Dagur - 01.08.1951, Qupperneq 2
2
D A G U R
Miðvikudaginn 1. ágúst 1951
Pólitísk aðstaða, skattar og
| mannleg náttúra
Alþýðuflokkuriim á vogarskál réttlætisins
heima og erlendis
f vikunni sem leið var háð eft- | ingafundum og í áróðursraéðum.
irtektarvert einvígi í blaðilkosti
Dagskrármál landbúnaðarins:
Byggingaframkvæmdir -
Byggingakostnaður
hinna svonefndu verkalýðsflokka
á íslandi. Alþýðublaðið og Þjóð-
viliinn tefldu þar fram flokksfor-
ingjum til skiptis og stóð kcppnin
um það, hvor flokkurinn hefði á
að skipa fleiri hátekjumönnum.
Ilér skal enginn dómur lagður
á úrslitin í þessu einvígi verka-
lýðsleiðtoganna, enda mála sann-
ast, að hvor um sig hafði getað
bent á sællega foringja, sem
puntuðu verulega upp á skatt-
skrána. Skiptir það heldur og
ekki miklu máli, hvor skjöldinn
bar í viðureign þessari, hitt er
lærdómsríkara og eftirtektar-
verðara, sem kemur fram í
dagsljósið er hjúin deila. Það
upplýstist á öðrum vigstöðvunum
að hátekjurnar í vasa foringjanna
eru komnar úr ríkissjóði, þar
sem „vei’kalýðsleiðtogar“ þessir
eru allir á háum launum, en á
hinu leitinu hafa kommúnista-
forsprakkarnir óhreinkað hend-
ur sínar á „olíugróða“ og hvers
konar öðru kaupbraski og mangi,
sem talið er þó til stórsynda hjá
einstaklingum í öðrum flokkum.
Það rifjast upp í þessu sambandi,
að þegar „sparnaðarnefndin11
svokallaða starfaði hér um árið,
og gerði tillögur um ýmsar lag-
færingar á rekstri ríkisins (sem
fæstar hafa þó verið framkvæmd
ar), þá var á það bent að a. m. k.
tveir forstjórar á launum hjá
ríltinu tækju þar alveg óeðlilega
há laun. Komu báðir þessir for-
ingjar aftur fram í dagsljósið í
skattgreiðenda-einvígi „verk-
lýðsblaðanna” ásamt nokkrum
smærri spámönnum, því að svo
undarleg hefur viðburðanna rás
verið í þessu landi, að allir þing-
menn og helztu foringjar annars
stjómarandstöðuflokksins voru
komnir í feit og hæg ríkisemb-
æ'tti nokkru áður en flokkur
þeirra varð að hverfa frá kjöt-
kötlum stjórnarflokksins í nið-
ursetning stjórnarandstöðunnar.
Leikur þó grunur á, að til séu
ýmsir menn í þessu landi, sem
e. t. v. hafi verið hæfari til að
gegna sumum þessara embætta,
og ekki er trútt um, að hér finn-
ist menn, sem telja sum þessi
embætti óþörf með öllu og „til-
búin“ aðeins í ákveðnu augna-
miði.
Mannleg náttúra.
í þessum fjáraflamálum rekur
Alþýðuflokkurinn sig óþyrmi-
lega á mannlega náttúru. Þegar
kenningin um lýðræðissósíal-
ismann og jafnaðarmennskuna
rekur sig á hana, verður það
eðii einstaklinganna að skara
eld að sinni köku „ofan á, en
fögru orðin geymast á meðan í
afkimum hugans, unz hentugt
þykir að dusta af þeim rykið og
bera þau út í sólarljósið á kosn-
Alþýðuflokksmennirnir á íslandi
geta þó huggað sig við þau sann-
indi, að þeir eru ekkert eins-
dæmi að þessu leyti. Kollegum
þeirra og trúbræðrum í öðrum
löndum hefur líka þótt þægilegt
að láta fjármuni kaptíalismans
skola sér að ströndum hóglífis og
allsnægta, enda þótt með nokkuð
öðrum hætti sé en hér. Á íslandi
hefur aðferðin verið sú að kom-
ast yfir hátekjuembætti í krafti
pólitískra valda, en annars stað-
ar, t. d. í; Bretlandi, hefur þótt
allt eins gott til fjárafla, að kom-
ast að kjötkötlum stórfyrirtækja
og láta stjórnarlaunin þar verka
eins og flotholt fyrir menn, sem
hafa tamið sér lífshætti hinna
ríku.
