Dagur


Dagur - 21.03.1951, Qupperneq 4

Dagur - 21.03.1951, Qupperneq 4
4 D A G U K Miðvikudaginn 21. marz 1951 Öldin er hálfnuð: Lifið lil bðka yfir larinn veg Hinn 31. desember síðastliðinn steig þjóðin yfir þröskuld hálfrar aidarinnar.. Á þeirri merkisstundu hefði hún átt að taka skó af fótum sér, í þakklæti til skapara síns, fyrir allar gjafir, alla sigra, sem henni hafa hlotnast þennan nýliðna aldarhelming. Á mörgum sviðum verkefna þjóðarinnar hafa meiri framfarir orðið, þennan aldar- helming, heldur en allan þann tíma samanlagt, sem þjóðin hefur átt tjlveru í landi þessu. Á þessu tímabili hafa ekki dunið yfir nein ógnarár, með langvarandi legum hafíss við strendur landsins eða öskufalli um stór svæði þess. Ef eitthvað sérstakt á að álíta um tíðarfarið þennan aldarhelming, virðist það vera þannig, að vetr- ar hafa verið mildir en vorin köld. En harðærin, tvö undanfar- in ár, hafa aðallega þjarmað norð austurhluta landsins. Síðastliðið sumar er óminnilega vont á því sviði, en óminnileg árgæzka sunnanlands og vestan. Litið til baka. Ef litið er til baka til áranna laust fyrir 1770 til 1784, minnir sagan á ógnarár. Snemma á þeirri öld er búfjáreign lands- manna um 36 þús. nautgripir, 280 þús. sauðfjár og 27 þús. hross, en árið 1784 — árið eftir öskufallið •— er búfjáreignin komin ofan í 10 þús. nautgripi, 50 þús. sauð- fjár og 9 þúsund hross. En svo var mikil árgæzka næstu ár eftir 1784, að 16 árum seinna, eða alda- mótaárið 1800, er búpeningurinn kominn upp í 23.300 nautgripi, 304.200 sauðfjár og 28.300 hross. Mannfjöldi í landinu þetta alda- mótaár er þá talinn 46 þúsundir. En 15 árum áður, eða á árunum 1784—1785 er talið að dáið hafi af fæðuskorti á 10. þúsund manns. Það hefur jafnan skeð í sögunni, að eftir stórfellir búfjárins dó fólkið af bjargarskorti, Og ekki lengra til baka en til hörðu ár- anna 1881 og 1882 má telja að fólk hafi dáið vegna fæðuskorts, þótt ekki sé vitað, að um það hafi verið safnað skýrslum þá sér- staklega. Rétt eftir móðuharðindin kom það til tals — að minnsta kosti hjá dönsku stjórninni — að þjóð- in yfirgæfi landið með öllu, og um 1870 hefjast fólksflutningar til Vesturheims. Enda fækkaði fólki í landinu á árunum 1880— 1890 um 1500 manns, sem stafaði aðallega af flutningnum vestur. Fólkið flutti vestur aðeins í því augnamiði að eignast þar betri möguleika til þess að hafa í sig og á, enda var það aðaláhyggju- og umhugsunarefni fólks, allt fram til síðustu aldamóta. Langt fram á hina síðustu öld, bjó þjóð- in nær öll í sveitum landsins. Árið 1880 búa 4167 manns í kaup- stöðum, en 68.257 í sveitunum, en 20 árum síðar, eða á aldamót- unum, voru um 15.500 manns í kaupstöðunum, en 63.000 í sveit- unum, eða hlutföllin rétt um 71,5% í sveitunum, en 28,’% í Eftir Jón H. Þorbergsson á Laxamýri. - Fyrri grein. - kaupstöðum. Síðan hefur verið stríður straumur úr sveitunum í kaupstaðina og mun nú sem næst því að 40 þús. manns sé í sveit- unum, en 100 þús. í borgum og kaupstöðum, eða um 70% í þétt- býlinu, en 30% í sveitunum, og er það mikil bylti'ng á ekki lengri tíma. „Gjafir eru yður gefnar“. Á þessari hálfu öld hefur þjóð- in eignast stjórnarfarslegt sjálf- stæði, fullt athafnafrelsi, og henni hafa opnast margar nýjar leiðir til betri afkomu í margaukinni tækni á verklegum sviðum. En þetta tvennt, fullt athafnafrelsi og fullkomin verkkunnátta, eru meginstyrkur undir því völund- arhúsi, sem þjóðin þarf fyrst og fremst að reisa og nefnist menn- ing. Og þetta tvennt er líka und- irstaða til andlegs þroska. Við höfum á þessari hálfu öld lagt upp árabátunum og tekið togarana. Við höfum