Dagur - 06.06.1951, Side 11

Dagur - 06.06.1951, Side 11
Miðvikudaginn 6. júní 1951 D A G U R 11 Jarðarför systur minnar, ELÍNAR JÓNSDÓTTUR, sem andaðist á Landaskotsspítala 24. f. m., er ákveðin laugar- daginn 9. þ. m. og hefst með bæn á heimili hennar, Þverá á Staðarbyggð, kl. 1 e. h. — Jarðsett verður að Munkaþverá. Rósa Jónsdóttir. Bílstjórar, Akureyri! Þeir meðlimir Bílstjórafélags Akureyrar, sem liafa í hyggju að dvelja í sumarbústað félagsins nú í sumar með fjölskyldur sínar, skulu beina dvalarbeiðnum sín- um til Hafsteins Halldórssonar (sími 1569), sem gefur nánari upplýsingar. STJÓRNIN. ÍBÚÐ Neðri iiæð hússins Aðalstræti 24 er til sölu. — Tilboð óskast fyrir 15. júní. Nánari upplýsingar gefur Ártii Valdimnrsson, sími 1538, og eftir kl. 6 sími 1428. ’ o STOPPUGARN Ull og ísgarn. Vefnaðarvörudeild NÁTTKJÓLAR Seljum næstu daga gallaða náttkjóla. Vefnaðarvörudeild 1 KAUPTAXTI Trésmiðafélags Akureyrar og Málarafélags Akureyrar frá og með 1. júni 1951 til 1. september 1951. Grunnkawp í- dagvinnu kr. 12.00 pr. klst., með vísi tölu kr. 15.59. Eftirvinna greiðist með 60% álagi^ kr. 24.94, og nætur- og helgidagavinna með' 100% áíagi, kr. 31.18. Vinni félagsmenn utan bæjar, skulu þeir hafa frían ferðakostnað og kaup á leiðinni. Ef uhnið er lengur en hálfan mánuð, skal vinnuveitandi sjá um fríar ferðir til heimilis á tveggja vikna fresti, sé vegalengdin styttri en 100 km.; annars til næsta ver7.1unarstaðar, með sömu tímalengd milli ferða. Ennfremur skulu félagsmenn hafa frítt fæði og húsnæði þar, sem unnið er. Slasist maður við vinnu, skal Iiann halda fullu kaupi í 6 virka daga frá því slysið varð. Stjórnir félaganna. - Aðalfundur KEA (Framhald af 1. síðu). •afurðir fyrir rúmlega 8% millj. krónur, sem var lítið eitt meira 1949. — Innanlands seldi félagið landbúnaðar- og sjávar- afurðir fyrir rúmlega 21 milljón krónur. Ástæður félagsmanna gagnvart félaginu hafa mjög lítið breytzt á árinu. Þó hafa innstæður minnk- að í reikningum og innlánsdeild um tæplega 70 þúsund krónur, og er það fyrsta árið, nú um lang tíma, sem félagsmenn hafa ekki aukið innstæður sínar hjá félaginu. Ný skuldasöfnun hjá félagsmönnum hefur engin átt sér stað og nema heildár-skuldir allra félagsdeilda aðeins um kr. 85 þús. í árslok. Vona eg að mestur hluti þessara skulda greiðist á yfirstandandi ári, en það er lífsspursmláál fyrir fram- tíðarrekstur félagsins, að hægt sé að halda í horfinu hvað útlán snertir og sporna við skulda- verzlun.“ Á fundinum í dag mun Jakob F rímannsson framkvæmdastjóri að venju flytja ýtarlega, tölulega skýrslu um rekstur félagsins og einstakra fyrirtækja þess. Fulltrúar og félagsmenn. í félaginu eru nú 5025 félags- menn. í það gengu á árinu 331, en úr því 330 og munar þar mest um Olafsfirðinga, sem á árinu stofnuðu eigið kaupfélag. Félags- mannatala KEA hefur því ekki hæ'kkað nema um 1 á árinu. Á áðalfúndinum eiga sæti 178 full- trúar frá 24 félagsdeildum, en eigi er enn vitað, hvort full tala mætir. Kosningar. Á þessum fundi fer fram kosn- ing tveggja manna í stjórn, í stað Ingimars Eydal, sem ekki tekur kosningu á ný vegna heilsu- brests, og Björns Jóhannssonar á Laugalandi. Auk þess kosning varamanns í stjórn í stað Bryn- jólfs Sveinssonar kennara, end- urskoðanda í