Dagur - 11.10.1950, Page 7
Miðvikudaginn 11. október 1950
D A G U R
7
Frétt frá Bandalagi
íslenzkra leikfélaga
Bandalag íslenzkra leikfélaga,
sem stofnað var í Reykjavík af
35 leikfélögum og leikflokkum í
ágústmánuði sl., í þeim tilgangi
að vinna að eflingu leiklistarinn-
ar utan höfuðstaðarins, hefur
ákveðið að halda námskeið fyrir
leikstjóra utan af landi þ. 15.—
30. okt. næstk.
Ævar Kvaran annast tilsögn í
leikstjórn, þar sem tekin verða
til athugunar m. a. eftfrfarandi
atriði: Skipulagning verkaskipt-
ingar á leiksviðinu, leikritaval,
undirbúningsvinna leikstjóra við
handritið, hlutverkaskipan, æf-
ingar og sýningin.
Magnús Pálsson mun kenna
grunnflatarteiknun og útskýra
ýmis tæknileg atriði í sambandi
við leiksviðið og byggingu og fyr-
irkomulag leiktjalda. Magnús
hefur stundað nám í Birmingham
í Englandi í þessum efnum.
Þá mun Haralaur Adolfsson,
starfsmaður við Þjóðleikhúsið
kenna andlitsförðun.
Kennslustundir verða á tíma-
bilinu 15.—30. okt. n.k. daglega
kl. 8—12 f. h. og kl. 4—7 e. h. í
teiknisal Handíðaskólans, Lauga-
veg 118; forstöðumaður skólans,
Lúðvíg Guðmundsson, hefur
vinsamlegast lánað salinn til
þessafa afnota .— Kennsla í and-
litsförðun fer hins vegar fram í
Þjóðleikhúsinu; en Þjóðleikhúss-
stjóri hefur góðfúslega leyft það.
Námskeið þetta, sem er hið
fyrsta í þessari grein hér á landi
er ókeypis fyrir félaga Bandalags
íslenzkra leikfélaga og Ung
mennafélags íslands, en síðar-!
nefnda félagið hefur veitt nokk-
úrn fjárstyrk í þessu skyni.
Það er skoðun stjórnar Banda-
lags íslenzkra leikfélaga, að leik-
listin út um landið taki ekki
verulegum framförum fyrr en
hægt sé að veita efnilegum mönn-
um, búsettum í sama héraði og
leikfélag, nauðsynlega undir-
stöðuþekkingu í leikstjórn, og er'
framangreint námskeið fyrsta
tilraunin til þess að bæta úr
þessu.
Félög þau, sem hafa í hyggju
að senda menn á námskeiðið til-
kynni það bréflega eða í skeyti
til Ævars Kvarans, Bergstaða-
stræti 3ö, Reykjavík, fyrir 10.
okt. næstkomandi.
ERLEND TÍÐNDI:
(Framhald af 4. síðu).
forvitnir krakkar eltu okkur
ekki. Þau töluðu ekkert, betluðu
ekki, bara horfðu undrandi á
okkur.
Allt virtist vel skipulagt þarna.
Vinnan um borð hélt áfram dag
og nótt og konurnar voru dugleg-
ar við hleðsluna. Traktorarnir,
sem þær notuðu voru nýir og
fallegir gripir og þær'kunnu vel
með þá að fara. En andrúmsloft
þvingunar og ótta lá eins og mara
á öllu.
Nei, — af öllum hafnarbæjum,
sem eg hef komið á um dagana,
var þessi sá ömurlegasti. Eg vona
að eg eigi aldrei eftir að koma til
Rússlands aftur. Hins vegar get
eg ekki neitað því, að það eru til
menn hér heima, sem eg held að
myndu hafa sérlega gott af því
að fara slíka skemmtireisu til
þess að sjá hvernig Sovét-para-
dísin lítur út í reyndinni. Við
höfðum einn af þeirri tegundinni
um borð — en hann var læknað-
ur þegar skipið sneri heim á
leið. —
Cóð stofa og eldhús
til leigu fyrir reglusamt
barnlaust fólk.
Afgr. vísar á.
Kökuduiikar
Járn- og glervörudeild.
Nokkrar ungar kýr
til sölu
nýkomnar.
Nýlenduvörudeild
og útibú.
er komin aftur.
Bl. Jarðarberja- og Eplasulta.
Bl. Hindberja- og Eplasulta.
Nýlenduvörudeildin
og útibú.
Einingarkonur
Fyrirhugað SAUMANÁM
SKEIÐ félagðsins hefst þ. 1.
nóv., ef næg þáttaka fæst.
Þær, sem hugsa sér að taka
þátt í því, geli sig fram við
éftirtaldar konur, sem gefa
nánari upplýsingar:
Anna Hallgrímsdóttir,
Fjólugötu 13.
Valborg Ingimundardóttir,
Ægisgötu 5,
Margrét Magnúsdóttir,
Hríseyjargötu 8.
Heiðrún Steingrímsdóttir,
Ránargötu 1.
Góð stofa
til leigu í Skipagötu 2.
