Dagur - 29.11.1950, Side 12
12
Baguk
Miðvikudaginn 29. nóv. 1950
Norsk þara- og þangrannsókn
Þangmjöl hefur reynzt ágætur og verðmætur
fóðurbætir í Noregi
Rússar hafa skorið niður kaup á
dönskum vörum nær alveg
Leggja kapp á að fá dollara og pund fyrir
útflutningsvörur sínar
Norska blaðið Handels- og Sjö-
Kaupmannahöfn í nóv.
Undir nafninu „Norsk Institut
for Tang- og Tare-Forskning“, er
sofnsett þangrannsóknarstöð í
Oslo til þess að rannsaka enn
betur en orðið er auðæfi gróð-
ursins í hafinu. Stofnunin er
undir stjórn prófessors Henrik
Printz, sem er jafnframt prófes-
sor í grasafræði við landbúnað-
arháskólann.
Norðmenn hafa nú um nokk-
urt skeið verið forustumenn í
hagnýtingu þangs og þara. Þeir
vinna þangmjöl í stórum stíl og
nota til fóðurbætis heima fyrir,
en auk þess er mjölið verðmæt
útflutnignsvara. Þangmjölið hef-
ur reynzt mjög þýðingarmikið
fóðurefni, bæði fyrir nautgripi,
svín og hænsni. Hins vegar er það
fátækt af eggjahvítuefnum, þ. e.
protein. Menn leita líka til hafs-
ins og auðæfa þess, til þess að
fá protein-efnin, aðallega í síld-
ar- og fiskimjöli.
Límvatn og þangmjöl.
Hins vegar er vitað, og m. a.
sannað af prófessor Printz, að
mikið af verðmætum efnum týn-
ist við síldar- og fiskimjöls-
vinnsluna, og telur hann að efni
fyrir ca. 30 millj. n. kr. fari í haf-
ið frá norskum síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjum árlega. Hafa
menn í Noregi því snúið sér að
•því að blanda þangmjölið með
h'mvatni frá síldarverksmiðjun-
um, og hafa þannig fengið fyrsta
flokks fóðurbæti. Ymsir dýra-
sjúkdómar eru taldir stafa af
röngum efnasamsetningum fæð-
unnar, m. a. fóðunrbætis, og talið
er líklegt að unnt sé að bæta úr
þessu með nýjum blöndum af
fóðurbæti og er stofnuninni æth-
Þjóðverjar vilja
gerast aðilar að :
Norðursjávar-
samþykktiiini
Nýlega var skýrt frá rafmagns-
fiskveiðum Þjóðverja í Norðursjó
hér í blaðinu, og gremju danskra
fiskimanna vegna þess að slíkt
ránfiski er bannað í Norður-
sjávarsamþykktinni um fiskveið-
ar, en Þjóðverjar voru ekki aðil-
ar að henni. Nú skýra dönsk blöð
frá því að fundur þýzku hafrann-
sóknarnefndarinnar í Kiel nú
fyrir skemmstu hafi samþykkt að
mæla með því að Þjóðverjar ger-
izt aðilar að Norðursjávarsam-
þykktinni, sem gerð var í London
1946, og studd er af öllum öðrum
fiskveiðaþjóðum við Norðursjó.
Hefur þessi samþykkt vakið
ánægju meðal fiskimanna á
Norðurlöndum.
að að rannsaka þetta atriði í sam-
bandi við nýtingu þangs og þara
og annars gróðurs í hafinu og við
ströndina.
Milljón tonn af þara.
Prófessor Pi'intz heldur því
fram, að á ári hverju skoli hafið
milljón tonnum af þara upp á
norsku ströndina, og ef þetta
magn væri nýtt til að framleiða
alginsýru, mundi verðmæti
hennar nema 400—500 millj. n.
kr. Hann telur að alls finnist nú
við ströndina um 20 millj. tonn af
þara, og alginsýran úr þéssum
forða væri gífurlegt verðmæti.
Aukinn áhugi er nú víða um lönd
fyrir ýmiss konar þaragróðri og
þeim verðmætum, sem sjávar-
gróðurinn geymir. — Holm.
784 félagsmenn í
Knattspyrnufélagi
Akureyrar
Aðalfundur Knattspyrnufélags
Akuareyrar var haldinn í
íþróttahúsinu sl. sunnudag. Var
fundurinn fjölsóttur. Stjóm fé-
lagsins var að mestu endurkosin,
en hana skipa: Tómas Stein-
grímsson, formaður, Magnús
Björnsson, varaformaður, Gunn-
ar Þórsson, gjajdkeri, Rögnvald-
ur Gíslason, ritari, Níels Ilall-
dórsson, spjaldskrárritari, Vignir
Guðmundsson og ísak Guð-
mimdsson meðstjórnendur.
