Dagur - 29.11.1950, Síða 8
8
D AGUR
Miðvikudaginn 29. nóv. 1950
Eyfirðingurinn, sem varð vest-
firzkur héraðshöfðingi
KRISTINN GUÐLAUGSSON
óðalsbcrtdi á Núpi er fallinn í
valinn. Hann dó í Rvík 4. sept.
sl. Um hann hefur þegar verið
margt vel skrifað, að maklegleik-
um. Og þótt eg bæti þar ekki um.
langar mig samt til að norðlenzkt
blað minnist hans með fáeinum
orðum. Engin ævisaga verður
það.
Þegar eg nú renni huganum
vfir þau ár, sem eg dvaldi á
Vestfjörðum og minnist allra
þeirra ágætu manna er eg kynnt-
ist þar og starfaði með um því
nær tvo áratugi, verða þeir
Núpsbræður, sr. Sigtryggur og
Kristinn Guðlaugsynir, ofarlega
á mínu minnisblaði Þeir voru svo
ágætir menn í viðkynningu og að
manngildi, að þeirn getur enginn
gleymt, sem kynntist þeim ao
nokkru ráði. Og báðir hafa þeir
markað djúp spor í sandinn „við
tímans sjá“.
Kristinn Guðlaugsson var Ey-
firðingur að ætt og uppruna,
fæddur 13. nóv. 1868 á Þremi í
Garðsárdal í Eyjafirði, og þar var
hann fram um tvítugsaldur, en
fór þá að Hólum til náms og lit-
skrifaðist þaðan 1892, réðist þá
sem búfræðingur til Vestfjarða
og reisti bú að Núpi og dvaldi
þar síðan alla æfi.
Eg heyrði brátt talað um þá
bræður, er eg kom vestur. Þeir
voru þá þegar kunnir menn um
Vestfirði. Sr. Sigtryggur hafði þá
haldið ungmennaskóla um nokk-
ur ár, sem gott orð fór af, og
Kristinn var hans ágæti stuðn-
ingsmaður, svo að þégar um
Núpsskólann er talað á þessum
fyrstu árum, eru nöfn þeirra
bræðra beggja óaðskiljanleg. Þeir
unnu þar jafnan sem einn mað-
ur, enda var ástúðlegt með þeim
alla tíð. En fyrst og fremst var
Kristinn kunnur orðinn fyrir
sinn mikla félagsmála- og fram-
faraáhuga, sem hann var gæddur
í óvenjulega ríkum mæli. Seínt
og snemma var hann á ferli til
að hvetja til félagslegra átaka og
framfara, og var sjálfur oddviti
margs konar slíkra hreyfinga, og
lagði í allt slíkt ótrúlega mikla
vinnu, þegar þess er þá líka gætt,
að hann hafði stóra jörð að ann-
ast og stóran barnahóp á fram-
færi sínú. En hvort tveggja var,
að hann átti sterkan vilja til að
láta gott af sér leiða og brenn-
andi áhuga á margs konar fram-
faramálum, og svo var hitt, að
hann var mikill starfsmaður og
vann sér hvert verk létt sökum
geðslags síns og gáfnafars. Það
var því hverju málefni mikið lið
að fylgi hans til sóknar og varn-
ar, enda var hann jafnan heils
hugar við hvert það málefni og
hvert það verk, sem hann á ann-
að borð skipti sér af og léði fylgi.
Það er líka auðfundið á því, sem
héraðsbúar hafa um hann látinn
ritað, að þar þykir nú skarð fyrir
skildi.
