Dagur - 24.01.1951, Qupperneq 4
4
D A GUR
Miðvikudaginn 24. janúar 1951
D A G U R I
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson
Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Sími 1166
Blaðið keniur út á hverjum miðvikudegi.
Árgangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
//WWW'AAA/',/
Fyrir opnum tjöldum!
Enn hefur það komið fyrir, að íslendingar verða
að leita til erlendra blaða og útvarpsstöðva til
þess að vita, hvað er að gerast í þeirra eigin landi.
í þetta sinn birtu stórblöðin báðum megin At-
lantshafsins fregnir af fyrirhugaðri hingaðkomu
Einsenhowers, meðan þögnin ríkti í Reykjavík.
Áður hafa slík tíðindi gerzt í sambandi við þátt-
töku í Atlantshafsbandalagi og fleiri utanríkismál.
Til þessa liggja þær ástæður, að íslenzk stjórnar-
völd virðast ákaflega frábitin þvi að ræða utan-
ríkismál við landsmenn sína. Sérstaklega þó þau
mál, sem snerta öryggi landsins út á við. Um þau
virðist ekki mega tala. Þó eru þetta þau mál, sem
eru mest rædd hjá hverri þjóð í nágrenni okkar.
Öryggismálin eru mikilvægustu dagskrármálin
hjá hinum frjálsu þjóðum um þessar mundir. Þetta
á við um íslendinga ekki síður en aðrar þjóðir, en
samt er grafarþögn meðal forustumanna þjóðar-
innar. Það er hvíslað um þessi mál, en þau ekki
rædd fyrir opnum tjöldum. Treysta forustumenn
irnir ekki þjóðinni eða eru þeir hræddir við
kommúnista?
Nýlega birtu tvö óábyrgustu blöð landsins
fregnir, sem athygli vöktu. Annað skýrði frá
komu amerískra sérfræðinga til Keflavíkur, en
hitt frá fyrirhuguðu gjaldeyrislár.i, sem stjómar-
völdin væru að undirbúa. Ekkert ábyrgt blað hef-
ur svo mikið sem nefnt þessar fregnir á nafn, og
enginn ábyrgur stjórnmálamaður gert þær að um
talsefni. Nokkur hluti þjóðarinnar leggur trúnað
á fregnirnar þegar í stað, en hinn hlutinn er mót
tækilegri en áður fyrir þá áróðursstarfsemi
kommúnista, sem miðar að því að skapa tortryggni
í garð stjórnarvaldanna. Þetta blað hefur engar
heimildir um það, hvort þessar fregnir hinna reyk-
vísku blaða hafa við nokkuð að styðjast eða ekki.
En hitt liggur ljóst fyrir, að þögnin, sem ríkt hefur
um þær, hefur létt undir áróðursslarfsemi komm-
únista og veikt það traust, sem þarf að ríkja í milli
stjórnarvalda og almennings. Ekki af því, að al-
menningur óttist það þótt nokkrir tugir banda-
rískra sérfræðinga væru komnir til landsins, eða
að láns væri leitað erlendis, heldur vegna þess, að
fólk sér enga ástæðu til þess að hvísla um þau
mál, sem vel má ræða um í heyránda hljóði. Það
eru hvíslingarnar og leyndin, sem skapa tor-
tryggnina, en ekki djarfmannlegar ráðstafanir,
sem gei-ðar eru til viðreisnar og öryggis, og rædd
ar eru fyrir opnum tjöldum.
^ ALMENNINGI VIRÐIST, sem stjómarvöld-
in vantreysti honum, en stjórnarherrarnir verða
að gæta þess, að traust er gagnkvæm tilfinning.
Fólk hefur tilhneigingu til þess að vantreysta
þeim, sem að óreyndu og ástæðulausu sýna því
tortryggni. Það er kominn tími til að meta það
réttilega, hvert gagn og styrkur er að frjálsum,
einarðlegum umræðum um öll hagsmunamál
landsmanna, fyrir opnum tjöldum. Slíkar umræð-
ur eru styrkur lýðræðinu. Þær lýsa inn í skúma
skot þau, sem nú eru helzta skálkaskjól kommún-
ista, uppræta möguleika þeirra til þess að sá fræi
úlfúðar og tortryggni í hugi borgaranna, og upp-
lýsa mál, sem hverjum þegn er styrkur og nauðsyn
að þekkja. Það er hvort tveggja, að umræður um
utanríkis- og öryggismál fyrir opnum tjöldum eru
styrkur fýjir málstað fullveldis
og frelsis, og þegnarnir eiga
heimtingu á því, að þeir, sem með
stjórn landsins fara, ræði við þá
sem ábyrga, hugsandi menn, en
meti þroska þeirra og þekkingu
ekki eins og kennari hæfileika
smábarna.