Sósíalisminn í skúffunni til
hægri.
Brezka blaðið Sunday Express
flutti nýlega grein um sósíalism-
ann í „skúffunni til hægri“, þ. c:
í þeim armi flökksins, sem-hefur
valdaaðstöðuna og- á nolikuð
undir sér, en mótsetningin við
hann er „skúffan til vinstri“, en
í henni eru þeir Bevan, fyrrv.
heilbrigðismálaráðherra, og aðrir
uppreistarmenn, og eiga lítið
undir sér. í hægri skúffunni tel-
ur blaðið ýmsa af mektarmönn-
um flokksins og getur þess í
leiðinni, að ofan á ráðherralaun-
in taki þeir álitlegar fúlgur sem
stjórnendur stórfyrirtækja kapí-
talista, og hefur sumum þessara
fyrirtækja hreint ekki vegnað
illa nú í seinni tíð. Nefnir blaðið
sem dæmi ýmsa þingmenn, að-
stoðarráðh. og því um líka, sem
skipta við fimmta mann stjórnar-
launum, sem nema 25—30 þús-
und pundum, og hafa yfirleitt
hækkað um 2—4 þúsund pund á
sl. ári. Eru þessir jafnaðarmenn
þar með komnir á laun, sem leyfa
þeim hóglífi og þægilegheit, sem
auðmenn Bretlands þóttust einir
mega sitja að hér fyrr á árum.
Vogarskál réttlætisins.
Þannig dinglar pendúllinn á
vogarskál réttlætisins heima og
erlendis og er enginn kominn til
að segja það með neinum sann-
indum, að í þeim skiptum halli
frekar á oklcar jafnaðarleiðtoga
og alþýðusinna. Líklegast verður
ekkert sannað í þessum efnum
annað en það, að „þótt náttúran
sé lamin með lurk, leitar hún út
um síðir.“
Florosent-
lamparnir
Boss-Iíertin
Kaupfélag Eyfirðinga
Véla- og varahlutadeild.
I STUTTU MALI
AÐALMÁLGAGN ameríska
tannlæknasambandsins, „Jour
nal of the American Dental
Association“, flutti í sl. mán-
uði ýtarlega grein um þá
kenningu, að ýmsir hjarta-
sjúkdómar, nýrnasjúkdómar,
augnveiki og húðveiki, ætti
stundum rót sína að rekja til
tannskemmda. Segir blaðið, að
því betur, sem þessi kenning
hafi verið rannsökuð, því
færri staðreyndir séu til að
styðja hana. „Óteljandi þús-
undir tanna hafa verið drcgn-
ar úr fólki að nauðsynja-
lausu,“ segir blaðið, „vegna
þess misskilnings, að það væri
lækning við ýmiss konar krón
ískum kvillum.“
-K
BREZKA BLAÐIÐ Fishing
News segir frá því, sem dæmi
um það, hversu síldarútgerð
hafi hnignað í Skotlandi, að
Skotar hafi á þessu sumri selt
íslendingum tómar tunnur. —
Hér mmi átt við tunnufarm
þann, sem togarinn Hallveig
Fróðadóttir flutti nú á dögun-
um frá Skotlandi til Suður-
nesja.
•K
FISHING NEWS skýrir frá
því nú fyrir skemmstu, í yfir-
litsgrein um íslenzkar fisk-
veiðar það sem af er þessu
ári, að Akureyrartogarinn
Svalbakur hafi náð beztum
árangri á brezka markaðinum
í ár, selt fjóra farma fyrir
54000 sterlingspund. — Sama
blað kallar karíaafla íslenzku
togaranna „fantastic“. Þykir
Bretum nær ótrúlegt, að hægt
sé að moka upp 4—500 tonn-
um af karfa á fáum dögum.
Blaðið nefnir sem dæmi afla
Neptúnusar, 527 tonn.