Á síðastliðnu ári var sú breyt-
ing gerð á félaginu, að því var
skipt í deildir og hefur þettá gef-
izt mjög vel. Eftirtaldar deildir
starfa nú í félaginu: Frjáls-
íþróttadeild, form. Halldór
Helgason, Knattleikjadeild, form.
Magnús Björnsson, og Skíða-
deild, form. Sigurður Steindórs-
son.
Starfsemi félagsins hefur aldrei
verið meiri en á síðasta ári og um
400 félagar hafa tekið þátt í mót-
um á vegum félagsins.
Á árinu gengu í félagið 190
nýjir félagar og eru þeir nú alls
784.
Á fundinum var Magnúsi Bryn-
jólfssyni skíðakappa áfhentur
bikar frá félaginu fyrir frábæra
frammistöðu á síðasta Skíða-
móti fslands, þar sem hann varð
þrefaldur íslandsmeistari og
hafði auk þess beztan tíma í
sveitakeppninni.
Kennarar hjá félaginu á síðasta
ári voru: Inga Rúna íngólfsdóttir,
Har. M. Sigurðsson, Hafsteinn
Guðmundsson og þýzki frjáls-
íþróttaþj álfarinn Ulric Jonath.
Endurkjörinn fram-
kvæmdastjóri S. Þ.
TRYGVE LIE
var nýlega endurkjörinn aðal-
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna. Varð nokkurt hark út
af kjörinu með því að Rússar og
leppríki þeirra snerust gegn Lie
og liafa nú tilkynnt að þau viður-
kenni ekki kjör hans eftir að núv.
starfstímabili lýkur í febrúar n.k.
- Fokdreifar
(Framh. af 6. síðu).
enda þótt mjög einfalt mál sé að
slá hann niður. Ekki þyrfti ann-
að en kaupa nægilegt magn sokka
fyrir kvenþjóðina og dreifa
magninu réttlátlega um lani allt,
til viðurkenndra verzlana Toll-
tekjur ríkisins af þessu yrðu á-
litlegar, kvenþjóðin fengi sokka
sína á sæmilegu verði, en svarta-
markaðsbraskararnir misstu af
strætisvagninum. En þetla kostar
gjaldeyri, segja menn. Satt er
það. En halda menn að svarta-
markaðssokkarnir séu gefnir
hingað til lands? Þeir eru Keypt-
ir fyrir gjaldeyri og mundi lög-
legur innflutningur litlu >ða engu
breyta í því efni.“
Það var engin iðrun.
í SÍÐASTA tbl. var bent á þau
ummæli Kominform-blaðsins
hér, að það væru takmörk fyrir
því „hve lengi er hægt að blekkja
almenning og ljúga að honum“.
Þótti ýmsum þetta viturlega
mælt og af nokkurri lífsreynslu
og hugðu sem svo, að batnandi
mönnum væri bezt að lifa. Fór að
vonum að ýmsir væntu þess að
lesa áframhald þessara játninga í
blaðinu og að fá að þreifa á ágæti
mannlegrar náttúru, sem þrátt
fyrir allt væri af hinu góða. Hefði
það vafalaust orðið til þess að
auka bjartsýni ýmsra lesenda
Kominform-blaðsins, ef þeir
hefðu mátt lesa áframhald játn-
inganna í föstudagsútgáfunni
síðustu, t. d. um upphaf Kóreu-
stríðsins og um annan viðlíka
fréttaflutning blaðsins á undan-
förnum árum. En góður ásetning-
ur verður ekki ævinlega að fram-
kvæmd, og svo fór að rithöfund-
arnir hröpuðu ofan af fjalli
hinna góðu áforma og iðrunin
varð aldrei nema stundarásetn-
ingur. í föstudagsútgáfunni eru
þeir aftur komnir á fjóra fætur
fyrir framan skurðgoð Komin-
form og teknir til við fyrri iðju,
að segja svart hvítt og sannleika
lygi. Góðfúsir lesendur Komin-
form-blaðsins verða því enn um
sinn að biðja fyrir sálum fallinna
félaga og halda dauðahaldi í
bjartsýnina á eðli mannlegrar
náttúru meðan tímans rás sker úr
um það, hvort sannleikskorn
dylst í þeim munnmælum, að þeg
ar neyðin er stærst sé sáluhjálpin
næst.
fartstidende flutti nýlega at-
hyglisverða grein um utanríkis-
verzlun Rússa. Segir blaðið, að
síðan um áramót hafi Rússar lagt
kapp á að skera niður innflutn-
ing frá löndum með „veika“ val-
útu og lagt meginkapp á að fá
harða valútu fyrir afurðir sínar,
aðallega dollara, en einnig sterl-
ingspund.
í þessu sambandi nefnir blaðið
það sem dæmi, að Rússar hafi
skorið niður kaup sín á dönskum
vörum, úr 52 millj. króna á sl. ári,
í 1 milljón króna á þessu ári. Ut-
flutningur til Danmerkur minnk-
aði á þessu ári úr 57 millj. í fyrra
í 15 millj. krónd það sem af er
þessu ári.
