Dagur


Dagur - 06.06.1951, Qupperneq 5

Dagur - 06.06.1951, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 6. júni 1951 DAGUR 5 Frú Áðalbjörg Vilhjálmsdóffir In memoriam Þegar lítið barn byrjar að skynja umheiminn, en skilningur þess er enn takmarkaður, vakna í brjósti þess ótal spurningar. Hin margvíslegu undur, sem fyrir eyru og augu ber, eru stöð- ugt umhugsunarefni, og barnið hleypur til móður sinnar og spyr: Hvers vegna, hvers vegna? Móðirin gefur barninu svör eftir því, sem hún telur skilning þess og þroska ráða við, en oft er erfitt um svör og stundum er ekki hægt að svara hinu óþrosk- aða barni. Þegar þroski og aldur barnsins vaxa, greiðist úr ýmsum þessara spurninga að sjálfu sér, og barnið hættir að spyrja. Okkur fullorðnu er svipað far- ið og hinu spurula barni, þegar við fréttum lát ungs vinar. Skiln- ingur okkar er ekki meiri en það, að við fáum ekki skilið, hvers vegna ung kona í blóma líísins, elskuð eiginkona og móðir, er kölluð burtu einmitt þegar mestq störfin virðast kalla á hana. Á slíkum stundum stöndum við andspænis hinum miklu máttar- völdum, eins og barn frammi fyrir móður sinni og spyrjum: Hvers vegna? Við fáum ekkert svar, máske er það vegna þess, að við erum ekki nægilega þroskuð til þess að skilja það. Við stöndum fyrir hinum mikla dómstóli, við fáum engu breytt, engu þokað um fet, við verðum að sætta okkur við úrskurðinn, hversu harður, sem okkur kann að virðast hann. Það var sól og sunnan gola, og trén á Brekkunni bærðust hálflaufguð í andvaranum, þegar eg frétti lát þitt, Alla. Það var vor, og allt var að vakna tii lífs- ins eftir langan vetui-, þegar þú háðir þitt síðasta stríð. Eg sett- ist niður, og spurning barnsins reis upp í huga már: Hvers vegna? En eg fékk ekkert svar. Hugurinn reikaði, og minnning- arnar ruddust fram. Þú varst ein af fyrstu vinkonunum, þegar eg fluttist á Brekkuna með foreldr- um mínurn fyrir tuttugu árum. Þú varst góður félagi, skemmti- leg í leik, vinföst og vildir hverj- um, sem þú kynntist, allt það bezta. Eg minnist þín hlaupandi á sólbjörtum sumdrdegi með þykku, fallegu flétturnar og litlu lokkana, sem liðuðust um enni og vanga. Eftir barnaskólanám lágu leiðir okkar saman í Mennta skólanum á Akureyri. Þú varst aldrei hávær þar sem þú fórst, en allra hugljúfi, er þér kynnt- ust. Námið sóttist þér prýðilega enda ágætlega greind, og þú stóðst þig með prýði jafnt í próf- um skólans sem öðru. Framkoma þín var alls staðar til fyrirmynd- ar, og alltaf vildir þú gera það bezta úr öllu. Þú varst sjálf svo hreinlynd og heilsteypt skapgerð þín, að þú ætlaðir aldrei neinum neitt sem miður var. Ef einhver sagði hnjóðsyrði um einhvern fél aganna, tókst þú svari þess, er á var deilt, og oft man eg þig gerandi lítið úr áfellisdómum annarra. Eftir þrjú ár skildust leiðir í skólanum, en þú hélzt áfram og laukst 4. bekkjarprófi. Hvorki skorti þig námsgáfur né dugnað til þess að halda lengra á mennta brautinni, en vegna veikinda föður þíns, fannst þér það skylda þín, að fara að vinna fyrir þér, svo að þú sagðir skilið við skólann og réðst til verzlunar- starfa næstu 9 árin, mest megnis hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Allir, sem kynntust þér í því starfi, munu samdóma um, að naumast verði á liprari, kurteisari né al- úðlegri þjónustu kosið, en þú sýndir þar. Svo kom síðasti þátt- ur ævi þinnar Alla, sá ham- ingjusamasti en jafnframt sá styzti. Þú giftist manninum, sem þú unnir, þið