Dagur - 09.05.1951, Síða 4

Dagur - 09.05.1951, Síða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 9. maí 1951 D A G U R Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kernur út á hverjum miðvikudegi. Gjalddagi er 1. júlí. Árgangurinn kostar kr. 25.00 PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. yfirgangsstefna þessi hefur á líf og afkomu milljóna manna um gjörvallan heim. I heimalöndum sínum útilokar kúgunarstefna þessi allt frelsi og gerir einstaklingana að réttlausum vinnudýrum ríkis- valdsins. En meðal þeirra þjóða, sem við frjálst skipulag búa, veld- ur ofbeldisstefnan og gífurlegur herbúnaður einrækisríkjanna því, að frjálsir menn þurfa að leggja hart að sér og neita sér um ýmis lífsins gæði til þess að geta betur treyst viðnám, ef ofbeldisseggirnir skyldu gera alvöru úr hótunum sín- um að hefja stórstyrjöld og ægi- lega eyðileggingu. — Islendingar þekkja ekki til þeirra efnahagslegu fórna, sem lýðræðisþjóðir Vestur- landa verða nú að færa sér til varnar. En þeir þekkja dýrtíðina, sem styrjaldarundirbúningurinn hefur hrundið af stað og þá lífs- kjaraskerðing, sem henni fylgir, og skrifa má á reikning alþjóðakomm- únismans. Koma varnarliðsins er nauðsynleg aðgerð vegna þess, að ofbeldismenn leika lausum hala á alþjóðavettvangi og ógna öllum frjálsum þjóðum. Hún er óhjá- kvæmileg afleiðing þeirrar ógæfu, sem árásarstefna kommúnismans hefur leitt yfir stríðshrjáða jörð. En sagan sýnir, að ofbeldið sigrar aldrei til langframa, og svo mun enn fara. Sameiginlegar aðgerðir frjálsra manna til þess að verja hendur sínar, eru líklegasta leiðin til þess að forða stórstyrjöld og leiða friðaröflin að lokum til sigurs án stríðs. Koraa varnarliðsins MIKIL TÍÐINDI voru tilkynnt þjóðinni í út- varpi á mánudagsmorguninn, en ekki munu þau hafa komið neinum á óvart. Það var löngu ljóst orðið, að að því hlaut að reka að gera yrði hér á landi einhverjar ráðstafanir til þess að forða þvi, að landið gæti á einni nóttu orðið landræningjum að bráð. Innganga íslands í Atiantshafsbandalagið tryggði að vísu stuðning voldugra og vinveittra þjóða til þess að íslenzka þjóðin mætti halda frelsi sínu í framtíðinni, en ekkert land verður varið með orðum og bókstöfum einum saman þegar stiga- menn vaða uppi á alþjóðavettvangi og enginn get- ur verið óhultur um sig, nema liann geti varið hendur sinar. Eftir að Ijóst var orðið, að kommún- istar hikuðu ekki við að beita vopnaðri árás til þess að ná takmarki sínu, sbr. Kóreuatburðina, varð augljósari en fyrr nauðsyn þess að hér yrði komið upp viðbúnaði til varnar. Það er stefna lýðræðis- þjóða Vesturlanda nú um sinn, að vígbúast af kappi í þeirri von, að aukinn styrkur þeirra á hern- aðarlegu sviði geti forðað því, að hin alþjóðlega stigamannahreyfing kommúnista telji fýsilegt að hefja stórfellda landvinningastyrjöld. Endurvopnun lýðræðisþjóðanna — sem höfðu dregizt langt aftur úr kommúnistaríkjunum í herbúnaði — stendur nú sem hæst, en mitt á meðal þeirra stendur ísland, og hér var ofbeldismönnum greið innganga, því að enginn viðbúnaður var hér til að mæta slíku. — Reynslan hefur sýnt, að slíkt viðbúnaðarleysi býður árásarmönnum heim og stofnar í bráða hættu ör- yggi þjóðarinnar og jafnframt öryggi þeirra þjóða, sem bundizt hafa samtökum um sameiginlegar varn- araðgerðir innan Atlantshafsbandalagsins. Öll þessi atriði voru íslenzku