Dagur - 21.02.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 21.02.1951, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 21. febrúar 1951 D AGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Hernaðaráætlun Alþýðusambandsins AÐALMÁLGAGN Alþýðuflokksins á íslandi sagði glaðhlakkalega frá því, með stórum fyrir- sögnum nú á dögunum, að stjórn Aiþýðusambands íslands hefði hvatt verklýðsfélögin um land allt til þess að segja upp kaupsamningum til þess að tryggja sér mánaðarlega kauphækkun samkvæmt dýrtíðarvísitolu á hverjum tíma. Nú er af sú tíð, er forustumönnum Alþýðuflokksins þótti ganga „glæpi“ næst ,að krefjast hærra kaups af atvinnu- vegunum en þeir fá risið undir. Nú er það gleymt, að á einni tíð þótti þessum flokki og forustumönn- um hans það hið mesta snjallræði að binda kaup- gjaldið við 300 stiga vísitölu, enda þótt verðlagið klifraði hátt upp fyrir þá tölu. En þegar þetta þóttu sjálfsagðir hlutir, voru Alþýðuflokksforin'gj - arnir í ríkisstjórn og áttu að sjá til þess að at- vinnuvegirnir stöðvuðust ekki og að sæmileg at- vinnuskilyrði væru í landinu. Þessi forsaga sýnir allvel hv'ersu vel fór á því, er Alþýðublaðið hlakk- aði yfir þeirri ákvörðun Alþýðusambandsstjórn- arinnar, að hvetja til uppsagna á kaupsamningum, en að öðru leyti skipta viðbrögð Alþýðuflokksfor- ingjanna ekki miklu máli, svo áhrifalaus, sem flokkurinn er orðinn í landinu. En hitt verður að teljast til tíðinda, er Alþýðusamband Islands skrif- ar verklýðsfélögunum bréf, þar sem það reynir fyrir sitt leyti að marka fjárhagsþróunina í land- inu á næstu mánuðum. Og stefna Alþýðusam- bandsstjórnarinnar er, samkvæmt bréfi þessu, annað tveggja stórfellt atvinnuleysi eða ný geng- islækkun. Afleiðing nýrrar kauphækkunarbaráttu getur ekki orðið* önnur við óbreyttar kringum- stæður. Þess er að vænta að verklýðsfélögin al- mennt geri sér ljósa grein fyrir því, hvert er stefnt með því að hefja á ný kapphlaup kaupgjalds og verðlags. Mætti ætla að þau hefðu lært nokkuð af „kjarabóta“-baráttu liðinna ára, sem fengist hef- ur fram með svipaðri baráttu og nú er ráðgerð, og er vonandi að verkamenn sjálfir geri það upp hver hjá sér, hve mörgum krónum hún hefur skilað þeim, þegar öll kurl koma til grafar. ÞAÐ ER ALÞJÓÐ KUNNUGT, og hefur veiið eitt helztar úrlausnarefni þings og stjórnar að undanförnu, að atvinnuvegirnir bera naumast þann tilkostnað, sem nú er á þá lagður. Nýjar kröfur á hendur þeim hljóta því að hafa alvar- legar afleiðingar. Það liggur ljóst fyrir, að ef reksturskostnaður útgerðarinnar vex frá því, sem nú er, koma fram nýjar kröfur um stuðning, gjald- eyrisfríðindi eða annað, sem kemur niður á hækk- uðu verðlagi vöru og þjónustu í landinu. Yfirvof- andi rekstursstöðvun útgerðarinnar yrði mætt með svipuðum aðferðum og hingað til hefur verið beitt — og var m. a. beitt meðan Alþýðuflokks- menn sátu í stjórn — þ. e. með tilfærzlu tekna frá almenningi til útgerðarinnar eða með öðrum orð- um: gengislækkun í einhverju formi. Þetta hljóta allir hugsandi menn að sjá og viðurkenna. Tekjur þjóðarinnar af framleiðslunni vaxa ekki, þótt verklýðsfélög knýji fram „kjarabætur“ í krónutali. Miklu líklegra er, að slíkar aðgerðir verði til að minnka framleiðsluna og þar með þau verðmæti, sem þjóðarbúið hefur til skipta handa þegnunum hverju sinni. Afleiðing slíkrar stefnu yrði óhjákvæmilega stóraukin dýrtíð, sem mundi gleypa „kjara- bæturnar" og ríflega það, og síð- an atvinnuleysi og örbi’rgð. Ætla mætti, að búið væri að leika Dennan leik svo oft í þjóðfélag- inu á undanförnum árum, að menn þekktu verkanir hans. — Verkamenn þekkja þær áreiðan- lega nú orðið, enda þótt óvíst sé, að vellaunaðir forstjórar í for- ingjaráði Alþýðuflokksins hafi Durft að lækká lifistandard sinn vegna fjármálastefnunnar, enn sem komið er, en röðin kemur einhvern tíma að þeim, ef aldrei er snúið við á þessari óheilla- braut. KAUPKRÖFUBARÁTTA nú með vordögunum mundi óhjá- kvæmilega valda reksturstrufl- unum