stofnuðuð heimilið ykkar inndæla og eignuðust son. f hlutverki húsfreyjunnar, eigin- konunnar og móðurinnar komu eiginleikar þínir og ágæti betur í ljós, en nokkru sinni fyrr. Þú varst fyrirmyndar húsmóðir og heimilið átti þig alla. Þú varst mikil smekkkona og vannst hvert verk af hinni mestu kostgæfni. Þú lézt þér aldrei líka neitt, nema það bezta. Eiginmanni þín- um varstu mikil kona og félagi, og þið voruð samhent í því að gera heimilið ykkar að sönnu heimili. Og þó hefirðu sennilega verið mest og stærst sem móðir litla drengsins ykkar, Sveinbjarn ar. Enga unga konu hef eg þekkt, sem lagði sig eins fram um að veita barninu sínu heilbrigði og hreysti með því að vera með það úti öllum stundum .í vetur, þeg- ar snjóar og hríðar voru svo miklar, að fullfrísku fólki þótti nóg um, sá eg þig daglega úti með drenginn þinn. Þú hafðir þá óbifandi trú, að útivistin væri sú heilsulind, sem okkur bæri skylda til að nota og veita börn- um okkar, og hverju veðri sem var mættir þú með því að búa þig eins og nauðsynlegt var til þess að geta verið úti. En þér entist ekki aldur til þess að sinna þessu starfi nema stutt. Þú varst kölluð burtu, þegar drengurinn ykkar var aðeins rúmlega þriggja ára. Og nú er mikill harmur kveðinn að heimili þínu að eiginmanni þínum, litla synin- um, öldruðum foreldrum og einkasystur. En í hinni miklu sorg, er trú þeirra allra sterk og óbifandi, trú þeirra á það að þú hafir veri kölluð til þess að sinna ennþá göfugra hlutverki, en þú hafðir hér. Þegar tíu ára stúdentar frá M. A. komu saman þér sl. sumar, og við bekkjarsyslurnar, er verið höfðum saman í gagnfræðadeild- inni, hittumst, hefur áreiðanlega enga okkar órað fyrir því, að þetta væri í síðasta sinni, sem við ættum eftir að vera saman. Þá nutum við gestrisni og rnynd- arskapar í heimili þínu og áttum saman elskulega kvöldstund. Við minnumst þess nú með þakklæti, og eg veit, að bekkjarsystkini þín öll, hvar á landi sem er, biðja þér blessunar í hinum nýju heim kynnum þínum, jafnframt því, sem þau biðja. Guð að styrkja ástvini þína. Eg á bágt með að trúa því, að eg eigi aldrei framar að mæta þér á Brekkunni, Alla mín. Mér finnst umhverfið miklu fátaek- ara, eftir að þú ert horfin, en minningin um þig mun lifa í hjörtum allra, er kynntust þér, og um leið og eg þakka þér 20 Kona lýsir Eífinu í „ríki verka mannð og bænda" Geir Þormar MINNING. Lífs er ganga gengin, góðvinar er saknað. Vina kærra komin kveðjustundin. Vaknað aftur, má í muna minni um liðin kynni. Ljúft skal þau að þakka þér — í hinzta sinni. Minning fyrstu funda fyrnsku má ei lotið, þinna er högu handa hugði vel fá notið hópur sveina og svanna,— sveitarann að prýða. Ávöxt ævistarfs þíns ærið sjá má víða. Þá, af iðni unnið, oft var glatt á Hjalla. Fleiri’ en einn í einu á hann Þormar kalla mátti heyra. Muni margar hendur réttu, leiðbeininga að leita í leit að marki settu. Undra fljótt úr allra ósk og vanda leysti snilli og ljúfa lundin, lamað starfsþor trcysti. Þeim, er miður mátti, mætti hugar jókstu. Viðleitni og vilja verkið fyrir tókstu. Lífsins kalli lauztu, lögmál þess er: vinna. Þraut ei þér mun verið þörfum vina að sinna. List er ljós, sem blaktir, lífshætt. Dags í glaumi aðeins óljós skuggi af innstu þrám og draumi . Veit eg verið hefur yíst að baki anna lista hugarheimur, hulin sjónum manna. Ljúfa fórnarlundin lofar minjaeiði: Gleym mér ei áð græða gróið þitt á leiði. NEMANDI. ára vináttu og tryggð, kveð eg þig í þeirri einlægu trú, að þú hafir verið kölluð burtu til þess „meira að starfa Guðs um geim“. 