Dagur - 07.03.1951, Síða 4

Dagur - 07.03.1951, Síða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 7. marz 1951 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sírai 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. „Miskunnar“- og samvizkulaus fjármálastefna HIN NÝJA SKIPAN á gjaldeyrismálum sjávar- útvegsins, boðskapurinn um frjálsa verzlun — og karp stjórnmálamannanna í útvarpinu í sl. viku — yfirskyggðu að verulegu leyti einn athyglis- verðasta atburðinn á innlendum vettvangi að und- anförnu, en það var boðskapur fjármálaráðherr- ans á Alþingi, að greiðslujöfnuður hefði náðst í ríkisbúskapnum á sl. ári. Þar með er stöðvuð sú þróun, sem ráðið hefur á undanförnum árum, er ríkisstjórnir hafa mætt vaxandi útgjöldum með ávísunum á.Landsbankann, sem engin innstæða var fyrir. Það er illa farið, ef menn hafa ekki áttað sig á þýðingu þessarar tilkynningar. Hún snertir ekki aðeins afkomuhorfur ríkissjóðs sjálfs, eins og margir virðast halda, heldur er hún í beinu sam- bandi við efnahagslega afkomu landsmanna um næstu framtíð. Reynslan er að kenna landsfólkinu þau sannindi, að það er ekki hægt til langframa að láta þegnana græða en ríkið alltaf tapa. Slíkar sjónhverfingar er aðeins hægt að framkvæma í eldhúsdagsumræðum og töframenn Alþýðuflokks- ins geta þar framkallað efnahagsástand, þar sem stórfelldur hallarekstur ríkisins og efnahagsleg velmegun þegnanna haldast í hendur. En þegar kemur til lífsins sjálfs, er annað uppi á teningnum. Þá kemur í ljós, að fjármálastefna ríkisins og efnahagur borgaranna, eru nátengd atriði en ekki hvort öðru óviðkomandi, og að hallarekstur ríkis- ins leiðir til dýrtíðar og fátæktar fyrir alla, en heilbrigður ríkisbúskapur er undirstaða atvinnu- öryggis og framfara. Þetta verður Ijóst, er litið er til reynslu síðustu ára. EITT AF ÞVÍ, sem þjakar atvinnuvegi þjóðfé- lagsins í dag, er lánsfjárskortur. Kommúnistar vilja leysa þann vanda með því að prenta fleiri seðla og svo er nú að sjá, sem Alþýðuflokksfor- ingjar hallist helzt að þeirri lausn málanna. Ein meginástæða til þess, hvemig peningamarkaður- inn er orðinn, er hallarekstur ríkisins og með- fylgjandi skuldasöfnun hjá þjóðbankanum. Fé, sem á eðlilegum tímum hefði greinst til starfs- greina þjóðfélagsins, hefur verið bundið í tap- rekstri ríkissjóðs og fúlgan hefður stækkað ár frá ári með vaxandi þrengingum fyrir atvinnulífið allt. Boðskapur fjármálaráðherrans til þingsins nú á dögunum, leiddi í ljós, að þarna voru orðin þáttaskil. Skuldirnar jukust ekki, reyndist auk heldur unnt að lækka þær aðems. Þarna var merkum áfanga náð, en betur má ef duga skal. Ríkið þarf á þessu og næsta ári, að gréiða upp skuldir sínar við þjóðbankann og losa þannig um peningamarkaðinn, svo að fjármagn geti aftur leit- að til atvinnuveganna með eðlilegum hætti. Þegar ríksibúskapurinn er kominn í það horf, er um leið opnaður möguleiki til þess að lækka skatta og tolla og létta þannig undir með atvinnuvegunum og hinum almenna borgara. Þannig geta ríki og þegnar stefnt að efnahagslegri endurreisn, sem er byggð á traustum grunni. ALLIR ÁBYRGIR þjóðfélagsþegnar fagna því þeim árangri, sem náðst hefur í fjáx-málastjóm ríkisins á sl. ári og vænta þess að framhald verði á þeii-ri stefnu. Er og víst, að stjórnarflokkarnir eru sammála um nauðsyn þess og munu vinna að því af fremsta megni, að skapa hér raunhæfan grundvöll fyrir skatta- og tollalækkun og traust- an efnahag hins almenna borgara. En þessum árangri, sem og öðr- um ráðstöfunum, er miða að jafn- vægi í þjóðarbúskapnum, er stefnt í voða ef sú vei'ður raunin á, að pólitískir spekúlantar geta með vordögunum glapið þjóðina til þess að halda áfram að klifra upp himnastiga dýrtíðarinnar, - í von um að höndla „kjarabætur“ xar uppi í skýjunum, sem við nánaxi athugun reynast þó sjón- hvei-fingar einar. í eldhúsdags- umræðunum geypaði formaður Alþýðufloksins mikið um að flokkur hans mundi gera skyldu sína „miskunnarlaust á ki-ossgöt- um kosninganna". Það fór vel á xví að harrn