kastað hjól- börunum og tekið vagnana. Við höfum útrýmt hinum óttalega vetrarkulda úr híbýlum okkar, við höfum eignast Ijósadýrð raf- magnsins. Við höfum lært marg- víslegan lærdóm í hagnýtingu landsins gæða og landsins afurða. Við höfum lært mikinn lærdóm um ræktun og verðmæti hinnar gróandi jarðar. Við höfum læi't að nota heita vatnið og kraftinn í hinu kalda vatni, við höfum lsert að nota hráefnin o. s. frv. Við höfum.,á þessarj hálfu öl4 Útrýmt óttanurp við skortinn á klæði, skæði og matarföngum til daglegra þarfa. Nú getum við staðist ógnaráran, án þess að þjást og deyja af sulti, ef við að- eins fylkjum okkur-um landsins gæði, okkar nauðsynjamál og okkar nytsömu, daglegu störf. j Enda má nú segja, að í sveitum landsins er nú, í stað óttans um skortinn, kominn sterkur hugur um meiri framkvæmdir til enn meiri framfara. Það er stórkost- leg framför. Það, sem veitt hefur okkur þessi verðmæti, á þessum stutta tíma ,er hin óútreiknanlega for- sjón, upplýsing tímanna og þegn- skapur — offur, sjálfsafneitun og þróttmikið starf einstakra manna með þjóðinni. Sá aflgjafi er í okkar hendi fyrst og fremst og þann aflgjafa ber okkur, einum og sérhverjum, að leggja af mörk um í hvívetna. Þá öðlast þjóðin enn meiri gjafir og þá kemur ótt- inn um skortinn aldrei framar, ef við höldum okkar athafnafrelsi. Ef við höldum athafnafrelsinu er framhald batnandi hags fyrir hendi. En eins og við stöndum í dag, nýgengin yfir þröskuld hálfnaðrar aldar, er lífsspursmál fyrir okkur, til að tryggja vax- andi velgengni okkar og menn- ingu, að gera okkur vel grein fyrir því, hverjar séu þær hætt- ur, sem hér geta orðið á vegi, og okkur er í sjálfsvald sett að bægja frá. En hætturnar eru þessar: Að fólk vanræki eða jafn- vel gleymi alveg því að uppfylla þegnlegar skyldur, sem er fram- lag og atorka við nauðsynleg störf. Að fólk meti ekki gæði landsins að verðleikum og hag- nýti þau ekki samkvæmt verð- leikunum, og að fólk hætti að elska iand sitt og góðan málstað. Um þessar hættur, um verkanir þeirra og hvernig við stöndum nú gagnvart þeim, mætti rita langt mál. En gagnvart þessu viðhorfi mun eg hér halda mig við land- búnaðinn aðallega. Trúin á landið. Til þess að efla von okkar og trú á landbúnaðinn og hina gró- andi jörð, er nauðsynlegt að líta til baka. Þar sem eg var vinnu- maður aldamótaárið, varð eg að aka áburðinum á. túnið í hjólbör- um, allt varð að flytja á hestbök- unum, nema lifandi fénað, og margt fleira mætti telja, sem sýn- ir og sannar hinar stórstígu fram farir, á þessu svtði, og hversu gott er nú að vera í sveitinni í samanburði við það, sem þá var. Þegar fólkið flutti úr sveitunum, vestur um haf, sá það ekki að til væru í sveitunum eða landinu þeir möguleikar, til góðrar af- komu, og sem við nú gerla meg- um sjá. En þjóðinni er ekkert pauðsynlegra nú, en að sjá þessa möguleika og sjá þá betur. Van- trúin á landbúnaðinn og menn- ingu sveitanna, sem þjáð hefur þjóðina þennan nýliðna aldar- helming, er hennar stærsta mein, fyrir alla tímanlega afkomu. Það hefur orðið ríkjandi þjóðar- heimska að skoða landbúnaðinn, sem illa nauðsyn til að draga fram lífið. Meira að segja hefur til orðið stór hópur manna, sem haldið hefur uppi níði, rógi og lygum um landbúnaðinn bæði í ræðu og riti. Þó eiga þessir fá- ráðlingar líf sitt, sem aðrir, undir þeirri blessun, sem jörðin veitir. (Talið er að 98% af daglegum fæðuföngum alls mannkyns eigi uppruna í gróðri jarðarinnar). Þjóðina skortir landbúnaðar- vörur. Óneitanlega liggur þó fyrst fyrir hjá hverri þjóð, svo ac^hún sé starfhæf, að afla sér, af lands síns gögnum, þeirra nytja, sem