Dagur - 21.02.1951, Side 4

Dagur - 21.02.1951, Side 4
4 D AG UR Miðvikudaginn 21. fcbrúar 1951 Guðbjörg Guðmuudsdóttir frá Fjósatungu MÍNNING Hinar góðu minningar eru leiðarljós í lífsins vanda, yl- straumur og unaðsgjafi, — perl- ur á festi daganna. Þegar ein- hver hverfur til hinztu hvílu, þá leiðir sársauki eftirsjárinnar okkur á vit hins liðna tíma. Ur mistri horfinna atburða rísa minningamyndirnar, sem hiti til- finninganna gæðir lífi og glæsi- hrag. f þögninni, sem ríkir eftir þann, sem genginn er vaka áhrif, sem snerta líkt og eftirómur hugljúfs lags, þegar jólasálmur- inn hefur verið sunginn til enda. Á lokadag síðustu jóla, lézt, á hinu fornhelga höfuðsetri Norð- lendinga, Hólum í Hjaltadal, Guðbjörg Guðmundsdóttir, ekkja Ingólfs Bjarnarsonar alþingis- rnanns frá Fjósatungu, — hug- Ijúf höfðingskona, sem átti langa og merka lífssögu og lætur eftir sig minningu, sem fegurð heið- ríkjunnar hvílir yfir. Við andlátsfregn Guðbjargar frá Fjósatungu snerti lotning hins hljóða trega djúpan streng í brjóstum Fnjóskdælinga. Hún sat áður á meðal þeirra — í önd- vegi, var til sæmdar hvar sem hún fór. Þeir gjöra sér ljóst, að eftir hina löngu, grónu kynningu eiga þeir henni mikið að þakka, að með henni er til moldar geng- in sú kona, er þeir fá aldrei bætta. Én í hugum þeirra mun ekki slá fölskva á þær minning- ar, sem sköpuðust um eiginleika hennar og æfistarf. Það bregður um þær Ijóma, sem leggur fram 'til hins komandi dags. Eg nefndi Fnjóskdælinga fyrst, sem þá, er urðu snortnir við þau þáttaskil, sem hér hafa átt sér stað, því að við þá deildi Guð- björg Guðmundsdóttir kjörum því nær alla æfi — þeim var hún nátengd í lífi og dauða, en öllum, sem kynntust henni mun verða hún hugstæð og vinum hennar verður hún ógleymanleg. Eg minnist þess, þegar eg kom að Fjósatungu í fyrsta sinn, hve mér fannst fallegt þar og staður- inn vel búinn að húsum og margs konar menningartækjum, sem nú eru algeng og sjálfsögð, en voru þá ekki á hverju strái og sem hinu fimm ára afdalabarni fannst mjög furðuleg. f augum þess var hið stóra, steinsteypta íbúðarhús, sem þá var nýreist, hið mikilfeng iegasta mannvirki og búnaður þess heillandi fagur. Þetta orkaði fast á hugann. En minnisstæðari urðu mér þó móttökur húsbænd- anna og barna þeirra. Hin hlýja vinsemd systkinanna, sem voru sívakandi við að sýna mér um- hverfið og finna alltaf eitthvað nýtt til skemmtunar, höfðings- bragur og nærgætin alúð hús- bóndans, sem var óþreytandi við mæta ósögðum óskum síns ó- framfæra gests og taka tillit til duttlunga hans — og virðuleiki húsfreyjunnar og hið bjarta bros hennar, er hún klappaði á kollinn á mér eða strauk mér þýtt um vanga og kallaði mig „frænku“. Allt þetta varð mér uppspretta hugljúfs fagnaðar, og þegar ég sneri heim úr þessari heimsókn var ég mjög á valdi þeirrar til- finningar, sem nefnd er ættar- stolt. Mér fannst það mikill að- all að eiga aðra eins konu og hús- freyjuna í Fjósatungu í ætt minni. Og eftir þetta var Fjósa- tunguheimilið lengi svipað