Dagur


Dagur - 07.03.1951, Qupperneq 1

Dagur - 07.03.1951, Qupperneq 1
Akureyringar! Áskrift að DEGI er nauðsyn fyrir hvert heimili. Hringið í síma 1166. Dagu DAGUR er eina blaðið á land- inu, sem flytur fastan búnað- arþátt. — Bændur! Gerizt áskrifendur! XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 7. marz 1951 / 10. tbl. Stóra Mðan úr ,Harðbak Myndin er af stærstu lúðu, sem landað hefur verið um langan aldur í Grimsby, segir blaðið Evening Telegraph þar í borg. Lúðan kom upp úr togaranum Harðbak, sem landaði þar 17. febrúar síðastl. — Hún vóg 232 kíló og fyrir iiana iengust 40 sterlingspund. Pólverjar æfla að heimfa 300 milljón króna skaft af Norður- löndunum þremur Pólsk kol eru nú helmingi dýrari en amerísk kol Hinn 1. marz sl. átti að ganga í gildi nýtt útflutningsverð á pólskum kolum hjá ríkisfyrirtæki því, er hefur einkasölu á kolun- um, segir í dönskum blöðum nú um mánaðamótin. Hið nýja verð er um 40 dönsk- um kr .hærra pr. tonn en gamla verðið, eða rösklegá 90 ísl. krón- um hærra, og gerir pólsku kolin helmingi dýrari í Danmörku og Svíþjóð en bandarísk kol. Stjórnarskipti í Framsóknarfclagi Akureyrar Aðalfundur Frainsóknarfélags Akureyrar var haldinn að Hótel KEA s. 1. föstudagskvöld og var fundurinn allvel sóttur. Marteinn Sigurðsson formaður fclagsins lýsti því yfir, að stjórnin, sem setið hefur mörg undanfarin ár, óskaði mjög eindregið eftir að fá lausn, og varð fundurinn við þciin óskum og kaus nýja stjórn í félaginu. Er hún skipuð þessum mönnum: Jóhann Frímann skóla- stjóri, formaður, Árni Björnsson, ritari, Guðmundur Blöndal verzl- unarm., gjaldkeri, meðstjórnend- ur Jón Oddsson húsgagnameistari og Haukur Snorrason ritstjóri. f fulltrúaráð: Guðm. Guðlaugss., Jakob Frímannss., Kristinn Guð- mundss., Þorst. M Jónss., Mart. Sigurðss., Tómas Árnas., Þorst. Davíðss., Eiríkur Sigurðss., Bryn- jólíur Sveinss., Óíafur Magr.úss. og Kristófer Vilhjólmsson. Danir, Norðmenn og Svíar telja ákvörðun Pólverja um hina gífurlegu verðhækkun kolanna aðeins tilraun til að græða á kuldanum og eldsneytisvandræð- unum og hafa innflytjendasam- bönd þessara landa þriggja sení pólsku ríkiseinkasölunni harðorð mptmæli út af þessari ákvörðun og er þar bent á að þarna sé gerð tilraun til að skattleggja þessi þrjú lönd um 300 milljónir kr. Stórfelld kolakaup í Bandaríkjunum. Sænskir innflytjendur hafa þegar keypt 500 þús. lestir kola í Bandaríkjuhum, og samkv. frá- sögn Social Demokraten í febrú- arlok, eru danskir kolakaup- menn að gera svipaðar ráðstaf- anir. Til athugunar er, segir blað- ið, að Norðurlöndin þrjú kaupi kol í stórum stíl í félagi í Banda- ríkjunum, til þess að sæta beztu kjörum og minnka kostnað við innkaup og flutning. Er hentara fyrir íslcndinga að kaupa amerísk kol? ísland hefur að undanförnu keypt kol í Póllandi og er.u þau mjög dýr og hafa sífellt farið hækkandi. Samkvæmt þessum fregnum hefur innkaupverðið eftir 1. marz enn hækkað um ca. 90 krónur. Sýnist því eðlilegt að íslendingar leiti annað til kola- kaupa, ef þess er kostur. Ættu amerísk kol að geta orðið ódýrari hér eins og í Skandinavíu. Sýnist sjálfsagt að þetta mál sé athugað hið allra fyrsta. Rafveifa Ákureyrar tekur 3,2 millj. kr. erlent lán fil endurhota á rafmagnskeafinu Rafsitagnsverkfræðmgur verður ráð- inn bingað að rafveiiunni Bandaríkjamenn óttast fallhlífaliðs- árás á Island Eitt víðlesnasta blað verald- ar, ameríska tímaritið Life, birtir hinn 12. febrúar grein um Ioftvarnir Bandaríkjanna og hugsanlegar loftárásir á helztu borgir þar í landi. f greininni kemur skýrt fram, svo og af teikningum og skýr- ingarmyndum, að Bandaríkja- menn óttast fallhlífaliðsárás Rússa á ísland og Alaska og bcndir ritið á, að frá þessum löndum megi ná til allra Bandaríkjanna á flugvélum. Þessi grein hins ameríska tímarits, sýnir Ijóst, að vestan hafs óttast menn meira um öryggi íslands, en íslenzkir valdamenn, sem virðast una því allvel, að landið er óvarið með öllu og opið hvaða land- ræningja, sem er, ef hann hefur nokkruin liðstyrk á að skipa. Þögnin hér heima um öryggismálin er orðin löng, og óviðunandi með öllu. manns sottu fuglasýninguna Fuglasýningunni