OG NÚ HERMA fregnir frá
London, að Eisenhower hershöfð-
ingi sé vætanlegur til landsins á
morgun. Vonandi fer það ekki
svo, að við fáum þá fyrst grein-
argerð um ei’indi hans og erind-
islok ,er næsta erlendan blaða-
póst ber hér að ströndum.
FOKDREIFAR
Of mikil bjartsýni.
MÉR VARÐ ÞAÐ Á í síðustu
viku að herma upp á bæjar-
stjórnina hér verk. sem hún hafði
ekki unnið. Er skylt að leiðrétta
það .Eg taldi bæjan-áð hafa lagt
fyrir hana tillögu um að fella
niður greiðslur til skömmtunar-
skrifstofu og vinnumiðlunai-skrif-
stofu og bæjarstjórn síðan hafa
samþykkt þennan sparnað fyrir
bæinn. En því miður varð ekkert
úr þessum sparnaði. Þessir liðir
eru eftir sem áður á fjárhagsáætl-
uninni, eins og hún var sam-
þykkt. En skemmtilegt hefði það
vei’ið, ef þessi fregn hefði verið
rétt, eða eins og einn borgari
bæjarins sagði, er hann sá Kom-
inform-blaðið reyna að gera sér
mat úr þessari missögn: Það var
of mikil bjartsýni að ætla bæjar-
stjórninni svo skynsamleg vinnu-
brögð að láta bæjarskrifstofurn-
ar afhenda skömmtunar-skekla
þá, sem eftir eru, og spara þann-
ig stórfé. Og vinnumiðlunin?
Mætti ekki koma henni hagan-
legar fyrir? Ekki virtust bæjar-
fulltrúarnir sjá neina 'möguleika
til ess. En sem sagt: fjörutíu þús-
und krónurnar til skrifstofuhalds
þessa eru á fjárhagsáætlun bæj-
arins 1951 og verður þessum mál-
um ekki um þoka'ð héðan af.
Ekki of mikil bjartsýni. •
EN AF ÞVÍ að eg var hér að
ofan að nefna of mikila bjartsýni,
ætla eg hér á eftir að nefna dæmi
um að bjartsýnin er ekki alltaf of
riíikil. Er hér að vísu um mál að
ræða, sém er með öllu óskylt fjár-
hagsáætluninni og umræðunum
um hana og í sannleika mun
skemmtilegra viðfangs en hún.
MIKILL HLUTI þjóðarinnar
virðist til skamms tíma hafa talið
forustumenn skógræktarmálanna
hér á landi mikla bjartsýnismenn,
jafnvel hálfgerða skýjaglópa. Því
var almennt ekki trúað, að unnt
væri að rækta skóga á íslandi.
Og enn í dag trúir ekki nema lít-
ill hluti landsmanna því, að unnt
sé að rækta hér nytjaskóg. En í
síðustu viku birti Tíminn fregn
hér að norðan, sem mjnnir á
hversu skógargróðurinn í landinu
er harðgerður og lífsseigur. Þessi
fregn hafði farið fram hjá okkur
flestum Eyfirðingum, og hefði
einhver mátt koma henni á fram-
færi við blöðin hér fyrr. En fregn
þessi greinir frá því, að fundizt
hafi í sumar breiður af birki-
plöntum á Þorvaldsdal hér í
Eyjafirði. Voru það áhugamenn
af Árskógsströnd og Ármann Dal-
mannsson, framkvæmdastjóri
Skógræktai’félags Eyfirðinga,
sem gerðu uppgötvun þessa. Eru
fornar skógarleifar þarna að
koma í ljós, og ástæðan til þess
að plönturnar vaxa nú úr grasi er
sú, að ekkei-t sauðfé hefur gengið
á Þorvaldsdal nú um skeið.
