Dagur - 29.11.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 29.11.1950, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 29. nóv. 1950 Sýn skáldsins á bryggjunni Er siðfræði illsku og öfundar líkleg til lofs? f nóvemberbyrjun birtist skáld- leg ritsmíð í málgagni Alþýðu- flokksins á Akureyri. Nú er það að vísu engin nýlunda, að skáld- leg andagift ljómi þar á blaðsíð- unum. Ritsnillingur sá, er þar ræður húsum, hefur auk heldur þaft nokkra tilburði við að söðla Pegasus víðar en í Alþýðumann- inum. Geta bókmenntaunnendur kynnt sér niðurstöður þeirrar viðureignar hjá forleggjurum, ef þeir hafa áhuga fyrir því. Hér verður aðeins rætt lítillega um fyrrnefnda hauststemningu í Alþýðumanninum. Hún hefst á því að ritsnillingurinn er stadd- ur á Torfunefsbryggju. „Hljóð- látt grúfir- myrkt nóvember- kvöldið yfir bænum,“ segir hann, er hann lýsir hughrifum sínum. „Máninn er liðinn fyrir nokkrum dögum og kemur ekki í ljós á þess ari stundu. Það er eins og bleikt smettið á honum hafi fengið nóg af að horfa á óréttlætið undir Torfunefsbrekkunum beggja meg in,“ segir í stemningunni. Þarf ekki að gera því skóna, að skáld fer þar í hlað. Og meðan „stjörn- urnar horfa niður. . .. norður- Ijósin taka rokspretti um himin- hvolfið. . . . ljósfingur teygja sig í óttina að vöggu frumherjanna í Þingeyjarsýslu. .. .“ líður fyrir brjóst skáldsins hugsýn: verka- menn og sjómenn — venjulegir alþýðumenn og erfiðismenn — standa við Jilið þess og „reikna í huganum" atvinnutekjur sum- arsins. Þær eru litlar. En undir Torfunefsbrekkunum standa verzlunarhús kaupfélagsins upp- Ijómuð með rafmagni frá Raf- veitu Akureyrar. Þessi sýn verð- ur til þess að „skerpa skilning" erfiðismannanna á mismun orða og athafna þeirra manna, „sem telja sig borna til að vera for- ingja fólksins og halda sig vita allt um þarfir þess, en uppfylla þær treglega, nema að því leyti sem sjálfum þeim viðkemur, meðan hallirnar eru byggðar." Og enn gefur skáldlega sýn: „Væri Jakob Hálfdánarson x-isinn úr gröf sinni, mundi koma fum á sérgæðingana. ... ef til vill er það andi frumherjanna, sem stýrt hefur mánanum, svo að hann byrgir andlitið. . . . “ Gerizt nú ekki þörf að rekja ritsmíðina mikið lengur til að kynna efni hennar. Skáldið á bryggjunni sér trúnaðarmenn samvinnusamtak- anna „á lárbeð í ljúfum foringja- draumum innan gullhallanna. .. “ Þetta eru mennirnir, sem hafa beitt sér fyxár að „lækka gengi peninganna, sem alþýðan stritar fyrir, lama atvinnuvegina.... auka dýrtíðina.... minnka vöi-umagnið. . . . “ o. s. fi'v. En „noi'ðui'ljósin þeysa um heiðríkj- una eins og þau Séu að skrifa reikninga á Framsóknarflokk- inn,“ segir í lokaoi'ðum. Hefur þetta vei'io mikil og skáldleg sýn og má vafasamt kallast að feg- ui'ri heimar hafi nokkru sinni upplokist hinni heilögu Berna- dettu á innblástursaugnablikum heldur en birtust skáldinu á bryggjunni þetta myrka nóvem- berkvöld. Hver var stefna frumherjanna? Kommúnistar hafa það fyrir sið að birta myndir af ýmsum þ j óðskör ungum fyrri tíma og vilja helzt að almenningur trúi því að Einar Olgeirsson og Bryn- jólfur Bjai-nason séu arftakar þeii'ra í íslenzku