Dagur - 15.08.1951, Qupperneq 8
8
Dagub
Miðvikudagiim 15. ágúst 1951
40 milljón króna óafturkræft,
nýtt framlag Marshallaðsfoðar-
innar til íslands
Þetta er framlag til vörukaupa bæði í dollara-
löndunum og Vestur-Evrópu
Bein efnahagsaðstoð vegna Marshalláætlunarinnar
nemur þar með 21,7 millj. dollara, auk óbeinnar
aðstoðar til að mæta greiðsluhalla landsins lijá
greiðslubandalagi Evrópu, 8,5 millj. dollara
Samkvæmt fréttatilkynningu,
sem blaðinu hefur nýskeð borizt
frá skrifstofu Efnahagssam-
vinnustjórnarinnar á íslandi hef-
ur íslandi nú verið úthlutað nýj-
um framlögum vegna Marshall-
aðstoðarinnar, sem hér segir:
Framlög.
Efnahagssamvinnustjórnin hef-
ur nýlega veitt íslandi 1 milljón
dollara — 16 milljónir króna — í
beinum framlögum til vörukaupa
frá dollaralöndunum og 1,5 mill-
jón dollara' — 24 milljónir króna
— í óbeinum framlögum til inn-
kaupa frá löndum Vestur-Ev-
rópu. Upphæðir þessar eru fyrstu
fjárveitingar, er Efnahagssam-
vitmustjórnin veitir fslandi á
fjárhagsári því, er hófst 1. júlí sl.,
og eru framlögin hæði óaftur-
kræf.
Bein efnahagsaðstoð á vegum
Marschalláætlunarinnar til inn-
kaupa á vörum frá dollaralönd-
unum nema þar með samtals 21,7
milljónum dollara frá því að
Marshalláætlunarinnar til inn-
aðstoð til þess að mæta greiðslu-
halla landsins hjá greiðslubanda-
lagi Evrópu, en öll þátttökuríki
efnahagssamvinnunnar eru með-
limir í bandalaginu, nemur nú
samtals 8,5 milljónum dojlara.
Þessi nýja fjárveiting gerir
kleift að halda áfram miklum
innflutningi á nauðsynlegum
neyzlu- og rekstrarvörum í sam-
ræmi við stefnu ríkisstjórnarinn-
ar, er miðar að frjálsari innflutn-
ingi til landsins með það fyrir
augum að koma upp vörubirgð-
um í landinu, samræma verðlag
og ná frekara jafnvægi í efna-
hagsmálum.
Innkaupalieimildir.
í lok júnímán. sl. hafði efna-
Balduin Ryel sjötugur
í gær
í gær var Balduin Ryel, ræðis-
maður Dana hér í bæ og fyrrv.
kaupmaður, sjötugur. Var mjög
fjölmennt á hinu myndarlega
heimili þeirra hjóna.Kirkjuhvoli,
og Ryel margvísleg vinsemd og
sómi sýndur í tilefni afmælisins,
enda hefur hann nú um- langt
skeið verið einn af þekktustu og
mætustu borgurum bæjarins, og
hann og hin ágæta kona hans,
frú Gunnhildur Ryel, jafnan
notið mikilla og verðskuldaðra
vinsælda.
hagssamvinnustjórnin gefið út
innkaupaheimildir til kaupa á
ákveðnum vörum og þjónustu
samkvæmt beiðni ríkisstjórnar-
innar fyrir samtals 20,290,000
dollara. Af upphæð þeirri voru
gefnar út innkaupaheimildir í
júnímánuði einum saman fyrir
1,685,000 dollara ,er notað var til
kaupa á eftirtöldum vörum, og
eru þær flokkaðar eftir hinum
ýmsu atvinnugreinum, sem þær
fóru til:
Landbúnaður.
Vélar og tæki fyrii- áburðar-
vei-ksmiðjuna kr. 13,032,000. —
Saxblásarar kr. 163,000.
Sjávarútvegur.
Brennsluolíur fyrir togara og
bátaflotann kr. 3,258,000. —
Pappír til fiskumbúða kr.
4,235,000. — Eimketill fyrir Lýsi
h.f., svo og aðrar járn- og stál-
vörur kr. 244,000. — Vélar og
tæknileg þjónusta vegna Faxa-
verksmiðjunnar kr. 668,000.