30. maí. Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir var fædd 16. apríl 1919 á Akureyri og dvaldi þar til dauðadags. Hún var aóttir hjónanna Elínar Sveinbjarnardóttur frá Stokka- hlöðum í Eyjafirði og Vilhjálms Júlíussonar frá Barði. Hún stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri á árunum 1934—’38, er hún hvarf úr skólanum og hóf verzlunarstörf. Við þau fékkst hún til ársins 1948, er hún gift- ist eftirlifandi manni sínum, Sig- urði Ólafssyni fulltrúa í Útgerð- arfélagi KEA. Frú Aðalbjörg andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar þ. 28. maí sl., eftir stutta en þunga legu. Hún var jarðsett frá Akureyrar- kirkju 2. júní sl. að viðstöddu fjölmenni. A. S. S. Hollenzk hoita af Gyðingaœtturii liefur nýlega gefið vt bók, sein at- hygli vekur um allan hinn mennt- apa lieirn■ Kona þessi heitir Elinor I.ipþer, en bók hehnar: Ellefu <ir i fatigabúðum liússa. Þelta er œgileg harmsaga konu, sem fór Itl Jlúss- lanils árjð 1937, sannfarð um, að þar vceri fyrirheitna landið, hið verðandi ríki verkamanná og bccnda. hcssi hollenzka stúlka lckk starf í Rússlandi og var sæmilega ánægð franian af, en svq urðu örliig hcnn- ar þau, sem hent hafa miklu llciri austur þar en vestrænt l'ólk helur hugmynd um. Leynilögreglan kom qg sótti hana eina nóttina — lyrir hvaða sakir vissi hún aldrei. Hefur kannske talað ógætilega einhvers staðar, látið á sér skiljá, að hún hefði orðið fyrir einhverjum von- brigð.um með paradísina. l’m jjetta fékk lnin aldrei neina vitneskju, en hún var hölð í haldi í Moskva mán- uðum saman, án ])ess að nokkur rannsókn'færi fram í máli hcnnar, og svo var hún send með þúuuid úm annarra kvenfauga lil Síberíu. lil Kolyma, langt fyrir norðan hcim- skautsbaug, til þess að jjjást þar meira en orð fá lýst í 11 ár. un/ henni var sleppt í iangaskiptun) Bandaríkjamanna og Rússa upp úr stríðslokum. ' lilinor Lipper kynntist miirgu ó- gælusiimu rússnesku fólki i taiiga- vist sinni, og i einum kalla bókar- innar segir hún frá 'feýiishi hús- móður í MóSkva'. Fer sá kafli hér á eitir, nokkuð samandrGginn: Ein hinna mörgu mæðra í klef- ánum með mér (í Butyrka-fángels- inun í Moskva) var Smirnova, kona rússnesks embættismanns. Eftir að eiginmaður hennar var handtekinn, hafði hún verið rekin úr íbúð sinni í Moskvu, ásamt þremur börnum sínum. Hún fékk húsaskjól í léleg- •ijm kofum í úthverfi borgarinngr. Eftir mikla leit — því að, engijm jrorði að taka konu dæmds manns í [íjónustu sína — fékk lnin samt starf í pósthúsi. í hléum frá starfi sínu varð hún að hlaupa heim til þcss að fæða tveggja mánaða gamalt barn sitt. Næsta barn var sex ára lelpa, og hún sat hjá barninu, meðan móðirin vann úti. Elzta bainið var 14 ára drcngur, scm var í skóla. Litla stúlkan spurði olt eftir föð- ur sínum, og móðirin bjó til alls konar kynjasögur til }»ess að útskýra hvarf hans. En drengurinn spurði einskis. Hann hafði verið viðstadd- ur, þcgar faðir hans var handtek- inn, og hann gat ekki gleymt undr- uuarsvipnum á föðurnum, J»egar hann uppgötvaði, að þeim var al- vara að handtaka hann og ílytja á brotf ineð valdi. Drcngurinn hafði staðið við gluggann og séð bílinn [»eysa burt með föður lians innan- borðs. A j»eirri stundu var æsku hans lokið. Heimur, scm hingað til liaf'ði virzt vingjarnlegur og lilýr, hrundi til grunna. Enginn af vin- um hans eða skólaléliigum virti