Dagur - 01.08.1951, Síða 6

Dagur - 01.08.1951, Síða 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 1. ágúst 1951 •1 (fsso) Vörumerki, sem allir geta treyst Smurningsolíur, benzín og brennslu- olíur á allar vélar til lands og sjávar. j: <: Samvinnumenn! Verzlið við yðar eigið félag. <| Það borgar sig. Kaupfélag Eyfirðinga Oliusöludeild. (Niðurlag). var svo veikur, að læknirinn leyfði ekki að við færum inn til hans, og það fengum við aðeins einu sinni í heila viku. Grace fór fyrst inn, en svo ég. Hann var svo breyttur orðinn, að ég varð hræddur. Ég gat ekki látið mér detta neitt í hug að segja. Ég hafði fundið kaðalspotta við veginn og hafði borið hann heim. Þessi spotti var eina um- talsefnið, sem kom fram í huga mér þessa stund. Hann lyfti hendinni lítið eitt og hvíslaði um leið: „Ágætt, Gættu hans vel, félagi, við þurfum kannske á honum að halda siðar". Þeta voru síðustu orðin, sem ég heyrði hann tala. Ég var fyrir handan hjá frú Roberts daginn eftir þegar hjúkrunarkonan, sem stundaði hann, kom til okkar. Hún sagði ekkert heldur gekk þvert yfir stofuna og greip símann. Hún bað um númer og hún sagði, er svar- að var, að hún væri að hringja fyrir hönd móður minnar. „Mað- urinn hennar andaðist fyrir 20 mínútum", sagði hún. Þetta voru of stór tíðindi fyrir mig til þess að ég áttaði mig á þeim þá á stundinni. Mér fannst ég ekki þurfa að gráta, mér fannst ég vera tilfinningalaus. Heilinn á mér hætti allri starf- semi í eina mínútu eða tvær. Og þegar hann byrjaði aftur, var eins og hann snerist innan í höf- uðkúpunni, eins og grammófón- plata á skífu, og í eyrum mér hljómuðu í sífellu þessi orð: „Sjáumst heilir, félagi . . . sjá- umst heilir, félagi . “ Allir nágrannar okkar utan af sléttunni voru við jarðarförina. Þá vissi ég fyrst, í hve miklum metum hann var hjá þeim. Eftir að athöfninni var lokið, leit héraðsiæknirinn á hönd móð- m- minnar, en hún var mjög bólgin. Hafði hlaupið illt í fingur- mein. „Frú Moodey,“ sagði hann, „þetta er byrjun á blóðeitrun. Ef þú ætlar að halda áfram að ala upp börnin hans, verðurðu að koma með mér á stundinni inn á lækningastofuna.“ Allir voru undrandi og hrædd- ir nema mamma. Hún leit á læknirinn og sagði: „Já, læknir. Vitaskuld er það skylda mín“. Mamma kom okkur fyrir hjá kunningjunum á meðan. Hún kvaddi mig síðast. Eg man að það fór titringur um mig, skyldi hún meta mig minnst okkar allra? Hún felldi ekki tár fyrr en hún hafði lagt höndina á kollinn á mér, en þá sagði hún: „Þú ert minn maður héðan í frá. Nú verð eg að treysta á þig. Eg verð kominn heim aft- ur eftir 2 vikur.“ En það urðu ekki tvær vikur, heldur fjórar. Þeir báru hana inn í húsið á sjúkrabörum og lögðu hana á legubekk í stofunni. Þar skipulagði hún fyrsta fund Moody-ættarinnar. „Við skulum um fram allt ekki kenna í brjósti um sjálf okkur,“ sagði hún. „Við höfum öðrum störfum að sinna. í fyrsta lagi þurfum við að sjá til þess að mömmu batni alveg þetta ljóta handarmein. Til þess þarf ekki annað en gott fæði og góða hjúkr un. Og eg kem ekki auga á neitt, sem mundi flýta batanum meira nú á stundinni en góð og vel til- búin kjúklingasteik!" „Jæja, Ralph,“ hélt hún áfram, „far þú og náðu í stóru, brúnu hænuna, sem aldrei verpti neitt í vetur, og þú Philip, þú ferð og