Iðnaður,
Vjnnufataefni, netagarn og
garn til framleiðslu á baðpiullar-
dúkum kr. 2,118,000. — Efnivörur
fyrir málningaverksmiðjuna
Hörpu h.f. kr. 489,000. — Járn og
stál, aðallega til skipaviðgerða, o.
fl. kr. 1,222,000. '
Ymislegt.
Varahlutir í framleiðsluvélar,
svo sem kúlulegur, hlutir í frysti-
vélar, o. fl. kr. 326,000. — Vara-
hlutir í jarðvinnslu- og flutn-
ingatæki kr. 326,000. — Eirvír
fyrir Landssímann og rafveitur
ríkisins kr. 1,368,000. — Samtals
kr. 27,449,000.
Tófuhvolpur
liandsamaður
Fyrir nokkrum dögum bar það
við að Munkaþverá í Eyjafirði, að
drengir tveir, þeir frændurnir
Vilhjálmur og Eysteinn, sem
voru að sækja kýr í haga, hand-
sömuðu tófuhvolp allstálpaðan.
Varð sá fyrrnefndi hans fyrst var
og náði honum eftir nokkurn elt-
ingarleik. Bar þé félaga hans þar
að. Hann lagði til peysuna sína,
sem þeir vöfðu utan um hvolp-
inn. Komu þeir honum þannig
heim. Ekki þykir gott að liand-
sama tófuhvolpa, því að þeir eru
mjög grimmir og verja sig með
kjafti og klóm. Báru sigurvegar-
arnir þess nokkur merki á hönd-
um.
Vegna aukinnar dýr-1
tíðar og framleiðslu-i
kostnaðar hækka
landbúnaðarafurðir ;
um 14,6 próeent
6. sept. n. k.
Á fundi verðlagsnefndar
landbúnaðarafurða sl. fimmtu
dag — 9. þ. mán. — lagði hag-
stofustjóri fram útreiknaðan
verðlagsgrundvöll fyrir næsta
verðlagsár, sem hefst 6. sept.
næstk. samkvæmt samkojnu-
lagi nefndarinnar. Verðlags-
grundvellinum var ekki sagt
upp, og gildir hann því næsta
verðlagsár óbreyttur frá fyrra
ári. En vegna hækkunar á
rekstrarvörum bænda hækkar
verð á landbúnaðarvörum
samkv. verðlagsgrundvellin-
um, um 14,6% frá 6. sept. í
haust að. telja. Frá mjólkur-
verðinu dregst þó hækkun sú,
sem á því varð 1. júní í sum-
ar, en liún mun hafa numið 13
aurum á hvern mjólkurlítra.
Á fundi verðlagsnefndar lá
enn ekki fyrir ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar um það, hvort
hækkunin frá í vor verði öll
tekin með í kaupgjaldsvísitöl-
una fyrir ágúst, sem reiknuð
skal um miðjan þennan mán-
uð, en nefndin hafði áður ein-
; róina'lagt til, að svo yrði gert.
Iðgjöld almannatrygg-
inganna hækkuð vegna
vaxandi dýrtíðar
Samkvæmt tillögum og áskor-
unum Tryggingastofnunar ríkis-
ins hefur ríkisstjórnin ákveðið að
nota lagaheimild til þess að
hækka iðgjöld til almannatrygg-
inganna. Nemur hækkun iðgjald-
anna 11%, en ríkisframlagið
hækkar um rúmlega 2 millj kr.
og framlög sveitafélaganna sam-
tals urn 1,3 millj. kr. Stafar
þessi hækkun af sívaxandi dýrtíð,
sem valdið hefur stórhækkuðum
bótagreiðslum tryggingarstofn-
unarinnar. Af sömu ástæðum
hafa einstök sjúkrasamlög, þ. á.
m. Sjúkrasamlag Akureyrar, ný-
lega ákveðið að hækka iðgjöld
sín að sama skapi.
Tekjur tryggingastofnunarinn-
ar hafa að undanförnu verið inn-
heimtar með 8% álagi, en vísi-
töluuppbótin á bætur frá ára-
mótum, hefur hins vegar verið
23%, þar til nú, að hún er komin
upp í 32%, en hækkar eftirleiðis
á þriggja mánaða fresti á sama
hátt og almennt kaupgjald í land-
inu. Hvert stig til hækkunar á
kaupgjaldsvísitölunni mun kosta
tryggingastofnunina um hálfa
milljón króna, og mun því enn
verða verulegur halli hjá henni,
þrátt fyrir hækkunina.