stað Hólmgeirs Þorsteinssonar, varaendurskoð- anda í stað Elíasar Tómassonar og í stjórn Menningarsjóðs KEA i stað Snorra Sigfússonar. Auk þess kýs þessi aðalfundur 12 full- trúa á aðalfund Sambands ísl. samvinnufélaga. Nýtt tímarit. í dag hefur göngu sína tímarit, er félagið gefur út og nefnist „Félagstíðindi KEA“. Er ætlast til að það komi 3—4 sinnum á ári og flytji fregnir af starfsemi félagsins og verði sent fíestum félagsmönnum. Kemur 1. hefti þess nú í stað hinnar venjulegu ársskýrslu. Ritstjóri þessa nýja rits er Haukur Snorrason . Fundi lýkur á morgun. Aðalfundinum lýkur á morg- un. í næsta blaði verður skýrt frá störfum fundarins. - Fokdreifar (Framh. af 6. síðu). arið enn, að starfsmenn bæjprins eyðileggi verðmæti fyrir borgur- unum svo að nemur stórum fjár- hæðum? Hvers vegna er ekki tekið fram fyrir hendurnar þessu fólki? Það veit augsýnilega ekki, hvað það er að gera.“ ÚR BÆ OG BYGGÐ Messað í Akureyrarkirkju kl. 2 næstk. sunnudag. — P. S. Zíon. Samkoma á sunnudag- inn kl. 8.30 e. h. —- Séra Jóhann Hlíðar talar. Allir velkomnir. Áheit á Akurcyrarkirjku. Kr. .100.00 frá F. F. Þakkir Á. R. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ' ungfrú Brynja Hermanrisdóttir Og Haraldur Qlafsson, rakarnnemi. Akureyri. í » . KJ'J’- * ’ ' ‘ ■ -,K Síðustu dagana hefur mátt sjá börn hér 4 götimum með plastic-byssur, gerðar til þess að skjota nieð baunum. Danskt mérki er á griþum þcssum og er því svo áð sjá, sem þær séu keyptar til landsins fyrir ípi ið fé í erlendum gjaldeyri* Von- andi sjá verzlanir sóma sinn í því að táka ekki við svona varningi til sölu- fyrst ein- hverjum hefur liðist iað flýtja ósómann til landsins. Er hvort fveggjn, að með baunaskotum þesstim ér verið að eyðileggja matvæli, og engunt unglingi er neitt gagn að því að handleika svona, verkfæri og geta auk heldur valdið meiðslum með því. Ábeit. á; Strandarkirkju. Kr. 50 frá N. N. — Kr. 100 frá J. S. — Móttekið á afgr. Dags. Að Stekkjarflötum, Eyjafirði, verður haldjn, ki;Í5,tÍlé& samkoma sunnudaginn 10. þ. m. kl. 4 e. h. Allli4 Vélk'ómnir'.' Saemunclur G. Jóhannésson,- .....-- ...-“•••• Munið samkomuna að Sjónar- hæð'Wáéhtk '.súhhudág’kí.' K.! Álíir vélkomhir! Athugið. .Eíijs og , að; undan- förnú er íáðgert að taka á móti börnum til hálfs mánaðar dvalar við Ástjörn í Heldúhvérfí, en þar er Umhverfi> fagúrt1 fújög óg heil- næmt skógarloft. Ðaggjöld munu hækka eitthvað frá síðasta ári, en fargjöld fram og aftur falla niður að mestu vegna rausnarlegs styrks frá trúuðum manni hér í bæ. Verður því dvöl- in raunverulega ódýrari en í fyrra. — Gert er ráð fyrir að fara að Ástjörn í byrjun júlí eða um það leyti. Til kynnið því þátttöku sem fyrst. — Nánari upplýsingar í síma 1050 mlili 7 og 8 á kvöldin. Sæmundur G. Jóhannesson. Sjónarhæð. Nú í vor bar það til tíðinda á Helgastöðum í Reykjadal, að ær bar fimm lömbum, voru þau öll fullburða og talin á stærð við venjulega tvílembinga, en svo fór að öll lömbin drápust og móðirin líka. