Dagur - 29.11.1950, Side 6

Dagur - 29.11.1950, Side 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 29. nóv. 1950 DAGUR || Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Eftir flokksþingið í ÞESSU BLAÐI og í næstu blöðum verða birt- ar hér í blaðinu ályktanir níunda flokksþings Framsóknarmanna, sem lauk í Reykjavík í sl. viku. Hin almenna stjórnmálayfirlýsing og álykt- unin í stjórnarskrármálinu hafa áður verið birtar í blaðinu. Það er ástæða til þess að hvetja fólk til þess að lesa þessar samþykktir allar og íhuga þær vandlega. Hér leggur Framsóknarflokkurinn stefnumál sín fyrir þjóðina og segir henni, hvernig hann hyggst starfa í framtíðinni. Er slíkt vissu- lega athyglisvert fyrir hvern þjóðfélagsborgara, hvar sem hann stendur í flokki. Menn munu og sjá það, er þeir lesa ályktanir flokksþingsins, að sú stefna er það márkaði, er hin skynsamlega og réttláta stefna vinnandi fólks í sveit og við sjó. Undirstaða allra ályktananna er starfið. Flokkur- inn leggur megináherzlu á nauðsyn þess, að sem flestir þjóðfélagsþe'gnar vinni við hagnýt störf. En hann leggur jafnframt ríka óherzlu á, að menn fái að njóta starfa sinna. Þetta er sú heilbrigða stefna, sem nú á vaxandi fylgi að fagna með þjóðinni. Nú sjá menn það, sem þeim duldist á „nýsköpunar- árunum“, að þjóðin verður aldrei auðug og sjálf- stæð í landi sínu fyrir tilverknað óvæntra happ- drættisvinninga, heldur aðeins með starfi og sam- heldni. Framsóknarflokkurinn benti á þessi sann- indi meðan brezkt og amerískt gull var í hvers manns lófa, en þá þótti þægilegra að hlýða á þá, sem lofuðu auðæfum án fyrirhafnar um alla fram- tíð. Gustur reynslunnar hefur nú svipt burtu þeim blekkingareyk, og flestir landsmenn sjá, að betur mundi hafa farnazt, ef fylgi Framsóknarflokksins hefði reynzt meira á þeim árum. Nú er þjóðin staðráðin í að mæta erfiðleikunum með þraut- seigju og starfi og það er því eðlilegt að hin heil- brigða og hófsamlega stefna Framsóknarmanna eigi vaxandi fylgi að fagna í svelt og bæ. ÝMSIR LÁTA SÉR fátt um finnast störf slíkra flokksþinga og benda á, að margar vinnustundir fari forgörðum í þjóðfélaginu með því að stefna hundruðum manna saman til Reykjavíkur og kostnaður af slíku þinghaldi sé mikill. Vissulega má gera of mikið af slíku. Hitt er augljóst, og rétt að leggja áherzlu á, að í lýðræðisþjóðfélagi eru slík flokksþing merkilegur þáttur í þróuninni til betri og fullkomnari stjórnarhátta. Á flokksþingi Framsóknarmanan voru saman komnir umbóta- menn og áhugamenn úr öllum héruðum, úr mörg- um stéttum og störfum og með ólíkar skoðanir á því, hvernig hentast væri að leysa hin ýmsu þjóð- félagslegu úrlausnarefni í einstökum atriðum. Á þinginu var skipzt á sjónarmiðum og unnið að því að finna þá leið, er allir gætu sætzt á, og síðan var miðstjórninni, þingmönnum og blöðum flokksins falið að vinna að framgangi málanna á grundvelli þeirrar stefnu, er flokksþingið markaði. Þegar þessi aðstaða er íhuguð, sést, hversu skammsýnt er að leggja mat nokkurs kostnaðar á störf slíkra þinga og fordæma þau á þeim grundvelli. Þarna er um að ræða að almenningur í lapdinu geti haft bein áhrif á gang stjórnmálanna og geti þannig komið fram hagsmunamólum hins vinnandi fólks. Rétt stefna í einstöku móli, sem fylgt er fram með festu og djörfung og nýtur hylli landsmanna, er svo mikilsvert atriði, að kostnaður af einu eða tveimur ráðstefnum á borð við hið nýafstaðna flokksþing, hverfur í þeim samanburði. Það mun mála sannast, að við gerum ekki of mikið að því að halda almenna fundi um stjórnmál, heldur of lítið að því. Eitt meginskilyrðið fyrir vaxandi þroska lýðræðisins er, að menn skiptist á skoðunum á frjálsan og óþvingaðan hátt á opinberum vettvangi. í þroskuðu lýðræðislandi varpa þegnarnir ekki öllum áhyggjum á herðar Deirra trúnaðarmanna, sem þeir hafa kosið til þess að stjórna, heldur ræða þeir við þá um vandamálin hverju sinni, láta í ljósi skoðanir sínar á því, hvernig leysa beri einstök verkefni og vanþóknun sína, ef þeim þykir miður vel gert. Margar hættur