Fréttir frá Færeyjum
Eins og kunungt er ,eru Færeyingar næstu nágrannar okkar og
auk þess ein skyldasta frændþjóðin. Tunga þeirra er einnig svo ná-
skyld okkar eigin máli ,að hætt er við, að hún verki í byrjun lielzt
á okkur sem afbökuð íslenzka. Yfirleitt má segja, að við höfum gefið
Færeyingum og málefni þeirra allt of lítinn gaum, og mætti það
gjarnan standa til bóta. Hér á eftir er, sein sýnishorn og til gamans
birt fregn, sem kom nýlega í færeyska blaðinu „17. september“,
eða'„hósdagin 2. august“ sl. um ferðalag norrænu kvennanna með
Brand V. hér á landi og í Færeyjum, en sá leiðangur má enn vera
okkur Akureyringum í fersku minni. — í því sama blaði segir enn-
fremur í feitletraðri fyrirsögn á fremstu síðu: „fslendsk saltfisasölu
gongur framúr væl. At kalla einki óselt. Hægri prísur enn í fjör,“ o.
s. frv. — Reynt hefur verið að velja leturgerð og haga uppsetningu
klausunnar á þann veg, að hún líkist sem allra mest frumgerðinni
í liinu færeyska blaði.
NORÐURLENDSKU KONUFOLKINI
koma leygarmorgunin
Útferðir til Nólsoyar og Kirkjuböar
STÓRAR MÓTT0KUR í ÍSLANDI
Norðurlendsku konufólkini
~verða aftur á Havnini leygar-
morgun kl. 8 verður sagt í fjar-
riti frá Torgerð Mohr frá A-
kuroyri í gjár. Skipið Brand V
siglir ikki skjótt, og hevur
ferðin seinkast av tr sama.
Stpðgurin her verður tí held-
ur ikki so langur sum í fyrst-
uni ætlað. M. a. dettur ferðin
undir Vestmannabjþrgini burt-
ur. Men annars verður roynt
at gera dvþlina her so hugna-
liga sum umstpðurnar loyva.
Verður veðrið til vildar, er ætl-
ingin at fara ferð til Nólsoyar
kl. 15.30 leygardagin. Sunnu-
dagin verður koyrt til Kirkju-
b0ar. Sunnudag seinna part
verður fráfarningarfundur hild-
in á Vaglinum. Kl. 18 sama
dag siglir skipið.
Mótt0kan i Islandi.
Sum kunnugt, er tað norður-
lendska konufólkafelagssam-
bandið sum stendur fyri ferð-
ini. í íslandi hava verið mikil
hátíðarhþld. Skipið kom til
Reykjavíkar hósdagin 26. juli.
Hþvuðmóttþkan var í Tjóð-
leikhúsinum um kvöldið, og
fluttu har Tulltrúar frá teim 7
londunum kvpðu. Eisini gr0n-
lendsk kvinna er við í ferðinni.
Fararstjóri er Stella Kornerup,
skúlastjóri úr Danmprk.
Ur Reykjavík sigldi skipið
til Akuroyrar, men 80 av teim
179 útlendsku gestunum fóru í
bil. í staðinn fóru so 80 íslendsk-
ar konur við skipinum.
Meðan skipið stpðgaði í Rey-
kjavík varð býurin skoðaður
og ferðir gj0rdar til Gullfoss,
Geysis og Laugarvatns.
Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna reynir að miðla
málum í Kasbmir-deilunni
Mikla athygli hefur sú heimsfrétt vakið, að Nehru, forsætisráðherra
Indlands, hefur nýskeð sagt sig úr miðstjórn Þjóðveldisflokksins. Er
talið, að sú ráðstöfun standi m .a. í beinu sambandi við ágreining
innan flokksins um lausn Kashmir-dcilunnar milli Indlands og
Pakistan. — Sameinuðu þjóðirnar hafa nýlega sent hinn kunna
samningamann sinn í Austur-Asíumálum, dr. Frank P. Graham, til
Indlands til þess að leita sætta í deilu þessari og undirbúa þjóðar-
atlcvæðagreiðslu í Kahsmír, er skera skal úr um pólitíska framtíð
landsins. — Hér á myndinni sést dr. Graharn (til vinstri) ræða þessi
stór-pólitísku deiluinál við forsætisráðherra Pakistan, Mohammed
Zafruilali Khan.