Dagur - 15.08.1951, Side 4
4
D AGUR
Miðvikudaginn 15. ágúst 1951
r
$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$3$$$$$$$^
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson
Skrifstofa I Hafnarstræti 87 — Sími 1166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Árgangurinn kostar kr. 40.00.
Gjalddagi er 1. júlí.
g PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
£W$$$$53$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$3$»$5SÍ$$
Þar, sem „hinir ábyrgu“ ráða
EKKI HAFA ÖNNUR tíðindi, er gerzt hafa í
landinu síðustu mánuðina, vakið meiri athygli, né
orðið tilefni meiri blaðaskrifa ,en sú ráðstöfun
meirihluta bæjarstjómar Reykjavíkur — eða
nánar tiltekið 4 aðalfulltrúa og 4 varafulltrúa
Sjálfstæðisflokksins gegn eindregnum andmælum
allra fulltrúa hinna flokkanna í bæjarstjórninni,
en þeir eiga þar 7 fulltrúa alls — að bæta 10%
aukaniðurjöfnun ofan á áður álögð útsvör bæjar-
búa, sem virtust þó ærið há fyrir, og mun sú upp-
hæð nema hvorki meira né minna en 7—8 milljón-
um króna. Sjálfstæðismenn hafa löngum vitnað
til fjármálastjórnar höfuðborgarinnar sem sér-
stakrar fyrirmyndar um ráðdeild, sparsemi og
hvers konar fyrirhyggju, enda geti þar að líta.
ágætt og tilvalið dæmi þess, hvers þeir megni í
þeim efnum, þegar þeir séu látnir einir um hit-
una, og hvernig fara myndi um ríkisbúskapínn í
heild, ef flokki þeirra væri einnig þar trúað fyrir
sams konar meirihlutaaðstöðu sem þeir hafa nú
um mjög langt skeið notið í Reykjavík.
reikningarnir dæmafátt bruðl og
fjársóun í skrifstofukostnaði og
öðrum rekstrarkostnaði bæjarins
og skefjalausan taprekstur á
ýmsum bæjarfyrirtækjum. Þau
undur og stórmerki höfðu gerzt
undir stjórn og handarjaðri hinna
vísu og sparsömu íhaldsfeðra, að
það kostar nú allt að því hálft
annað þúsund krónur í beinan
skrifstofukostnað af hálfu bæjar-
félagsins að stjóma hverjum
bæjarbúa að meðaltali, ungum
sem öldnum, og allt eftir því.
Mun það vissulega met hér á
landi, svo að ekki sé fastar að
orði kveðið. Skyldu menn þó að
óreyndu halda, að tiltölulega
hlyti það að reynast ódýrast að
stjórna hverjum einstakling, þar
sem fjölmennið er margfaldlega
meira en á nokkrum stað öðrum,
og allar aðstæður að sama skapi
betri fyrir höfuðborgina en aðra
bæi sem miðstöð allra viðskipta,
athafnalífs og fjárhagsstarfsemi í
landinu.
VIÐBRÖGÐ minnihlutaflokk-
anna þriggja í bæjarstjórninni
voru harla ólik þegar frá upphafi.
Fulltrúi Framsóknarflokksins
varð einn til þess á fyrsta fund-
inum ,þegar málið var lagt fram,
að andmæla aukaniður jöfnun-
inni í heild og benda á færar
leiðir til sparnaðar, er jafngiltu
hækkuninni, svo að ekki þyrfti
að draga úr verklegum fram-
kvæmdum. Fulltrúar kommún-
ista og jafnaðarmanna hreyfðu
hins vegar engum slíkum and-
mælum, en létu sér upphaflega
nægja að pexa um framkvæmda-
atriði og eins hitt, hvernig verja
skyldi því fé, sem aflaðist með
hinum nýju álögum. Síðar, þegar
þungi almenningsálitsins lagðist
fastlega og með vaxandi krafti
gegn málinu, breyttu þeir hins
vegar um hernaðarlist, tóku að
andmæla hinum nýju álögum
kröftuglega og leita að nýjum
sparnaðartillögum í yfirboðs-
skyni. En ráðamenn Sjálfstæðis-
fl. handjárnuðu sína menn, þá
er reikulir reyndust í trúnni,
á þann hátt að láta þá sitja
heima, þegar til úrslita dró, en
varamenn mæta í þeirra stað. Og
þessi meirihluti barði málið fram
sl. fimmtudag, og felldi allar
sparnaðartillögur og yfirleitt all-
ar tillögur andstæðinganna, nema
þá eina, að fallið skyldi frá fyrir-
hugaðri ránsferð í pyngjur borg-
aranna, ef samningar tækjust við
ríkisstjórninna á þá leið að koma
höfuðstaðnum á ríkisframfæri að
því leyti, að ríkið afsalaði sér
verulegum hluta af tekjum sín-
(Framhald á 5. síðu).