Aukinn útflutningur til
Bandaríkjanna.
Utflutningur til Bandaríkjanna
jókst mjög á sama tíma, en inn-
flutningur þaðan minnkaði mik-
ið. Með þessu munu Rússar
hyggjast eignast dollaravarasjóð,
sem þeir geta notað til þess að
hjálpa nauðstöddum leppríkjum,
eins og Ungverjalandi og Rúm-
eníu, sem hafa orðið hai't úti
vegna Molotoff-áætlunarinnar
svonefndu, sem gerir þessi ríki að
mjólkurkúm fyrir efnahagskerfi
Rússa. Utflutningur til Bretlands
hefur mjög aukizt á þessu ári,
nær þrefaldast, en innflutningur
frá Bretlandi hefur minnkað um
helming.
Hvemig mundi þessi stefna
hafa komið við íslandsviðskipti?
Menn geta velt því fyrir sér,
Dollarinn er 58 centa
virði miðað við
fyrirstríðsgildi
Kaupmáttur dolíarans í dag er
ekki nema 58 cent miðað við það,
sem var fyrir stríð, segir blaðið
„U. S. News & World Report“ nú
nýlega og spáir því jafnframt, að
kaupmátturinn muni enn minnka
á næstu mánuðum og dýrtið vaxa
í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú,
segir blaðið, að peningar í um-
ferð aukast, en á næstunni verða
færri hlutir að kaupa. Þjóðin
hefur nú þrisvar sinnum meiri
peninga handa í milli en fyrir
stríð. Ríkisstjórnin hefur vald til
þess að stöðva launa- og verð-
lagsskrúfuna, en enn sem komið
ér hefur hún ekki notfært sér
heimildina nema að litlu leyti
þótt því sé nú spáð, að stjórnin
muni láta til sín taka, þar sem
kosningarnar til þjóðþingsins eru
um garð gengnar.
hvernig þessi stefna í utanríkis-
viðskiptum hefði komið við ís-
landsviðskipti Rússa, ef þau
hefðu verið einhver. Er ósenni-
legt að þeir hefðu verið mjúk-
hentari við okkur en Dani. Varpa
þessar fregnir nýju ljósi á full-
yrðingar kommúnista um óþrjót-
andi markaði okkur til handa
austur þar.
Söngskemmtun
„Geysis“
Karlakóriun Geysir hafði
söngskemmtun í Nýja-Bíó sl.
föstudagskvöld.
Kórinn er nú orðinn 28 ára
gamall og hefur hinn ágæti söng-
stjóri Ingimundur Árnason stýrt
honum, þjálfað hann allan þann
tíma af eldlegu fjöri og áhuga.
Söngurinn á föstudagskvöldið
hafði öll þau einkenni, sem æv-
inlega hafa fylgt „Geysi“ undir
stjórn Ingimundar. Þótt manna-
skipti hafi orðið í kórnum á ævi
hans, er blærinn hinn sami,
hressilegur, léttur, stundum ang-
urvær en þó oftar gneistandi af
lífskrafti og fjöri. „Geysir“ hef-
ur sungið sig inn í hjarta þjóðar-
innar á liðnum árum og skipar
þar veglegt sæti.
Á þessum hljómleikum flutti
kórinn ýmis ný viðfangsefni og
að auki nokkra eldri kunningja
Árni Ingimundarson annaðist
píanóundirleik. Hér verður ekki
lagður neinn dómur á meðferð
einstakra laga, en það látið nægja
að segja, að heildarsvipur hljóm-
leikanna var kórnum og söng-
stjóranum til sóma. Einsöngvarar
voru þeir Hermann Stefánsson og
Kristinn Þorsteinsson og gerðu
báðir sínum viðfangsefnum góð
skil. Auk þess sungu þeir Jóhann
Guðmundsson, Hermann Stef-
ánsson, Gísli Konráðsson og
Guðmundur Gunnarsson í sóló-
kvartett, létt lag eftir Romberg,
og var ánægja að því. „Geysir“
hefur nú nokkrum sinnum tekið
til meðferðar hin léttu og
„charmerandi“ amei-ísku lög, á
borð við þetta lag Rombergs og
Blökkustúlkuna eftir Speaks,
sem Kristinn Þorsteinsson söng
skemmtilega. Þessi tónlist ristir
ekki djúpt, en hún er létt og leik-
andi, melódían er oftast falleg og
aðlaðandi, og sum þessara laga
liggja ágætlega fyrir karlakór. —
Kórinn mun væntanlega gefa
bæjarbúum kost á fleiri. söng-
skemmtunum af þessu tagi, því
að hann er nú vel þjálfaður og
hefur æft stórt „prógram". Hafi
„Geysir“ og söngstjóri hans beztu
þökk fyrir ánægjulega kvöld-
stund. — A.