Dagur - 24.01.1951, Qupperneq 6
6
D A G U R
Miðvikudaginn 24. janúar 1951
Viðburðarríkur dagur
Saga eftir Helen Howe.
22. DAGUR.
(Niðurlag).
,-,Það fer nú allt eftir aðstæð-
um,“ sagði Faith, og sér til undr-
unar fann hún, að hún hafði
skemmtun af samtalinu. Sú tíð
er liðin, hugsaði hún, að þessi
kona geti sært mig.
„Ert þú búin að gera þínar á-
ætlanir fyrir sumarið, elskan?"
spurði Dusty, og var nú aftur
kominn á slóðina.
„Ekkert, sem í frásögur er fær-
andi,“ svaraði Faith. „En hvem-
ig er með þig.“
„Ja, Gogo Osterer er búin að
biðja mig að koma með sér til
Reno, en ég hef ekkert ákveðið.
Eg hef tvisvar áður verið í Reno.
Annars er ákaflega unaðslegt um
hverfi þar. Hefur þú komið þang-
að, elskan?
„Nei, ég hef aldrei verið þar.“
„Ef það ætti fyrir þér að liggja
— ég á við, að ef þú færir um
Nevadafylki, láttu mig vita áður,
ég þekki dásamlega skemmtileg-
an stað tíu mílur frá borginni.11
„Þakka þér fyrir, Dusty. Eg
skal muna það.“
„Jæja, ég ætla ekki að tefja
þig. Það var leiðinlegt að þið Eric
gátuð ekki komið í kvöld.“
„Já, mér þykir það leitt, en þú
skilur að við getum það ómögu-
lega. Við vorum búin að ákveða
annað ,og svo er þetta sérstakur
dagur, tíunda brúðkaupsafmælið
okkar.“
„í dag? Segirðu satt? Það er
einkennileg tilviljun.“
„Finnst þér það? Hvert árið
er ekki lengi að líða.“
„Já, satt er það, en samt ein-
kennileg tilviljun að afmælið
skyldi endilega vera í dag — jæja
— góða skemmtun.“
„Þakka þér fyrir. Við skemmt-
um okkur áreiðanlega konung-
lega.“
Faith lagði símann frá sér, og
bros lék um varir hennar. Hún
hafði talað án allrar beiskju, ró-
lega og yfirvegandi, en samt
ákveðið. Henni hafði ekki fund-
izt neitt gaman að því beinlíns,
að ná sér niðri á skrafskjóðunni,
sem hafði búizt við allt öðru. En
hún fann að hún var að öðlast
nýtt viðhorf til lífsins, eftir raun-
ir dagsins.
„Hver var þetta?“ kallaði
Eric.
„Það var Dusty.“
„Hvað vildi hún?“
„Hún bauð okkur í kvöldverð.“
„Hvað sagðir þú?“
„Eg sagði, að við værum að
fara í leikhúsið af því að við héld-
um brúðkaupsdaginn hátíðlegan."
Hún heyrði að hann var tauga-
óstyrkur er hann spurði: „Lang-
ar þig í rauninni í leikhúsið?11
„Já, mig langar."
Hún sá nú sér til mikillar hug-
arhægðar, að hún mundi ekki
þurfa að segja meira en þetta við
hann. Vitaskuld mundu þau .fara
í leikhúsið og skemmta sér vel,
eins og alltaf hafði verið ráðgert.
Rödd Monu skaut upp í endur-
minningunni: „Faith, þú þekkir
ekki örðið.“ Hún gæti hafa sagt
við hana, í fullu öryggi: „Jú, eg
þekki það.“ Og hún sá það rist
stórum stöfum á tjald hugans. Og
það undarlega var, að það var
ekkí hægt að segja orðið, heldur
aðeins lifa merkingu þess: Það
var ást.
Faith gekk inn í herbergið og
staðnæmdist við hlið Erics. Hann
var enn að lesa fyrir Fay, og skær
hlátur barnsins hljómaði um
stofuna.
„Jæja,“ sagði Faith, og röddin
lýsti því að henni fannst tími til
kominn að hann hætti lestrinum.
Eric og Fay horfðu á hana.
„En mamma.... “ Fay ávarpaði
móðuf sína blíðlega. „Þú. mátt
ekki fara strax. Eg þarf að tala
við þig.“
„En e.g hef engan tíma til þess
núna, elskan mín.“.....
„En því komstu svona seint?
Hvar varstu? Þú sagðir í morg-
un, að þú ætalðir að vera heima
seinna partinn."
„Ja, en það fór nú allt svolítið
öðruvísi, og guði sé lof, þrátt
fyrir. allt, að þetta varð ekki
venjulegur dagur.“
„En hvað varstu að gera,
mamma? Hvar varstu?1.1 endur-
tók Fay.
„Æi, eg var bara inni í borg, í
ýmsum snúningum.“
Faith stóð á fætur, leit bros-
andi til mannsins síns og rétti
honum höndina.
Fay fór að hlæja. Og Eric tók
undir. Og á leiðinni út úr her-
berginu litu þau hvort í annars
augu. Tár hrukku niður á vang-
ana.