FOKDREIFAR
AFSAKANIR ÍHALDSMEIRIHLUTANS fyrir
þessari dæmalausu ráðstöfun nú á miðju fjár-
hagsári eru einkum tvær. Fyrst sú, að gatnagerð
í höfuðstaðnum muni á þessu sumri far-a a. m.- k.
3 til 3Vz millj. kr. fram úr áætlun, en í annan stað
muni launagreiðslur bæjarins hækka stórlega frá
því, sem áður hafi verið gert ráð fyrir, sökum
breyttra kjarasamninga og síhækkandi kaup-
gjalds í landinu. Um báðar þessar afsakanir er
það helzt að segja, að þsfcr eru hvor annarri hald-
minni og gegnsærri: — Gatnagerð borgarinnar er
sjálfsagt mikið nauðsynjamál sökum fyrri van-
rækslu og tómlætis íhaldsins í þeim efnum. En
vel mátt sjá það fyrir, ef sérstaklegs átaks þurfti
með á þessu sviði nú á þessu sumri, og ekki hafa
neinar óvæntar breytingar gerzt í atvinnuástandi
borgarinnar, sem reka þarna á eftir, nema þá hið
gagnstæða, því að betur mun hafa úr rætzt að því
leyti en á horfðist, ekki tízt vegna stórfelldra
byggingaframkvæmda setuliðsins í nágrenni bæj-
arins, og þó raunar af ýmsum fleiri ástæðum, sem
ekki verða hér taldar. En á hinn bóginn eru göt-
ur Reykjavíkur engan veginn í svo hrörlegu og
óhæfu ástandi, nú fremur en áður, að það geti af
þeim orsökum talizt þjóðfélagsleg nauðsyn að taka
vinnuaff frá framleiðslustörfunum nú yfir há-
bjargræðistímann til þess að bæta úr því. — Um
kauphækkanirnar er vissulega það sama að segja,
að enga sérstaka framsýni þurfti til þess að sjá
það fyrir, í þann mund að fjárhagsáætlun borg-
arinnar var samin og heildarupphæð útsvaranna
ákveðin, að eigi myndu slíkar kjarabætur um-
flúnar, og því sjálfsagt að reikna með þeim þegar
frá upphafi.
SANNLEIKURINN MUN líka sá, að báðar
þessar afsakanir eru hreinar tylliástæður og ann-
að ekki. Bæjarstjórnarmeirihlutinn er þarna að-
eins að seilast á harla hremmilegan og óvægilegan
hátt niður í pyngjur bæjarbúa til þess að greiða
óreiðuskuldir síðustu missira. Þegar bæjarreikn-
ingar Reykjavíkur voru lagðir fram og ræddir í
lok júnímánaðar sl., kom í ljós, að greiðsluhalli
síðasta árs hafði reynzt 7,5 millj. kr. og skulda-
aukning á árinu 17,5 millj. kr. Jafnframt sýndu
Gleymt loforð efnt um síðir.
ELSKULEG OG ÁGÆT hús-
freyja hér í bænum kom á minn
fund nú um helgina og minnti
mig á gamalt loforð, sem eg mun
einhverju sinni hafa gefið henni
um að hreyfa hér í þessum pistl-
um mínum vissu málefni, sem
hún ber mjög fyrir brjósti og vill
gjarnan koma á framfæri opin-
berlega, almenningi til umhugs-
unar og áhugamönnum til fullra
framkvæmda, ef þeir kynnu að
vera sama sinnis. Og þar sem eg
vil hvorki bregðast trausti þess-
arar virðulegu konu, né heldur
svíkja gefin loforð, ef annað er
unnt, sting eg nú niður penna til
þess að sýna einhvern lit á þessu.