-K
BREZK HÚSMÓÐIR hefur
með bréfi til London Evening
News stungið upp á því, að
prinsessurnar, Margrét og
Elísahct, taki upp á því að
borða síld á opinberum stöð-
um til þess að auka síldar-
neyzluna í Bretlandi og spara
þjóðinni þannig útgjöld. —
Bretum hefur gengið erfið-
lega upp á síðkastið að selja
kipper-framleiðslu sína. Hús-
móðirin leggur til, að prins-
essurnar paníi sér steikta síld,
með ediki og sinnepssósu ann-
að slagið, og segir að slíkt
mundi ekki aðeins hafa heilsu
samleg áhrifá síldarmarkaðinn
heima fyrir, hcldur mundi það
einnig stórauka útflutnings-
möguleikana til Bandaríkj-
anna, því að síldarát mundi
fljótlega þykja öllu öðru áti
fínna!
Handklæði
T v i s t i a u,
F 1 6 n e 1
og ótal margt fleira af
metravörum.
Kaiipfélag Eyfirðinga.
Vefnaðaruörudeild.
Gísli Kristjánsson ritstjóri
sendir þættinum þennan
pistil.
HARÐRÆÐI og þrengingar,
sem náttúran veldur, eru ekki að
jafnaði þyngstu baggarnir, sem
bændum og búskap þeirra eru
búnir. Þeir geta að vísu orðið
lungbærir stöku sinnum og slig-
að einstaklinga, sem ekki hafa
búið sig undir komu harðæra.
Þyngstir allra bagga eru aftur á
móti þeir, sem bændur hljóta að
binda búskapnum með því að
reisa traustar og góðar bygging-
ar yfir fólk og fénað og allt sem
atvinnunni tilheyrir.
Við eigum ekki því að fagna,
að hafa hlotið í arf, frá eldri kyn-
slóðum, miklar byggingar og
reisulegar, sem staðið geta um
aldir.
Stéttabræður íslenzkra bænda,
meðal annarra þjóða, búa við 100
—300 ára gamlar byggingar, og
það er bæði auðveldara og ódýr-
ara að lagfæra þær en að reisa
frá grunni. En hér þavf að reisa
allt fi'á grunni, á í'ústum gömlu
íorfhúsanna, sem ekki þykja not-
hæf nú á dögum.
Það er vandi að byggja svo að
vel sé, og það er dýrt. Hin kalda
veðrátta, allan ársins hring, ger-
ir það að verkum, að reisa verð-
ur hlý hús og traust, því að það
er þó tiltölulega ódýrara en að
offra miklum fjármunum árlega
til upphitunar.
Nú er byggingarefni geysi-dýrt
og torfengið og allir vita hver
vinnulaunin eru, svo að von er
að dýrt sé að byggja. Við það
bætist svo, að allir byggingamenn
eru horfnir úr sveitunum, en fag-
mennska er nauðsynfeg, þegar
reisa á hús fyrir nútímann. En
hvar á að spara, úr því að ekki
má gera það á kostnað gæðanna?
Það er ekki létt að segja það, en
á einum vettvangi er þó hægt að
spara útgjöld, bein peningaútlát,
og það er með því að vinna svo
mikið að sinni eigin bygginga-
framkvæmd, sem unnt er. Slíkt
byggingafyi'ii'komulag tekur að
vísu langan tíma, og svo er og
verður það jafnan tvöfalt álag
fyrir starfskrafta bóndans að
sinna bústörfum og bygginga-
framkvæmdum í senn, en að
skila tveim dagsverkum þannig
á einum degi, ár eftir ár, er að-
eins fært ungum mönnum og vel
hraustum. En það sparar pen-
ingaútlát, og ef bóndinn er verk-
hagur maður eða smiður, þá geta
verk hans eigin handa sparað
stórfé. En því miður eru verk-
högu mennirnir flestir farnir, —
þeir ungu einnig, — og því er
verr. Að því ber að stuðla, að
fleiri verkhagir menn verði í
sveitunum framvegis og auðvitað
þarf sveitin líka að eiga fagmenn
á byggingasviðinu innan vébanda
sinna.
„DÝRT ER DROTTINS ORÐ-
IÐ,“ sagði kerlingin. Dýrt er það
orðið að krónutölu þegar fjós,
með tilheyrandi áburðargeymslu,
fóðurgeymslu og mjólkui'húsi,
‘kostar um 8—9 þúsund krónur á
bás að meðaltali, svo sem nú er á
landi hér, ef byggt er svo vandað
sem byggja ber. Er það nokkur
furða þó að spara þurfi ef hægt
er. Til er erlend staðhæfing, sem
segir, að básinn, með tilheyrandi
húsakosti, megi kosta eins og
kýrin gefur af sér í verðmætum
„brúttó" um árið. Skoðum í eigin
barm. Getur meðal kýrin okkar
það? Segjum að mjólkurlítrinn
verði 2 krónur að verðgildi í vasa
bóndans í ár (það verður hann
auðvitað ekki, því að flutnings-
kostnaðurinn verður þungur
baggi). Til þess að komast í 8000
króna brúttótekjur eftir kúna
þyrfti hún þá að mjólka 4.000
lítra. Meðalkýrin mjólkar um
2.500 lítra nú. Það er langt í land.