eins konar ævintýraljóma í vitund minni. Svo liðu árin. Ég kom oft í Fjósatungu, ýmist í hópi glaðra félaga er komu saman til að fá létt af sér oki hversdagsins í ljúf- um leik óbrotinnar skemmtunar, t d. með því að „taka lagið“ eö'; eitthvað þess háttar — eða ég kom þar fáliðuð og þreytt úr heiðnrgöngu eða á leið til he’ð- ar, háð alvöru og ábyrgð. En hversu ólíkt sem viðhorfið var eða aðstæðurnar á hverjum tímu, var húsfreyjan í Fjósatungu ætíð hin sama — æðrulaus og hátt- prúð höfðingskona, — staðföst, með döprum á striðum augna- blikum, glöð með glöðum á góð- um stundum. Hún skyldi æskuna jafn vel sem ellina. Þær fundu báðar yl og öryggi í návist henn- ar. Þetta vitni munu allir bera, sem þekktu hana. —o— . Þar sem vagga Guðbjargar Guðmundsdóttur stóð, eru nú rústir einar. Leið hennar lá úr lágreista býlinu við barm auðn- arinnar til óðalsins undir heið- inni, einnar fegurstu jarðar í Fnjóskadal. Þar lifði hún mörg hamingjurík ár við hlið þess man'ns, sem var fæddur höfðingi og forystumaður. í höndum þeirra varð Fjósatunga höfuðból og eins konar menningarmiðstöð sveitarinnar. Hina.r ýmsu fram- kvæmdir Ingólfs Bjarnarsonar og margvísleg umsvif, sem fylgdu embættisstörfum hans, sköpuðu á heimilinu miklar annir og gest- nauð. Um skeið var Fjósatunga eitthvert gestkvæmasta heimili í dalnum. Mátti segja að um helg- ar á sumrin væru tíðum farnar þangað hópferðir af frændum og vinum fjölskyldunnar og ýmsum, sem fýsti að kynnast heimilinu og sjá umhorfið. Margir áttu er- indi við húsbóndann. Til hans lágu gagnvegir góðkunningja og einnig ýmissa þeirra, sem áttu örðuga sókn og stóðu höllum fæti í baráttunni fyrir brauðinu. Staða hans og áhrif persónuleikans gjörðu horium kleyft að veita uppörvun og öryggi og leiða mörg sundurleit mál til sigurs. Eiginkonan var honum sam- hent í starfi og skapaði það heim- ili er reyndist honum hlýtt frið- arvé, þegar hann kom þreyttur heim utan úr stormum umsvifa og átaka. Mun það hafa verið metið og þakkað heilum huga. — í Fjósatungu var, einkum framan af árum margt vistráðið fólk, og fólk, sem átti þar athvarf með einhverjum hætti. Verka- menn voru þar tíðum um lengri eða skemmri tíma og á sumrin dvöldu þar jaínan börn og ung- lingar úr kaupslað — fleiri eða færri. Nutu þau fósturbörn mik- ils ástríkis húsbændanna og mörg þeirra urðu tryggir vinir fjölskyldunnar. Það lætur að lík- um að vinnudagur húsfreyjunn- ar í Fjósatungu hafi oft verið langur og hún gengið þreytt til hvílu. En hún mætti önn og vanda með víðsýni og þreki, svo að vakan á verði skyldunnar varð henni gleði og þroskagjafi. Hún leitaði ekki auðnunnar í ys umheimsins, — hún fann hana í yl eigin arins. Á þeim löngu tímamótum, sem Ingólfur í Fjósatungu var fjarvistum vegna hinna mörgu opinberu starfa, sem hann hafði á hendi, reyndi mjög á þrek og hæfileika hús- freyjunnar að stjórna hinu stóra heimili. En hún var þeim vanda vaxin. Hafði líka oft á að skipa góðu fólki, sem skildi hlutverk sitt og virti hag og heiður heim- ilisins. Þann