nota þarf til daglegra þarfa, til fæðu og klæða. Nú er talið, að til þessa neyti landsmenn ekki nema um 30 kg. fiskmetis á ári, á hvert nef í landinu, og af sjávarafurð- um fæst ekkert til klæðnaðar. En að flytja inn daglegar þurftar- vörur, sem hægt er að afla í eigin landi, er fjárhagslegt tjón, sem dregur illan dilk á eftir sér. Hér er því alls ekki í annað hús að venda fyrir þjóðina, til þess að afla sér megnis þess, sem hún þarf til fæðis og fata, en beint í landbúnaðinn. En vegna van- rækslu við hann, er nú svo komið að mest af öllu vantar meiri föng landbúnaðarafurða, og sem að veldur tjóni heilsufari og efnahag þjóðarinnar. Er þá sýnt hve nauðsynlegt það er, að kveða niður raddir þeirra óþurftar- manna, sem úthrópa níð og lygar um landbúnaðinn. Það níð er til- ræði við velmegun þjóðarinnar. Framleiðsla landbúnaðarins. Þessum mönnum, og öllum landslýð, má það kunnugt vera, að landbúnaðurinn framleiðir vörumagn árlega, metið til pen- ingaverðs, fyrir á fjórða hundrað milljónir króna. Má selja sumt af þeirri vöru (sauðfjárafurðir) eins háu verði eða hærra verði úy landi, heldur en gildir innan- lands, og mörg innflutt neyzlu- vara er nú orðin dýrari — sam- kvæmt notagildi — heldur en sú innlenda. Hér er því sannarlega þörf á nýju mati á nytsemi land- búnaðarins til velfarnaðar þjóð- inni. Fyrir aðeins 30 árum var meira en 1/5 allrar útfluttrar markaðs- vöru landbúnaðarafurðir. Nú er sáralítið flutt út af henni, sem ekki er að undra, því að þessi framleiðsla er allt of lítil handa okkur sjálfum. Neyzla hér árlega af innlend- um sveitamat, á hvert manns- barn í landinu, er um það bil að vera 55 lítrar mjólkur, í öllum mjólkurmat, en þyrfti að vera 800 lítrar, 75 kg. garðmatur, þyrfti að vera 150 kg. — fyrir utan mat úr gróðurhúsum, — 75 egg, þyrftu að vera 200, og svo um 80 kg. kjöt, sem er öll framleiðslan að telja má. Samkvæmt þessu vantar þá til árlegra nota þjóðinni 30 millj. lítra mjólkur, 100 þúsund tunnur af garðmat og 17 millj. eggja. Og svo vantar að nota meira af ull og skinnum. Og loks vantar svo alla útflutningsvöru, sem gæti og ætti að vera upp á tugi eða hundruð milljóna króna árlega. Hér er því óhætt að leggja hönd á plóginn. Þörfin er mikil og möguleikarnir miklir. Nær ein milljón hektara lands, með djúpri óhreyfðri mold, fallandi fossar og heitar uppsprettur til margs kon ar aflgjafa o. s. frv. Fjármark Hef tekið aftur í notkun fjármark mitt: Tvístýft aft- an, biti framan hægra. Stiif- rifað, biti aftan vinstra. Jóhannes Friðriksson, Nesi, Saurbæjarhreppi. íbúð til leigu fyrir barnlaust fólk. Upplýsingar í síma 1371. Makkarónur nýkomnar Stengur, 2.30 pk. Bitaðar, 1.90 pk. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlen d u vörudei l d in og útibú. Sælgæti ; fjölbreyttu úrvali. FLÓRU-konfekþQskj ur, 2 stærðir F LÓRU -konf ektpókar FLORU-brjóstsykur, 5 tegundir. FLÓRU-kókosstengur FREYJU-konfekt í öskjum og pökkum — Vöflustengur — Kremstengur — Karamellur — Buff OPAL-karamel lur LINDU-konfekt — Negrakossar o. fl. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvórudeildin og útibú. Til páskanna Grænar baunir í pökkum, do. í dósum do. í lausri vigt. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. Enskt sardínumauk er ódýrt og gott álegg. 2.45 glasið. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. iMýkomið: i Vinnubuxur i Vinnujakkar | Vinnuskyrtur | (Khaki) | Vöruliúsinu h.f. iSkóáburður svartur — brúnn. | Vöruhúsið h.f. itl <ÉMMmMMMIIIIHlimillHIUHHÍIIUHHMHIHUNU|HMIIIUIIIIIIIIIIIHHtlltlHI|HUIHMilUIHHHIIIIIII^UIHlU<

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.