í Barnaskól- anum lauk á sunnudagskvöld og höfðu þá um 4000 manns skoðað sýninguna og mun þetta vera fjölsóttasta sýning, sem haldin hefur verið hér í bæ, enda skemmtileg og athyglisverð. Hef- ur sýningin orðið öllum, er að henni stóðu, til hins mesta sóma. Á aukabæjarstjórnarfundi sl. mánudag var samþykkt að sæta tilboði um 3,2 millj. króna lán í Danmörku til kaupa á ýmsum efnivörum til Rafveitimnar, og fela Eiríki Briem rafmagnsverk- fræðingi hjá Rafveitum ríkisins umboð til þess að ganga frá lán- tökunni og pöntun á efni til inn- anbæjarkerfisins, sem kaupa á fyrir þetta fé. Lán þetta er til fimm ára og þarf ríkisábyrgð fyrir nauðsyn- legum yfirfærzlum. Upplýst var að fjármálaráðherra hefði mælt með því að ábyrgðin yrði veitt, og er málið hjá viðskip’tamálaráðu- neytinu til afgreiðslu. Jarðstrengir og spenni- breytistöðvar. Ætlunin er að verja þessu fé til stórfelldra endurbóta á innan- bæjarkerfinu, til undirbúnings aukinni orkuveitu hingað. Aðal- lega verður keypt jarðstrengir, spennibreytistöðvar og útbúnað- ur í sambandi við þær. Ætlunin er að koma rafmagnsleiðslum, sem nú eru á staurum, í jörðu, a. m. k. í miðhluta bæjarins og það sem til hrekkúr í úthverfunum og jafnframt fjölgá verulega spennu- breytistöðvunum. Vörur þessar verða keyptar hjá þremur dönsk- um firmum, Nordisk Kabel, Titan of Laur. Knudsen. Afgreiðslutími er 13—28 mánuðir. Búizt var við því að gengið mundi frá samning- Skuldabréf Laxárvirkjunar seld fyrir eina og einn fjórða millj. kr. Mjög langt í land að takmarkinu sé náð Um sl. helgi höfðu skuldabréf Laxárvirkjunarinnar selzt fyrir kr. 1.266.600.00 og skortir því mjög mikið á að takmarkinu, sem var 5 millj. króna, sé náð. Horfir óvænlega fyrir vii'kjun- armálið, ef mjög mikið skortir á að innlenda fjármagnið fáist. Lang mest hafði selzt hér á Akureyri, og skiptist salan þann- ig: Hjá Landsbankanum hér 330 þús. kr., Útvegsbankanum 160 þús., Sparisjóði Akureyrar 147 þús., KEA 82 þús., Búnaðarbanka 50 þús., Rafveitunni 44 þús. — í Reykjavík höfðu selzt Laxárbréf fyrir 111 þús. kr. Talsverð þátttaka úti um sveitir. Sums staðar úti um sveitir hef- ur verið talsverð þátttaka í bréfa- kaupum, en annars staðar minni. Utan Akureyrar og Reykjavíkur var salan þessi í gær: Sparisjóður Húsavíkur 45 þús., K. Þ., Húsa- vík, 49 þús., Sparisjóður Aðal- dæla 40 þús., Fnjóskdæla 6 þús., Svarfdæla, 33 þús., Hríseyjar 6 þús., Svalbarðsstrandar 43 þús., Mývetninga 20 þús., Kinnunga 63 þús., Glæsibæjarhrepps 13 þús. í sumum hreppum er enn engin eða nær engin sala. um um lántökuna og kaup á þess- um vörum nú í þessari viku. Rafmagnsverkfræðingur ráðinn. Á þessum sama bæjarstjórnar- fundi var samþykkt fundargerð rafveitustjórnar um að ráða að Rafveitu Akureyrar rafmagns- verkfræðing, vegna mikillar aukningar á bæjarkerfinu og annarra vaxandi framkvæmda í raforkumálum. Ákveðið var að auglýsa starfið laust til umsókn- ar, með umsóknarfi-esti til 1. apríl næstkomandi. Gott heilsufar - þrátt fyrir inflúensutilfelli Héraðslæknirinn sagði blaðinu í gær, að heilsufar í bænum mætti teljast gott, þrátt fyrir inflúensu- tilfelli. Stingur veikin sér niður hér og þar, en er enginn faraldur enn' sem komið er. Mislingar stinga sér líka niður, en kíghósti ekki. Aðsókn að skólunum er nú að komast í samt lag aftur, t. d. vantaði ekki nema 18 nemendur í tíma í Menntaskólanum á laug- ardaginn. Mjólkursamlag KEA efnir til samkeppni um gerð hliða og brúsa- palla í blaðinu í dag er birt auglýsing frá Mjólkursamlagi KEA, þar sem efnt er til samkeppni um hentugustu gerð hliða við heim- reiðar sveitabýla, og brúsapalla. Er heitið 2000 og 500 kr. verð- verðlaunum fyrir hvort atriði. — Frestur er til 1. maí næstk. Ársliátíð F ramsóknarmanna frestað Árshátíð Framsóknarmanna hér á Akureyri, sem ráðgert var að halda n. k. laugardag, hefur ver- ið frestað um óákveðinn tíma. Ástæðan er sú, að Leikfélagið hugðist hafa frumsýningu á laug- ardaginn. Nú hefur Leikfélagið að vísu aflýst þessari frumsýn- ingu, en of naumur tími var þá til stefnu að undiibúa árshátíð- ina og verður hún því ekki hald- in að sinni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.