Dagur - 09.05.1951, Blaðsíða 1

Dagur - 09.05.1951, Blaðsíða 1
Akureyringar! Áskrift að DEGI er nauðsyn fyrir hvert heimili. Hringið í sínia 1166. XXXIV. árg. Dagu Akureyri, miðvikudaginn 9. maí i951 Fimmta síðan: Minnzt Geirs Þormars. — Ymislegt frá bæjarstjórn. 19. tbl. um varmr Deildir úr flug ílota og sjóher r Bandaríkjaima komnar til Islands Ríkisstjórnin birtir Snemma á mánudagsmorgun- inn birti ríkisstjórnin tilkynningu í útvarpinu um að gerður hefði verið samningur við Bandaríkin um varnir Islands, á grundvelli Norðuratlantshafssamningsins, og jafnframt að þá um morguninn hefði bandarískt herlið komið til Keflavíkurflugvallar og sezt þar að. Var þar með svipt hulunni frá þeim viðræðum um öryggismál íslands, sem staðið höfðu yfir í Reykjavík að undanförnu, og rætt var um hér í síðasta tbl., og jafnframt bundinn endir á hug- leiðingar manna um það, hvort rikisstjórn landsins hyggðist engar ráðstafanir gera til varn- ar landinu er ljóst var, að land- ræningja gat borið hér að garði á einni nóttu er landið var gersam- lega varnarlaust og opið öllum óboðnum gestum. Þótt þessi tíð- indi séu öll uggvænleg, því að þau færa heim að bæjardyrum okkar þau sannindi, að útlitið í alþjóðamálum hefur aldrei verið tvísýnna en nú vegna skefjalausr ar yfirgangsstefnu kommúnista, og enda þótt landsmenn kvíði erf- iðleikum sambýlisins við erlend- an her, má fullvíst telja, að vitn- eskjan um þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið, hafi létt þung- um áhyggjum af miklum meiri- hluta þjóðarinnar, enda mun fólkið í landinu skilja nauðsyn þessara ráðstafana allra og þau sjónarmið, sem réðu því að þetta skref var tekið. Tilkynning ríkisstjórnarinnar. í tilkynningu rikisstjórnarinnar er það rakið, að þegar ísland gerðist aðili að varnarsamningi Atlantshafsríkjanna, tók þjóðin þá skyldu sér á herðar, að vinna með öðrum bandalagsþjóðunum að sameiginlegu öryggi allra, og enda þótt sérstaða íslands í sam- tökum þessum væri skýrt mörk- uð, var það skylda íslands að stofna hvorki eigin öryggi né nágrannaríkjanna í hættu, er út- litið í alþjóðamálunum verður að teljast sérstaklega viðsjárvert, heldur láta í té nauðsynlega að- stöðu til varnar. Ráð Atlants- hafsbandalagsins fór þess á leit við ríkisstjórnir íslands og Banda ríkjanna, að þær semdu um nauð synlegar varnaraðgerðir á íslandi og lauk þeim samningaur.aleitun- um með því að fulit samkomulag varð og samningurinn var undir- greniars ritaður í Reykjavík hinn 5. þ. m. og hinn 7. þ. m. komu fyrstu liðssveitirnar til landsins. í tilkynningu ríkisstjórnarinn- ar er lögð sérstök áherzla á, að þær aðgerðir, sem hér verða framkvæmdar, eru ekki ætlaðar til árása á neinn, heldur eru ein- ungis til varnar og öryggis. Jafn- framt er bent á, að svo er um hnútana búið, að ísland getur sagt upp samningnum og fengið hann numinn úr gildi, þegar stjórnarvöld landsins teljahættu- ástandið hjá liðið. Stuðningur lýðræðisflokkanna. Allir þingmenn lýðræðisflokk- anna, 43 talsins, hafa lýst sam- þykki við samninginn. Ýmis framkvæmdaatriði, er hann varða, verða tekin fyrir á Alþingi, er það kemur saman, segir í til- kynningu ríkisstjórnarinnar. Þar er og tekið fram, að stjórnin hafi ekki talið rétt að hafa neitt sam- ráð við þingmenn kommúnista um mál þetta, og mun engan furða á því. Furðu hefur það hins vegar vakið um landið, að svo er að sjá, sem kommúnistar hafi haft greiðan aðgang að upplýs- ingum um mál þetta áður en hin opinbera tilkynning var birt og höfðu birt allýtarlegar upplýs- ingar í blaði sínu tveimur dögum áður. Samningurinn er birtur annars staðar í blaðinu og í leiðara blaðsins á 4. síðu er nánar rætt um þessi mál. Samningur undirritaSur í Reykjavík 5S maí — Áberzla iögð á varnareðli samningsins —- Hann er uppsegjan- legur hvenær sem er Mjólkursantlags- fundur á morgun Ársfundur Mjólkursamlags KEA hefst í „Skjaldborg“ hér í bænum kl. 1 e. h. á morgun. Rétt til fundarsettu hafa 154 fulltrúar frá 13 samlagsdeildum. Fundur- inn er haldinn seinna í ár en venja er og stafar það af sam- gönguerfiðleikum þeim, sem ríkt hafa hér í vor og ríkja raunar enn, þvi að sumir vegir, sem fær- ir voru orðnir, eru nú ófærir eða bannaðir vegna aurbleytu. Má því gera ráð fyrir að fundarsókn verði ekki eins almenn og venja hefur verið. KEA opuar kjöt- og nýlenduvöru- búð á Oddeyri Á morgun opnar KEA kjöt- og nýlenduvörubúð — í Ránargötu 10. — Er þar með stórlega bætt aðstaða viðskiptamanna kaup- félagsins á Oddeyri. Búðin er mjög smekkleg og vistleg og vel búin að öllu leyti. Venjulegur dagur í Keflavík - flutn- ingaflugvélarnar hurfu aftur MÁNUDAGURINN var ósköp venjulegur dagur í Keflavík, símar fréttaritari