og fengum að sitja
á vagni hjá Rússa einum til hafnarinnar. Hann
hafði staupað sig eitthvað og var skrafhreyfinn á
lélegri þýzku. Það var í eina skiptið, sem við gátum
talað við mann þarna. En hann þorði ekki að aka
okkur alla leið til bæjarins, heldur rak okkur af
vagninum fyrir utan bæinn og sagði okkur að ganga
til skips. Við gátum ekki farið svo um bæinn, að
(Framhald á 7. síðu).