Dagur - 29.11.1950, Síða 11
Miðvikudaginn 2D. nóv. 1959
D A G U R
11
Skrautsykiir
FJorsykur
Vanilletöflur
Kardemommur
steyttar
Sætar Möndlur
Nýlenduvörudeild
og útibú.
Gúmmískór
islenzkir.
Skóbúð KEA
Svartíir vetrarfrakki
og dökk föt, sem nýtt, til
söln á
Saumastofu
Kaupfélags Verkamanna.
i pokum og kössum.
Nýlenduvórudeildin
og útibú.
Blönduð ávaxtasaft
Sykurvatn
Soyja
Síipulitur
Nýlenduvörudeild
og úlibú.
Laukur
nýkominn
á kr. 3,25 kílóið.
Kjötbúð KEA
Sími 1714
Piparkökur
i lausri vigt. og pk.
Petit Burre kex
laust og í pökkum
Tekex
Cream Crackers
Matarkex
Nýlenduvörudeildin
og útibú.
iiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii
1
Undir-
fötin
nýkomin
VEFNAÐARVORUDEILD
'>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiliiil(ii,iiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Tökum upp í dag
kvcnskó með hrágúrnmisólum.
ria
Góða ráðskonu vantar mig
nú þégar eða sem fyrst.
Eypór H. Tómasson.
Sá, sem fann
snjókeðju mína síðastliðinn
fimmtudag,- geri mér vin-
satnlegast aðvart.
Stefán Reykjalin.
Tapast hefur
Skóbúð KEA
brúnn hestur frá Þrastar-
hóli, Arnarnesshr. Mark:
Hangfjöður fr. hægra og
heilrifað vinstra. Járnaður.
Þeir, sem kynnu að verða
hestsins varir, geri undirrit-
uðum aðvart.
Magnús Magnússon.
Kolaeldavél
og KOLAOFN til sölu á
Dvergasteini í Glæsibæjar-
hreppi.
- Sýn skáldsins
á bryggjunni
(Framhald af 2. síðu).
ingar, sem' í dag veita tækifæri
til hægra embætta, og eru enda
til húsa í nýtízkulegum „höllum“
sem reistar eru fyrir almannafé
Ofan á þessa dapurlegu þjóðfé-
lagsmynd er svo hlaðið turni
illsku og öfundar og reyntaðgera
þá menn, sem gegha félagslegum
trúnaðarstörfum, tortryggilega,
Þeir velta sér á „lárbeð“ og vaða
í peningum í axlir „án þess svo
mikið sem lyfta öðru augnalok
inu“ þótt alþýðan þjáist.
Hin svarta siðfræði.
Pistill sá, er hér hefur verið
lauslega drepið á, er svo furðu-
legur samsetningur, svo for-
myrkvaður og þröngsýnn, að
furðu gegnir að slíkt skuli sjást
á miðri tuttugustu öldinni. Hvaða
málstaður uppsker ávöxtinn af
slíkri iðju? Líklega þurfa menn
að setja sig í andlegar stellingar
skáldsins á bryggjunni til þess
að skynja það. Þegar menn skrifa
og yrkja, lýsa þeir alla jafna ein-
hverju af sjálfum sér. Og hér er
skáld á ferð, sem yrkir ljóð. í
einu kvæði er lýst draumskáldi
sem „þráði heitt að yrkja óð, svo
að undrum lostin stæði þjóð“, en
stundum þarf meira en þrána til
Skáldið sótti föng víða. Það orti
um gleði og sorg, og bar fram
„vitsins veig í skál“. En allt kom
fyrir ekki. Ekki kom lofið að
heldur. En af „þráa“ vildi skáldið
samt ekki slá undan, heldur sótti
á og þá varð þjóðráðið á vegi
þess: það „orti níð um allt og
allt, þá opnuðust dyr og lof varð
falt.“ Þannig öðlaðist draum
skáldið uppfylling óska sinna
Þetta er líka siðfræði á sinn hátt
En er þetta sú siðfræði, sem ís-
lenzk alþýða telur sér uppbygg-
ingu að nema? Er lofið falt?