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 150 frá S. J. Móttekið á afgr. Dags. Síðastl. föstudag — hinn 1. júní — hófst laxveiðin í Laxá í Aðaldal og veiddust 5 laxar á fyrstu tveimur dögunum. Að- alveiðitíniabilið byrjar 15. þ. m. Þingéýingar veiða aðallega fram til 15. júní, en þá taka Akureyringar við. Auk norð- anmanna veiða stangveiði- menn úr Reykjavík nokkurn hluta sumarsins. Veiðitímabil- ið stendur til 31. ágúst. Sundkeppnin. Mikill áhugi er nú í Eyjafirði fyrir Samnorrænu sundkeppninni. U. M. S. E. leit- aði til hreppsnefnda um styrk til að standa straum að óhjákvæmi- legum kostnaði við keppnina. — Hafa þær er til hefur frétzt brugð ist vel við. Enda gengur sá styrk- ur til fólksflutninga í viðkom- andi hreppi. Gjöf til Ellihoimilisins í Skjald- arvík. Laufey Haraldsdóitir, Klapparstíg 1, Akureyri, hefur gefið Elliheimilinu í Skjaldarvík kr. 500.00 til minningar um ömmu sína, sem átti 100 ára af- mæli 23. maí síðastl. — Hjartans þakkir. — F. h. Elliheimilisins. Stefán Jónsson. Það er til baga fyrir ókunnuga hér í bæ, að illt er að átta sig á því, hvar hér er pósthús og landsímastöð. Hið myndarlega póst- og símahús *er ekkert auðkennt. Meira að segja, þeg- ar komið er inn í forstofuna, vantar glögg merkjaskilti. Sundmerkin — fyrir þá, sem lokið hafa norrænu sundkeppn- inni — fást nú í Bókaverzl. Ax- els. Kvöldferðir Ferðafélagsins virðast ætla að verða vinsælar. Sl. miðvikudagskvöld var ekið fram um Eyjafjörð og var þátt- taka góð, enda fargjaldið sérlega ódýrt, kr. 10.00 fyrir manninn. í kvöld er ætlunin að aka um Svalbarðsstrandarveg til Laufáss og Grenivíkur. Lagt verður af stað kl. 8. Hjálpræðisherinn Strandg. 19B. Föstudag kl. 8.30 e. h.: Útisam- koma .— Sunnudag kl. 2: Útisam koma við Höepfnér. Hvítasunnu- menn taka þátt. Kl. 4: Útisam- koma á Ráðhústorgi. Kl. 8.30 e. h.: Samkoma í salnum. — Allir velkomnir. Frá Kvcnfélagiiiu Hlíf, Akur- eyri. Frá öldruðum, ónafn- greindum bamavini á Akureyri barst Dagheimilinu Pálmholti vegleg gjöf: kr. 4000.00 í vaxta- bréfum Stofnlánadeildar sjávar- útvegsins við Landsbanka ís- lands. Færi eg gefandanum hug- heilar þakkir fyrir þessa miklu rausn. Drottinn blessi allan hans hag. — F. h. Pálmholts. Elinborg Jónsdóttir, formaður. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. — Sunnudaginn 17. júlí, Hólum kl. 1 e. h. — Sama dag, Möðruvöllum kl. 3 e. h. Handknattleiksmeistaramót Akureyrar fer fram helgina 9. og 10. júní næstk. á nýja íþrótta- svæðinu norðan við Lögbregs- götu. Tvö félög taka þátt í mót- inu, K. A. og Þór, og verður keppt í þrem flokkum, meistara- flokki, öðrum flokki og þriðja flokki, karla og kvenna .Annars verður tilhögun mótsins auglýst nánar í götuauglýsingum. — Ef dæma má eftir képpnum, sem fram hafa farið í vor, má búast við að þessi keppni verði afar spennandi. — Handknattleiksráð mun sjá um mótið. ÍTÖLSKU KOSNINGARNAR. (Framhald af 7. síðu). — meira en 1/3 af þeim at- kvæðum, sem samsteypa þess- ara flokka fékk í heild. — Það vakti athygli, að þar sem Kom- infonn-þjónustan var mest áberandi, gekk kommúnistum kosningabardaginn erfiðlegast. ÚRSLITIN SÝNA, að kommún- istar eru enn sterkir á ítalíu. Ástandið í landinu cr á ýinsan hátt slæmt, atvinnuleysi er mikið (2 millj. atvinnuleys- ingja) og í þessum hópi at- vinnuleysingja er að finna að- alstyrk kommúnista, sagði einn af leiðtogum Iýðræðis- flokkanna og bcnti á nauðsyn þess, að lýðræðisflokkarnir kynnu að draga réttar álykt- anir af því.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.