SÖGULOK.
Bollapör
nýkomin.
Járn- og glervörudeild.
Te-stell
12 manna.
Járn- og glervörudeild.
ÍÞRÓTTIR
Innanfélagsmót K. A.
Innanfélagsmót K. A. hófst að
þessu sinni 7. þ. m. með keppni í
svigi yngri flokka. Fór keppnin
hið betza fram í Búðargili og
voru þátttakendur fjölmargir í
þrem aldursflokkum, komu þar
fram margir mjög efnilegir skíða-
menn, sem ábyggilega eiga eftir
að keppa í framtíðinni, félaginu
og bænum til mikils sóma.
Fyrir áramótin hélt félagið
námskeið fyrir byrjendur í skíða-
íþróttinni og var það ágætlega
sótt, þrátt fyrir slæmar aðstæður
unglinga og skólabarna til að
sækja æfingarnar. I ráði er að á
næstunni verði haldið annað
námskeið með líku sniði.
Úrslit í svigi, yngri fl.:
Flokkur 9 ára og yngri.
1. Friðrik Árnason, 26,1 sek.
2. Hreinn Tómasson, 29,4 sek.
3. Stefán Jónsson, 36,4 sek.
4. Trausti Jónsson, 48,4 sek.
Flokkur 10—12 ára.
1. Skjöldur Tómasson, 27,4 sek.
2. Þráinn Karlsson, 32,4 sek.
3. Eðvarð Jónsson, 33,5 sek.
4. Hörður Sverrisson, 37,6 sek.
5. Sveinn Pálmason, 37,9 sek.
6. Jóhann Sigtryggsson, 39,8 sek.
7. Tómas Sigurjónsson, 40,5 sek.
8. Jón Steindórsson, 44,5 sek.
Flokkur 13—15 ára.
1. Magnús Ólason, 37,4 sek.
2. Sveinn Magnússon, 43,3 sek.
3. Árni Árnason, 44,0 sek.
4. Ingimar Jónsson, 52,7 sek.
tíeðjiianiiband,
úr gulli, tapaðist sunnud.
14. þ. m. á leiðinni írá
Þingvallastræti 18 að Nýja
Bíó. — Finnandi vinsam-
lega beðinn að skila, gegn
fundarlaunum, til
Sigurðar O. BjörnsSonar.
Bifreiðastöðin
STEFNIR si.
Símar 1218 og 1547
Nokkrar kýr
til sölu
Arni Asbjarnarson
Kaupangi
Tvö samliggjandi
herbergi
til leigu í Oddeyrargötu 5.
Leo Sigurðsson
B a r n a v a g n
til sölu í Fjólugötu 15
(niðri).
ílerbergi óskast,
með húsgógnum. — Upp-
lýsingar í Útgerðarfélagi
Akureyringa h. f.
Sími 1592.
Brúnn foli
vetrargamall, tapaðist frá
Sigluvík á Svalbarðs-
strönd í nóv. s. 1. — Vin-
samlegast gerið mér að-
vart, ef lians verður vart.
Steingr. Valdimarsson
Tómar flöskur
keyptar liæzta verði.
Sápuverksm. SJÖFN
Úrarmbönd
>
á dömuúr.
Ásgrímur Albertsson,
gullsmiður. — Sími 1889.
Til sölu:
Borðstofuborð úr eik, 4
stólar og stofuskápur.
Bragi Eiríksson,
Austurbraut G.
Sími 1612.
~ AÐALFUNDUR |
Akureyrardeildar K. E. A.
verður haldinn að Hótel K. E. A. (uppi)
miðvikudaginn 31. janúar og hefst kl. 8.30
síðdegis.
Dagskrá skv. samþykktum félagsins.
Á fundinum verður sýnd kvikmynd af
landbúnaðarstörfum, mjólkurframleiðslu og
mjólkurvinnslu í mjólkursamlagi K. E. A.,
þótt ekki verði um lögmætan aðalfund að
ræða.
Deildarstjórnin.
Tóm sultuglös
Kaupum tóm sultuglös, /2 kílós.
Þurfa að vera með góðu loki og
gúmmí-pakkningu.
Kjötbúð KEA
---- ■ ....- . . >J
AUGLYSING I
nr. 1/1951, frá skömmtunarstjóra
Ákveðið hefir verið, að „skammtur 2, 1951“ (rauður
litur) af núgildandí „Fyrsta skömmtunárseðli 1951“,
skuli vera lögleg innkaupaheimild fyrir 500 grömmum -
af smjöri, frá og með deginum í dag og til aprílloka
1951.
Reykjavik, 16. janúar 1951
Skömmtunarstjóri.
Bændur
Höfum fengið eftirfarandi fóðurvörur:
Amerísk kúafóðurblanda,
Maismjöl,
Hveitiklíð.
Ameríska fóðurblandan er þegar orðin þekkt i flestum
sveiturn landsins vegna gœða og hins lága verðs.
Verzlunin Eyjafjörður h.f.