í júlímánuði sl. var haldið að
Núpi hátíðlegt hálfrar aldar af-
mæli merkilegra félagssamtaka
meðal V.-ísfirðinga. Það var hinn
svonefndi Þing- og héraðsmála-
fundur sýslunnar, sem árlega
hefur verið haldinn í samfleytt
50 ár. Kristinn Guðlaugsson var
einn af stofnendum fundarins
1899, og alveg vafalaust einn að-
alhvatamaðurinn. Og því nær all
an þennan langa tíma hefur hann
setið þessa fundi sem fulltrúi
sveitar sinnar, og í sumar mætti
hann sem heiðursgestur, sá eini
á Vestfjörðum, sem enn var lífs
af stofnendunum. Sr. Kristinn
Daníelsson, þá prestur í Mýra-
þingum, er annar stofnandi,
sem enn lifir, og flutti þar
lar.ga og skemmtilega ræðu um
fundina. Mun það verið hafa síð-
asta ræðan, sem hann flutti, og
sú eina, sem eg hef séð hann
flytja af blöðum, enda var hún
sögulegs efnis. Því að Kr. G. lék
sér alla ævi að því að fiytja ræð-
ur, meitlaðar að efni og orðfæri,
án þess að skrifa svo að segja
nokkurn staf. Og það jafnvel þótt
hann flytti fræðandi fyrirlestra.
Hann virtist kunna það allt ut-
anbókar, sem hann ætlaði að tala
um. Og á fundum voru ræður
hans oftast þær, sem úrslitum
réðu. Hann átti í ríkum mæli
þann höfuðkost góðs ræðu-
manns, að halda sig vel við efnið,
sem til umræðu var, var fundvís
á aðalatriði, skemmtilega léttur í
máli og sanngjarn, en gat þó
verið kankvíslega meinyrtur
þegar því var að skipta. Og aldrei
varð honum orðfátt eða svarafátt.
Það var stundum örðugt að
standa upp og andmæla Kristni
Guðlaugssyni svo að nokkurt lag
yrði á. Svo sterkur og merkur
fundarmaður var hann. Og í því
íá einnig styrkur hans á fundum,
að þoká saman ólíkum sjónar-
miðum, sníða af vankanta og öfg-
ar til beggja hliða, en fella sam-
an höfuðatriði málsins eftir því
sem kostur var á. Og í því efni
var hann meistari í að semja
ályktanir. Og stundum svo, að
andstæðingar hans áttuðu sig þá
fyrst á því að hann hafði snmð á
þá þegar þeir höfðu greitt álykt-
uninni atkvæði. Eg hef aldrei
þekkt slyngari fundarmann.
OG NÚ MINNIST EG margra
funda, er við Kristinn sátum, þar
sem allt sindraði af ákafa og fjöri,
deilt fast og drengilega um margs
konar málefni lands og héraðs
rnnað veifið, en sungið og glaðst
á milli. í slíku andrúmslofti kunni
Kristinn Guðlaugsson við sig,
enda var hann manna slyngastur
að skapa það. Því að þótt hann
væri mikill alvörumaður að eðlis-
fari og tæki viðfangsefni alvar-
lega. var kímnin og gamansemin
svo sterkur þáttur í fari hans, og
lífsgleðin svo ósvikul, að hann gat
orðið allra manna skemmtilegast-
ur þegar það átti við. Og þess
vegna var hann alls staðar au-
fúsugestur.
Það yrði langt mál ef rita ætti
um öll þau trúnaðarstörf, sem
Kristinn Guðlaugsson var valinn
til að gegna um ævina, og með
hve miklum ágætum hann leysti
þau af hendi. Það hefur nokkuð
verið um það ritað, én mun þó
vafalaust verða rækilegar gert
síðar meir. Því að svo má segja,
að hann hafi skipað flestar trún-
aðarstöður sveitar og héraðs um
tugi ára, og alls staðar orðið á-
hrifamaður. En alveg sérstaklega
verður þó að geta þess, að líklega
er það alls ekki ofmælt, að eng-
inn einn maður hafi á þessari
öld haft jafn mikil áhrif á alla
búnaðarháttu og búnaðarmenn-
ingu Vestfjarða eins og hann, er
áhrifin frá Torfa í Olafsdal eru
undanskilin.