steðja að lýðræðinu á hverri tíð, en sú er ekki minnst, sem stafar frá afskiptaleysi og áhugaleysi manna um stjórnmál. Það var til uppörvunar að sjá, að slíkt áhuga leysi er ekki innan Framsóknar- flokksins. Hin mikla þingsókn og hinar fjörugu og hressilegu um- ræður sýndu mikinn og lifandi stjórnmálaáhuga. Sú varð líka raunin á, að flokkurinn í heild er styrkari og samhentari eftir þetta flokksþing en hann áður var og munu þess sjást merki er stundir líða. EN ÞÓTT flest hafi þannig verið vel um flokksþingið, er ekki þar með sagt að allir sem aðhyllast stefnu Framsóknar- manna á breiðum grundvelli, séu endilega sammála um afgreiðslu hinna einstöku mála. Slíkrar al- gerrar samstöðu á heldur enginn lýðræðisflokkur að óska sér. Hún á þar ekki heima. Hún þykir aft- ur á móti ein hin meáta skraut- fjöður í hatti einræðisflokka, þar sem allir tilbiðja einn foringja. Ymsum flokksmönnum mun þykja miður að þingið tók ekki skeleggari afstöðu til stjórnar- skrármálsins. En það mál mun verða áfram á dagskrá og auknar umræður um það munu leiða í ljós, hver nauðsyn þjóðinni er að leysa það á viðunandi hótt. Ger- azt þeir nú æ fleiri í lýðræðis- flokkunum, sem aðhyllast þá lausn, sem fjórðungssamtökin hafa beitt sér fyrir. Það mun líka verða sú lausn, sem þjóðin í heild sættir sig bezt við og telur sér bezt henta. FOKDREIFAR Svipmyndir úr verzlunar- mólunum. í BRÉFI því frá lesanda, sem birt var í síðasta tbl., var brugðið upp nokkrum myndum úr glugg- um vefnaðarvöruverzlana. Hér á eftir ræðir lesandi um aðra vöru- flokka. Segir svo í bréfi hans: „ÞÓTT GLUGGAR vefnaðar- vöruverzlana séu ævintýralegir, er óvíst að þeir séu ævintýraleg- astir. Hér eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Sultugerðir aug- lýstu í sumar eftir rabarbara og gáfu 80 aura fyrir kg. Þær bjuggu síðan til sultu í stórum stíl, en síðan er heimilunum ætlað að kaupa sultuna á ránverði, enda þótt þau séu eins hæf til þess að búa til þessa sultu og „gerðirn- ar“, en það fá þau ekki vegna sykurleysis. Ekki fá húsmæðurn- ar heldur að hagnýta sér berin til fullnustu af sömu ástæðum, en samt er nógur markaður fyrir þau hjá sultugerðunum. Þá má telja að heimabökun sé mjög að leggjast niður fyrir sykurleysi, en brauðgerðarhús fá sykur eftir þörfum að því er virðist. í sam- bandi við þetta er vert að geta þess, að haldið er uppi kvenna- skólum með ærnum kostnaði víðs vegar um landið. Er þar kennt að vefa, sauma, prjóna og svo auð- vitað brauðgerð og önnur matar- gerð. Samt er ástandið svo aumt, að skólarnir fá tæplega efni í þær skylduflíkur, sem stúlkurnar eiga að sauma, og því síður geta þessar ungu stúlkur náð í álna- vöru og garn er þær koma heim til sín og vilja nota kunnáttu sína.“ Mjólkin og rjóminn í Rvík. ENN SEGIR svo í bréfinu: „Þá er það ekki síður broslegt, ástandið með mjólkina og rjóm- ann í Reykjavík. Húsmæður mega standa í biðröðum til þess að ná í mjólk og rjóma og þótt stundum sé skammtað, koma fyrir vanhöld á skammtinum. En íssjoppur, sem selja fyrir fleiri þúsundir króna á hverju kvöldi, fá alltaf næga.mjólk og rjóma, og eigendur þeirra þurfa ekki að standa í biðröðum, heldur eru afgreiddir beint frá mjólkurstöð- inni. Þarna fá börnin næringuna, um verðlagið þarf ekki að ræða.“ Nógir raflampar — engar perur. ENN SEGIR: „Ljósaþerur eru og hafa verið ófóanlegar vikum og mánuðum saman og hefur horft til stórvandræða. En raf- lampar, pergamentskermar og slíkur búnaður fyllir margar verzlanir og er enginn hörgull á. Mun þurfa einhvern gjaldeyri til þess að halda öllum þeim „gerð- um“ við efnið. Leikfangagerðir hafa og nokkur umsvif, enda þótt segja megi að menningarleg leik- föng barna hafi ekki sést hér síð- an fyrir stríð. Nú síðast eru á boðstólum plastic-endur og dúkkur og kosta gripirnir mikið fé en eru ekki hentugir að sama skapi. Nýlega lagði ein leikfanga- gerðin af þessu tagi heila bæi landsins undir sig með því að selja börnum flautur úr plastic svo að varla heyrðist mannsins mál á götum úti eða á samkomu- stöðum. Mun hún og hafa