skyldi nefna kosn- ingar í þessu sambandi, því að tij kosninga einhvei-n tíman í fram- tíðinni stendur hugur þessa flokks allur, en ekki til aðkall- andi vandamála þjóðfélagsins í dag. Kjarabótabarátta Alþýðu- flokksins nú er barátta gegn greiðsluhallalausum ríkisbúskap, gegn rekstursgx'undvelli atvinnu- veganna og gegn sæmilegu at- vinnuöryggi í landinu. Hún er því miskunnarlaus — og sam- vizkulaus líka — gagnVart launa- stéttum landsins. Hún er í ætt við það miskunnarleysi, sem stefnir hersveit út í opinn dauð- ann til dýrðar hei'foringjanum. Slíkur Napóleon vill formaður Alþýðuflokksins nú gjarnan ger- ast, en til þess að vera herforingi þurfa menn að hafa her. Reynsl- an á eftir að sýna, hversu þétt- skipað verður í þeirri fylkingu, sem í vor vill fremja efnahagslegt sjálfsmorð til dýrðar forstjórum Alþýðuflokksins. FOKDREIFAR Einkennilegt áhugaleysi. HÉR f BLAÐINU var nýlega skýi-t frá því, að nokkur hluti hins nýja verksmiðjuhúss Gefj- 'unar væri nú tekið í notkun. Er búið að koma þar fyrir fyrstu nýju vélunum, sem hin endur- byggða verksmiðja fær, en ætl- unin er að búa vex-ksmiðjuna nýjum vélakosti að verulegu leyti. Jafnframt var frá því skýrt, að Gefjun hefði greitt 5,2 millj. króna í vinnulaun á sl. ári, en 219 menn höfðu atvinnu við verk- smiðjuna á árinu, þar af 45 við nýbygginguna. Er haldið áfram að vinna við nýbygginguna á þessu ái'i og munu tölur þessar heldur hafa hækkað en hitt. All- ar þessar upplýsingar voru birtar §amkvæmt heimildum Sambands ísL samvinnufélaga, sem sendi blöðum og útvarpi fréttatilkynn- ingu í tilefni af því, að nokkur hluti nýja verksmiðjuhússins var tekinn í notkun. Sunnanblöðin gátu þessara tíðinda flestöll, en svo undaiiega brá við, að ekkert bæjarblaðanna hér virðist hafa talið ástæðu til þess að geta þess- ara þýðingarmiklu framkvæmda fyrir þetta bæjarfélag og þjóðar- búskapinn í lieild. Þarna eiga þó hlut að máli sömu mennirnir, sem að undanförnu hafa símað það út og suður um land. að „algert at- vinnuleysi“ hafi verið ríkjandi á Akureyri eftir áramótin. Þetta eru blöðin, sem skýrðu frá því með stórum fyrirsögnum um svipað leyti, að helzta aðfei'ðin til þess að bæta úr atvinnuleysi í kaupstaðnum, væri að f jölga í bæjarvinnunni. Tillaga um það þótti hæfilega viðamikil í stórar fyrirsagnir. En aðgerðir sam- vinnusamtakanna til þess að koma ullariðnaðinum á nýjan grundvöll, tryggja hundruðum bæjarmanna fasta og lífvænlega atvinnu og veita hingað miklu fjármagni í sambandi við þennan rekstur, þóttu ekki nægilega merk' tíðindi til fx-ásagnar í svo sem einni smáletursklausu. Ýms- um finnst þetta einkennilegt áhugaleysi. En eins má vel vera, að hér sé ekki áhugaleysi, heldur á:hugi fyrir að binda fyr- ir augu manna og glepja þeim sýn á því, hvaða framkvæmdir hér um slóðir eru þýðingarmestar. En hvernig, sem því er farið, er þögn bæjarblað- anna i sambandi við hinar miklu framkvæmdir SÍS á Gefjun, um- hugsunarefni fyrir alla bæjar- menn, hvar í flokki sem þeir standa. Kálfurinn og kýrin. MORGUNBLAÐIÐ hefur enn ekki upplýst, hvað hefur orðið af aurunum, sem það sagði bæjar- símann í Reykjavík hafa lagt með símanotendum úti á landi. Hér í blaðinu var nýlega frá því skýrt, að a'urar þessir mundu ekki hafa komið til skila. Exxginn maðuv úti á landsbyggðinni kannast við þá, hins vegar þekkja allir símreikn- ingana*og það vináttubragð sím- ans, að skrúfa fyrir línuna þegar aura vántar í kassann. í tilefni af xessum upplýsingum hér í blað- inu kom fram svohljóðandi vé- frétt í Mbl.: „Sjaldan launar kólfur ofbeldi“, (þannig ski'ifað). Véfréttin er óljós. Er hægt að ætlast til þess að kálfurinn þakki fyrir ófbeldið? Hvernig var það framkvæmt? Lagðist kýrin á kálfinn? Raunar er ófrjótt stai'f að velta þessu fyi'ir sér. Skyn- samlegast er, eins og málum er komið, að fara að leita að týnda sjóðnum úr Reykjavík og grýta honum á nasir símarukkaranna, næst þegar þeir koma með mán- aðarreikninginn. Er því verki væri lokið, mundum vér dusta af oss rykið, setja upp