VESTFIRÐINGAR hafa á öll-
um öldum stundað jöfnum hönd-
um sjó og land, og þó sótt öllu
fastar á sjóinn. Þeir hafa jafnan
þótt hinir mestu sægarpar og
kunnað manna bez.t að hagnýta
sjávaraflann, enda var það hann,
sem reyndist þeim oftast drýgsta
tekjulindin. Og þótt þar séu
margar stórjarðir, sem fram-
fleytt geta stórbúum sökum
landrýmis og landgæða og margs
konar hlunninda, þá eru þó þær
jarðir fleiri, sem fremur má telja
smáar, og ekki er þar alls stað-
ar auðvelt til ræktunar. Það má
því þykja auðskilið, að ekki hafi
jarðrækt og búnaðarmenning
staðið hærra þar en hér í Eyja-
firðinum, þaðan sem hinn ungi
búfræðingur kom 1892. Verkefn-
in voru því nóg, enda hófst hann
fljótt handa. Um meira en hálfa
öld var hann formaður búnaðar-
félags sveitar sinnar, og snemma
byrjaði hann á því að flytja fræð-
andi og hvetjandi erindi um biín-
aðarmál, ekki aðeins í sveit sinni
heldur einnig víða um Vestfirði.
Og um fjórðung aldar var hann
formaður Búnaðarsambands
Vestfjarða, ferðaðist víða, hélt
fundi og námskeið og hvatti til
framsóknar. í rit sambandsins
skrifaði hann einnig mjög mikið,
og eru sumar yfirlitsgreinar hans
þar gagnmerkar, enda mun hann
verið hafa allra manna kunnug-
astur búnaðarhögum Vestfirðinga
um sína daga. Má nærri geta, að
hið mikla og þjóðnýta þegnskap-
arstai'f er Kristinn Guðlaugsson
vann þannig út á við, hafi verið
erils- og annasamt og vitanlega
stolið frá heimastörfum margri
stund, enda vissu kunnugir að
eigi ósjaldan sátu þau störf á
haka, þótt hin ágæta húsfreyja,
frú Rakel Jónsdóttir, stýrði þar
búi og börnum af hinni mestu
prýði, þegar bóndi hennar var
fjarverandi. En jörð sína bættu
þau hjón þó smátt og smátt, og
þeim og Núpsskólanum er það
fyrst og fremst að þakka, að hið
fornfræga höfuðból er á ný hafið
til vegs og frama.
Kristinn Gúðlaugsson var
menningarmaður í beztu merk-
ingu þess orðs. Hann var albind-
indismaður á vín sg tóbak alla
ævi, prúðmenni í allri framkomu,
góðviljaður og góðhjartaður
mannasættir, og átti það skap, er
engin styrjöld fylgir. Hann var
drengskaparmaður hinn mesti og
gagnhollur hverjum þeim mál-
stað, er hann taldi að horfa myndi
til betra og farsælla lífs einstakl-
ings og þjóðar. Slíkir menn eru
dýrmæti hverrar samtíðar. Og
þess vildi ég mega óska þjóð
minni til handa, að hún mætti
jafnan margt þvílíkra manna sem
Kristinn var Guðlaugsson.
Snorri Sigfússon.
D a g u r
fæst í
Bókabúð Rikku,
Bókayerzl. Eddiu
°§
Bókabúð Akureyrar
75 ára:
HaHgrímur Yaldimarsson
Einn kyrrlátasti, en jafnframt
kunnasti, borgari Akureyrarbæj-
ar, Hallgrímur Valdimarsson,
varð hálfáttræður á laugardaginn
var. Fjöldi vina hans, eldri og
yngri, heimsóttu hann. Margar
góðar gjafir bárust honum og
hamingjuóskir hvaðanæva.
Hallgrímur er fæddur að Litla-
hóli í Hrafnagilshreppi 25. nóv-
ember 1875. Valdimar bóndi fað-
ir hans var sonur Hallgríms
hreppstjóra á Grund, en hann
var sonur Tómasar á Steinsstöð-
um og Rannveigar, systur Jónas-
ar skálds Hallgrímssonar. Hér
eru einnig tengsli við móðurætt
Jóhanns Sigurjónssonar. Mar-
grét móðir Valdimars á Litla-
hóli var dóttir séra Einars
Thorlacius í Saurbæ, þess þjóð-
kunna kennimanns. Kona Valdi-
mars og móðir Hallgríms var
Guðrún Þorbergsdóttir, aust-
firzkrar ættar, talin ágætiskona
af öllum, er hana þekktu.
Annað barn þeirra Litlahóls-
hjóna var hin ágæta leikkona,
Margrét sál. Valdimarsdóttir, er
eldri Akureyringar minnast enn
vegna glæsimennsku og fágætra
listahæfileika, og hinir yngri
þekkja af frábærum dómum um
list hennar. Hún var fimm árum
yngri en Hallgrímur og lézt í
blóma aldurs síns 1915.