nærð í eldivið fyrir Grace, svo að hún geti kveikt upp í eldavélinni. Og þú, Muriel, þú nærð í hreinan dúk inn í skáp og leggur á borðið og færir borðið hingað að bekkn- um, sem eg ligg á. Og þegar elda- vélin er orðin vel heit, Grace, þá tekur þú stóra, svarta pottinn og lætur dálitla fitu í hann og sérð til þess að hún verði orðin vel heit þegar hænan er tilbúin. Og þú, Ralph, farðu og sæktu mömmu vatn að drekka. Eg get ekki hugsað mér neitt ljúffeng- ara nú á stundinni en bolla af vatni úr okkar eigin brúnni.“ Þessi kvöldmáltíð er sú eftir- minnilegasta, sem eg hef setið að á lífsleiðinni. Stóra, brúna skálin stóð á miðju borði, barmafull af hænsnakjöti, sósu og gi-ænmeti. Pabbi sagði alttaf borðbæn áð- ur en máltíð hófst, það voru allt- af sömu orðin og aðferðin var alltaf sú sama. Mamma leit yfir borðið til þess að fullvissa sig um, að allt væri til reiðu, og svo kinkaði hún kolli til pabba. — Þannig hafði það gengið ár eftir ár. Þetta kvöld kinkaði hún kolli til mín, og þá varð eg fullorðinn. SÖGULOK. Sveskjur Citrónur Appelsínur Rúsínur Apricósur KaupféL Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. Ðeering-múgavél Hallgrimur Tliorlacius, Öxnafelli. Nestlés Barnamjöl nýkomið. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin Fótbolta töpuðu börn í sjóinn á Sval- barðseyri. — Finnandi vin- samlega skili honum gegn fundarlaunum á afgr. Dags. Berjaíand Leigi i sumar berjaland i Miðhálsstaðahálsi og Skjald- arstaða hlíð. Gjald kr. 5.00 fyrir manninn 10 ára og eldri. Benedikt Einarsson, Bægisá II Tvíburavagn til sölu. A. v. á. Hef til sölu Upphluts- skyrtulinappur tapaður. — Vinsamlega skilist á afgreiðslu Dags. Vi lkaupa Barnakerru og selja Barnavagn. Rannveig Ágústsdótlir. Sími 1270. Plöntur Bezti tími til að gróður- setja PRÍMÚLUR er ágúst- mánuður. Við höfum plönt- ur á Brúnalaug. Ennfremur JARÐAREBRJA- PLÖNTUR. Afgreiðsla hjá Guðmundi, KEA. Daglegar ferðir Akureyri-Reykjavík LOFTLEIÐIR h.f. Sími 1940.. MÓÐIR, KONA, MEYJA. Sjónarhæð. Samkoma á sunnu- daginn kl. 5 e. h. Allir velkomnir. Raftúbur 3 kw., með og án thermo- stats, fyrirliggjandi. Kaupfélag Eyfirðinga Véla- og varahlutadeild. Raf geymar 6 volta, of öllum stærð- um, fyrirliggjandi. Kaupfélag Eyfirðinga. Véla- og varahlutadeild. íbúð 2ja—3ja herbergja íbúð ósk- ast til leigu eða kaups nú þegar eða síðar í haust. All- ar upplýsingar í síma 1592. Grænn, kúptur kápuhnappur hefur týnzt í miðbænum eða Oddeyrargötu. Skilist, gegn fundarlaunum, í Skemmuna, Berjafínur nýkomnar. Vöruhúsið h.f. Ræstiduf t Sandsápa Vöruhúsið h/f Smjörpappír nýkominn. Vöruliúsið h/f Bændur, athugið! Höfum nú fengið: Mjólkurflutingafötur, 20, 25, 30 og 40 ltr. Verðið hagkvæmt. Sendum gegn póstkröl'u. VerzL Eyjafjörður h.f. Sænskar skilvindur Stálstrokkar 5 og 10 ltr. Sendum gegn póstkröfu um land allt Verzl. Eyjafjörður h.f. NÝKOMIÐ! Danskir stunguspaðar Danskar kvíslar, 4 og 5 álma Oddskóflur Heykvíslar Fjósrekur Hverfisteinar Emel. fötur, hv. og gráar Vatnsfötur Mjólkurfötur, emal., 3 ltr. Blikkbrúsar, 3 og 4 ltr. Olíubrúsar, 3, 5 og 30 ltr. Vcrzl. Eyjafjörður h.f. Rinsó Persil Flik Flak Geysir Primo Kvikk Sunlight Sápa Blámasápa Blautsápa Eitursódi Vöruhúsið h/f

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.