þegnskap mat hún mikils, eins og allt, sem átti sér innra gildi. Guðbjörg Guðmundsdóttir var samgróin sveitalífinu. Hún unni hinu heilbrigða starfi, fegurð náttúrunnar og gróðri jarðar — og nær alla ævi mikill dýravinur. Lét hún greinilega í ljós, að henni þætti mikill ljóður á ráði þeirra manna^gem sýndu málleysingj- um og öðrum minnf háttar — miskunnarleysi. Leit hún svo á, að með því ynnu þeir til stórrar sektar. Mat Guðbjargar á mönn- um og málefnum var borið upp af heitum tilfinningum og ríkri réttlætiskennd, en jafnframt af víðsýni og gjörhygli. Það var hreint en ákveðið, svo að því varð ekki haggað. Lífsskoðun hennar var heilbrigð — frjáls, skaphöfnin heil, hjartað hlýtt. Ovandlega unnin verk, hálfsnör, hæpin rök, yfirborðsháttur og alvöruleysi var henni skapraun. Allt hennar líf var andsvar við öllu þvílíku. Guðbjörg Guðmundsdóttir var einlæg trúkona, frjálslynd og víðsýn. Hún vissi að hönd guðs heldur ljóskyndli kærleikans jafn hátt yfir sorgum mannanna, sem sælu þeirra, hún trúði að sérhver mannssál ætti sér varanleg vaxt- arskilyrði og ’ eilífa tilveru. Sú fagnaðarríka fullvissa gaf sólar- sýn yfir lífið — og yfir dauðann. Guðbjörg var bókhneigð og las mikið, einkum á efri árum, en aðeins góðar bækur urðu vinir hennai'. Einnig þar var smekkur- inn næmur og matið óbrotgjarnt. Hún var og góður útvarpshlust- andi, hafði ríka ánægju af mörgu, sem útvarpið flutti og skarpa dómgreind um það, og fram til hins síðasta fygldist hún vel með þeim málum, sem voru efst á baugi á hverjum tíma og ræddi um þau af áhuga og háttvísi. — Guðbjörg hafði mikla og fagra söngrödd og var áratugum saman áhrifamikill þátttakandi í kirkju- söngnum á Illugastöðum. Ög þegar lagið var tekið þar, sem Guðbjörg var nálæg, var hún sjálfkjörin í lið með þeim, sem „leiddu sönginn“. Þessi guðsgjöf — söngröddin — entist henni til síðustu ára. Guðbjörg Guðmundsdóttir vakti eftirtekt, hvar sem hún fór. Hún var hin virðulegasta kona. Vöxturinn var þreklegur, andlit- ið frítt, svipurinn fastur, en hreinn og iðulega lýstur upp af brosmildri hlýju. Yfir fasi og framkomu hvíldi gerðarþokki, sem ekki. gleymdist. —o— Vorið 1936 andaðist Ingólfur Bjarnarson. Það var þungt áfall fyrir Fjósatunguheimilið. Þá stóð húsfreyjan í erfiðum sporum. En æðruorð mælti hún ekki. Hún óx við eldskírn reynslunnar, — þessarar og sérhverrar annarrar, sem hún gekk í gegnum. Þau gátu vel átt við um Guðbjörgu þessi frægu vísuorð sr. Matthías- ar: „Lét ei glys né böl sig blekkja beint hún gekk og veik ei spönn meyja, kona, aldin ekkja, upplitsdjöf og prúð og sönn. Víðar en í siklings sölum svanna fas er prýði glæst. Mörg í vorum djúpu dölum drottning hefur bónda bæzt.