Um fermingaraldur fluttist
Hallgrímur með foreldrum og
systur hingað til Akureyrar. Og
hér hefur hann átt heima full
sextíu ár. Mjög lengi starfaði
hann við blaðaafgreiðslu og enn
vinnur hann fréttaritarastörf.
En þótt Hallgrímur sé kunnur
fyrir að hafa rækt þessi störf af
stakri alúð og samvizkusemi, er
hann samt kunnastur og mest
virtur vegna þeirra starfa, sem
hann hefur unnið fyrir leiklist
bæjarins um hálfrar aldar skeið.
Margrét systir hans hóf leik-
starfsemi sína fyrir alvöru hér í
bænum rétt um aldamótin. Hall-
grímur mun hafa unnið með
henni og fyrir hana að þessum
málum þá þegar og allt til þess,
er hún lézt 1915. Hallgrímur
unni, og ann, systur sinni mikið
og fölskvalaust. Þess vegna varð
honum fráfall hennar efalaust
sárasta æviraun hans. En eins og
Egill hafði ekki „sakar afl við
sonar bana“ gat Hallgrímur ekki
hefnt þessa 1 grimmdarhöggs
miskunnlausra örlaga nenia á
þann eina veg, að helga þeirri
list, er systir hans unni svo heitt
og vann svo vel, alla krafta sína,
er hann framast mátti.
Þetta hefur hann gert. Og fyrir
þetta drengskaparbragð er hon-
um þakkað nú, þegar ævidegi
hans hallar.
Hann var einn stofnenda Leik-
félags Akureyrar 1917 og fyrsti
formaður þess. Sæti mun hann
hafa átt í stjórn þess óslitið, unz
nú fyrir nokkrum árum, er hann
hætti afskiptum af leikstarfsemr
vegna aldurs. Formaður félagsins
var hann mörgum sinnum og
hinn raunverulegi framkvæmda-
stjóri þess hátt í aldarfjórðung.
Hér er enginn staður til þess
að rekja þessi störf nánar. En um
þau skal það aðeins fram tekið,
sem allir vita og viðurkenna, er
til þekkja, að þau hafa verið unn-
in af einstæðri alúð og trú-
mennsku, en launin oftast lítil
önnur en sú gleði, er góður mað-
ur finnúr, þegar hann leggur
sjálfan sig allan í göfugt starf, er
heimtar þá fórn og verður ekki
án hennar unnið.
Þetta þakka Hallgrími á þess-
um tímamótum ævi hans allir
unnendur góðrar leiklistar í okk-
ar litla bæ. Þeir óska honum
blessunarríks ævikvölds og óska
honum þeirrar hamingju, að
merkið, sem hann hóf og studdi
af dæmifárri fórnfýsi og þraut-
seigju um hálfrar aldar skeið,
falli aldrei, heldur beri sífellt
hærra í akureyrsku menningar-
lífi á komandi árum.
Hallgrímur Valdimarsson hef-
ur aldrei kvænst. En samt er
hann hamingjumaður. Hann hef-
ur unnað mikið og gefið mikið.
Hann unni móður sinni mikið,
systur sinni mikið og listinni
mikið. Þess vegna gaf hann tíma
sinn og starfsorku eftirtölulaust.
Mætti systir hans mæla til hans
á þessum tímamótum, veit eg að
hún mundi segja:
„Þú hefur haldið merki mínu
bæði hátt og djarft.“
Gæti Hallgrímur hlotið betri
kvittun í lífsbók sína? Nei. Og
þess vegna getur hann öruggur
lagt hana fram, hvenær sem
hennar verður krafizt. En þapg-
að til mun hann dvelja glaður í
flokki góðra vina.
Einn þeirra.
Útliey til sölu
(40—50 Iiestar). — Af-
greiðslan vísar á.
Til sölu:
Smokingföt, ný jakkaföt,
buxur stakar, kvenkápa og
kjóll.
GUFUPRESSAN,
Skipagötu 12.
Vil kaupa
ógangfært MÓTÖRHJÓL.
Afgr. vísar á.