Dagur


Dagur - 21.03.1951, Qupperneq 5

Dagur - 21.03.1951, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 21. marz 1951 DAGUR 5 Leikfélag Akureyrar: „Ókiiiini maðuriiin” Eftir JEROME K. JEROME r Leikstjóri: Agúst Kvaran Sigurður Kristjánsson í gervi „ókunna mannsins“. Eftri alllangt hlé hefur Leik- félag Akureyrar hafið starfsemi sína á ný og frumsýndi sjónleik- inn „Ókunni maðurinn“ eftir brezka skáldið Jcrome K. Jer- ome sl. finuntudagskvöld. En þær ástæður voru til hlés- ins, að félagið beið þess að leik- salurinn í> Samkomuhúsinu yrði tilbúinn í hinum nýja búningi. Hafði félagið sjónleik þennan til- búinn jafnskjótt og Viðgerð húss- ins. var .lolúðr.og. .raunar allmiklu fyrr, og gaf bæjarbúum tækifæri til þess að slá tvær flugur í einu höggi, að sjá athyglisverðan sjón- leik, uppfærðan í nýju umhverfi. Var hvort tveggja ánægjulegt. — Um útlit leikhússins nú hefur áð- ur verið ritað hér í blaðið, en í skemmstu máli sagt, hefur þar orðið stór breyting til batnaðar, og má nú kalla að bærinn eigi ágætt og vistlegt leikhús upp á að bjóða. Sjónleikur sá, er Leikfélag Ak- ureyrar valdi til sýningar við þetta tækifæri, er eftir brezka skáldið og leikarann Jerome K. Jerome, er frægur var á ofan- verðri öldinni sem leið. Leikur- inn var sýndur hér á iandi árið 1917, í Reykjavík, en ekki hefur hann verið tekinn til hér áður. Jerome er lítt þekktur hér á landi, þó hefur skáldsaga hans, „Þrír á báti“, verið þýdd á íslenzku. Hann ritaði nokkrar skáldsögur og allmörg leikrit og var frægur maður um og eftir aldamótin. í „Okunna manninum" dregur Jerome þverskurðarmynd af þjóðlífinu og leiðir okkur inn í brezkt matsölu- og gistihús, þar sem ýmsar manngerðir úr mann- hafi Lundúnaborgar búa saman. Persónurnar eru ekki með nein- um ólíkindablæ, heldur mann- eskjur eins og við erum flest, með allríflega útilátinn skerf af breyskleika í öllu dagfari. En undir þessu hrjúfa, ytra borði slær þó gott hjarta og blunda göfugar tilfinningar, maðurinn er ekki illur í innsta eðli sínu að áliti höfundar, heldur góður, en umhverfið og aðstæðurnar varna því, að hið bezta í eðli hans fái að njóta sín. „Ókunni maðurinn“ hefur' þann töfrasprota, sem leys- ir hin góðu öfl úr læðingi, hann er persónugervingur hins góða í mannshjartanu og með umburð- arlyndi og hógværð tekst honum að leiða hinar sundurleitu mann- gerðir á göfugri brautir og fá líf- inu tilgang á ný í augum þeirra manna og kvenna, sem þarna eru leidd fram á sjónarsviðið. Boð- skapur leikritsins er því göfugur og mannbætandi. Ymsum mun virðast að breytingin, sem verður á hugsunarhætti fólksins fyrir ábendingar „ókunna mannsins" verði með nokkuð skjótum hætti í leikritinu, en því er til að svara, að í leikhúsi verður að ætlast til þess, að áhorfendur noti ímynd- unarafl sitt og rígbindi sig ekki um of við hina áþreifanlegu hluti. En líklegt tel eg þó að höfundi hafi sjálfum fundizt að þarna væru e. t. v. nokkur vansmíði á leikritinu. Svo mikið er víst, að eftir að hann hafði samið leikinn, tók hann sér fyrir hendur að rita skáldsögu um sama efni og um sömu persónur. Eg las þessa sögu fyrir alllöngu síðan (The Passing of the Third Floor Back) og þótti hún alimerkileg. í skáldsógunni hefur höfu.ndur að ýmsu