Dagur - 24.01.1951, Side 2

Dagur - 24.01.1951, Side 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 24. janúar 1951 Stjórnarsfefnan og vöruskorturinn Lilið um -öxl. Á því herrans ári 1944 átti ís- lenzka þjóðin nær 600 millj. kr. í erlendum gjaldeyri. Markaðir voru góðir fyrir útflutningsaf- urðir og allt virtist leika í lyndi. En þá settist að kjötkötlunum ríkisstjórn, sem sóaði og sólund- aði eignum og gjaldeyri lands- manna svo gegndarlaust, að eng- um kom til hugar að það væri annað en sjálfsagt að eyða. Nýsköpunarstjórnin stóð fyrir eyðslu og sukki, sem ætíð verður þlettur á þjóðinni. Til að fyrir- hj-ggja misskilning er hér eink- um átt við óþarfa eyðsluna, þótt happdrættisblær væri greinileg- ur á „nýsköpuninni". Þörf hugvekja. Framsóknarflokkurinn hóf harða andstöðu við eyðslu- og happdrættisstefnu nýsköpunar- stjórnarinnar. Benti flokkurinn á, að slík stefna myndi leiða þjóðina út í foræði dýrtíðar og síðar þreng- inga. Vorið 1946, þegar Fram- scknarmenn spáðu illa um fram- tíðina, var hlegið að þeim í her- búðum hinnar nýju sköpunar! Engar upplýsingar voru gefnar um gjaldeyrisástandið, og Ólafur Thors boðaði 800 millj. kr. gjald- eyrisöflun á næsta ári. Fjármála- ráðherrann hafði hvatt til meiri innflutnings til að afla tekna í ríkissjóS, Það kom því mjög á óvart sum- arið 1946, þegar stjórnin sá fram á, að stefna hennar hafði þá þeg- ar leitt til ástands, sem ekki var auðvelt að bæta úr, að stjórnar- samstarfið rofnaði skyndilega. Að vísu hafa Sjálfstæðismenn alltaf viljað halda fram ágæti ný- sköpunarstefnunnar og þar af leiðandi ágæti samstarfsins við kommúnista, en fullyrðingar þeirra mæta alltaf varanlegu sönnunargagni, þar sem er hag- fræðingaliðið, sem kalla mætti skiptagjörð nýsköpunarstjórnar- innar. Vöruskortur og afleiðing fyrri stefnu. Það hefur komið á daginn, að það var óleyfileg bjartsýni og falskenning, að gjaldeyrisöflun þjóðarinnar myndi verða 800 millj. kr. á ári. Helmingurinn af þeirri upphæð hefur verið nærri sannleikanum. Hin stórkostlega éyðsla almennings nýsköpunar- árin olli alvarlegum vöruskorti, þegar gjaldeyrisinnstæðurnar voru eyddar. Þegar alþjóð hefur setið að krásum með fordæmi stjórnarvalda um ára bil, er ekki von til að auðvelt sé að svipta hana skyndilega slíkum lífskjör- um niður í það, sem grann- og viðskiptaþjóðirnar láta sér nægja. í annan stað mætti þjóðin harðnandi samkeppni á erlend- um mörkuðum, ásamt beinu markaðshruni. En stefna nýsköp- unarstjói-narinnar gerði fleira illt en að hvetja landsmenn til að lifa um efni fram. Hún olli stór- aukinni dýrtíð innanlands, sem erfitt hefur reynzt að ráða við. Er ekki séð fyrir endann á viður- eigninni við dýrtíðina. En vax- andi dýrtíð samfara minnkandi gjaldeyrisgetu leiddi einmitt til vöruskort. Og hvar væri eigin- lega þjóðin stödd, gjaldeyrislega, ef erlendrar aðstoðar hefði ekki notið við í stórum stíl? Og hvað væri til af vörum í landinu, ef þessa óvæntu hjálp hefði ekki að höndum borið? Þessum spurn- ingum er auðsvarað. Landið væri algj örlega gj aldeyrisgj aldþrota. Minni eyðsla — meiri afköst. Það eru einföld sannindi, að minni eyðsla en meiri afköst og útflutningur minnka vöruskort- inn. Núverandi stjórnarstefna hefur gengið á undan með sparn- að. Að wvísu er ekki von tl, að stjórninni hafi tekizt að 'fram- kvæma