“ Guðbjörg Guðmundsdóttir bjó í Fjósatungu með börnum sínum til ársins 1945, er hún kvaddi óð- al og ættbyggð og fluttist vestur að Hólum í Hjaltadal til dóttur sinnar og tengdasonar. Áreiðan- lega hefur sú kveðjustund kostað hana mikið, en enginn sá henni bregða, þá fremur en áður. Hik- laus og sterk gekk hún til móts við örlög sín. Og það var vitað, að þrátt fyrir djúp fjailægðarinnar varð hún aldrei viðskila við dal- inn sinn, né þá, sem þar bjuggu. Hún lifði þar áfram — í anda. Áhrif endurminninganna urðu arinn hennar á kvöldi æfinnar. Og nú er húsfreyjan frá Fjósa- tungu komin heim — í dalinn, sem fóstraði hana við brjóst sín í gegnum blítt og strítt, þar sem hún lúðist og hvíldist, leið og naut um langa æfi og átti geymd- ar sínar helgustu minningar. Hlýjar hendur þeirra manna, sem bera einlæga virðingu fyrir minningu hennar, lögðu hana til hvíldar við hlið þess manns, sem hún unni og dáði út yfir gröf og dauða. í litlu kirkjunni, sem var henni helgidómur, jafnt á sælu- sem sorgarstundum var hún kvödd hinztu kveðju. Frá orgel- inu, sem hin bjarta og fagra rödd hennar hafði svo oft tekið undir við í tjáning lofsöngvanna til guðs, — ómaði kveðjulagið ang- urblítt út í hina djúpu kyrrð dalsins hennar. Bundinn af valdi vetrarins vefur hann hana svöl- um örmum. En yfir svip hans hvílir hreinleiki hins stjörnu- bjarta himins, og ekkert rekkju- lín er hreinna, né mýkra en mjöllin, þegar hún breiðist yfir — björt og ósnortin. Og þegar vorsins nýtur, þegar sólin vermir, skógurinn angar og andvarinn líðui' um blómskreytta heiðina, þá er faðmur fjallanna AðalheiSur Níelsdótiir 25 ára starfsafmæli Aðalheiður Níelsdóttir, hús- freyja og ljósmóðir að Leifshús- um á Svalbarðsströnd átti nýlega 25 ára afmæli sem starfandi ljós- móðir á Svalbarðsströnd. Minnt- ust sveitungar þennar afmælis- ins með veglegu samsæti í Skóla- húsi hreppsins, 10. febr. s. 1. — Ræður fluttu fyrir minni afmæl- isbarnsins: Jón Laxdal, Benedikt Baldvinsson, Sigurlaug Jónsdótt- ir, séra Þorvarður Þormar og Jóhannes Laxdal. Þá fluttu frumsamin kvæði, þeir Jón Bjarnason og Jónatan Bene- diktsson. Einnig barst kvæði frá Kristjáni Jónssyni frá Kjarna. — Milli ræðuhalda var sungið, und- ir stjórn Finns Kristjánssonar kaupfélagsstjóra. Afmælisbarn- inu var afhentur að gjöf veglegur lampi, með silfurskildi, er í var letrað nafn eiganda og tilefni gjafar. Þá færði Ásta Sigmars- dóttir, fyrir hönd barna þeirra, er hún hafði tekið á móti, fagurt silfurhálsmen. Þakkaði Ijósmóð- ii'in vinarhug og -góðar gjafir og óskaði sveitungum sínum og Svalbarðsströnd allra heilla. Einn ig þakkaði Sigurjón Valdimars- son þann heiður, sem sér og konu sinni væri sýndur með sam- kvæmi þessu. Veitt var af mikilli rausn og dans stíginn til kl. 4 um nóttina. Mikill mannfjöldi sótti hóf þetta. Eins og fyrr segir hefur Aðal- heiður Níelsdóttir verið ljósmóðir á Svalbarðsströnd í fullan aldar- fjórðung og á þeim tíma tekið á móti 130 börnum, þar af 4 utan héraðsins. Hefur hún með starfi áunnið sér traust og virðingu allra þeirra, er henni hafa kynnzt. í I) á ð * 2—3 herbergi, óskast til leigu frá 1. eða 14. maí n. k. — Kaup geta komið til Afgr. vísar á. fylltur unaði, sem er í samræmi við minningu hennar. Sé hún um eilífð blessuð. Jórunn Ólafsdóttir, Sörlastöðum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.