ÞARNA ER að endurtaka sig
ævintýi’ið, sem gerðist á Þela-
mörk um árið, er Jónas Þór verk-
smiðjustjóri tók eftir því, er hann
var þar á berjamó, að lágvaxnar
birkiplöntur voru til innan um
lyngið. Landið var síðan girt af
Skógræktarfélaginu, og nú ekur
enginn svo um Þelamörk, að
hann veiti ekki hríslunum þar
athygli. Allar líkur benda til
þess, að mjög víða megi koma
upp fallegum birkiskógi með því
að girða landsvæði og forða
ágangi búfjár. Líklegt er að
landsvæðið í Þorvaldsdal verði
girt á næstunni og fallegur birki-
skógur vaxi þar upp á næstu ár-
um. En eru ekki miklu fleiri
möguleikar af þessu tagi í hérað-
inu? Mætti ekki hraða því, að
klæða héraðið skógi, með því að
endurtaka athuganirnar á Þela-
mörk og Þorvaldsdal víðs vegar
um héraðið? Hér er mikið verk-
efni að vinna að fyrir félagasam-
tök og einstaklinga. Hvar finnast
foi’nar skógarleifar næst?
Erfið störf.
SKIPULAG ÞAÐ, sem sam-
vinnumenn hafa komið á mjólk-
urmál héraðsins hefur á fáum ár-
um gjörbreytt samgöngunum
innanhéraðs. Nú má kalla að dag
legar ferðir séu í flestar sveitir,
vetur og sumar. Þetta hefur
geysilega þýðingu fyrir fólkið,
sem sveitirnar byggir, það dreg-
ur úr einangruninni, skapar betri
afkomumöguleika og spyrnir í
móti því að menn yfirgefi land-
búnaðarstöi’fin. En þetta hefur
ekki síður mikla þýðingu fyrir
bæjarfólkið. Akureyringar
þekkja ekki mjólkurskömmtun
eða skort á mjólkurvarningi. Þeir
heyra fréttir af slíku frá fjarlæg-
um landshlutum, en sjálfir geta
þeir keypt mjólkurvörur að vild
allan ái’sins hring. Slík aðstaða
er mikils virði, og kunna þeir
l bezt að meta hana, sem búið hafa
við skortinn annars staðar um
hríð. En sambandið í milli neyt-
enda og framleiðenda hvílir að
verulegu leyti á herðum þeirra
manna, sem starfa að því að
flytja mjólkina til bæjai'ins,
hvernig sem viðrar. Það eru er-
ilsöm störf og erfið og þó einkum
.er snjóþungir vetur ganga yfir,
eins og sá, er nú ríkir. Mjólkur-
bílstjórarnir hér í héraðinu hafa
að undanförnu átt erfiða daga. —
Dalvíkurbílstjórarnir bi’utust
með mjólkina í bæinn í ófærðinni
á dögunurn og voru 37 klst. á
leiðinni uppihaldlaust! Bílstjór-
ar hér framan úr firðinum voru
18 klst. á leið í bæinn á dögunum.
Fleiri dæmi um þrautseigju og
dugnað bílstjóranna mætti að
sjálfsögðu nefna, en þessi nægja
til þess að minna bæjarbúa á, að
þeir standa í þakkarskuld við
þessa ötulu og ósérhlífnu menn,
sem setja stolt sitt í að komast á
leiðarenda, þótt í móti blási og
leggja nótt við dag, ef þurfa þyk
ir, án þess að kvarta.
Kuldajakkar,
karlmanna
Hettujakkar,
barna og unglinga
Vefnaðarvörudeild
Böroin og peningarnir
Við höldum áfram að ræða um börnin og pening-
ana og vísast til teggja fyrri dálka um þetta sama
efni, þ. e. í tölublöðunum frá 5. og 10. jan. sl.
Að greiða vinnu í heimilinu.