þjóðinni ljós orðin fyrir löngu, og tilkynning ríkisstjórnarinnar á mánudaginn kom því engum á óvart. Þetta voru tíðindi, sem lands- menn höfðu búizt við allt síðan Kóreustyrjöldin hófst og öryggisleysið í alþjóðamálum komst á nýtt og hættulegt stig. Má og fullvíst telja, að þær varn- araðgerðir, sem hér verða framkvæmdar, séu gerð- ar með samþykki yfirgnæfandi meirihluta þjóðar- innar. Lítill hópur samsærismanna er þeim andvíg- ur. Það eru mennirnir, sem nú ’hrópa: landráð, land- ráð, og vildu, að hér væru engar aðgerðir til varnar, svo að árásarmönnum væri sem greiðust leiðin inn í landið, ef henta þætti. Landsmenn sjálfir skilja, af hvaða rót er sprottin andspyrna þessa fólks gegn varnarsáttmálanum og meta það að verðleikum. ENDA ÞÓTT landsmenn skilji gerla, hver nauð- syn rak hér á eftir, og að þessar aðgerðir miða að því að útiloka þá hættu, að yfir þá og fjölskyldur þeirri dynji sú mesta ógæfa, sem hugsazt getur fyrir frjálsa þjóð, að einræðis- og kúgunaröflin nái hér fótfestu, er þeim jafnframt ljóst, að atburðir þessir eru ill nauðsyn, og vissulega er það ósk þjóðarinnar, að hér þurfi enginn slíkur varnarher að dvelja. Is- lendingar þekkja tvíbýli í landi sínu og vita, að það skapar mörg vandamál, enda þótt full vinsemd ríki milli hers og þjóðar og gagnkvæmur skilningur. Herseta sú, sem nú hefst hér, mun að vísu verða alls ólík hernámi stríðsáranna, en eigi að síður veltur á miklu, að tekið verði á öllum slíkum sam- búðarvandamálum af festu, einurð og drengskap, og ef svo tekst til, er ástæðulaust að kvíða framtið- inni. Landsmenn mega nú hugleiða það, hverja gæfu alþjóðakommúnisminn hefur borið að dyrum þess- arar þjóðar að þessu sinni, og hver áhrif ráns- og FOKDREIFAR Rödd frá Dýraverndunarfélagi Akureyrar. VORIÐ ER KOMIÐ. Við höf- um fundið ylgeisla sólar á vöng- um, séð „vætlurnar streyma", snjóinn hjaðna og auða bletti koma upp. Litlu vetrargestirnir okkar, sem um langan tíma hafa dag- lega leitað lífsbjargar heima við húsin, hafa kvatt og eru horfnir. Þeir leita nú upp til fjalla og inn til heiða. Þar er þeirra rétta heimkynni. Vel má hugsa sér að þangað stefni hugur þeirra, þeg- ar veturinn er þeim þungur í skauti. En fáir mundu nú geta flogið þangað fagnandi, ef þeim hefði ekki verið rétt öflug hjálp- ai’hönd í vétur. Gott er að vita til þess, að hér á Akureyri er nú almennur áhugi á því, að gefa smáfuglum, þegar þess gerist þörf. Ekki munu mörg hús hér í bæ, að þeim hafi ekki verið gef- ið þar meira eða minna. Hér verða ekki nefnd nein nöfn, en vitað er, að nokkrir menn hafa keypt fóður handa smáfuglum í sekkjatali. Dýraverndunarfélagið hefur nokkrum sinnum keypt fuglafóð- ur og fengið skólabörn til þess að dreifa því. Hefur það áreiðanlega komið að gagni, en meira er þó vert um hitt, sem góðhiartað fólk hefur af eigin hvötum gert fyrir þessar litlu, vængjuðu verur. — Dýraverndunarfélagið þakkar þessu fólki fyrir sitt leyti, en þakklæti litlu, svöngu anganna hefur það fengið. Og það eru beztu launin. JÁ, VIÐ vonum, að vorbatinn sé nú kominn fyrir fullt og allt,, og að við verðum því vetrargest- anna okkar lítið vör um langan tíma. En nú eru aðrir gestir að heimsækja okkur. Þegar um fyrstu sumarhelgi heyrðist til farfugla. Köld hefur aðkoma þeirra verið. Eftir harða baráttu við storma og hríðar, kulda og þreytu á ferðinni yfir hafið koma þeir að snævi