leyti meira svigrúm til þess að láta áhrif „ókunna mannsins" ná til persónanna með eðlilegri hætti en í leikritinu og á löngum tíma. Eigi að síður verður því ekki neitað, að „Ókunni maðurinn“ er athyglisverður sjónleikur, persónurnar eru vel gerðar og skemmtilegar og boðskapur leiksins er góður og göfugur, og líklegur til þess að skilja eftir einhver spor í hugum þeirra, sem í leikhús koma til þess að njóta slíkra hughrifa. Er því vel farið að Leikfélagið réðist í að sýna leikinn, enda hefur sviðsetning hans hér tekizt ágætlega. Þetta er annáð leikritið, sem Ágúst i'élagið nú í seinni tíð, eftir nokk- urt hlé á leikstjórastörfum. Hér! gætir cnn sem fyrr vandvirkni hans, smskkvísi og ágætra stjórn- andahæfileika. Þessi sjónleikur er vel æfður, sýningin gengur hljóðlega og árekstraiaust, og leikendur skila hlutverkum sín- sínum yfirleitt vel, sumir ágæt- lega. — Þetta gefur leiknum skemmtilegan heildarsvip, sem þakka ber leikstjóranum fyrst og fremst. Þess er og vert að geta, að Ágúst Kvaran er í hópi þeirra manna, sem hafa barizt fyrir því, að bærinn eignaðist leikhús, sam- boðið leiklistinni og leikhúsgest- um, og má í því sambandi minna á blaðagrein, er hann ritaði sl. sumar um þetta efni, en þar var bent á þá lausn, sem nú er fengin á leikhúsmálinu. Var afstaða þessa ágæta leikhúsmanns áreið- anlega til þess að vinna máilnu fylgi meðal borgaranna. Frum- sýningu á fimmtudagskvöldið má þvi kalla tvöíaldan sigur fyr- ir hann. Aðalhlutverkið, „ókunna mann- inn“, leikur Sigurður Kristjáns- son. Þetta er vandasamt hlutverk og sú hætta nálæg, að prédikun sú, er höfundur leggur honum í munn, verði leiðinleg. Þetta forð- ast Sigurður, en geldur þess, að það er talsvert erfiðara að leika góðan mann en vondan. Hlut- verkið verður í meðferð hanfe slétt og fellt og erfitt að benda á misfellur, en hins vegar verður „ókunni maðurinn“ tæplega sá persónuleiki, sem maður vænti sér. En það er síður en svo, að ástæða sé til þess að vanþakka frammistöðu Sigurðar og verður ekki með neinni sanngirni sagt að hann valdi ekki hlutverkinu. Annað stærsta hlutverk leiksins er frú Sharpe, sem leikin er af frú Jónínu Þorsteinsdóttur. Hvergi verða áhrif ókunna mannsins auðsærri en í fari hennar. Hún birtist fyrst á sviðinu, sem upp- stökkur og óvæginn pilsvargur, sem hefur peningana að leiðar- steini og telur tilganginn helga meðalið. En að leikslokum er hún orðin hin umburðarlynda og nær- gætna húsfrú, sem ástundar ná- ungakærleikann og elskulegheit- in umfram allt annað. Frú Jón- ínu tekst vel að sýna þessa konu, einkum þó er líður á leikinn. í fyrstu atriðunum virtist gæta nokkurs taugaóstyiks. Og það, sem áður var sagt um góða menn og vonda, á ekki við frú Jónínu, því að henni tekst þarna tví- mælalaust betur að sýna val- kvendið en pilsvarginn. Þriðja stærsta hlutverkið, Stasíu þjón- ustustúlku, leikur frú Björg Baldvinsdóttir. Björg hefur áður leikið ýmis vandasöm hlutverk fyrir Leikfélagið, ,en vafasamt að henni hafi áður tekizt betur upp en í þetta sinn. Stasía verður á ýmsan hátt eftirminnileg per- sóna, leikur frúarinnar er eðlileg- ur og áhrifarikur. Hún er á tak- mörkum þess, að „yfirdrífa" ein- staka sinnum, en stigur ekki yfir maiíkið, "og' -i heild ; er; frammi- staða