við sjávarsíðuna og verða til þess að minnka framleiðsluaf- köst þjóðarinnar í heild og mögu- leika hennar til sæmilegra lífs- kjara. Það er gagnslaust, þegar svona er komið, að samþykkja háa launastiga og kauptaxta. Þeir hafa ekkert raunverulegt gildi lengur. Þjóðarbúið siglir þá hraðbyri til fjárhagslegrar upp- lausnar og gjaldþrots. Enn sem komið er hafa verklýðsfélögin ekki sagt upp kaupsamningum neins staðar, þar sem til hefur frétzt. Áður en verkamenn hverfa að því ráði, ættu þeir að hugleiða, hvaða stefnu Alþýðusmabands- stjórnin er að hvetja þá til að taka. Það er sama „kjarabóta” stefnan, sem uppi hefur verið með þjóðinni síðustu árin, og hefur nú leitt hana út í fjárhags- lega ófæru. Alþýðusambandið er ekki með bréfi sínu að hefja baráttu fyrir bættu skipulagi framleiðslunnar, það er ekki að leggja á ráðin um að verkalýðs- félögin ausi úr neinum nægta- brunni auðs og sældar. Það er að hvetja til einhliða kauphækk- unarbaráttu og aukinna var.d- ræða fyrir atvinnuveg, sem raun- verulega er kominn á ríkisfram- færi. Vonandi sjá verkamenn það, áður en um seinan, að vísitölu- vísindi Alþýðusambandsstjórnar- innar og Alþýðuflokksfor- ingjanna eru gjörningaþoka, sem í bráðina byrgir útsýn til gapandi gljúfurs gjaldþrots, atvinnu- leysis og eymdar. Það er lífs- nauðsyn fyrir þjóðina að taka upp baráttu fyrir auknu verð- gildi peninganna í stað þess að keppast í sífellu við að hraða verðfalli þeirra. Nokkrir góðir réttir í síðasta tölublaði ræddum við um mataráhyggj- ur húsfreyjunnar og bentum á leið til þess að losna við. stöðug heilabrot um mat morgundagsins Hér birtast nokkrar uppskriftir af góðum réttum, sem geta e. t. v. hjálpað til að gera matseðil vikunnar fjölbreyttari. Lifrarbúðingur. 2—300 gr. lifur. — 80 gr. kartöflur. — 1 bolli brauðmylsna. — 3 matsk. laukur. — 3 bollar mjólk. — Salt. — Pipar. Lifrin er þvegin og látin liggja í vatni í nokkrar mínútur. Síðan er hún hökkuð með hráum kartöfl- unum og lauknum. Brauðmylsna er lögð í bleyti í mjólkinni. Öllu blandað saman og kryddað eftir smekk. Sett í smurt mót. Bakað inni í ofni í 3/4 klst. Borið fram bæði heitt og kalt, með hvítkálssalati eða einhverjum grænmetisjafningi. Þetta er ódýr- réttur en góður. Lifrin í þessa uppskrift kostar um kr. 3.75. Smásíld í ofni. FOKDREIFAR Varhugaverð ráðstöfun. í BRÉFI frá K. L., sem blaðinu hefur borizt, segir svo m. a.: ,,Eg hef lesið í sunnanblöðunum og heyrt í útvarpi, að þingmenn eru að hugsa um að gera þá breyt- ingu á bifreiðalögunum, að leyfa 17 ára unglingum að fá bifreiða- stjóraréttindi, í stað þess að ald- urstakmarkið er nú 18 ár. Eg verð að segja það, að mér finnst þessi ráðstöfun mjög svo var- hugaverð, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Hvergi í nálægum löndum mun aldurstakmarkið vera lægra en 18 ár, enda mun hvarvetna vera talið að korn- ungir menn hafi ekki til að bera dómgreind á við fullorðna menn og aki því oft óvarlega og auki slysahættu. Er og sjón sögu rík- ari hér á okkar landi. Munu margir kannast við að hafa séð 18 ára unglinga, rétt sloppna frá ökuprófinu, aka hratt og óvar- lega. Mér skilzt að ráðstöfun þessi sé ráðgerð með tilliti til sveitaunglinga, svo að þeir geti ekið jeppum. Vel má vera, að nokkur þörf sé að láta 17 ára ungmenni aka jeppum í sveitum, en sú þörf getur naumast verið svo brýn, að hún réttlæti það, að 17 ára stráklingum sé sleppt lausum með bíla í umferð bæj- anna og á fjölförnustu þjóðveg- um, eða hvort vilja þingmenn þeir, sem þetta mál flytja, taka ábyrgð á þeim?Er þó raunarhætt við að pundið í ábyrgð þeirra verði létt, eftir að slys hefur borið að höndum. Vonandi verð- ur mál þetta kveðið niður og mættu slysavarnadeildirnar gjarn an láta í ljósi álit sitt á þessu óráðsmáli.