þöktu landi. Sumir þeirra hafa ef til vill ekki átt hingað annað erindi en að krókna úr kulda, eða sálast úr sulti. — Virðast það hörð kjör eftir að þeir höfðu lagt fram alla krafta til að sigrast á erfiðleikum langflugs- ins. Er þar um að ræða eina af gátum lífsins. En hvað getum við gert fyrir þessa þreyðu gesti? Það er nú ekki mikið, en við getum þó a. m. k. látið þá í friði. Gera má ráð fyrir, að flestum sé það ljúft. En því er miður, að alltaf eru til menn, sem veiðihugurinn ginnir til fugladráps. Þegar gæsir eða endur fljúga hér um, finnst sum- um bera vel í veiði og grípa morð tólið — byssuna. — Nú eru þessir fuglar alfriðaðir frá 1. apríl til 1. ágúst ár hvert (undantekning: helsingjar, hrotgæsir, toppendur og sefendur). Það er því LOG- BROT að skjóta þá. En auk þess ætti hver maður að finna hve ómannúðlegt það er, að taka á móti langþreyttum farfuglum með byssuskotum. IIÉR EINNIG ástæða til að minnast á sinubrennurnar. Á hverju vori má sjá stóra fláka brennda. Stundum er það gert áður en varptíminn hefst, en nú leysir snjóinn seint, og er því hætta á, að eggjamæðurnar verði lagstar á, þegar hentast þykir að brenna sinu. Viljið þið nú ekki, bændur, sem teljið nauðsyn að brenna sinuna, og aðrir, sem gerið það ykkur til gamans, renna huganum til þeirra? Hvernig haldið þið að þeirri móður líði, sem neyðist til að flýja frá af- kvæmum sínum undan æðandi eldi? Mundi ekki hugsunin um það geta komið ykkur til að stinga eldspýtunum í vasann aft- ur? Dýraverndunarfélag Akureyr'- ar væntir þess, að farfuglarnir fái að fljúga hér um og dvelja hér í friði, og biður alla góða menn að stuðla að því, að svo megi verða.“ Við hverja eru þeir að tala? HÉR ER ÁÐUR skýrt frá því, að nýtt blað hóf göngu sína í höfuðstaðnum nýlega og heitir Vikutíðindi. Segist það vera „óháð“, en lítinn trúnað virðist vera hægt að leggja á það. Sem dæmi um málflutning þessa „óháða“ málgagns eru þessi um- mæli úr grein, sem heitir: Hvar er verzlunarfrelsið?: „Þið þekkir Samband ísl. sam- vinnufélaga. Það er stéttarfélag bænda(!) og hefur verið beitt sem stéttarfélagi á ríkissjóð og landsmenn. Á undanförnum ár- um hafa bændur fengið mikla og fjö lþætta styrki til þess að styðja og efla landbúnað í þessu landi. Styrkirnir eru vitanlega greiddir af almannafé. Þetta fé hafa bændur sótt í ríkissjóð og borið yfir í sjóði Sambandsins. Þar er féð skattfrjálst. Þessu fé er síðan varið til að stunda og reka verzl- un....“ Við hverja eru mennirnir að tala? Hvar fá heimskuskrif af þessu tagi hljómgrunn? Vitleys- urnar og blekkingarnar í þessari tilvitnuðu klausu (og reyndar í allri greininni) eru með þeim fá- dæmum, að líkast er því að verið sé að skrifa fyrir Hottentotta eða Búskmenn, en ekki íslenzkt fólk á 20. öldinni. Saumavél fótstigin, í hnotuskáp, mjög vönduð, er til sölu í dag og næstu daga. — A. v. d. „Ull" framleidd úr maís Til skamms tíma hefur maís einungis verið tal- inn til matvöru. Það hefur verið hægt að eta hann og drekka, en nú er tekið að framleiða úr honum gerfiull, svo að brátt munum við einnig geta farið að ganga í honum! Rannsóknarstofnun í Bandaríkjunum, sem heyrir undir landbúnaðarráðuneytið og sem fæst við ýmiss konar rannsóknir á vegum landbúnaðarins og iðn- aðarefnafræðinnar, hefur sent út tilkynningu þess efnis, að hafin sé framleiðsla á trefjum úr maís, sem líkist mjög ull. Er sagt