ÚR BÆ OG BYGGÐ
I. O. O. F. — 1321213 — 0 — II.
Kirkjan. Messað á Akureyri kl.
2 næsta sunnudag. (Aðventa). —
F. J. R.
Möðruvallakl.prestakall. Mess-
að á Möðruvöllum sunnudaginn
3. des. (aðventa), í Skjaldar-
vík sunnudaginn 10. des. (altar-
isganga).
Áheit á Strandarkirkju. Kr.
10.00 frá ónefndri konu. Mótt. á
afgreiðslu Dags.
Hjónabönd. Helga Davíðsdóttir
og Þorsteinn Sigurgeirsson iðn-
verkam., Hólabraut 17. Gift 25.
nóv. F. J. R. —- Áslaug N. Jóns-
dóttir og Haddur Júlíusson vega-
gerðarm., Norðurgötu 3. Gift 25.
nóv. F. J. R.
Æskulýðsvika á vegur Kristi-
legra skólasamtaka verður í
kristniboðshúsinu Zíon dagana 3.
—10. des. Samkomurnar hefjast
kl. 8.30 e. h. — Margir ræðu-
menn. Mikill söngur. Allir vel-
komnir.
Útvarpstruflanir frá sænsku
stöðinni Lulea, keyra nú svo úr
hófi fram, að illgeriegt má telja
að njóta dagskrár ríkisútvarps-
ins. Þegar Reykjavíkúrstöðin
er ekki inni, heyrist sænska
stöðin prýðilega á góðum tækj-
um, svo að full not má hafa af
dagskrá hennar. Eins og inálum
er nú komið mun hentara fyrir
útvarpshlustendur • hér að
hlusta á Eiðastöðina, á 439
metrum, enda þótt hún sé of
dauf íil þess að koma áð fúllu
gagni hér.
Hjónaefni. Nýlegá 'háfa opin-
berað trúlofun sína ungfrú Guð-
rún Kristjana Ármannsdóttir frá
Leifsstöðum, Vopnafirði, og Sig-
úrður Sveinn Stefánsson, Akur-
eyri.
Gangleri, tímárit Guðspekifé-
lags íslands, 2. hefti þessa árg., er
nýkomið út. Flytur ritið að vanda
margar athyglisverðar- greinar
um guðspeki og önnur andleg
mál, ásamt fréttum af starfi Guð-
spekifélaganna heima og erlend-
is. Ritstj. Ganglera er Grétar
Fells. Útsölumaður á Akureyri
er Sigurgeir Jónsson organleik-
ari.
Rannsókn skattamála nefnist
ritlingur, sem Jón Sveinsson
skattdómari hefur nýlega gefið
út, og er sérprentun úr Morg-
unblaðinu. Ræðir skattdómarinn
þar starfssvið skattdómara skv.
gildandi lögum og nauðsyn þess
að gera það víðtækara en nú er,
m. a. að veita honum heimild til
að hefja rannsókn af sjálfsdáðum,
en skv. gildandi lögum hefur
hann ekki slíka heimild. Jón
Sveinsson telur rangt stefnt að
leggja skattdómaraembættið nið-
ur, en það er ein sú sparnaðar-
ráðstöfun, sem ríkisstjórnin er nú
að framkvæma.
Bazar. 1. desember kl. 14.30
verður opnaður jólabazar að Hó-
tel Norðurland. — Síðdegiskaffi
verður þar einnig á boðstólum
Kvenfélagið „Framtíðin“.
Barnaverndarfélag Akureyrar
gengst fyrir kynningarkvöldi að
Hótel KEA fimmtudaginn 30.
nóv. næstk. kl. 8.30 síðdegis. Er-
indi: Hvernig á að bregðast við
yfirsjónum barna og unglinga?
(Hannés J. Magnússon ,skólastj.).
Söngur. — Gamanvísur. — Kvik-
mynd. Allir velkomnir. Aðgang-
ur ókeypis.