hennar ánægjuleg og minn- ir;áj að fj-ú Björg er að vaxa sem leíkkona. Majórshjónin Tompkins leika þau frú Siguujóna Jakobs- dóttir og Þórir Guðjónsson, bæði þaulvanir leikarar, enda verða majórshjónin skemmtilegar per- sónur í meðferð þeirra. Frú Sig- urjóna hefur þarna skapað enn éina „typu“, og gert það vel, og Þórir er í essinu sínu i gerfi upp- gjafamajórsins, hressilegur, skemmtilegur og tilbúinn að koma mönnum á óvart hvenær sem er, en allt þó innan hófsam- legs ramma. Ungfrú Kite — og för hennar frá’ hlutverki stífmál- aðrar tízkudrósar til rólyndrar piparmeyjar — er leikin af frú Jenny Jónsdóttur, mjög létt og skemmtilega þegar það á við, og með alvöru og festu í síðasta þætti leiksins, Feril uppskafn- ingsins til ríku frænkunnar hóg- væru, sýnir frú Sigríður P. Jóns- dóttir, hlutverkið er ekki stórt en frúin fer vel með það. Jape Sam- uels kaupsýslumann í City, gyð- inginn kaldrifjaða, leikur Guð- mundur Gunnarsson og gerir það mjög vel að mínu viti og smekk- vislega. Sama er að segja um Harry Larcoom hljómlistarmann. Hann leikur Hjálmar Júlíusson, frjálsmannlega og eðlilega. O- þvinguð framkoma hans lyftir þeim „senum“, sem hann tekur þátt í. — Hefur Leikfélaginu ekki þarna bætzt efnilegur leik- ari? Smærri hluíverk eru ungfrú Vivian Tompkins,. sem frk. Edda Scheving leikur mjög snoturlega, Christopher Penny málari, einn- ig blátt áfram og eðlilega leikinn af Vigni Guðmundssyiii og enn- fremur Joey Wright piparsveinn, er Júlíus Ingimarsson sýnir. Á undan sýningunni léku þau írú Þyri Eydal, Jakob Tryggva- son og M. Riba á píanó, orgel og fiðlu, á forsenunni. Frumsýning- arkvöldið flutti Þorsteinn M. Jónsson, forseti bæjarstjórnar, ræðu áður en sýningin hófst, rakti sögu hússsins og aðdrag- anda breytingarinnar, og afhenti húsið til afnota fyrir hönd bæjar- stjórnarinnar. Guðmundur Gunn arsson, formaður Leikfélagsins, yningar Kvaran setur á svið fyrir Leik- Úr 2. þætti: Frá vinstri: Stasía, þjónustustúlka (frú Björg Bald- vinsdóttir); frú Thompson (frú Sigurjóna Jakobsd.); frú Sharpe (frú Jónína Þorstcinsdóttir); frk. Kite (frú Jenny Jónsdóttir) og ii frú De Hooley (frú Sigríður P. Jónsdottir). Kuldajakkar skinnfóðraðir m /hettu. Kr. 795.00. AMARO-búðin Vimiuvettlingar Kr. S.65. AMARO-búSin |x8xíxíxS>3>3>$kíxíx3x8xí><®xíxSx»<Sx8><íxÍ><S Karlmannasokkar útlendir og innlendir. AMARO-búðin !xíx$x®x®*$>3xíx$x®><®xíxíxíxí><íxí*Sxíx$KÍ^ Gangadreglar 70-90 cm.; margar gerðir AMARO-búðin K®<g^><s><8>^><S>^®^><®<®>«><í>^$>^ Kvenkjólar i úrvali frá Saumastof- unni Gullfoss, Reykjav. IVtODESS-dömubindi Kr. 7.50 pk. AMARO-búðin Karlmannaföt og frakkar AMARO-búðm Karlmanna- nærfatnaður síðar og stuttar buxur, erm.askyrtur og bolir. AMARO-búðin Hálsfesti (tvöföld) tapaðist á leiðinni frá Aðalstræti til Bjarma- stígs. Skilist á afgreiðslu Dags, gegn fundarlaununt. þakkaði forgöngumönnum máls- ms og þá bættu aðstöðu, sem leikstarfseminni er nú búin. Að öllu samanlögðu má telja, að sýning Leikfélagsins á „Ókunna manninum“ hafi tekizt vel. Hafi leikstjói'i, leikendur og aðrir þeir, er lagt hafa hönd að verki til þess að gera sýninguna mögulega, beztu þökk fyrir ánægjulega kvöldstund. H. Sn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.