ÞÓTT KONAN sé að vísu enn á
bezta aldri eða léttasta skeiði, ef
menn vilja heldur orða það svo,
(um þetta efni verður alltaf að
tala varlega,'eins og kunnugt er,
einkum ef kvenfólk á í hlut), er
hún þó það gömul í hettunni, að
hún man vel þá tíð, þegai' enn
voru messur sungnar í gömlu
kirkjunni hérna inni í Fjörunni.
Sjálf mun hún hafa verið fermd á
því kirkjugólfi og oftlega hefur
hún sótt þangað helgar tíðir og
tekið þátt í sameiginlegum guðs-
þjónustum safnaðarins og þá ekki
sízt söngnum, því að hún er söng-
vin mjög og enda raddkona ágæt.
Henni er því staðurinn kær og
finnst með réttu, að hann ætti
einnig að vera kær og heilagur
fjölmörgum öðrum bæjarbúum
fyrir sakir gamalla kynna og
minninga, og þó raunar öllum
góðum borgurum, sem vilja sýna
fullan sóma sögu bæjarins og
gömlum minjum. Því stóð hún
ekki þarna kirkjan, þar sem
skáldklerkurinn mikli, Matthías,
þrumaði yfir söfnuðinum? Og var
það ekki á þessum stað, að söngv-
arinn ágæti og presturinn vin-
sæli, séra Geir Sæmundsson,
þjónaði í stól og fyrir altari og
tónaði með þeim ágætum, að
lengi skyldi í minnum haft.
Tillaga frúarinnar.
NÚ VILL ÞESSI ágæta kona
láta sýna staðnum, þar sem
gamla kirkjan stóð, einhvern
meiri sóma en enn hefur orðið,
enda hefur honum, satt bezt að
segja, enginn sómi verið sýndur
fram að þessu. Helzt vildi hún
láta breyta kirkjulóðinni gömlu í
fagran skrúðgarð, þar sem minn-
ismerki þeirra séra Matthíasar,
séra Geirs og annarra merkis-
manna, sem við sögu gömlu
kirkjunnar hafa komið, væru
reist og þeim búinn virðulegur
samastaður í fögru umhverfi. En
þar sem hún gerir ráð fyrir, að sú
hugmynd muni eiga nokkuð
langt í land, stingur hún upp á
því ,að minningartöflu um gömlu
kirkjuna, þar sem þessara merk-
isklerka væri einnig minnzt,
verði þó komið fyrir á lóðinni, og
gangskör gerð að því að halda
henni ávallt í fullri hirðu að 'öðru
leyti. — Eg leyfi mér hér með að
beina þessari tillögu til áhuga-
manna og ráðamanna í bænum
og gef henni hér með mín beztu
meðmæli.
Lögmál, sem enn gildir í
dýraríkinu.
OG SVO VIL EG að lokum —
og í allt öðru sambandi — rifja
upp ummæli, sem amerískur
þingmaður lét sér um munn fara
nú fyrir nokkrum árum, þegar
frumvarp um nýjar skattaálögur
var til umræðu í þjóðþinginu þar
í landi. Hann sagði: — „Menn
geta rúið sauðskepnuna einu
sinni á ári, en ekki flegið hana
nema einu sinni á ævinni!“ —
Ýmsum mun finnast þarflegt
fyrir sjálfstæðismeirihlutann í
höfuðstaðnum — og raunar ýmsa
aðra skattheimtumenn í landinu
— að hugleiða þessi sannindi líf-
eðlisfræðinnar, áður en þeir gera
það sér að reglu og vana að flá
sína sauði árlega og jafnvel
tvisvar á ári!
Nokkur orð um línsterkju
Flestar húsfreyjur munu línstrjúka eitthvað af
þvottinum heima, en fáar munu nota nákvæmlega
sömu aðferðina. Ef þú spyrðir nokkrar konur að
því, hvernig þær stífuðu, myndu sennilega engin
tvö svaranna verða eins. Ekki er gott að vita af
hverju það stafar, en sennilega hefur hver kona
„sína aðferð“, sem hún telur þá einu réttu, og er þá
auðsætt, að aðferðirnar geta orðið all margai'. Þó
eru til einfaldar reglur um það, hvernig blanda eigi
línsterkju og undirbúa þvottinn, áður en hann er
strokinn, og skulum við athuga þetta örlítið nánai'.