Við höfum áður rætt um vikupeninga barnsins og
því verið haldið fram, að heppilegt væri, að börn
fái fastákveðna upphæð vikulega til eigin nota og
ráðstöfunar. Höfundar bókarinnar ,,Börn og pen-
ingar“ telja, að þessi í’áðstöfun hafi tvímælalaust
uppeldislegt gildi, þótt hún sé að vísu ýmsum tak-
mörkunum háð. Með vikupeningunum lærir barnið,
hvað hægt sé að kaupa fyrir peninga, og sum þeirra
munu læra að kaupa skynsamlega. Ef vel tekst má
einnig vera, að barnið læri að spara. En vikupening-
arnir gefa því enga hugmynd um það erfiði, kunn-
áttu eða aðra hæfileika, sem þurfti til þess að afla
peninganna. Hvernig og hvenær á barnið að kynn-
ast því? Um það atriði segir bókarhöfundur:
„Oft er nauðsynlegt að haga því svo til, að barn-
ið geti fengið eitthvað að gera í heimilinu, sem það á
skilið þóknun fyrir. Vitanlega ber barninu ekki
nein peningagi’eiðsla fyrir að hjálpa til við hin
venjulegu heimilisstörf. Að þurrka diska, búa um
rúm og bursta skó, eru verkefni fyrir börnin, þegar
þau hafa aldur til þess. Það getur engan veginn tal-
izt rétt, að gera þátttöku barnsins í þessum sameig-
inlegu þörfum heimilisins að vinnu, sem það eigi
skilið að fá þóknun fyrir. Það væri rangt bæði gagn-
vart barninu og móðurinni. Slíkt fyrirkomulag
myndi sundra þeirri heild, sem heimilið á að vera.
Það liefur ákveðnar siðferðisskyldur að vera
meðlimur fjölskyldunnar, eins og það í’aunar hefur
í séi’hverri félagsheild. Aðrar skyldur tökum við að
okkur gegn þóknun. Það er mjög æskilegt, að barn-
ið læri snemma að gera greinarmun á þessum
tvenns konar skyldum. Barninu ber vitanlega engin
þóknun í peningum fyrir að ganga hljóðlega um,
þegar einhver er veikur, eða sefur í næsta herbergi
við það — eða væri rétt að gefa því einn brjóstsyk-
urmola fyrir hverja mínútu, sem það hefur stjórn
á hegðan sinni?
Þegar barnið fer í sendiferðir fyrir einhverja
verzlun, eða ber út blað, á það skilið borgun fyrir
það í hlutfalli við erfiði og tíma, sem það hefir lagt
að mörkum. Hér er ekki um siðferðisskyldur að
ræða, því að með því að leysa slík verk af hendi, er
barnið að fullnægja þætti sinum af gerðum samn-
ingum.
Þetta er mikilvægur munur. Ef foreldrar og börn
gerðu sér hann vel ljósan, væri áreiðanlega hægt að
komast hjá margs konar ruglingi og óþægindum í
sambúð þeirra. Við ætlumst til að fá greiðslu fyrir
vinnu okkar, en við getum ekki ætlast til að fá
gi-eidda peninga fyrir að hafa ynnt af hendi okkar
skerf af siðferðilegum skyldum þeirrar heildar, sem
við tilheyrum.
Ef við greiðum barninu fé fyrir að ynna af hendi
þær skyldur, sem raunverulega hvíla á því sem
fjölskyldumeðlim, gerum við því erfitt fyrir að
skilja rétt samband þess við heildina. Dag nokkurn
kemur Nonni til okkar og segir, að hann vilji heldur
vera laus við að þurrka uppþvottinn, en að fá borg-
un þá, sem hann var vanur að fá fyrir það. Senni-
lega leggur Nonni þó ekki frá sér þurrkuna í þetta
skipti, en hann er ráðinn í því að þui-rka ekki upp-
þvottinn framar, frá deginum í dag að telja. Við
getum krafizt þess, að hann gefi okkur uppsagnar-
frest, en að öðru leyti hefur hann fullan rétt til þess
að segja upp samningi, sem hann telur sér ekki
hagkvæman.
Þegar slíkt kemur fyrir, verða flestir foreldrar
hissa og ráðþrota. Nú er of seint að tala um þakk-
læti, hjálpsemi og siðferðisskyldur. Við höfum sjálf
gert þjónustu Nonna að verzlunarvöru. Við höfum
blandað saman gagnkvæmri hjálpsemi í heimilinu
(Framhald á 7. síðu).