að efni þetta komist næst ullinni af öllum þeim gerfiefnum, sem fram- leidd hafa verið til þessa. Trefjarnar eru unnar úr jurtahvítu úr kjarna maísins. Jurtahvíta þessi er nefnd „Zein“ og er aðeins ein af fleiri, sem finnast í maísnum, en hún er helmingur þeirrar jurtahvíta, sem finnst í kjarna maísins. Uppfinning þessi er raunar engin nýjung, þótt notkun hennar til ullar- framleiðslu sé svo til ný, því að fyrir 130 árum fann efnafræðikennari við Harvard háskólann, dr. Gor- hann að nafni, þetta umrædda efni. Fyrir 6 árum ákvað landbúnaðarráðuneytið að hefja vinnslu á „Zein“, sem hráefni til vefnaðarvöruiðnaðar. Fram- leiðsla á vefnaðarvörum úr þessu nýja gerfiefni hefur gefizt ágætlega, og maísinn kemur nú á markaðinn í ýmiss konar gerfi, t. d. sem flókahatt- ar, karlmannafatnaðir, dragtir og kápur, margs konar prjónavarningur, eins og t. d. peysur og sokkar, áklæði á húsgögn o. fl. o. fl. Efnin hafa reynzt ágætlega, þau eru sterk og halda sér vel eins og bezta ull, mölur grandar þeim ekki, þau hlaupa ekki við þvott og þola bæði suðu og hreinsun í efnalaug. Þetta er lauslega þýtt úr amerísku blaði og sagt hér lesendum kvennadálksins til fróðleiks. Er fjárstofn Ástralíu of stór? Það er gott til þess að vita, að tekizt skuli hafa að framleiða góða gerfiull, því að líkur eru til, að ullarframleiðslan í heiminum muni eitthvað drag- ast saman, ef gert er ráð fyrir að Ástralía fari að ráðum aðalkjarnorkusérfræðings landsins, sem tel- ur að féð muni ráða niðurlögum Ástralíu. Sem kunnugt er, er Ástralía langstærsti ullarframleið- andi í heimi, og í landinu eru 112 millj. fjár. Kjarn- orkusérfræðingurinn, Marcus Oliphant að nafni, hefur nýlega gert þessi mál að umtalsefni. Á fundi, með 500 leiðandi mönnum úr viðskiptalífi landsins, starfsmönnum ríkisstjórnarinnar og hernaðaryfir- völdum, lét hann þau orð falla, að sauðfjárrækt- in væri ein af aðalplágum landsins. „Kindurnar eru að eta upp hjarta Ástralíu með því að eyða öllum eðlilegum jurtagróðri og skapa auðn í landinu. Ef ekkert verður aðgert í þessu mikla vandamáli, mun illa fara fyrir landi voru.“ Þannig fórust yfir- kjarnorkusérfræðingi Ástralíu orð um þetta mál. Skoðun hans er, að Ástralía eigi þegar í stað' að hefja framleiðslu á gerfiull og jafnframt niðurskurð á sauðfénu. Ekki er búizt við að skoðun þessari verði fagnað af ullariðnaðinum, sem er í stöðugri aukningu og framleiddi ull fyrir 545 millj. dollara á sl. ári. Gert er ráð fyrir að salan á þessu ári muni fara fram úr þeirri upphæð. RÉTTUR VIKUNNAR: Saltsíld í ofni. Saltsíld er ágætur matur og er hægt að framleiða hana á ýmsa vegu. Algengt er að nota hana á kvöld- borð í edikslegi, en það er einnig hægt að gera ágæta rétti úr henni og nota til hádegisverðar. Þessi réttur er mjög Ijúffengur: 3. saltsíldar. — 6 fremur stórar kartöflur. — % 1. mjólk (rúmlega). — 2 egg. — IV2 matsk. hveiti. — 50 gr. smjörlíki. — Pipar. Síldin er afvötnuð, tekin sundur í flök, roðflett og skorin í bita. Kartöflurnar eru flysjaðar hráar og skornar í sneiðar. Eldfast mót er smurt, og kar- töflur og síld lögð í það í lögum (kartöflur neðst og efst). Mjólk, egg, hveiti og pipar er blindað sam- an og þeytt. Hellt yfir í mótið. Smjörlíkið er sett í smábitum ofan á í mótið. Bakað í ofni í 3/4—1 klst., eða þar til kartöflurnar eru meyrar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.