þjóðlífi. Rit- snillingur Alþýðumannsins á það líka stundum til að bregða upp myndum af frumherjum sam- vinnustefnunnar og ætlar les- endum að draga þá ályktun af því, að hann sé hrópandans rödd í eyðimöi’kinni í dag, hinn eini er geymi anda og kraft frumnerj- anna í brjóstinu. Þannig sér hann fyrir sér ásjónu Jakobs Hálfdán- ai'sonar er hann stendur á bryggjunni og lætur liggja að því, að þeim ágæta manni hefði ekkert verið fjær skapi en það, að samvinnufélögin yi'ðu þess megnug að'byggja menningarleg húsákynni'yfir stai'fsemi sfná, að þau gætu boðið fslendingum þá aðstöðu til.. verzlunar,. sem ménningai'þjóð -sæmir, eðá- -reist verksmiðjur er veittu hundruð- um manna'dífvmnlága.aÍYÍnnu og gex-a frámleiðsluvörur bændanna verðmeii-i og auðseljanlegri. Hví- líkt hyldýpi heimsku og fáfræði! Jakob Hálfdánai'son hefur ái'eið- anlega dreymt drauma stóra um stai'fssvið og nxöguleika sam- viiiiiufélaganna tjl þess að koma upp menningarlegum verzlunar- búðurn og fyi'irtækjum. Það sýn- ir m. a. fx-amsýni hans í lóða- kaupum í Húsavík og mai'gt fleii'a. Hér er svo fjarstæðukennd fullyrðing á ferð, að óþarft er með öllu að hrekja hana í lengra máli. Ef samvjnnustarfið yrði þurrkað út. Enginn heilskyggn vei'kamað- ur eða sjómaður hér i bæ eða annars staðar, gengur þess dul- inn, að framkvæmdir samvinnu- félaganna í vei'zlunar- og iðnað- armálum hafa fremur en flest annað opnað þeim möguleika til betra og menningaiiegra lífs. Ef þeir „reikna" á nóvembei'kvöld- um frems^áTorf unefsbryggjueins og skáldið segir, reikna þeir það í huga sér m. a., hvar væri komið hag þessa bæjar og héi'aðs ef hér væri ekkei't verzl- unarhús fyrir kaupfélags- starfsemi og þá heldur ekkert kaupfélag ,engar samvinnuverk- smiðjur, engin af þeim fyrii'tækj- um, sem nú setja svip á bæinn og eru stæi’sti atvinnuveitandinn og veita mestu fjármagninu hingað. Hvei-nig væiá að lifa í veröld þeirri, sem skáldið sá fyrir sér á bryggjunni? Það væi'i spor aftur á bak um tugi ái-a. Siíkt þjóðfélag mundi ekki einu sinni hafa efni á að hafa alþýðutrýgg- (Framhald á 11 .síðu). Þaðr sem „friðarþingið” mátti ekki heyra: Komraúmstarnir æptu og örgiiðu, þcgar amerískur fulltrúi sagði nokkur sannleiksorð á skrípaþinginu í Varsjá I STUTTU MALI HINN 8. des. næstk. verður finnska tónskáldið Jan Sibeli- us 85 ára. Þann dag og. næstu daga á eftir geta tónlistarvinir heyrt Sibelius-tórivérk í finnska útvarpinu og frá fleiri útvarpsstöðvuin. Margir Sibe- lius-hljómleikar eru ráðgerðir i Helsingfors. ¥ BREZKA lávarðardeildin sem er æðsti dómstóll Breta, kvað nýlega upp dóm, er am- erískur kaupsýslumaður höfð- aði gegn brezkum lækni. — Ameríkumaðurinn hafði feng ið þá sjúkdómsgreiningu hjá lækninum, að hann gengi með ólæknandi krabbamein. Seldi hann þá fyrirtæki sitt í Lon- don og hvarf heim til Banda- ríkjanna. Læknar þar töldu hann ekkert krabbamein hafa og brátt var hann alheilbrigð- ur. Höfðaði hann þá mál gegn brezka lækninum og krafðist É090 sterlingspunda skaða- bóta, með því að sjúkdóms- greiningin hefði verið röng og bakað honum fjárhagstjón. í undirrétti var læknirinn dæmdur til að grciða skaða- bæturnar, yfirrétturinri