fengið ærna umbun fyrir þetta framlag til menningarinnar og ekki virð- ist hörgull á ei'lendu efni til þess- arar framleiðslu. Á sama tíma og þetta gerizt, eru nauðsynjavörur, sem lítið kosta, svo sem toilet- pappír (þrátt fyrir lögboðið hreinlæti og margs konar stofn- anir til þess að gæta heilbi'igðis- mála), pappír á loft, tvinni, út- saumsgarn og yfirleitt flestai' vörur til viðhalds og viðgerða á þeim hlutum, sem heimilin þurfa á að halda, ófáanlegar með öllu. Innkaupin og svarti markaðurinn Þá eru inhkaup vöru stundum ærið undarleg, að öðru en því að þau virðast fremur miðuð við að sem auðveldast sé að sauma eða búa til einhverja vöru til solu, fremur en beint til nota fyrir heimilin. Herraskyrtur, sem kosta um 100 krónur út úr búð hafa sést, en beztu skyriuefni kosta um 32 krónur í skyrtuna. Pelsar, sem kosta allt upp í 12000 krónur hafa verið boðnir. Fyrir þá fúlgu mætti fá bcztu ullar- efni í 200 kvenkápur. Svo eru það kvensokkarnir. Nylonsokkar eru helzta svartamarkaösvaran (Framhald á 12. síðu). Nokkur orð um nýútkonma Hlín */ Flestar konur í landinu munu kannast við Hlín, ársrit íslenzkra kvenna, sem frú Hall- dóra Bjarnadóttir hefur gefið út og verið rit- stjóri að í rúma þrjá tugi ára. Að minnsta kosti er hægt að fullyrða, að konur, sem komnar eru til vits og ára, muni þekkja til ritsins að meira eða minna leyti, og margar hef ég þekkt, sem biðu Hlínar með óþreyju og lásu spjaldanna á milli, þegar hún barst þeim í hendur. Svo var t. d. um móður mína, en hún hafði miklar mætur á Hlín, og nú flytur ritið minningargrein um hana látna, og fer vel á því. En hvað er að segja um ungu konurnar í dag? Þekkja þær ritið, sem mæður þeirra lásu og mátu að verðleikum? Hrædd er ég um, að Hlín sé ekki í hópi þeirra bóka, sem þær sækja í fróðleik sinn eða skemmtun. Mér segir hugur um, að lestrarefnið sé annars staðar að fengið að öllum jafnaði. Ef þessi ágizkun mín er rétt, tel ég það vera skaða fyrir ungu kynslóðina vegna þess, hve ram- íslenzk Hlín er og hve ramíslenzkur sá jarð- vegur er, sem hún er sprottin upp úr. Hlín á erindi til allra íslenzkra kvenna. Hún er skrifuð af íslenzkum konum og um íslenzkar konur og málefni þeirra. Það er ekki nema gott eitt um það að segja, að fylgzt sé með nýjungum á hinum ýmsu sviðum og um þær ritað og rætt, en við meg- um ekki slitna með öllu úr tengslum við for- tíðina og gleyma uppruna okkar. Hlín hjálpar okkur til að fylgjast með og skilja störf íslenzkra kvenna, sem annars er æði hjótt um, og segir okkur frá þjóðlegum hannyrðum og heimilisháttum. Þess vegna finnst mér, að konur eigi að kaupa ritið og kenna dætrum sínum að lesa það og meta. -K Nýlega er kominn út 32. árangur ritsins, 160 bls. að stærð og með svipuðu sniði og áður. Mikið lesefni er í heftinu og margt ágætra greina. Ritið hefst með kvæði. Þá skrifar rit- stjórinn um Kvenfélagasamband íslands 20 ára og fréttir af samtökum kvenna í landinu. Þá er greinaflokkurinn Merkiskonur, en í honum eru margar minningargreinar og ljóð eftir ýmsa höfunda. Þá er erindi ísaks Jónssonar um uppeldis- óg fræðslumál, sem han flutti á kennaramóti á Akureyri sl. sumar. Frú Halldóra Bjarna- dóttir ritar um Barnaskóla Akureyrar og störf sín við hann, en hún var sem kunnugt er skólastjóri þess skóla á árunum 1908-1918. Þá er erindi eftir frú Huldu Stefánsdóttur, for- stöðukonu, um ræktunarmál, grein um bænda- daginn eftir Jón H. Þorbergsson á Laxamýri, og greinar eftir ritstjórann um heilbrigðismál og um Tóvinnuskólann á Svalbarði. Þá er grein um listakonuna Elísabetu Geir- mundsdóttur á Akureyri, en um þá miklu hæfileikakonu virðist hafa verið furðuhljótt. Þá má nefna greinina Hugleiðingar frá Lund- únum eftir Laufeyju Viíhjálmsdóttur og grein um Hallveigarstaði eftir sama höfund. Margt fleira ágætra greina er í ritinu, svo og nokkur kvæði og myndir. Hlín ætti skilið að koma út í margfalt fleiri eintökum (upplagið mun nú vera rúm 6000) og vera lesin í hverju heimili í landinu. A. S. S.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.