Afgr. vísar á.
10-15 ær
til SÖlll.
Afgr. vísar á.
v. a.
Innilegustu pakkir jccri ég öllum peim, sern glöddu
mig rtieð heimsóknum, gjöfum, blórnum og skeytum
á áUrceðisafmccli mínu þann 29. september.
Rósa Illugadóttir,
Þórunnarstræti 104.
x
Innilega pakka ég vinum minum, sem glöcldu mig -
á áttatiu ára afmœli mínu og gerðu mér daginn ó-
gleyrnanlegan með hlýjum handtökum,S)lómum, gjöf-
um og árnaðaróskum, sem yljuðu mér að hjartarótum.
Eg óska ykkur gleði og hamingju á lifsleiðinni.
Jón Samsonarson.
Brennimark mitt
er V 18.
Valgerður Sigurðardóttir,
Hlíðarhaga,
Saurbæjarhreppi.
SKEIÐ félagsins hefst þ.
Vetrarstúlku
vantar mig nú þegar. -
Gott kaup. — Sérherbergi
Valtýr Þorsteinss
» Sími 1439
ÚR BÆ OG BYGGÐ
Herbergi
til leigu í Þingvallastræti
22 (niðri).
S t ú 1 k a
til aðstoðar við heimilis-
störf og símagæzlu óskast
að Möðruvöllum í Hörg-
árdal (Lándsímastöð).
□ Rún.: 595010117 — Frl.:
I. O .O. F. Rb.st. nr. 2. Au. —
981011SU.
Karlakói-inn Geysir. — Æfing
annað kvöld kl. 8.30.
Gjöf íil ÆFAK. Frá N. N. kr.
100.00. Þakkir. P. S.
Messað í Akurevrarkirkju n.k.
sunundag kl. 5 e. h. — P. S.
Æskulýðsfcl.
Akureyrar-
kirkju. Aðal-
fundur á sunnu
daginn kemur.
— í III. deild
kl. 10 f. h. og í II. deild kl. 8.30 e.
h.. — í I. deild var stjórnarkosn-
ing sl. sunnudag, og voru þessir
félagar kosnir í stjórnina: Jón
Ragnar Steindórsson formaður,
Jóhanna Björnsdóttir ritari og
Olafur Hallgrímsson gjaldkeri. —
Formaður I. deildar er jafnframt
formaður félagsins.
Áheit. Til Akureyrarkirkju:
Kr. 25.00 frá Ernu M. Eyland. —
Til Strandarkirkju: Kr. 30.00 frá
N. N. Kr. 50.00 frá Laugu.
Bazar. Kristniboðsfélag kvenna,
Akureyri, hefir bazar í Zíon
föstudaginn 13. október næstk. kl.
4 e. h. Opið til kl. 6.
Gjöf til Akureyrarkirkju. Kr.
500.00 frá sænskum ferðamönn-
um. Kr. 500.00 til að prýða kring-
um kirkjuna frá ekkju.
Barnastúkan „Sakleysið“ held-
ur furid í Skjaldborg næstkom-
andi sunnudag ld. 1 e. h. Rætt
verður um vetrarstarfið. Kosnir
embættismenn o. fl. Á eftir verð-
ur sýnd kvikmynd.
Barnastúkan „Samúð“ nr. 102
heldur fund í Skjaldborg sunnu-
daginn 15. okt. næstk. kl. 11 f. h.
Kosning embættismanna. Upp-
lestur. Kvikmynd.
Haustþing Umdæmisstúkunnar
nr. 5 verður haldið ( Skjaldborg
laugardaginn 14. okt. næstk. —
Þingið hefst kl. 4 e. h.
Guðspekistúkan „Systkina-
bandið“ heldur fund á venjuleg-
um stað þriðjudaginn 17. þ. m. kl.
8.30 e. h. stundvísleg'a. Fundar-
efni: Erindi (Musterisdyrnar).
Fréttir af aðalfundi guðspekifé-
lagsins.
Guðsþjónustur í Grundarþinga-
prestakalli. Hólum, sunnudaginn
15. okt. kl. 1 e. h. — Möðruvöll-
um, sunnudaginn 22 .okt. kl. 1 e.
hh. — Grund, sunnudaginn 29.
okt. kl. 1 e. h.
Hjúskapur. Sunnudaginn 1. okt.
voru gefin saman í hjónaband á
Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú
Ingunn Guðrún Kristjánsdóttir,
Dalvík, og Jóhannes R. Krist-
jánsson, Hellu á Árskógsströnd.
Bókfærslunámskeið. Sigurðui'
M. Helgason, sem augl. bók-
færslunámskeið í síðasta blaði,
biður þess getið, að þeir sem
hugsa til þátttöku í námskeiðinu
tali við sig eigi síðar en um
næstu helgi. Sími 1543.
fþróttafélagið I»ór. Allir þeir,
sem ætla að æfa hjá félaginu í
íþróttahúsinu, mæti þar kl. 8.30
á miðvikudagskvöld. Stjórnin.