sýkn- aði lækninn og nú liefur lá- varðadeildin staðfest þarin dóm. M WILLIAM FAULKNER, ameríska skáldið, er hlaut bókmenntaverðlaun Nobels á dögunum, hefur tilkvnnt að hann gefi Nofcelstofnuninni féð til ráðstöfunar eftir því sem hún telji bezt, með því að hann telji verðlaunm viður- kenningu á verkum sinum en eklri tilheyra sér pei-sónulega. Annað skáld fór þannig að fyrir löngu síðan. Það var Bernard Shaw. ¥ BERLINGSKE TIDENDE segja frá því sl. miðvikudag, að líklegt sé talið að dr. Ralph Bunche, sem nýíega fékk friðarverðlaun Nobels, verði sendur til Peking á vegum Sameinuðu þjóðanná til við- ræðna við kommúnistastjórn- ina þar um Kóreumálið. ¥ ERLEND BLÖÐ hafa birt Ijósmyndir frá fangabúðum Rússa í Austur-Þýzkalandi. Eru liáar girðingar umhverfis búðirnar og utan á þær eru límdar myndir af friðardúf- unni og spjöld með friðar- ávarpinu fræga! ¥ „BEST SELLERS11 í Banda- ríkjunum um þessar mundir eru þcssar bækur: „Across the rivér and Into the Trees“, skáldsaga eflir Hemmingway, „Look Younger Live longer“ eftjr Hauser og sagan um Kon-Tiki-leiðangurinn frá Pei'ú yfir þvert Kyrrahaf, eftir Norðmanninn Thor Hey- erdahl. ¥ PAUL DE KRUIF segir frá því í nýrri amerískri tímarits- grein, að undrameðalið Corti- sone, sem læknar gigt og marga fleiri sjúkdóma, hafi nýlega lækkað um helming í verði. Er það nú almcnnt not- að á amerískum sjúkrahúsum en búizt við að það lækki enn mjög í verði. Uppfinninga- inerin þess hlutu Nobelsverð- huin í læknavísindum á þessu ári. 1 fréttum útvarpsins og í dag- blöðunum hefur verið skýrt frá því, að fulltrúarnir á „friðar- þinginu" x Varsjá hafi gert tilraun til þess að æpa niður amerískan ræðumann, O. John Rogge en hann flutti ræóu á þinginu hinn 19. þessa mánaðar. Hvað var það, sem „fi'iðarþing- ið“ mátti ekki heyi'a? í Parísar- útgáfu New York Herald Tri- bune 20. þ. m. eru tilfærð þau ummæli Rogges, sem mest fóru í taugarnar á kommúriistum, svo að þeir reyndu að kæfa þessa sjálfstæðu rödd með ópum og væri margt, en eitt þó stæi'st og hættulegast ,en það væi'i vald Sovétríkjanna, sem stutt væri af fanatískum trúarkreddum. kommúnista um allar jarðir. — Veröldin í dag hefur hættulegt vald samþjappað á tveimur stöð- um, sagði Rogge. í Bandaríkjun- um er samþjöppun fjárhagslegs- og cfnalegs valds, og þetta vald flæðir yfir á hið póiiííska svið í dag þar og í flciri löndum. „í Sov étríkjunum," sagði hann, „er sam þjappað ekki aðeins efnahagslegt vald, heldur einnig pólitískt og þetta pólitíska vald þrýstir fast á líf þjóðanna í öðrum löndum.“ Rogge sagði í áframhaldi af A SUNNUDAGINN lágu Ak- ureyrartogararnir þrír við Tanga bryggjuna. Þáttaskil voru orðin í útgerð þeirra á þessu ári. Karfa- veiðunum er lokið og öll skipin eru nú undii'búin til þess að hefja fiskveiðar fyrir erlenda mai'kaði. Er líklegast að þau sigli öll á Bretlandsmarkað í næsta mánuði með afla sinn. Við endalok sumar- og haust- vertíðarinnar geta borgai'ar bæj- arins gei't það upp í huga sér, hvei'ja þýðingu það hefur haít fyiir bæinn að þessi útgerð var stunduð af kappi í sumar meðan sunnlenzku togararnir, og raunar fleii'i, lágu bundnir við hafnar- garða. Afkoma