spekings- svip og svara Mbl. svo: „Osjaldan launar kálfur ofbeldi“. Færi þá að óvænkast ráð kusu gömlu. Auglýsing um skepnuskap. KOMINFORM-BLAÐIÐ hér á staðnum hefur ráðstafað 70—80 krónum af sjóðum sínum til þess að láta gera myndamót af teikn- ingu eftir Pólverja nokkui-n, og birta þeir árangurinn í blaði sínu 23. febrúar sl. Er þar á ógeðsleg- an og ruddalegan hátt reynt að svívii'ða þjóðfána Bandaríkja- manna, þótt heildarútkoman af birtingunni vei'ði í reyndinni auglýsing á skepnuskap þeirra, sem að þessu verki standa. Kenn- ingar um grimmdaræði Banda- ríkjamanna falla eflaust í góðan jarðveg fyrir austan jái'ntjald, þar sem ríkisstjórnir hafa einka- leyfi á upplýsinga- og fréttaþjón- ustu og geta falsað heimildir að vild sinni og gera það. En íslend- ingar búa við frjálsa fréttaþjón- ustu og hafa auk þess búið í sam- býli við Bandaríkjaher svo árum skiptir. Lygafréttir Kominform ganga því ekki í eyru manna hér um slóðir, þótt kommúnistískir ofstækismenn austan tjalds (Framhald á 7. síðu) Niðursoðinn rjómi Heillaráð fyrir húsfreyjur í sveit. Flestar ykkar kannast eflaust við 'einhvei'jar úr hópi kynsystranna, sem ekki vilja láta öðrum í té uppskriftir sínar eða ráð. Þær lúra á kunnáttu sinni eins og mikilvægu hei-naðarleyndarmáli, og finnst köku-uppskriftin miklu fínni og meira til hennar koma, meðan þær trúa því, að þær séu þær einu, sem eiga hana. Slíkt er óneitanlega smásálarlegur hugsunai'hátt- um og illmögulegt er að koma auga á, að einhver kaka tapi nokkru af smekk sínum eða húsráð gildi sínu, þótt margar konur noti það. Sem betur fer er pó sá hópurinn miklu stærri, sem er fús til þess að miðla öðrum af þekkingu sinni og gera allt til þess að dreifa henni út á meðal almennings. Hér ber fyrst og fremst að nefna húsmæðrakennarana, og hefur ein úr hópi þeirra gefið kvennadálki Dags eftii-farandi húsi'áð, sem sérstaklega er ætlað hús- freyjum í sveit. Norskt húsráð í íslenzkri sveit. Það var ungfrú Steinunn Ingimundardóttir hús- mæðrakennari að Laugalandi, sem sendi kvenna- dálkinum þetta heillaráð með þeim oi'ðum, að það mætti vei'ða sem flestum húsfreyjum í sveitinni til gagns. Ungfi'ú Steinunn stundaði pám í húsmæðra- 'ræðum í Noregi um tveggja ára skeið og tók hús- mæðrakennarapróf við húsmæðraskóla ríkisins að Stabæk. Hún sagði frá því, að á meðan hún hafi dvalið við nám í Noregi ,hafi rjómi verið skammt- aður, og þess vegna hafi oft orðið að safna saman mörgum skömmtum til þess að geta haft nægan rjóma við ýmis meiri háttar tækifæri. Þá var notað xað ráð, að sjóða rjómann niður og gafst það ágæt- lega. Síðan ungfi'ú Steinunn hóf kennslu við Hús- mæðraskólann að Laugalandi, hefur hún komizt í kynni við erfiðleika þá, sem húsfreyjur í sveitinni eiga við að etja, þegar ekki er hægt að koma mjólk- inni í bæinn og alltof mikið safnast saman af henni heima fyrir. Með því að sjóða rjómann niður er hægt að geyma hann um lengri tíma og nota síðan eftir hentugleikum, hvort heldur er til smjörgerðar eða annars. ÞANNIG ER FARIÐ MEÐ RJÓMANN. Rjóminn þarf helzt að vera nýr. Látið suðuna koma upp á rjómanum. Hellið honum heitum á soðna, lieita niðursuðukrukku. Þurrkið vel af opi krukkunnar og lokið henni strax. Skrúfið hringinn ekki alveg fastan á krukkuna. Setjið krukkuna í pott með volgu vatni. Látið vatnið helzt standa jafnhátt og innihald krukkunnar. Sjóðið hana í 1 klst. Kælið fljótt og skrúfið hringinn fastan. Geym- ið krukkuna á köldum stað. Þannig má geyma rjóma í lengri tíma. Hann má nota í alls konar mat, á kökur og í smjör. ★ Eg þykist vita, að mörg húsfreyjan vei'ði fegin að fá þetta ráð einmitt núna, þegar jafn erfiðlega gengur með alla mjólkurflutninga og raun ber vitni um. Kvennadálkurinn hefur góðar vonir um, að fá fleiri hollráð og eitthvað af góðum uppskriftum til birtingar frá ungfrú Steinunni, og hann er henni þakklátur og öllum þeim, sem gefa honum góð ráð eða mataruppskriftir og vilja þannig miðla öðrum af kunnáttu sinni.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.