Það er mikið ógert — sama hvert
litið er.
Og svo er það íbúðarhúsið, sem
rétt og slétt og áburðarlaust kost
ar nú um 140—150 þúsund krón-
ur að minnsta kosti, þó að aðeins
sé byggt með þeirri stærð, sem
minnst verður komizt af með á
venjulegu sveitabýli. í viðbót við
þetta koma önnur húsakynni, svo
sem vélageymsla, og önnur
geymsluhús, og svo fjárhúsin.
Allt kostar þetta fjármundi —'og
hvar á að spara, þegar allt þarf
að reisa? Því er vandsvarað,
þegar búið er að minnast á það,
sem bóndinn getur sjálfur af
hendi leysa. .
Á einum vettvangi er þó hægt
að prófa leiðina til sparnaðar, og
eflaust veiður hún reynd á ýms-
um stöðum, en það er félagsleið-
hi. Á öðrum sviðum höfum við
áorkað nokkru með félagslegum
samtökum og eflaust megna þau
einnig gagn að gera hér. Ef á
hverju ári eru gerðar áætlanir
um byggingaframkvæmdir á
ákveðnu svæði, sem félagsskap-
urinn nær yfir, og ráðstafanir
gerðar um framkvæmdir í félagi,
útveganir ýmissa hluta í einingu
og gagnkvæm aðstoð viðhöfð, þá
má nolckru fá áorkað. Og félags-
skap, sem hefur á að skipa góð-
um starfskröftum til forystu,
verða að standa opnar gáttir og
leiðir til þess að vera á verði um
nýjungar, sem hagnýtar reynast
og að gagni mega koma. Þetta er
félögum kleyft, en einstaklingum
síður eða ekki. Ymislegt nýtt er
á vettvangi dagsins, sem bænd-
um er óljóst eða ókunnugt, enda
ekki von að þeir geti fylgzt með
því, er gerist utan vettvangs
þeirra eigin starfa.
Það er eitt og annað, er skoða
ber og meta skal áður en al-
menningi skal ráðlagt það, sem
eigi hefur hlotið almenna viður-
kenningu, svo á sviði bygginga,
sem annars staðar, og máske ekki
sízt þar.
Við þurfum að byggja hlý hús.
Á þá að no.ta torf, gosull, vikur,
gjall eða eitthvað annað til ein-
angrunar, og hvernig á að nota
það? Og hvað kostai' það? Þessu
og ótal mörgu öðru, þarf að
svara og miða við staðhætti.
í DAGSKRÁRMÁLUM LAND-
BÚNAÐARINS sagði Dagur
fyrir stuttu frá fjósinu í Gljúfur-
holti í Olfusi. Það mun vera sú
sveitabygging hér á landi, sem
geymir flestar nýjungar og sum-
ar þeirrö hafa ekki verið reyndar
annars staðar hér. Hefur Guðjón
bóndi farið að ráðum þeim, sem
talin eru nú bezt og hollust, við
þvílíkar framkvæmdir, máske
ekki alltaf með tilliti til stofn-
kostnaðar, en sérstaklega vegna
reksturskostnaðar.
Reynslan verður að leiða í
ljós, hvað af því er gott og not-
hæft, og þá einnig, hvað er
einskis eða lítils virði. Mín ráð
og fyrirmæli voru þar með í at-
höfnum í svo miklum mæli, að
það færi illa á, að eg felldi dóma
um slíkt, fyrr en reyhslan segði
sitt. Hins vænti eg, að þar sé
flest til betri vegar. Þó vil eg
fullyrða, að þar er ein nýjung,
sem hinn kaldi vetur hér sunn-
anlands hefur sannreynt, en það
eru veggirnir, sem gerðir eru úr
gjallsteypu. Þessi veggjagerð opn
ar viðhorf og nýjan sjóndeildar-
(Framhald á 7. síðu).