Litli fuglinn með rauðu bringuna.
Hér er í verzlunum um þessar mundir ný tegund
af línsterkju, Robin-línsterkja heitir hún, eða rauð-
brystingslínsterkja, og á öskjunni er mynd af litl-
um fugli með rauða bringu. Ekki er hér um neina
merkisvöru að ræða, hún er eflaust eitthvað svipuð
að gæðum og ýmsar tegundir aðrar, en sökum þess,
að allar upplýsingar um það, hvernig laga eigi lín-
sterkjuna, eru prentaðar á pakkann, tók eg mér
einn þeirra í hönd með það fyrir augum að birta
hér þessar upplýsingar til hægðarauka fyrir hús-
freyjur.
Vatn og ekkert nema vatn.
Það er tekið fram, að ekkert þurfi að nota annað
en vatn til þess að gera góða línsterkju. Þið munuð
eflaust kannast við, að oft er notuð sápa o. fl. saman
við blönduna, en hér er tekið fram, að nota eigi
aðeins vatn með Robin-línsterkjunni.
Þegar stífa á lítið magn, er farið þannig að: Kúf-
full teskeið af sterkju er hrærð saman við örlítið af
köldu vatni, svo að þetta verði að mjúkri leðju. Þá
er bætt við einum stórum kaffibolla af sjóðandi
vatni og hrært vel í allan tímann. Síðan er bætt við
köldu vatni, frá einum upp í sex bollum, allt eftir
því, hve stíf maður óskar að fötin verði. Nota má
meira eða minna af sterkjunni, eftir smekk og ósk
hvers og eins.
Við stífum meira magn þannig: Tvær kúffullar
matskeiðar af sterkju eru hrærðar saman við hálfan
kaffibolla (stóran) af köldu vatni. Þetta á að vera
þykk en mjúk leðja. Þá er bætt saman við átta
bollum af sjóðandi vatni og hrært vel í. Þá er enn
átta bollum af köldu vatni bætt saman við. Þetta á
að vera hæfilega sterkt fyrir flibba og líningar (lin-
stífað), svuntur, munnþurrkur o. þ. h. Saman við
þessa blöndu má bæta meiru af köldu vatni til þess
að vinda í svæfilver, vasaklúta o. þ. h. ef vill.
Þegar búið er að þvo tauið, sem stífa á, er það
undið vel og síðan er því difið ofan í línsterkjuna.
Undið upp úr henni og hengt til þerris. Þegar það er
alveg þurrt, er það steinkað með volgu vatni, vafið
þétt saman og látið bíða um eina klst.
Nota á mjög heitt strokjárn og þungt.
SKEMMD EGG A MARKAÐNUM.
Húsfreyjur kvarta yfir því, að skemmd egg séu
um þessar mundir algeng vara, sem berist í heimili
þeirra. Hefur kveðið svo rammt að þessu, að fund-
izt hafa mörg egg í sama kílói, sem orðið hefur að
fleygja. Það er .annað en gaman að kaupa
skemmda vöru, og það er eðlilegt, að konur séu
gramar yfir þessu. Hægt er að fá eggin endurgreidd,
þ. e. með öðrum eggjum, ef komið er með skurnið
þangað, sem eggin voru keypt. Þetta er að vísu
mikil sárabót, en stundum vill gleymast að halda
skurninu saman, sérstaklega ef mikið kveður að
þessu, og er þá um augljóst tap að ræða. En. konur
ættu ekki að gleyma þessu eða hlífast við að fara
með skurnið af skemmdu eggjunum, því að sann-
arlega eru eggin það dýr núna, að lítið vit er í öðru,
en að fá það endurgreitt, sem ónýtt er. Einnig ættu
húsfreyjur að skýra frá því, hvaða merki eru á
eggjunum, sem skemmd hafa reynzt, svo að verzl-
unin geti fylgzt með því, hvaðan hún fær góða vöru
og hvaðan ekki. Er vonandi, að allir, sem hlut eiga
að máli, bæði framleiðendur og þeir, sem með egg-
in verzla, taki þetta til góðfúslegrar athugunar.