blaðsins í Reykjavík, en hann fór þangað suður eftir síðdegis á mánu- daginn eftir að tilkynningin um að hervarnarsamningurinn hefði verið gerður var birt. Á flugvellinum var ekkert sér- stakt um að vera síðdegis. Millilandaflugið liélt áfram aft- ur eins og ekkert hefði í skor- izt, en völlurinn hafði verið lokaður fyrir almennt flug fyrr urn daginn. NOKKRAR Skymasterflugvélar hersins höfðu lent þarna um morguninn. Þetta voru flutn- ingaflugvélar og þær liöfðu spúið mönnum og búnaði út á völlinn, en síðau horfið burt, líklega vestur um haf á ný. En síðdegis var ekkerí að sjá þarna, nema eittlivað af bún aðinum, en mennimir voru horfnir. Annars var almennt gert ráð fyrir því, að flugvél- amar mundu brátt koma aftur og flytja meiri vistir óg fleiri menn. Líklegt er talið að sá liðs afli, sem hér mun setjast að, komi allur á nokkrum dögum, heidur muni það dragast tals- vert enn. 'k EN TILKYNNT hefur verið af opinberri liálfu, að sveitir þær, sem komnar eru, séu úr flug- her, sjóher og landher Banda- ríkjanna. Yfirforingi liðsins heitir Brigadier-General Mc- Gaw og birti hann tilkynningu við komuna þess efnis, að hann óskaði eftir góðri samvinnu við íslendinga um hið sameiginlega markmið, að tryggja vamir landsins. (Framhald á 8. síðu). Hér fer á eftir varnarsamning- ur íslands og Bandaríkjanna, er gerður var í Reykjavík 5. þ. m. og birtur var á mánudaginn. — Blaðinu hefur að vísu ckki bor- izt afrit samningsins frá stjóm- arvöldunum og er textinn eiiis og hann birtist liér, skrifaður eft- ir simtali. Inngangsorð. Þar sem íslendingar geta ekki sjálfir varið land sitt, en reynslan hefur sýnt að varnarleysi lands- ins stofnar öryggi þess sjálfs og friðsamra nágranna þess í voða, og þar sem tvísýnt er um al- þjóðamál, hefur Norðuratlants- hafsbandalagið farið þess á leit við ísland og Bandaríkin, að þau geri ráðstafanir til að látin verði í té aðstaða á íslandi til varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði því, sem Norður- atlantshafsbandalagssamningur- inn tekui' til, með sameiginlega viðleitni aðila Atlantshafs- samningsins til að varðveita frið og öryggi á því svæði, fyrir aug- um. Samningur sá, sem hér fer á eftir, hefur verið gerður sam- kvæmt þessum tilmælum. ■i]. | l Fyrsta grein. Bandaríkin *munu fyrir hönd Norðuratlantshafsbandalagsins og samkvæmt skuldbindingum þeim, sem þau hafa tekizt á hendur samkvæmt Norðuratl- antshafssamningnum, gera ráð- stafanir til varnar íslandi með þeim skilyrðum, sem greinir í samningi þessum. I þessu skyni, og með varnir á svæði því, sem Norðuratlantshafssamningurinn tekur til, fyrir augum, lætur ís- land í té þá aðstöðu í landinu, sem báðir aðilar eru ásáttir um að sé nauðsynleg. Önnur grein. ísland mun afla heimilda á landssvæðum, og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að i té verði látin aðstaða sú, sem veitt er með samningi þessum, og ber Bandaríkjunum eigi skylda til að greiða íslandi, íslenzkum þegnum eða öðrum mönnum gjald fyrir það. Þriðja grein. Það skal vera háð samþykki fslands, hverrar þjóðar menn eru í varnarliðinu, svo og með hverj- um hætti það tekur við og hag- nýtir þá aðstöðu á íslandi, sem veitt er með samningi þessum. Fjórða grein. Það skal háð samþykki ís- lenzku ríkisstjórnarinnar, hversu margir menn h’afa setu á íslandi samkvæmt samningi þessum. Fimmta grein. Bandaríkin skulu framkvæma skyldur sínar samkvæmt samn- ingi þessum þannig, að stuðlað sé svo sem frekast má verða að öryggi íslenzku þjóðarinnar og skal ávallt haft í huga, hve fá- mennir íslendingar eru, svo og það, að þeir hafa ekki öldum saman vanizt vopnaburði. Ekkert ákvæði þessa samnings skal skýrt þannig, að það raski úrslita-yfir- ráðum íslands yfir íslenzkum málefnum. Sjötta grein. Samningur sá, sem gerður var 7. október 1946 milli íslands og Bandaríkjanna um bráðabirgða- afnot af Keflavíkurflugvelli, fell- ur úi' gildi við gildistöku samn- ings þessa, og mun ísland þá taka í sínar hendur stjórn og ábyrgð á almennri flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli. Island og I Bandaríkin munu koma sér sam- an um viðeigand: ráðstafanir varðandi skipulag á rekstri flug- vallarins til þess að samræma starfsemi þar því, að hann er jafnframt notaður í þágu varna íslands. Sjöunda grein. Hvor ríkisstjórnin getur hve- nær sem er, að undanfarinn til- kynningu til hinnar ríkisstjórn- arinnar, farið þess á leit við ráð Norðuratlantshafsbandalags- ins, að það endurskoði, hvort lengur þurfi á að halda framan- greindri aðstöðu og gert tillögu til beggja ríkisstiómanna um það, hvort samningur þessi skuli gilda áfram. Ef slíka málaleitan (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.