víðtæka. sparnaðaráætl- un, þar sem.hún hefur ekki setið það lengi að völdum, áð svigrúm væri tií þess. Þó hefur henni tek- izt að afgreiða fjárlög fyrir ára- mót á -þann hátt, að útgjöld þeirra eru nærri því alveg hin sömu og fyrra árs, þrátt fyrir al- mennar stórhækkanir^Ef litið er á fjgrlögin,' þá..erTþað einkenn- andi, að löggjöf fyrri ára hefur krafizt stóraukinna útgjalda úr ríkissjóði, Það er því ekki nóg- að k-refjast aukins -sparnaðar á ríkisrekstrinum. Það verður jafn- fram, að benda á, hvernig eigi að spara og hvað. T. d. hafa verið stofnuð mörg emhætti. á seinni ái um, sem sum mætti leggja niður, án nokkprs skaða. í raun og veru erij' það skaðlég fordæmi að S.tofna embætti og leggja þau síð- an niðxu' að nokkrum tíma liðn- um. Það leiðir til þess, að verri starfskraftar fást í þjónustu rík- isins. Yfirleitt er hægara að auka embættafjölda, en að afnema þau aftur. Þá hefur þessi ríkisstjórn lækkað gengi krónunnar. Og hvað,. sem'að ööru leyti verður um gengislækkunina sagt, verð- ur því aldrei mótmælt að hún eykur útflutninginn og þar með gjaldeyristekjurnar. Nægir í því sambandi að benda á, að Banda- ríkin hafa keypt allra landa mest af íslenzkum vörum síðustu mán- uðina. Þeir markaðir væru allir lokaðir, ef gengislækkunin hefði ekki verið gerð. Hin stórkostlega karfaveiði og -vinnsla hefði og verið tómt mál að tala um með gamla genginu. Sparnaður og aukin afköst. Sænska stjórnin hefur árum saman vai'ið stórfé í auglýsinga- skyni til þess beinlínis að kenna almenningi að spara. Það er mjög algengt þar í landi, að kvik- myndásýningar hefjist á auglýs- ingamynd um sparnað. Ef til vill væri ekki úr vegi fyr- ir okkar stjórriarvöld að hefja slíkan áróður, jafnhliða þeim aukna sparnaði, sem í ráði er að framkvæma á ríkisrekstrinum. — (Framhald á 7. síðu). í STUTTU MÁLI SAMKVÆMT síðustu skýrslum, er manntjón Banda- ríkjamanna í Kóreu, sem hér segir: Alls hafa fallið, særst og týnst 45.137 menn. Þar af 6509 drepnir, 29.951 særðir, hinir týndir. * ALMENNRI ritskoðun hef- ur nú verið komið á í Tékkó- slóvakíu. Samkvæmt nýrri til- skipun, skal afhenda hinum opinbera ákæranda landsins eintak af öllum bókum, tíma- ritum og blöðum, þegar er prentun er lokið. Jafnframt er lagt fyrir útgefendur tímarita og blaða að gæta þess, að rit- stjórar þeirra séu gæddir hæfi leikuin til þess að stýra blöð- unium sínum í anda „alþýðu- Iýðræðisins“, eins og það er orðað, en alþýðulýðræði kalla kommúnistar einræði flokks- klíkna sinna. -K KOMMÚNISTAR í Austur- Þýzkalandi hafa sett sjá sér svokölluð „friðardúfu-lög“, en þar er gert ráð fyrir dauða- refsingu fyrir að andmæla friðarblekkingum kommúnista forsprakkanna. Nýlega hand- tók Iögreglan í Dresden 18 ára stúdcnt, sem var að líma upp andkommúnistískar auglýs- ingar að næturlagi. Pilturinn hefur nú verið dæmdur til líf- láts, og hefur dómurinn vakið mikla gremju í Vestur-Þýzka- landi. Austur-þýzki dómarinn kvað svo að orði, að mikil nauðsyn væri að losna við slíka „fjandmenn þjóðarinnar“ sem þennan 18 ára pilt. -K TVEIR DANIR hafa nýlega verið skipaðir eftirlitsmenn af hálfu Sameinuðu þjóðanna, í Kashmir. -X JÚGÓSLAFNESKUR rit- stjóri, sem les rússnesku, tók sig til nýlega og skoðaði for- síðuna á Pravda, aðalmálgagni kommúnistaflokksins rúss- neska. Athugun hans lciddi þetta í ljós: f blaðinu 17. nóv. sl. var