hann viðlits eftir J»etta, [»ví að hann var sonur „fjandmanns þjóðariim- ar ‘. Kennari sá, sem líaun halði dáð mest, og hafði kcnnt honum í I jiigur ár, varð nú fráhrindandi og hranalegur. Enginn vildi sitja við 'hlið hans í bekknum. Sérhverjar frímínútur urðu kvalastund lyrir hann, J»ví að biirn Jjekkja enga miskunnsemi, er svona stendur á. 14 ára gamall var Jjessi drengur lyyirlitinn útlagi. Eina mannéskjan, sem enn elskaði hann, var móðir hans. Og svo kom leynilögregla.i eina nóttina til J»ess að taka moður hans höndum líka. Skjálfandi á beinunum <»g náfölur stillti dreng- urinn sér upp fyrir framan hana. -En lítill drengur stiiðvar ekki lcyni- lögreglu stórveldis. Ekki bætti Jjað úr skák, erlitla stúlkaii vaknaði og hckk grátandi í pilsfaldi móður sinnar. Og ekki heldur, er móðirin í örvæntingu sinni greip hvítvoð- unginn úr vöggunni. Liigreglu- mennirnir ýttu biirnunum til hlið- ar, settu barnið í vögguna og dr<»gu konuna út í bíl. Járnhlið var opnað og þvi lokað aftur. Hún var fangi í Butyrkafang- clsi. I»cir leituðu á hcnni. Þegar [jað var búið, sneri hún sér að varð- inanninmn: „Eélagi, ég verð að komast heirn til litla barnsins míns. Það deyr úr hungri, ef ég kem ekki. Eg grátbið Jjig!“ En á andliti varðmannsins var enga svipbreytingu að sjá. Hann svaraði engu orði. Smirnova beið og beið, og aðeins ein hugsun komst að: börnin hcnn- ar heima. Brjóstin bólgnuðu upp at mjólk, en hcima grét hvítvoðungur af hungri. „Viltu skýra okkur frá andbylt- ingarstarfsemi mannsins þíns?“ var spurt. „Maðurinn minn var ekki and- byltingarsinni.“ „Hvað cr nú þetla?“ spurðu lög'- reglumennirnir. „Þú hefur verið gift lionum í 15 ár og veizt ekki um neðanjarðarstarfsemi lians, er liann hefur Jjó sjálfur játað. Jæja, kann- ske kemstu á aðra skoðun í tanga- klefanum." „En ég verð að komast heim til barnanna minna." „Skrifaðu undir Jjessa yfirlýsingu um að jni liajir vitað um andbylt- ingarstarfscmi majmsins [jíns, og J»á skaltu fá að sjá börnin Jjin.“ „En ég get ckki skrilað undir. Maðurinn minn cr saklaus." Þeir báru liana burt. Og svo leið tíminn. Yfirheyrslur héldu áfram. Henni fannst Jjeir ætl- ast lil JjcSs að lnin undirritaði dauðadóminn yfir manninum síu- um og lýsti verknaði á hendur hon- um, sem hún vissi að hann var sak- laus af. Hún grét og grátbændi dómarann. En hún vissi ekki, að leynilögregludómari getur ekki sýnt miskunnsemi, Jjótt liann vildi. Þessi kona fékk loks 8 ára dóm í jjræþt- búðum. Hún lékk aidrei að vita, hver urðu örlög barna hennar. Gagnfræðaskóli Akur- eyrar útskrifar 46 j gagnfræðinga 1 Gagnfræðask. Akureyrar var slitið sl. fimmtudagskv. að við- stöddu fjölmenni. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri, gaf skýrslu um störf skólans á vetrinum en. þar stunduðu 282 nemendur náro. en 278 gengu undir próf. Samkv. hinni nýju fræðslu- löggjöf starfar skólinn bæði í bóknóms- og verknámsdeildum. Deildirnar voru 12, en bekkirnir 4. — Gagnfræðapróf tóku 46 nem- endur, 30 úr bóknámsdeild og 16 úr verknámsdeild. Hæstu eink. við gagnfræðapróf hlaut Val- gerður Valtýsdóttir (Þorsteins- sonar frá Rauðuvík) 8.44. Hópur 3ju bekkinga gekk undir lands- próf. 10 ára gagnfræðingar færðu skólanum málverk af Geir G. Þormar að gjöf. Hafði Friðrlk Kristjánsson, Viðarholti, orð fyr- ir þeim, en skólastjóri þakkaði. í skólaslitaræðu lagði skóla- stjóri út af orðunum: „Enginn verður óbarinn biskup.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.