Sjónarhæð. Sunnudagaskóli kl.
1 og almenn samkoma kl. 5 á
sunnudaginn. Jóhann Steinsson
talar. Allir velkonmir.
Yj HULD, 535011306 — IV/V —
Fjárh. — H. & V.
Messað í barnaskólanum í
Glerárþorpi kl. 2 e. h. n. k. sunnu
dag. — PS. — Safnaðarfundur
verður að messugjörð lokinni.
Sunnudaga-^
skóli Akur-
eyrarkirkju
er á sunnu-
daginn kem-
ur. — 5—6 ára börn í kapellunni;
7—13 ára börn í kirkjunni. —
Kl. 10.30 f. h. — Bekkjastjórar:
Mætið kl. 10 f. h.
q Q o Æskulýðsfél.
Akureyrar-
kirkju. Fundur
í 1. deild n. k.
sunnudags-
kvöld kl. 8.30 e. h. í kapellunni. —
Sveitastjórafundir fyrir 11. deild
n. k. mánudag kl. 6 e. h., fyrir
111. deild n. k. þriðjudag kl. 6 e.
h. — sama stað og seinast.
St. Brynja nr. 99 heldur fund
í Skjaldborg mánudaginn 3. des.
kl. 8.30 e. h. Þar fer fram: Inn-
taka nýliða, upplestur og fl. Nýjir
félagar alltaf velkomnir.
Æfingatafla í
íþróttahúsinu í
vetur fyrir
drengi: Mánudaga
kl. 7—8: Fimleik-
ar. — 8—9: Hand-
knattleikur. — Fimmtudaga kl. 7
—8: Fimleikar. — Fjolmennið á
æfingarnar. — Skíðaferð verður
farin um belgina, auglýst síðar.
Stjórn Þórs.
Skógarmannafundur verður í
kristniboðshúsinu Zíon kl. 2 e. h.
sunnudaginn 8. des. Aliir skógar
menn mæti. Áfram að markinu!
Afmælisfundur drengjastarfs-
ins í kristniboðshúsinu Zíon verð
ur laugardaginn 2. des. kl. 8.30 e.
h. Vinir frá Reykjavík mæta á
fundinum.
Geysisfélagar! Aðgöngumiðar
að árshátíðinni verða afhentir í
Lóni kl. 5—7 í dag (miðvikudag).
Áríðandi að allir taki miða sína í
dag.
Hjálpræðisherinn, Strandgötu
Í9B: Föstudag 1. des. Hátíðasam-
koma kl. 8.30. Heimilasambands-
systur standa fyrir samkomunni.
— Sunnudag kl. 11 f. h. Helgun-
arsamkoma. — Sunnudag kl. 2 e.
h. Sunnudagaskóli. Kl. 8.30
Hjálpræðissamkoma. — Söngur
og hljóðfærasláttur. — Allir vel-
komnir.
Fíladelfía: Opinberar samkom-
ur í Verzlunarmannahúsinu,
Gránufélagsgötu 9 niðri, sunnu-
daga kl. 8.30 e. h. og fimmtudaga
kl. 8.30 e. h. Allir eru velkomnir.
Sunnudagaskóli hvern sunnudag
kl. 1.30 e. h. Öll börn velkomin.
Miðvikudag kl. 6 e. h. sauma-
fundir fyrir telpur og unglings-
stúlkur. Allar unglingstelpur vel-
komnar.
Hjúskapur. Mánudaginn 13.
nóvember voru gefin saman í
hjónaband af sóknarprestinum í
Grundarþingum ungfrú Ragna
B j örnsdóttir, Syðra -La ugalandi,
og Hreiðar Sigfússon, sama stað.
— Sunnudaginn 19. nóv. voru
gefin saman í Reykjavík ungfrú
Halldóra Hjaltadóttir (stórkaup-
manns Björnssonar) og Þórðúr
Ólafsson, stud. jur., (sonur Ólafs
Thorarensen, bankastj., Akur-
eyri).