nafn Stalíns prentað 101 sinni, þannig; Jósef Vissarionovitsj Stalin — 35 sinnum. Félagi Stalin — 33 sinnum. Hinn mikli leiðtogi — 10 sinnum. Okkar kæri og ást- fólgni Stalin — 6 sinnum. Onnur tilbrigði voru þessi: Sjeníið Stalín, Iíinn mikli Ieið- togi mannkynsins, Hinn milrii leiðtogi alls verkalýðs, Aðal- Iietjan í öllum sigrum okkar, Hinn trúfasti baráttumaður friðarins, Stalín, von allra friðelskandi manna, hinn sanni baráttumaður friðarins o. s. frv. Hið júgóslafneska blað sagði í þessu sambandi: Þpð skal játað, að það kemur fyrir að rússneska þjóðin er neínd á ngfn, cn aldrei með slíkum fjálgleik. Ilvað eru líka 150 milljónir í samanburði við einn guð? -X ÞESSI SAGA gengur nú „fyrir austan tjald“: Forn- fræðingar í Ungvcrjalandi grófu upp forna rnúvníu. Litlu síðar barst skeyti frá Moskvi^: Reynið að sanna að múmían sé Ghengis Khan. Slík upp- götvun mundi auka álit Sov- ét-vísindanna. Litlu síðar sím- aði ungverska fornleifastofn- unin til Moskvu að múmían hefði einmitt verið af Ghengis Khan. „Hvernig gótuð þið sannað það?‘ ‘spurði Moskva. „Það var auðvelt. Við afhent- um leynilögreglunni múmíuna og hún játaði strax!“ ----------k----------------------- \ Ðagskrármál lantlbúnaðarins: Mettilraunir með mjólkurkýr Eitt af því, sern alltaf hefur interessu mjólkuiframleiðenda.er að heyra fréttir af úrvals mjólk- urkúm eða metgripum. Erlendis frá höfum við heyrt um alveg ótrúlega afurðagetu, svo að manni hættir við að tortryggja slíkar fréttir, eins og það, að ein kýr geti mjólkað 20.000 kg. af mjólk á einu ári eða nærri 55 kg. að meðaltali á dag Hér er líka um heimsmet að ræða og þarf mikið til. Ef ég man rétt, er þetta heimsmej, sett af kú af stutt- hyrningakyni, til heþnilis í Ástralíu. Undanfarin tvö ár hafa Danir gei’t met tilraunir með úi-vals mjólkui'kýr. Er tilgangur þeirra, einkum í auglýsingaskyni, fyrir dönsk kúakyn. Skal hér getið þessara tili'auna og sagt frá til- högun þeirra. -X í aðalatriðuin er þessum met tilraunum hagað á þessa leið: Að sérstakar kýr eru valdar með þetta fyrir augum. Þær þurfa að vera hámjólka, fitumiklar, hraust ar, hafa staðið hæfilega lengi geldar og geta étið mikið. Áður en tilraunin byrjar- eru kýrnar fóðraðar séi'staklega vel í geld- stöðutímanum. Fiósið þai'f að vei’a hæfilega hlýtt (ca. 18° C.), hvorki trekkur né hitasveiflur úti mega hafa áhrif á hitann. Básinn þai-f að vei-a í'úmgóður, sléttur og þykkt lag af þurrum hálmi eða heyi í honum. Hirðing þai'f að vei'a í fullkomnasta lagi. Allt fóð- ur hreint, t. d. rófur eða kartöfl- ur þvegnar: Allt fóður þarf að vera af beztu tegund, sem völ er á, svo sem hey, fóðui'bætir og annað það er kýrin helzt vill éta. Kúnum er gefið 4 sinnum á sól- arhring með jöfnu millibili. Þá er einnig mjólkað 4 sinnum á sól- ai'hring allan tímann, sem til- i-aunin stendur, en það er eitt ár, einnig með .jöfnu millibili. Þann- ig er í aðalatriðum meðfei'ðin á þessum tilraunakúm. Árangur þessara met tilrauna í Danmöi'ku sl. ár vai'ð m. a. sá, a, kýr nr. 294 mjólkaði 11.869 kg. og var meðalfita 4,57%, en það samsvarar til 54.241 fitueininga. Miðað við útborgað vei’ð hjá Mjólkursamlagi KEA, þ. e. 40 aura pr. fitueiningu, mundi þetta gera 21.693.40. Þegar uppbótin kemur verður svo hægt að reikna út hvei'su miklum verðmætum þessi kýr hefur skilað. Kýrin át 4.939 kg. af