Hjúskapur. Matthea Kristjáns-
dóttir, Jónss. bakaram., og Jón-
as Þorsteinsson, stýrimaður á
Svalbak.
3-4 nemendur
geta bætzt við í leiklistar-
kennslu mína í vetur. —
Sími 1575 kl. 6-7 e. h.
Jón Norðfjörð
Akurcyringar! — Nú er kom-
inn tími ti lað gefa fuglunum.
— Látið þá ckki líða skort í
vetrarhörkunum! —
Zíon. Frk. Sigrid Kvam, kristni-
boði frá Noregi, talar á samkomu
í krifetniboðshúsinu Zíon á hverju
kvöldi næstu viku kl. 8.30. Allir
velkomnir.
Xþróítafélagið Þór. Skemmti-
kvöld í íþróttahúsinu föstudag-
inn 13. okt. kl. 8.30 e. h. Ávarp:
Jónas Jónspon, rpilúð Frámsókn-
arwhist. Aíhendmg verclauna.
Ferðasaga, austurferð Þórs, Guð-
múndur Mikaelsson. Dans. —
Frjálsíþróttadeild Þórs.
Sjónarhæð. Næstk. sunnudag:
Sunnudagaskóli kl. 1. Almenn
samkoma kl. 5. Jóhann Steinsson
talar. Allir velkomnir. — Næsta
þriðjudag: Kl. 8 e. h. biblíulest-
ur: „Hvað lærum vér af sögu
Abrahams?" Sæm. G. Jóhannes-
son talar. Allir velkomnir.
Gjöf til barnaheimilisins Pálm-
holt. Kr. 50.00 frá N. N. — Mót-
tekið á afgreiðslu Dags.
Fíladelfía. Kristilegar samkom-
ur eru á sunnudögum og fimmtu-
dögum kl. 8.30 e. h. í Gránufé-
lagsgötu 9 (niðri), Verzlunar-
mannahúsinu. Allir eru hjartan-
lega velkomnir. — Sunnudaga-
skóli er á sunnudögum kl. 1.30 e.
h. Börn, verið velkomin.
Frá starfinu í kristniboðshús-
inu Zíon næstu viku. Sunnud. kl.
10.30 f. h.: Sunnudagaskóli. Kl.
2: Drengjafundur (eldri deild).
Kl. 5: Drengjafundur (yngri
deild). Kl. 8.30 e. h.: Almenn
samkoma. Sr. Jóhann Hlíðai' tal-
ar. — Þriðjud. kl. 5.30 e. h.:
Fundur fyrir telpur 7—13 ára. —
Miðvikud. kl. 8.30 e. h.: Biblíu-
lestur og bænastund. — Fimmtu-
dag kl. 8.30 e. h.: Fundur fyrir
ungar stúlkur.
Hjálpræðisherinn (Laxamýri),
Strandgötu 19B. Föstudag 13. okt.
kl. 8.30 e .h.: Helgunarsamkoma.
— Sunnudag kl. 11: Helgunar-
samkoma. Kl. 2: Sunnudagaskóli.
Kl. 8.30: HjálpræðissamkoUia. —
Söngur og hljóðfærasláttur er á
samkomunum og öllum er heim-
ill aðgangur. — Mánudaga kl. 4
e. h.: Heimilissambandið. Kl. 8.30
e. h.: Æskulýðsfélagið.
Hjúskapur. 14. þ. m. verða gefin
saman í hjónaband i Kaupmanna
höfn ungfrú Elín Pétursdóttir
Bjarnason (Péturs H. Lárusson-
ar kaupmanns) og Ove Truelsen,
arkítekt, M. A. A. — Heimili
þeirra verður að Stavangergade
3, (3. hæð), Köbenhavn Ö.
Silfurbrúðkaup áttu í gær
hjónin frú Svava Sigurðardóttir
og Samúel Ki istbjarnarson raf-
virkjameistari, Eyrarlandsveg 14
hér í bæ.
Skjaldborgarbíó sýnir um þess-
ar mundir sænsku kvikmyndina
„Glitra daggir, grær fold“, sem
gerð er eftir hinni vinsælu skáld-
sögu Margit Söderholm. Bíóið
bendir í þessu sambandi á, að
nauðsynlegt er fyrir fólk að vera
stundvíst, með því að engin auka
mynd er, og sýning aðalmyndar-
innar hefst stundvíslega kl. 9 e. h.
Bílsíjórafélag Akureyrar hef-
ur kjörið Þorstein Svanlaugsson
og Lárus Jóhannesson fulltrúa á
Alþýðusambandsþing.
Atvinnumáíanefnd bæjarins
hefur verið skipuð og eiga þessir
menn sæti í henni: Frá bæjar-
stjórn: Guðm. Jörundsson bæjar-
fulltrúi, Guðm. Guðmundsson
framkvæmdastjóri, frá félaga-
samtökum:' Þorsteinn Svanlaugs-
son, Jóhannes Jósefsson og Tóm-
as Björnsson.
Barnavagsi
til sölu
Aðalsteinn Þórólfss.
Norðurgötu 46.