“ ÞANNIG FARAST bréfritar- anum orð um þetta mál. Blaðinu er ekki kunnugt um, hver urðu afdrif málsins á þingi, hvort það hefur verið afgreitt, eða hvort það er enn til meðferðar í þing- sölunum. Væri gott að fá það upplýst, en satt bezt að segja, er stundum ærið erfitt að fá að vita, hvað gerist á hinu háa Alþingi og er fréttaþjónústa stofnunarinnar lakari en að viðunandi sé. En um málefni það, er bréfritarinn ræðir um, er það að segja af blaðsins hálfu, að það er honum sam- dóma og telur fyrirhugaða breyt- ingu á bifreiðalögunum hið mesta óráð og raunar furðulegt að til- laga um slíkt skuli hafa komið fram á Alþingi. Það er sjálfsagt að tekið sé tillit til einstakra stétta og starfshópa þjóðfélagsins í þeirri virðulegu stofnun, eftir því sem unnt er og réttmætt má kalla ,en slíkt má ekki gera á kostnað öryggis ananrra og fyr- irhuguð breyting bifreiðalaganna gengur þar lengra en sæmilegt má kalla. Veðrið og klæðnaðurinn. MÉR VARÐ HUGSAÐ til þess í stórhríðinni í gær, þegar eg var að reyna að hemja hattkúfinn á höfðinu í norðan rokinu, að hér fyrr á árum, þótti enginn maður með mönnum, scm ekki átti skrautlega loðhúfu til að setja upp, þegar hann blés á norðan. Góðborgararnir í gamla daga gengu um með svartar, gljáandi loðhúfur, nokkurs konar kós- akkahúfur, og þetta var í senn virðulegur höfuðbúnaður og hentugur í íslenzkri vetrarveðr- áttu. Nú sjást þessar húfur aldr- ei. Skinnhúfurnar, sem hér hafa fengist, eru sterkar, en ekki klæðlegar, og standa gömlu húf- unum langt að baki hvað útlit snertir. Menn setja þær heldur ekki upp nema í aftökum, og oft má sjá góðborgarana brjótast milli húsa með hendina á hattin- um, sem aldrei var til þess ætl- aður að skýla neinum í íslenzkri stórhríð. Nú hin síðari ár hefur sú tízka rutt sér til rúms, að klæðast úlpum, með hettum, að amerískum herramannasið. Þetta er hentugui' búningur hér að vetrarlagi, líklega hentugri en vetrarfrakkar að gömlum sið, en gallinn er bara sá, að góðar úlp- ur fást sjaldan og þau innlendu fyrirtæki, sem flíkur þessar búa (Framh. á 11 síðu) Smásíld er ágætt að steikja í ofni. Það er gert á eftirfarandi hátt: Hausinn er skorinn af síldinni og innyflin dregin út um leið. Síldin er þvegin vel og síðan látin liggja 10 mín. í saltvatni. Þurrkuð vel með hreinum klút. Örlitlu af salti stráð yfir hana. Ofnskúffan er smurð, og síldunum raðað í hana oannig, að hryggurinn vísi upp. Ein eggjahvíta og örlítið af bræddu smjöri er hrært saman. Með þessu er penslað yfir síldina og brauðmylsnu stráð yfir. (Kexmylsná sérstaklega góð). Ofninn á að vera vel heitur, þegar skúffan er sett inn í. Síldin er steikt eftir 10 til 15 mín. Hafrasúpa. með saft. 8 dl. vatn. — 11. mjólk. — 1 bolli hafragrjón. — 1 bolli sæt saft. — 1 teskeið salt. ■—Sykur. Hafragrjónin eru soðin í vatninu í nokkrar mín- útur. Mjólkin sett í og suðan Játin koma upp. Rétt áður en borðað er, er saftin sett í. Karamellugrautur. ÍV\ bolli sykur. — 2/4 bolli sjóðandi vatn. — 1 lítri mjólk. — 4 matsk. kartöflumjöl. — Vanilla. Sykurinn er settur á pönnu og bræddur. Þegar hann er orðinn ljósbrúnn, er vatninu hellt saman við. Kartöflumjölið er sett í mjólkina og sett í pott og hitað. Þegar það er orðið nokkuð heitt, er hin- um brædda sykri hellt saman við. Látið sjóða þar til grauturinn er hæfilega þykkur. Vanilla eftir smekk. Hellt' í skál og látið kólna. Borðað með mjólk út á. Síminn og sjúkdómshættan. Margir gleyma því, að það er þörf á að þrífa sím- ann vel, því að trektin, sem talað er í, er tilvalinn samastaður fyrir bakteríur, og margir nota símann og smithætta getur því verið allveruleg. í Banda- ríkjunum senda símfélögin menn til símnotenda með vissu millibili, og eru þeir látnir sótthreinsa símatækin. Þetta þyrfti símaþjónustan íslenzka að láta gera líka. En á meðan við bíðum eftir því, er rétt að minna húsmæðurnar á símann. Gott er að þreinsa hann þannig: Blandið saman 125 gr. brennsluspritt og 15 gr. formalín, vætið klút í upplausninni og þvo- ið símatrektina vandlega. Með þessum hætti má kemískhreinsa símann, og á hann að vera smitfrí á eftir. Auk þess gljáir hann miklu bet- ur en áður!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.