ljúffengum fóðui'bæti fyrir utan al'lt það, sem hún gat í sig látið af heyi, hálmi, rófum, kartöflum og öðru gróffóðri, en kjainfóði'ið svai'ar til þess að hún hafi etið að meðaltali rúmlega 13,5 kg. á dag allt árið. Á. J. Veðráttan á Akureyri 1950 Meðalh. Úrkomud. Úrkoma Janúar 1,7 C° 9 29,1 mm Febrúar -- 2,3 13 52,7 — Marz -f- 0,2 12 56,4 — Apríl -f- 0,2 12 30,0 — Maí 6,8 9 11,6 — Júní 8,5 3 3,9 — Júlí 11.1 17 41,0 — Ágúst 10.5 24 137,4 — September 6,1 19 81,0 — Október 3,0 21 65,3 — Nóv. -f- 3,5 13 37,9 — Des. -4,3 16 67,3 — Meðilhiti allt árið 3,1 Alls 168 Alls 613,6 Ekki vei'ður hægt að útskýra þessa töflu né veðurfarið í heild, enda þótt margt mætti um það segja. Eg vil þó geta hér nokk- urra atx-iða til frekari skýringar. Það, sem sérstaklega má benda á í sambandi við veði'áttuna, er að janúar og fyri'i hluti febrúar voi'u mjög hlýir, maí er mjög þurrviðrasamur og um þvert bak keyrir i júní, því að hann má heita úrkomulaus, því að það kom aldrei það mikil úrkoma, að það vöknaði í rót. Fyrstu 10 dag- arnir af júlí voru þurrir og fram að þeim 21. var lítil úrkoma eða alls 7,8 mm, en þurrklítið. Úr því tók að rigna fyrir alvöru og má segja, að ekki birti upp fyrr en 27. október. Á tímabilinu frá 17. maí til 10. júli — aðalsprettutímann — eða í 55 daga rigndi aðeins 5,3 mm og mælanleg úrkoma var í 5 daga. Það sem gerði það að verkum að grasspretta varð góð, á þessu tímabili, var það, hversu maí var hlýr, einkum fyrri hlutinn og gróður kom því snemma. Frá 11. júlí til 1. okt., eða á 81 degi rigndi um 260 mm og úr- komudagar voru alls um 60. Dag- arnir 19. til 25. sept. voru einu dagarnir, á þessu tímabiili, þar sem voru meira en tveir þurr- viðrisdagar í röð. Eiginlega er rétt að bæta október við þetta tímabil, því að almennt var sumarstörfum ekki lokið fyrr en um veturnætur. Menn hirtu hey sín ekki fyrri. Verulegur hluti áf kartöflum var tekinn upp í október og þá graf- inn úr fönn, eins og menn muna gjörla. Látlaus úrkoma má heita í okt. fram að 23., eða 18 úrkomu- dagar, en þá þornar til. í raun og veru má því telja þetta óþurrka- tímabil samfellt í 104 daga. Úr- koma var í um það bil 78 daga og alls rigndi eða snjóaði um 320 m.. Mun það mál manna að sl. sumar hafi verið eitt hið úrkomu- samasta og erfiðasta, sem sögur fara af, þótt verra væri það víða annars staðar á norður- og aust- urlandi, heldur en hér. Á. J. Stjórn ÍSÍ mælir eindregið gegn vínveitingum Þar sem framkvæmdastjórn ÍSf lítur svo á, að til stórskaða og hnekkis sé fyrir íþróttahreyfing- una í landinu, að vínveitingar eða vínneyzla sé á samkomum íþróttafélaga, ályktar fundur, haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ 15. janúar 1951, að skora ein- dregið og alvarlega á öll sam- bandsfélög íþróttasambands ís- lands, að hafa eigi vínveitingar á þeim skemmtunum eða samkom- um, er þau standa fyrir, svo að stuðla að því á allan hátt, að vín- neyzla sé útilokuð af öllum sam- komum íþróttafélaga. Verði sam- bandsfélögin eigi við þessari áskorun telur fundurinn nauð- synlegt að grípa til róttækra að- gerða, og samþykkir að bera fram tillögu á næsta fundi sam- bandsráðs ÍSÍ um að algert bann verði innan íþróttahreyfingarinn- ar á vínveitingum á vegum íþróttafélaga, og barátta verði hafin fyrir algerri útrýmingu

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.