útgerðarinnar sjálfrar mun vera allgóð eftir þessa vei'tíð og það hefur verið upplýst í blöðum af sjómönnum, að tekjur þeii'i'a hafa verið ágæt- ar. Síídarvertíðin brást,semkunn ugt er, en síldai'verksmiðja bæj- arins í Ki-ossanesi vai'ð samt ekki fyi'ir skakkaföllum. Vafalaust má telja, að ef togaraútgei'ðin hefði verið stöðvuð í sumar, hefði bæj- árstjórnin þurft að sækja ein- hvei'jar fúlgur í vasa bæjar- manna með auknum útsvörum til þess að standast hallarekstur verksmiðjunnar. Nú verður þess ekki þörf. Verksmiðjan hefur þar að auki malað gjaldeyi'i í stórum stíl fyrir þjóðarbúið og fjöldi manna hefur haft þar örugga og ágæta atvinnu. Um þessar mund- þessu, að hvort tveggja þessir miðpunktar valdsins væru mikið áhyggjuefni, en þó væi'i ástandið í Sovétríkjunum miklum mun hættulegra, vegna þess að það væri samþjappaðra og í höndum fárra manna „og kommúnistar, sem styðja það, eru haldnir trú- boðslegri ákefð. Kommúnistar, sem þjóna Kominform, hafa sagt, að aðeins sé ein leið greiðfær, þeirra eigin leið, og þeir halda þessu trúboði að fólkinu með sér- trúarflokkslegri ákefð, sem ekki leyfir nein frávik í skoðunum. Of stækistrúin leiðir síðan til ein- sóknarrétta, ofsókna, brenriu trúvillinga og heilgs stríðs. Þrirf- um við að ganga í gegnum lieilagt stríð enn, eða getum við ræktað með okkur umburðarlyndi, þar sem hvor deiluaðilmn um sig leyfir hiririm að lifa í friði, og getum við gert þetta áður en það vei'ður of seint?“ Þessi skynsamlégu v’árnaSar- orð drukknuðu i hrópum rétt- ti-únaðax-mannanna á friðai'þing- inu. Sýnir sú framkoma glöggt víðsýni og réttsýni samkundunn- ar og rninnir á það ofstækishug- ai'far, sem stóð að baki trúarof- sóknum og trúai'styrjöldum fyi-ri alda. ir er verið að undii'búa komu fjórða togarans til bæjarins. Sú aukning flotans vex'ður möguleg vegna þess að togaraútgerðin héðan riýtur ti-austs stjórnarvalda og lánsstofnana, fjái'hagur henn- ar er góður, og sjálfsagt mjög góður miðað við aðra sambæri- lega útgerð. Fjóx'ði togarinn mun verða atvinnuleg og efnahagsleg lyftistöng fyrir bæjai'félagið, ef vel tekst til um rekstur hans. — Þegar á heildina er litið, og bæj- arfélagið gerir upp í-eikninga sína við þessi þáttaskil í útgerð togar- anna, kemur í ljós, að bessi stai'f- semi hefur blómgast hér betur en annars staðar, fyrir hagkvæma stjórn og góð skilyrði, og tekizt hefur að forða því að henni væri hlevpt í fjárhagslegt sti-and með innbyrðis ósamkomulagi. ¥ EN ÞEGAR BÆRINN stendur á þessum tímamótum, berst hon- um kveðja sunnan yfir fjöll. Að- almálgagn Alþýðuflokksins á ís- landi birtir með viðhafnarletri samþykkt, sem það segir hafa verið gerða á nýafstöðnu þingi al- þýðusamtakanna á íslandi. f samþykkt þessari eru sjómenn hér um slóðir víttir fyrir þáð', sem þeir hafa afrekað í sumar, — víttir fyrii' að afla milljóna verð- mæta fyrir þjóðarbúið, fyrir að vinna sér inn mjög lífvænleg (Framh. á 4 síðu) óhljóðum. Rogge sagði, að það ræðis. Trúarlegur fanatjsmi lief- sem að væri í veröldinni í dag, ur á fyrri tímum leitt til ránn- ÚR BÆNUM Togaraátgerðin og samþykkt ASÍ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.